Morgunblaðið - 14.04.2016, Síða 36

Morgunblaðið - 14.04.2016, Síða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 AF ÞORSKI Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Galsafengin hróp og köll kveða við í hressandi hafgolunni á bryggj- unni. „Fik du ikke haill“! er hróp- að. Dátt er hlegið og ýmsar at- hugasemdir fylgja í kjölfarið. Síðar í þessari grein verður útskýrt hvað haill er. Það er laugardagsmorgunn og fiskimenn, konur og karlar á ýmsum aldri í skærlitum sjófatnaði, standa bísperrtir um borð í bátum af öllum stærðum og gerðum sem halda til hafs. Þarna er meira að segja lítið víkingaskip. Svona hefst heimsmeistara- keppnin í sjóstangaveiði sem haldin er á hverju ári í bænum Svolvær í Lofoten í Norður-Noregi. Keppnin er yfirleitt haldin í lok mars eða byrjun apríl og keppt er um að veiða þyngsta þorskinn. Í ár var keppnin haldin dagana 1. og 2. apr- íl, um 600 tóku þátt og hún laðar að sér mikinn fjölda – bæði Norð- menn og fólk víða að úr heiminum. Sumir eru ástríðufullir veiðimenn en aðrir vilja bara komast í stuðið og stemninguna sem fylgir keppn- inni. Greinarhöfundur er í síðar- nefnda hópnum. Á norsku heitir keppnin VM i skreifiske, en þetta heiti er notað um þorskinn þegar hann kemur að Noregsströndum norðan úr Bar- entshafi til að hrygna. Orðið skrei þýðir að flakka á norsku og það mætti þá líklega tala um flökku- þorsk á íslensku. Um 40% þorska í þorskstofninum við Noregsstrendur hrygna á Lofoten-svæðinu og stendur hrygningartímabilið yfir frá febrúar fram í apríl. Þorskur í þessu ástandi er jafnan stærri en hann er annars og þykir einkar gómsætur, enda segjast heima- menn bíða komu flökkuþorsksins með eftirvæntingu. Naktir karlar í glugga Í Svolvær búa um 5.000 manns en þessa einu helgi á ári tvöfaldast íbúafjöldinn. Öll hótelherbergi í bænum eru bókuð mörgum mán- uðum fyrr og á bílaplönum eru hús- bílar ferðalanga. Að sögn bæjarbúa aukast vinsældir keppninnar ár frá ári og þykir sumum nóg um, enda er fjöldi þátttakenda takmarkaður og geta því ekki allir áhugasamir heimamenn tekið þátt. En það kemur ekki í veg fyrir að þeir taki vel á móti gestum og undirbún- ingur og störf við keppnina eru að mestu unnin í sjálfboðavinnu. Þetta er samfélagsverkefni sem allir hagnast á. Bæjarbúar og gestir þeirra horfa á eftir fiskimönnunum á haf út. Þeirra er að vænta í land um miðj- an dag og fólk fer að tínast burt af bryggjunni. Sumir fara heim til sín, aðrir hafa einhverjum störfum að gegna og enn aðrir fara í stórt há- tíðatjald sem sett hefur verið upp skammt frá. Blaðamaður fer þang- að í fylgd heimamanna og á þessari stuttu leið ber ýmislegt fyrir augu. Nokkrir karlmenn standa hlæjandi innan við opinn glugga á hótelher- bergi og kalla spaugsyrði til veg- farenda. Ekki verður betur séð en að þeir standi þar allsnaktir. Rosk- inn karl, klæddur einhverju sem virðist vera þorskabúningur, hopp- ar um. Kátir krakkar í lopapeysum og með blöðrur. Það er karnival- stemning í litla bænum á 68. breiddargráðu. Í tjaldinu hefur verið komið fyrir borðum og bekkjum og þar er fiski- mannanna beðið með eftirvænt- ingu. Margir sötra einn eða jafnvel tvo bjóra og svo skemmtilega vill til fyrir íslenskan blaðamann að þarna er á borðum bjór af tegund- inni Lofotpils sem er bruggaður af fyrirtæki í eigu Íslendingsins Þor- varðar Gunnlaugssonar. Sérréttir landsvæðisins, fiskisúpa og labs- kovs, sem er kjötkássa með kart- öflum og ýmsu grænmeti, renna ljúflega niður í maga og margir fá sér líka lofotenlefsu, sem er þunn pönnukaka með kanil og smjöri. Það er sungið, spilað og leikið á hljóðfæri. Drykkjuvísur eru sungn- ar og blaðamaður kemst að þeirri niðurstöðu að þær hljóti að vera hluti af samnorrænum menningar- arfi því Lofoten-búar syngja sömu vísurnar og gjarnan eru kyrjaðar á íslenskum mannamótum. Lag sem er næstum því eins og Kátir voru karlar er næst á dagskrá og blaða- maður syngur bara íslenska text- ann með. Det var brændevin i flas- ken er sungið a.m.k. sex sinnum og sífellt bætist við í tjaldið. Jæ-jæ-jibbý-jibbý-jæ. Mikið er gaman í Lofoten. Kaffiþorskar og aðrir þorskar Se torsken. Se torsken. Sjáið þorskinn. Sjáið þorskinn. Nú er sungið hástöfum þorskinum til dýrðar og til að heiðra hann enn frekar er klappað og stappað. Allir eru glaðir. Og nú fer veiðimennina að drífa að. Þeir koma inn í skemmu, sem er við veislutjaldið, þar taka fisk- matsmenn á móti þeim og vigta fiskinn. Allir þorskar sem eru 30 kíló eða þyngri fá nafnbótina Kaffe- torsk, eða kaffiþorskur. Þessi nafn- gift er runnin undan rifjum dag- blaðsins á staðnum, Lofotposten, sem gefur hverjum þeim sem veiðir svo þungan þorsk eitt kíló af kaffi. Annað heiti fyrir stóran þorsk er leiðsöguþorskur, en sagan segir að stóru þorskarnir vísi þeim minni veginn um ólgandi úthöfin að Nor- egsströndum. Sjáið þorskinn! Sjáið þorskinn!  Heimsmeistaramótið í veiði flökkuþorsks er vinsæll viðburður  Íbúafjöldi lítils bæjar á 68. breiddargráðu tvöfaldast eina helgi á ári  Hvílubrögð boða heppni þegar veiði er annars vegar Allt á fullu Eftir að fiskurnn hafði verið vigtaður var gert að honum.Aflinn Veiðimennirnir biðu eftir að röðin kæmi að þeim til að vigta fenginn.  SJÁ SÍÐU 38 Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Reyktur og grafinn lax Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Samkaup, Sunnubúðin. • Í forréttinn • Á veisluborðið • Í smáréttinn Alltaf við hæfi Svefnsófi teg. Cube Tungu - svefnsófi teg. Mona Opið virka daga 10 - 18 á laugardögum 11 - 15 Teg. Mary 3 – 1 – 1 Strandgötu 24 – 220 Hafnarfjörður Sími 565 4100 - www.nyform.is Borðstofuhúsgögn teg. Parma Veronica 3 – 1 – 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.