Morgunblaðið - 14.04.2016, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016
Klæðskeraskæri
Stærðir 8“-12“
Verð kr. 4.980 -
8.580 kr.
ÚRVAL AF GÓÐUM
S ÆRUM
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
skæri í úrvali
Opið
virka
daga
frá 9-
18
lau fr
á 10-1
6
Alhliða skæri
kr. 4.395
Vinstri
handar skæri
kr. 4.395
Hárskæri
kr. 5.190
Klæðskeraskæri
Verð kr. 5.660
Bróderskæri
Kr. 2.565
„Framtak þeirra hefur skilað
miklum árangri í þessari baráttu á
undanförnum árum. Þeir eru allt-
af á vaktinni. Það skiptir miklu
máli að grípa strax í taumana þeg-
ar skörð myndast í sandvarnar-
görðunum. Sandurinn dælist inn
um þessi skörð,“ segir Sveinn
Runólfsson landgræðslustjóri um
sjálfboðavinnu Fjörulalla í Vík-
urfjöru.
Þeir félagarnir vinna ýmis störf
í Víkurfjöru, meðal annars við
uppgræðslu, vegagerð og stíga og
lagfæringar bílastæða. Fjaran er
fjölsótt af ferðafólki sem óneitan-
lega skilja eftir sig ummerki. Þeir
keyrðu 100 heyrúllur í fjöruna á
síðasta ári til að styrkja varnirnar
og reikna með að svipaður fjöldi
verði fluttur þangað í haust.
„Þeir afkasta miklu í sinni sjálf-
boðavinnu og þekkja auk þess vel
til. Við hefðum ekki næga fjár-
muni til að setja í þetta, ef við
þyrftum að kaupa alla vinnu að.
Framlag þeirra til byggðarinnar
er því gríðarlega mikið.“
Með tilkomu varnargarðs sem
settur var út fyrir nokkrum árum,
svokallaðs sandfangara, hefur
fjaran vestan hans lengst mjög.
Sveinn segir nauðsynlegt að fylgja
því jafnt og þétt eftir með því að
græða strax upp hið nýja land,
skapa nýtt varnarbelti í stað þess
sem sjórinn hefur hrifsað til sín í
landbroti undanfarinna ára og
áratuga. Sáð er íslensku melgresi
sem reynst hefur best til að binda
sandinn.
Hætta á að uppgræðslan
hverfi við iðnaðarhverfið
Fjörulallar hafa einbeitt sér að
svæðinu vestan við sandfangar-
ann. Stærstu áföllin, til dæmis í
ofsaveðri sem varð í stórstreymi í
desember, urðu austar, við iðnaða-
rsvæði Víkurþorps en þar hafa
Fjörulallar ekki látið til sín taka.
Þetta skapaði hættu á að upp-
græðslan þar hyrfi, með tilheyr-
andi auknu sandfoki inn í þorpið.
Sveinn segir að Landgræðslan
fagni því mjög að Vegagerðin
skuli hafa ákveðið að hefja að-
gerðir á því svæði á þessu ári með
nýjum sandfangara. Það muni
verða til þess að fjaran lengist
fram í sjó og því þurfi að fylgja
eftir með sáningu melgresis.
Leggja mikið til
byggðarinnar
Fjörulallar í Vík vinna stöðugt að
vörnum þorpsins gegn landbroti
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Landgræðslan telur brýnt að verja
svæði í og við byggðina við Skaftá.
Það sé hægt að gera með tiltölulega
litlum kostnaði, með varnargörðum
og uppgræðslu. Hefur Land-
græðslan óskað eftir 96 milljóna
króna fjárveit-
ingu á þessu ári
til brýnustu verk-
efna.
Landgræðslan
hefur reynt að
meta gróður-
skemmdir og lagt
áherslu á byggð-
ina því erfitt er
að ljúka könnun á
afréttum vegna
snjóa. Gert er ráð
fyrir að gróðurskemmdir séu í landi
fjölda jarða. Langverst er ástandið
talið í Eldhrauni og var ekki á bæt-
andi. Gert er ráð fyrir að mikið leir-
og sandfok verði af þeim í sumar og
á næstu árum.
