Morgunblaðið - 14.04.2016, Blaðsíða 35
FRÉTTIR 35Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016
Á málstofu Háskólans í Reykjavík
nýverið kom Magnús Þór Ásmunds-
son, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, fær-
andi hendi og afhenti Ara Kristni
Jónssyni, rektor HR, styrk að upp-
hæð 100 þúsund dollara, eða um 12,4
milljónir króna.
Er styrkurinn ætlaður til áfram-
haldandi eflingar rannsókna og
kennslu í efnisverkfræði og málm-
fræði á háskólastigi. Málstofan
fjallaði einmitt um efnisverkfræði í
sjálfbærri álframleiðslu. Hún var
önnur í röð fjögurra málstofa í HR
sem fjalla um um lífstoðefni, ál, efni
sem notuð eru við orkuskipti og
áskoranir á sviði jarðhita, að því er
segir í fréttatilkynningu frá HR.
Haft er eftir Magnúsi Þór að Sam-
félagssjóður Alcoa veiti fé til verk-
efna sem tengjast umhverfi, mennt-
un og fræðslu og samfélagsþátttöku
starfsfólks. Það sé hlutverk Fjarða-
áls að benda á tækifærin sem eru til
staðar á Íslandi til að hafa jákvæð
áhrif á samfélagið. Bendir hann á að
90 háskólamenntaðir starfsmenn
vinni hjá Alcoa Fjarðaáli. Jákvætt sé
að hafa möguleika á framhalds-
menntun hér á landi.
Alcoa styrkir HR um
12,4 milljónir króna
Ljósmynd/HR
Styrkur Magnús Þór Ásmundsson frá Alcoa afhenti Ara Kristni Jónssyni,
rektor HR, t.h., styrk að andvirði 12,3 milljónir króna á málstofu nýverið.
Kiwanisklúbburinn Sólborg hélt
glæsilegt Kvennakvöld í byrjun
mars þar sem um 120 konur mættu.
Allur ágóði kvöldsins rann til Leið-
arljóss, sem er stuðningsmiðstöð
fyrir fjölskyldur barna með lang-
vinna og sjaldgæfa sjúkdóma.
Styrkurinn var að upphæð 505.000
kr. og mun koma að góðum notum
fyrir fjölskyldur barnanna. Mark-
mið Leiðarljóss er að veita alla fé-
lags- og heilbrigðisþjónustu út frá
einum stað fyrir fjölskyldur
barnanna.
Markmið Kiwanishreyfingar-
innar er að styrkja þá sem minna
mega sín og hefur Kiwanisklúbbur-
inn Sólborg, sem er kvennaklúbbur
í Hafnarfirði veitt styrki að upphæð
um eina milljón króna frá því í
haust.
Forseti Sólborgar, Hjördís
Harðardóttir, og formaður
styrktarnefndar klúbbsins, Vilborg
Andrésdóttir, afhentu Báru Sigur-
jónsdóttur, forstöðumanni Leiðar-
ljóss, styrkinn.
Sólborg styrkir
stuðningsmiðstöð-
ina Leiðarljós
Vefurinn kosn-
ing.is hefur ver-
ið uppfærður
vegna forseta-
kosninganna 25.
júní næstkom-
andi. Á vefnum
er að finna ýms-
ar fréttir varð-
andi undirbún-
ing innanríkis-
ráðuneytisins vegna kosninganna
og upplýsingar um kjörstjórnir,
kjörstaði og atkvæðagreiðslu ut-
an kjörfundar svo dæmi séu
nefnd.
Auk frétta og leiðbeininga um
undirbúning og framkvæmd kosn-
inganna má finna á vefnum
tengla á lög um framboð og kjör
forseta Íslands, sýnishorn eyðu-
blaða vegna söfnunar meðmæl-
enda og leiðbeiningar um hvernig
fara skal ef kjósandi þarf aðstoð
við að greiða atkvæði. Þá er birt-
ur listi yfir helstu dagsetningar í
aðdraganda kosninganna, þ.e. um
framboðsfrest, atkvæðagreiðslu
utan kjörfundar og fleira. Á vefn-
um er einnig að finna upplýsingar
á táknmáli svo og á ensku. Hægt
er að senda spurningar er varða
kosningarnar á netfangið:
postur@kosning.is
Upplýsingar um for-
setakosningarnar
komnar á kosning.is
Atkvæði greidd.
Velferðarráðu-
neytið birti í gær
upplýsingar um
kynjahlutföll í
nefndum sem
skipuð eru á veg-
um ráðherra
ráðuneytisins.
Þar kemur m.a. í
ljós að í þeim
nefndum, sem skipaðar voru á síð-
asta ári, voru karlar 49% og konur
51% nefndarmanna.
Í nefndum félags- og húsnæðis-
málaráðherra eru hlutföllin 48/52
og í nefndum heilbrigðisráðherra
eru þau 47/53.
Nánast jöfn kynja-
hlutföll í nefndum
velferðarráðuneytis
HLEDSLA.IS
NÝJUNG!
KOLVETNASKERT OG LAKTÓSAFRÍ
HLEðSLA MEð SÚKKULAðIBRAGðI.
FÆST NÚ Í 330 ML FERNUM.
FRÁBÆR Á MILLI MÁLA OG EFTIR ÆFINGAR.
ÍSLE
N
SK
A/SIA.IS
M
SA
79077
03/15