Morgunblaðið - 14.04.2016, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.04.2016, Blaðsíða 35
FRÉTTIR 35Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 Á málstofu Háskólans í Reykjavík nýverið kom Magnús Þór Ásmunds- son, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, fær- andi hendi og afhenti Ara Kristni Jónssyni, rektor HR, styrk að upp- hæð 100 þúsund dollara, eða um 12,4 milljónir króna. Er styrkurinn ætlaður til áfram- haldandi eflingar rannsókna og kennslu í efnisverkfræði og málm- fræði á háskólastigi. Málstofan fjallaði einmitt um efnisverkfræði í sjálfbærri álframleiðslu. Hún var önnur í röð fjögurra málstofa í HR sem fjalla um um lífstoðefni, ál, efni sem notuð eru við orkuskipti og áskoranir á sviði jarðhita, að því er segir í fréttatilkynningu frá HR. Haft er eftir Magnúsi Þór að Sam- félagssjóður Alcoa veiti fé til verk- efna sem tengjast umhverfi, mennt- un og fræðslu og samfélagsþátttöku starfsfólks. Það sé hlutverk Fjarða- áls að benda á tækifærin sem eru til staðar á Íslandi til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Bendir hann á að 90 háskólamenntaðir starfsmenn vinni hjá Alcoa Fjarðaáli. Jákvætt sé að hafa möguleika á framhalds- menntun hér á landi. Alcoa styrkir HR um 12,4 milljónir króna Ljósmynd/HR Styrkur Magnús Þór Ásmundsson frá Alcoa afhenti Ara Kristni Jónssyni, rektor HR, t.h., styrk að andvirði 12,3 milljónir króna á málstofu nýverið. Kiwanisklúbburinn Sólborg hélt glæsilegt Kvennakvöld í byrjun mars þar sem um 120 konur mættu. Allur ágóði kvöldsins rann til Leið- arljóss, sem er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með lang- vinna og sjaldgæfa sjúkdóma. Styrkurinn var að upphæð 505.000 kr. og mun koma að góðum notum fyrir fjölskyldur barnanna. Mark- mið Leiðarljóss er að veita alla fé- lags- og heilbrigðisþjónustu út frá einum stað fyrir fjölskyldur barnanna. Markmið Kiwanishreyfingar- innar er að styrkja þá sem minna mega sín og hefur Kiwanisklúbbur- inn Sólborg, sem er kvennaklúbbur í Hafnarfirði veitt styrki að upphæð um eina milljón króna frá því í haust. Forseti Sólborgar, Hjördís Harðardóttir, og formaður styrktarnefndar klúbbsins, Vilborg Andrésdóttir, afhentu Báru Sigur- jónsdóttur, forstöðumanni Leiðar- ljóss, styrkinn. Sólborg styrkir stuðningsmiðstöð- ina Leiðarljós Vefurinn kosn- ing.is hefur ver- ið uppfærður vegna forseta- kosninganna 25. júní næstkom- andi. Á vefnum er að finna ýms- ar fréttir varð- andi undirbún- ing innanríkis- ráðuneytisins vegna kosninganna og upplýsingar um kjörstjórnir, kjörstaði og atkvæðagreiðslu ut- an kjörfundar svo dæmi séu nefnd. Auk frétta og leiðbeininga um undirbúning og framkvæmd kosn- inganna má finna á vefnum tengla á lög um framboð og kjör forseta Íslands, sýnishorn eyðu- blaða vegna söfnunar meðmæl- enda og leiðbeiningar um hvernig fara skal ef kjósandi þarf aðstoð við að greiða atkvæði. Þá er birt- ur listi yfir helstu dagsetningar í aðdraganda kosninganna, þ.e. um framboðsfrest, atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og fleira. Á vefn- um er einnig að finna upplýsingar á táknmáli svo og á ensku. Hægt er að senda spurningar er varða kosningarnar á netfangið: postur@kosning.is Upplýsingar um for- setakosningarnar komnar á kosning.is Atkvæði greidd. Velferðarráðu- neytið birti í gær upplýsingar um kynjahlutföll í nefndum sem skipuð eru á veg- um ráðherra ráðuneytisins. Þar kemur m.a. í ljós að í þeim nefndum, sem skipaðar voru á síð- asta ári, voru karlar 49% og konur 51% nefndarmanna. Í nefndum félags- og húsnæðis- málaráðherra eru hlutföllin 48/52 og í nefndum heilbrigðisráðherra eru þau 47/53. Nánast jöfn kynja- hlutföll í nefndum velferðarráðuneytis HLEDSLA.IS NÝJUNG! KOLVETNASKERT OG LAKTÓSAFRÍ HLEðSLA MEð SÚKKULAðIBRAGðI. FÆST NÚ Í 330 ML FERNUM. FRÁBÆR Á MILLI MÁLA OG EFTIR ÆFINGAR. ÍSLE N SK A/SIA.IS M SA 79077 03/15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.