Morgunblaðið - 14.04.2016, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.04.2016, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Á„samfélags-miðlum“ ogvíðar á neti fer fram öflug en óskipuleg tilraun til að auka ruglandina í almennri umræðu. Það gerir lítið til á meðan talið heldur sig á gráu svæði, enda gera fæstir þátttak- enda neitt með galgopalegar fullyrðingar og hleypidóma, sem litið er á sem nútímalegan samkvæmisleik. En finni enda- leysan sér farveg út af vernduðu svæði og inn í almenna umræðu lýtur hún sömu lögmálum og flensa með hitaköstum og skyndilosun í báðar áttir. Það er eftirtektarvert að meðgöngutími smitsins er nán- ast sá sami og í tilviki flens- unnar og lyf gagnslaus. Ekki eru þekkt bóluefni við umræðu- flensu. Einu úrræðin eru því að forðast smitsvæði, gæta ýtrasta hreinlætis og bíða pestina af sér. Almenn umræða sem þeir virku taka yfir verður fljótt skaðleg. Og hún veldur varan- legum skemmdum taki fjöl- miðlar, gegn betri vitund, hana alvarlega. Ástandið versnar enn þegar kjörnir trúnaðarmenn færa endileysuna áfram. Eins og sást af íslenska af- brigðinu af Panamaskjala- þjófnaðinum, þar sem smælki þýfis var dreift í skipulögðum skömmtum, misstu ýmsir vald á bæði umræðu og atburðarás. Þannig var rætt út og suður hvar valdheimildir þingrofs liggja, svo að það sem áður þótti ljóst í þeim efnum hefur enga handfestu lengur. Eftir að manngerður stormur stýrði straumunum flutu margar furðukenningar um í mann- heimum, sem venjulega halda sig í iðrum athugasemdakerfa og er gætt þar af „virkum“ í þeim. Hinir virkustu af virkum eru fyrir löngu komnir með mót- efni gegn eituráhrifum af enda- leysu, og hinir öflugustu ónæm- ir með öllu. Smáskammtur af heilbrigðri skynsemi veldur þeim í versta falli útbrotum og kláða, sem gengur fljótt yfir. Furðu fljótt tóku „fjölmiðla- menn“ sem hættast er við og kjörnir fulltrúar sömu gerðar að líta á upphlaupið sem eina grein viðurkenndra hlaupaíþrótta sem upphefð væri af að taka þátt í. Þeir hlupu því glaðbeittir með, þótt von um verðlaunasæti sé lítil þegar svo margir virkir keppa. Birgitta Jónsdóttir náði þó góðum árangri. Hún setti per- sónuleg met þessa dagana, bæði í grunnri og djúpri laug, sem er þó mun algengara í sundíþrótt- um en í langhlaupi. Meðal annars sagði hún að stjórnarflokkarnir hefðu „fram- ið valdarán“ þegar þeir héldu stjórnarsamstarfi áfram. Birgitta út- færði ekki kenningu sína nánar. Ekki er því vitað hvort að hún telji að 25 þing- menn verði fleiri en 38 þingmenn séu skoðanakannanir hagfelldar minnihlutanum það augnablikið. Birgitta gat þess heldur ekki frá hverjum völdunum var rænt. Á miðju síðasta kjörtímabili missti þáverandi ríkisstjórn þingmeirihluta sinn, eins og m.a. þingmennirnir Sigríður Inga Ingadóttir og Össur Skarp- héðinsson hafa viðurkennt. Stjórnin sat þó sem fastast í tæp tvö ár. Þá hefði Birgitta getað talað um „valdarán“ svo vit væri í. En þá hentaði það ekki. Hreyfingin, sem Birgitta sat á þingi fyrir, hafði þurrkast út í könnunum. Hún varð því að finna nýja fleytu og Píratar réttu henni krók sem hún greip fegins hendi. Ekki má gleyma því að á niðurlægingarskeiði íslenskra stjórnmála voru ríkisstjórn og þingmeirihluti hrakin frá völd- um „með hávaða, sóðaskap og skemmdarverkum úti á Austur- velli“. Það væri varanleg af- skræming á lýðræðinu ef sú ömurlega undantekning í sögu lýðveldisins yrði gerð að reglu. Kosningar eiga að fara fram eft- ir eitt ár. Talsmenn stjórnar- meirihlutans tóku raunar án ástæðu að impra á öðru. Kjósa má í haust, var sagt, án skýr- inga. En þegar því var sleppt að færa dagsetningu inn á alman- akið hófust stjórnlaus ærsl og óp í þingsalnum. Og eins og er vani höfðu ærsl og uppnám ekki stað- ið lengi þegar tekið var að hafa í hótunum Þannig sagði Birgitta Jóns- dóttir, þingflokksformaður Pírata: „Látið okkur fá dagsetningu. Það kom mjög skýrt fram, for- seti, á fundi forseta að þing- flokksformenn stjórnarandstöð- unnar krefjast þess að fá dagsetningu. Hér verða engin hefðbundin þingstörf fyrr en það verður gert, forseti.