Jökulhlaupin og sandburður í
kjölfarið hafa mikil áhrif á gróðurfar
í Skaftárhreppi. Þannig er talið að
sandur hafi farið yfir 3.000 hektara
gróins lands á afréttum á árunum
1955 til 2010 og um 4.000 hektara í
byggð.
„Markmið aðgerða okkar verður
að draga úr uppfoki og sandfoki
með því að binda fokefnin í gróðri.
Við munum sá melgresi og grasfræi
á verstu sandsvæðunum, þar sem
við teljum að best gagnist fyrir
byggðina,“ segir Sveinn Runólfsson
landgræðslustjóri.
Mikilvægt að byrja sem fyrst
Hann minnir á að gera verði ráð
fyrir öðru stóru jökulhlaupi innan
fárra ára og aðgerðir taki mið af því.
Veðurstofan er að vinna hættumat
vegna þess. „Við vitum að melgresi
þolir mikla eðju og aur, þegar það
er komið vel á legg. Það reynist
okkur alltaf best,“ segir land-
græðslustjóri.
Hann segir að reynt verði að
styrkja þann gróður sem er við far-
vegi Skaftár og Eldvatns, á svæðum
sem fengið hafa minniháttar eðju yf-
ir sig og stuðla þannig að því að
gróðurinn þoli það áfok sem verður
úr aðal-farveginum. „Við munum
einbeita okkur að aðgerðum í
byggð, á um 900 hektara svæði.
Verkefnið á afréttunum er það stórt
að ekki verður tekist á við það að
sinni. Við þurfum að forgangsraða.
Brýnast er að vinna í Eldhrauni og
við bæi sem hafa orðið verst úti.
Mikið er í húfi að gera þetta sem
allra fyrst, í lok apríl eða byrjun
maí. Við erum bjartsýn um að þess-
ar aðgerðir muni leiða til þess að
minna uppfok og sandfok verði. Ár-
angurinn skilar sér meira á næsta
ári og aðgerðirnar þurfa að halda
áfram á næstu árum,“ segir Sveinn.
Reiknað er með að brýnustu upp-
græðsluverkefnin muni kosta um 50
milljónir kr. í ár og annað eins á
næsta ári. Kostnaður við byggingu
nýrra varnargarða og hækkun og
viðhald eldri garða er litlu minni.
Hreppurinn fékk fjárveitingu
Skaftárhreppur fékk 30 milljóna
króna aukafjárveitingu á síðasta ári
til að mæta kostnaði af viðgerðum á
óskráðum vegum, varnargörðum og
girðingum sem eyðilögðust í hlaup-
inu. Sveinn segir að sem betur fer
virðist opinberir aðilar kosta að
mestu viðgerðir á vegum og afar lít-
ið tjón hafi orðið á girðingum. Hins
vegar nemi viðgerðarkostnaður á
varnargörðum mörgum tugum
milljóna. Skaftárhreppur hefur beð-
ið fólk að tilkynna um tjón sem get-
ur flokkast undir þá liði sem fjár-
veitingunni er ætlað að bæta.
Brýnt að verja svæði við byggð
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri vill binda fokefnin við Skaftá með melgresi Kostnaður við
uppgræðslu og varnargarða áætlaður 100 milljónir í ár Þörf á áframhaldandi vinnu næstu tvö árin
Ljósmynd/Þórir N. Kjartansson
Eldhraun Flóðið lék Eldhraun illa og mátti það þó illa við meiri skemmdum. Þar situr eftir sandur og leir sem fjúka
mun yfir byggðina og Hringveginn við ákveðin veðurskilyrði næstu ár. Myndin er tekin í áttina að Árfjalli.
Sveinn
Runólfsson
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Gamburmosi Mesta gamburmosa-
svæði landsins ber ekki sitt barr eft-
ir Skaftárhlaupið í október.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Ytri-Ásar Skaftárhlaupið mikla skildi eftir sig ummerki víða í landi Ásajarðanna . Hér sést yfir húsin í Ytri-Ásum og
yfir Eldvatn og hluti skemmda sem urðu á uppgræðslu bóndans. Þar var iðagrænt beitiland.