Morgunblaðið - 14.04.2016, Síða 38

Morgunblaðið - 14.04.2016, Síða 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 Laugardaginn 9. apríl fékk björg- unarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ afhentan nýjan bíl og var af því til- efni haldin móttaka fyrir bæjarbúa og styrktaraðila í björgunarstöðinni Von á Rifi. Bíllinn er af gerðinni VW Cara- velle og tekur níu manns í sæti, er fjórhjóladrifinn, upphækkaður og með kraftmikilli díselvél. Bíllinn er vel búinn tækjum til björgunarstarfa og sá RadíóRaf um þær breytingar. Um er að ræða Tetra VHF talstöðvar, tvö GPS tæki og spjaldtölvu ásamt öðrum búnaði. Að sögn Halldórs Sigurjónssonar formanns Lífsbjargar mun bíllinn nýtast vel við störf sveitarinnar, en fyrir á sveitin samskonar bifreið ár- gerð 2001 og er því um kærkomna endurnýjun að ræða. Vildi Halldór koma fram miklum þökkum til þeirra styrktaraðila sem lögðu hönd á plóg og eru þeir eft- irtaldir: Hraðfrystihús Hellissands, Útnes ehf, Kristinn J. Friðþjófsson ehf, Skarðsvík ehf, Útgerðarfélagið Dvergur, útgerðarfélagið Haukur, Litlalón ehf, Brim hf og KG fisk- verkun. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Móttaka Hluti styrktaraðila ásamt björgunarsveitarmönnum við nýja bílinn. Lífsbjörg tekur í notkun nýjan bíl Þegar búið er að vigta fiskinn er hann hausaður, slægður og flak- aður og að því loknu er hægt að kaupa hann eftir vigt. Ekki ama- legt að fá nýveiddan flökkuþorsk í matinn. Það er handagangur í öskj- unni, menn eru greinilega ekki að gera að fiski í fyrsta skiptið og gamanyrðin fljúga á milli. „Ég veit af hverju þorskurinn þinn er svona stór,“ segir skeggj- aður karl í appelsínugulum smekk- buxum við einn veiðimannanna. „Þú fékkst haill!“ Og nú er kominn tími til að útskýra þetta orð – haill. Að sögn heimamanna þótti það, og þykir enn, gæfumerki fyrir sjó- menn að njóta hvílubragða áður en þeir fara til veiða. Sé þessi athöfn framkvæmd áður en haldið er til hafs heitir hún haill. Í gegnum tíð- ina hafa orðið til ýmis afbrigði af haill. Til dæmis er talað um ferskt haill hafi viðburðurinn átt sér stað 0 til 48 klukkustundum áður en far- ið var út á sjó. Miðaldra haill er 48 til 72 tíma gamalt og gamalt haill er eldra en 72 klukkustunda. Reyndar er síðarnefnda skilgrein- ingin líka notuð þegar rekkjunaut- ur sjómannsins er meira en 20 ár- um eldri en hann. Fiskur í poka á fínu hóteli En gleðin er ekki á enda þó að fiskurinn sé kominn í land. Margir fara til síns heima til að skipta um föt fyrir kvöldið, því þá heldur skemmtunin áfram ýmist í heima- húsum, á veitingastöðum eða á hót- elum. Langfjölsóttasta skemmtunin verður á stærsta hóteli bæjarins, Thon Hotel Lofoten. Blaðamaður lætur sitt ekki eftir liggja í gleðinni og heldur þangað. Í stórum sal á þessu nýja og glæsi- lega hóteli stendur hljómsveit á sviði og spilar hressa norska dans- tónlist. Dansgólfið er fullt og gestir eru á öllum aldri, af öllum stærðum og gerðum. Reyndar rekur blaða- mann ekki minni til þess að hafa séð svo fjölbreyttan hóp sam- ankominn á balli. Sumir eru ennþá í skærlitum sjófatnaði og hafa jafn- vel feng dagsins meðferðis þannig að á víð og dreif má sjá blóðgaðan þorsk í glærum plastpokum. Veiði- stangir hallast upp að veggjum eða liggja á mjúkum flauelssstólum á þessu glæsilega hóteli. Þetta þætti fremur ankannalegt við flestar aðr- ar aðstæður en hérna smellpassar þetta. Sífellt skemmtilegra Daginn eftir fer blaðamaður í hressingargöngu um bæinn í fylgd með heimamanni. Margir eru á ferli, enda Norðmenn annálað útivistarfólk. Ekki er annað að skilja af bæjarbúum en að þeir telji gærkvöldið vel heppnað. Blaðamaður er spurður hvort hann hafi skemmt sér vel og svarar því játandi. „Það verður alltaf skemmtilegra og skemmtilegra með hverju árinu,“ fullyrðir einn Svolvær-búi. „En það er bara ein leið fyrir þig að sannreyna það – þú verður að koma aftur á næsta ári!“ Og hver vann svo keppnina? Það var nýgræðingur í sjóstangaveiði; Norðmaður að nafni Rune Hau- kom, og vinningsþorskurinn vóg 21,8 kíló. Dagblaðið Lofotposten spurði hvort hann hefði fengið haill fyrir keppnina. „Því svara ég ekki,“ sagði hann hlæjandi. Haldið til hafs Klukkan níu á laugardagsmorgni var ræst út í keppnina. Fleyin voru af ýmsum stærðum og gerðum. Þorskar Með brostin augu lágu stjörnur dagsins, sjálfir þorsk- arnir. Sumir þeirra urðu máltíð bæjarbúa um kvöldið. Handagangur í öskjunni Um 600 veiðimenn á öllum aldri tóku þátt í mótinu sem að þessu sinni var haldið helgina 1.-2. apríl. Morgunblaðið/Anna Lilja Gert að aflanum Heimsmeistaramótið í sjóstangaveiði í Svolvær er samfélagsverkefni þar sem fjöldi bæjarbúa vinnur í sjálfboðavinnu. Sjálfsagt þykir að leggja hönd á plóg og heimamenn taka sérlega vel á móti gestum. ELSKAN, HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ HAFA MEÐ BERNAISESÓSUNNI? Alvöru grillsósur sem gera gott betra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.