“ Þingflokkskapteinn Pírata hótaði því beinlínis að yrði ekki stjórnarskrá lýðveldisins brotin myndi stjórnarandstaðan sjá til þess að löggjafarþingið yrði óstarfhæft. Með þessum orðum er raun- verulega verið að hóta valda- ráni, sem ekki var gert í ímynd- unartilviki Birgittu. En sjálf- sagt telur hún, kapteinn flokks sem kennir sig við sjórán, að valdarán og sjórán séu grunn- stoðir lýðræðisins. En á hinn bóginn megi að ósekju gera hróp og hafa í frammi hótanir byggist stjórnarhættir landsins á stjórnarskránni. Stjórnmálamönnum ber að leiða heil- brigða umræðu en hrekjast ekki fyrir goluþyt} Víður völlur er frábær fyrir allt nema umræður N ý lög um fullnustu refsinga vöktu athygli í vikunni og þá ekki síst vegna nokkurra fanga. Í kjölfar samþykktar- innar var þremur Kaupþings- mönnum sleppt af Kvíabryggju og þeir færðir á áfangaheimilið Vernd. Þar eiga þessir menn, líkt og aðrir sem þar dvelja, kost á því að vinna á daginn og snúa aftur á heimilið á kvöldin. Vægi rafræns eftirlits í refsingu var nefnilega aukið. Í lögunum er jafnframt kveð- ið á um að fyrirkomulag rafræns eftirlits verði endurskoðað fyrir sumarið. Eftir að fyrrnefndum föngum var sleppt sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nefndarmaður í allsherjarnefnd og þingmað- ur VG, að lagabreytingin væri ekki tímabær. Ekki í ljósi stöðunnar varðandi þessa tilteknu fanga. Lögin virtust smíðuð utan um þá. Ekki virðast allir jafn réttháir í augum löggjafans, ef marka má orð þingmannsins. Einhvern tímann sagði einhver að fangelsi væru vond leið til að gera vonda menn verri. Það hlýtur að vera markmið í hverju þjóðfélagi að koma föngum aftur út í samfélagið sem betri mönnum og jafnframt að koma í veg fyrir endurkomu þeirra á stofnunina. Ísland stendur ágætlega í fangelsismálum þegar litið er til tölfræðinnar. Hér á landi eru fangar hlutfallslega fáir í samanburði við helstu nágrannalönd og endurkomur sjaldgæfari. Til þess að bæta þessa tölfræði enn frekar ættu fangelsi að vera staður þar sem fólki gefst kostur á að bæta ráð sitt, byrja upp á nýtt og vinna í innri manni. Dæmdir menn geta stundum fyrst og fremst verið fangar eigin aðstæðna. Ef fólk getur sammælst um að markmiðið sé að skila bættum mönnum út í samfélagið hlýtur næsta skref að felast í lausnum er færa okkur nær því. Á Íslandi vantar heildstæða stefnu varðandi betrunarvist. Fangaverðir fá litla menntun og einn sálfræðingur ásamt tveimur félagsfræðingum sinna öllum föng- um landsins. Líkt og Afstaða, Félag fanga, hefur bent á eru takmarkaðir möguleikar til verknáms, starfsþjálfunar og biðin eftir plássi á Vernd getur reynst löng þegar biðinni er varið á bak við rimla. Úrræði í refsivist þurfa ekki að vera einsleit og í kerf- inu þarf að vera rými fyrir mannbætandi lausnir. Auð- velda ætti föngum að standa á eigin fótum eftir afplánun í lokuðu fangelsi með úrræðum á borð við Vernd og sam- félagsþjónustu. Samfélagið losar sig ekki við ákveðin vandamál með þyngri refsingum og fleiri öryggisfangelsum. Fyrst end- urskoðun á málaflokkun stendur á annað borð yfir væri ekki galið að enduskoða stefnuna. Auka vægi samfélags- þjónustu, rafræns eftirlits og meðferðarstofnana. Viljum við kalla fangelsun á Íslandi refsivist eða betrunarvist? sunnasaem@mbl.is Sunna Sæmundsdóttir Pistill Refsivist eða betrunarvist? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Forystumenn ríkisstjórnar-innar hafa verið ófáanlegirtil að fastsetja kjördagvegna alþingiskosning- anna í haust og sagt það ótímabært. