Morgunblaðið - 14.04.2016, Side 33

Morgunblaðið - 14.04.2016, Side 33
FRÉTTIR 33Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 „Okkur er ekkert óviðkomandi. Við ræðum öll mál sem koma upp á landsvísu og hér heima og fáum líka oft góða gesti, þingmenn og ráðherra,“ segir Þórir N. Kjart- ansson í Vík í Mýrdal. Hann er í öldungaráði, óformlegum sam- tökum heldri borgara í Vík sem kemur saman alla virka morgna í björgunarsveitarhúsinu. Þeir eru oft 10 til 12. Hluti af hópnum eru svokallaðir Fjörulall- ar sem leggja mikið á sig til að verja Víkurþorp fyrir ágangi sjáv- ar, meðal annars með uppgræðslu í samvinnu við Landgræðsluna. Þau mál koma sterkt inn í um- ræðuna þegar Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri mætir. „Menn eru nú annars aðallega að segja af sér gamlar frægðarsögur,“ segir Þórir. Blaðamaður kom við hjá öld- ungaráðinu á föstudagsmorgni. „Þú mátt geta þrisvar,“ svaraði Reynir Ragnarsson, þegar spurt er um aðalumræðuefni þá vikuna. Og niðurstaðan? Jú, hún er sögð jafn breytileg og mennirnir eru margir. Menn eru sem sagt ekki alveg sammála í pólitíkinni. Stendur enginn uppúr Annars hafa komandi forseta- kosningar verið heitasta umræðu- efnið síðustu daga og vikur, og ekki dró úr því þegar forsetinn og forsætisráðherrann hittust óvænt í miðri atburðarásinni. „Ég stend dálítið einn í því. Mér fannst út- spil forsetans snilldarlegt,“ segir Birgir Hinriksson. Reynir Ragnarsson telur það ágætt að Ólafur Ragnar haldi því opnu að vera áfram, þar til vitað sé hverjir verði í framboði. „Það stendur enginn uppúr þegar búið er að draga rugludallana frá. Eftir situr fólk sem aðeins er þekkt inn- an síns hóps,“ segir Guðgeir Sig- urðsson. Menn voru á því að margir frambjóðendur myndu draga sig til baka ef Ólafur Ragn- ar færi fram. Blaðamaður missti af umræðum um Davíð Oddsson ritstjóra. Á fé- lögunum var að heyra að hann nyti töluverðs fylgis í þessum hópi til forsetaframboðs en það fylgdi jafnframt sögunni að sjálfsagt yrðu margir á móti. Jarðgöng nauðsynleg Af heimavígstöðvunum er mest rætt um vegamál. Nauðsyn jarð- ganga um Reynisfjall var þar efst á baugi. Menn eru hjartanlega sammála um það enda þekkja allir á eigin skinni erfiðleikana sem skapast geta á núverandi vegi, sérstaklega um brattann á Gatna- brún. Vegna aukinnar umferðar ferðamanna hafi umferð um Hringveginn sem nú liggur á milli húsa í þorpinu stöðugt meiri áhrif á íbúana. Sífelldur niðurskurður þjónustu við íbúana kemur einnig upp í um- ræðunum. Vegna fjölgunar ferða- manna allt árið þyrfti frekar að bæta í en halda áfram niðurskurði. Reynir segir að heilsugæslan sé aðeins opin hálfan daginn og mest verið að þjóna ferðamönnum. Þeir taka það fram að þeir séu heppnir með lækni og hjúkrunarkonu því þau séu boðin og búin að aðstoða íbúana, séu í raun og veru á vakt allan sólarhringinn. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Öldungar Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri heimsótti öldungaráðið einn morguninn, f.v. Sveinn, Sigurjón Rúts- son, Garðar Einarsson, Reynir Ragnarsson, Birgir Hinriksson, Guðgeir Sigurðsson og Þórir N. Kjartansson. Segja af sér gaml- ar frægðarsögur  Rætt um landsins gagn og nauðsynj- ar í öldungaráðinu í Vík  Stjórnmálin og forsetakosningar efst á baugi - með morgunkaffinu Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is VIÐ HÖNNUMOG TEIKNUM FYRIR ÞIG Komdumeð eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði. ÞITT ER VALIÐ Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. KR EA TI V FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM,FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUMOGEININGUM ELDHÚSINNRÉTTINGAR STYRKUR - ENDING - GÆÐI HÁGÆÐADANSKAR Opið: Mán. til föstudaga kl. 09 til 18 Laugardaga kl. 11 til 15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.