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins eru þó langmestar líkur tald- ar á því að kosningarnar fari fram undir lok september eða í byrjun október. Ástæður þessa eru ekki síst praktískar vegna starfsáætlunar þingsins, tímafresta í kosningalögum og ákvæða stjórnarskrár um með hvaða fyrirvara skuli boða til kosn- inga. Samkvæmt starfsáætlun yfir- standandi þings er gert ráð fyrir að þing komi saman til þingsetningar þriðjudaginn 13. september og þá hefjist 146. löggjafarþing. Þegar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því að kosningum yrði flýtt og kosið í haust sagði hann að kjörtímabilið yrði stytt um eitt löggjafarþing. Það hefur væntanlega í för með sér að haust- þingið kemur ekki saman í sept- ember. Búið verði að rjúfa þing fyrir þann tíma og undirbúningur kosning- anna hafinn. Mörk kjördæma liggi fyrir fimm vikum fyrir kjördag Samkvæmt stjórnarskrá þurfa kosningar að fara fram innan 45 daga frá því að þingrof er tilkynnt. Óvíst er hvað yfirstandandi þing mun standa langt fram á sumarið en að jafnaði er gert ráð fyrir sumarhléi á Alþingi frá 1. júlí til 10. ágúst. Þar sem kjósa þarf innan 45 daga frá þingrofi má því allt eins gera ráð fyrir að kalla þurfi þing- ið saman til aukafundar síðla sumars, hugsanlega í ágúst, til að afgreiða þingrof og boða til kosninga. For- dæmi eru fyrir slíkum aukafundi í þingsögunni. Árið 1999 stóðu þing- kosningar fyrir dyrum í maí. Alþingi hafði lokið störfum 11. mars en þá voru meira en 45 dagar til kjördags og var þingið kallað saman til auka- fundar 25. mars. Á honum var sam- þykkt breyting á stjórnarskránni (kjördæmamörkunum) og las Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráð- herra, upp forsetabréf um þingrof og að kosningar til Alþingis færu fram laugardaginn 8. maí. Þegar kjördagur hefur verið ákveðinn setja tímafrestir kosn- ingalaga ákveðnar skorður. Lands- kjörstjórn þarf að ákveða mörk kjör- dæma í Reykjavík fimm vikum fyrir kjördag og auglýsa mörk kjördæm- anna ekki síðar en fjórum vikum fyrir kjördag. Þurfa öll framboð að vera komin fram ekki síðar en kl. 12 á há- degi 15 dögum fyrir kjördag. Jafn- framt skal hefja kosningu utan kjör- fundar svo fljótt sem kostur er eftir að kjördagur hefur verið auglýstur. Haustkosningar sjaldgæfar Haustkosningar eru sjaldgæfar í íslenskri stjórnmálasögu en nokkur dæmi eru þó um þær. Kosið var að hausti á árunum 1942 og 1959 í tengslum við stjórnarskrárbreyt- ingar. Þekktastar eru kosningarnar í byrjun desember 1979 og stjórnar- kreppan sem fylgdi í kjölfarið, en þá tókst ekki að mynda meirihlutastjórn fyrr en í febrúar. Þetta olli einnig því að afgreiðsla fjárlaga dróst fram yfir áramót. Ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar sem sagði af sér í október 1979 hafði áður lagt fram fjárlagafrum- varp fyrir næsta ár. Setti minnihluta- stjórn Alþýðuflokksins sem tók við lög 31. desember um bráðabirgða- fjárgreiðslur ríkissjóðs fyrir árið 1980 þar til ný fjárlög tækju gildi. Stjórnin lagði svo fram fjárlaga- frumvarp í febrúar, en um sama leyti tók ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen við völdum. Hún lagði fram fjárlaga- frumvarp í mars, sem varð að lögum í apríl. Líklegast kosið í lok sept. eða byrjun okt. Morgunblaðið/Eggert Alþingi Bjarni Benediktsson segir að með því að flýta kosningum verði kjör- tímabilið stytt um eitt löggjafarþing. Dagsetning ráðist af framvindu mála. Nokkur óvissa hefur verið í umræðunni um hvenær fjár- lagafrumvarp næsta árs verður lagt fram vegna haustkosning- anna. Stjórnarskráin kveður á um að leggja eigi fjárlaga- fumvarpið fram á fyrsta degi nýs þings en það er þó ekki talið útiloka að það geti dreg- ist eitthvað. Ef kosið verður í lok september eða í fyrri hluta október má gera ráð fyrir að grunnvinna við fjárlagagerðina s.s. tillögur ráðuneyta liggi fyr- ir þegar ný ríkisstjórn tekur við að loknum kosningum en hún fái svigrúm í einhverjar vikur, jafnvel fram í nóvember til að móta nýja stefnu í frum- varpinu. Finna má fordæmi fyr- ir þessu frá haustinu 1988 en þá sprakk ríkisstjórnin skömmu fyrir þingsetningu og ný var mynduð. Lagði Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi fjármálaráðherra, fjárlaga- frumvarpið ekki fram á Alþingi fyrr en 1. nóvember þó þá mánuður væri liðinn frá þing- setningu. Lagt fram í nóvember? FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.