Morgunblaðið - 14.04.2016, Side 56
Bíla- og vélavörur
...sem þola álagið!
Það borgar sig
að nota það besta!
Viftur
HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir
Stýrisendar
og spindilkúlurViftu- og tímareimar
Kúplingar- og höggdeyfar
Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is
ÍÞRÓTTIRog útivist
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Stutt er síðan Helga Sverrisdóttir
keypti rekstur Ellingsen-búðanna, í
félagi við eiginmann sinn. Eru þau
hjónin mikið útivistarfólk og segir
hún að fjölskyldan sé dugleg að fara
í göngur saman og á skíði. „Þetta er
áhugamál sem allir fjölskyldu-
meðlimir geta stundað í sameiningu.
Við eigum fjögur börn sem öll hafa
alist upp við það að fara með okkur í
göngur upp á fjöll og um fallegar
leiðir á hálendinu, og ekki hægt að
finna betra tækifæri til að spjalla
við börnin og búa til með þeim
ánægjulegar minningar.“
Með nýjum eigendum koma nýjar
áherslur og segir Helga stefnt að
því að gera vörum til alhliða útivist-
ar hærra undir höfði. „Við látum
öðrum eftir að sérhæfa sig t.d. á
sviði skotveiði og stangveiði, og
drögum saman á þeim sviðum. Eins
og alltaf er áherslan lögð á góðar
vörur á góðu verði, bæði fyrir þá
sem stunda útivistina af mikilli al-
vöru og líka fyrir hina sem vilja
bara eignast vandaða skó og þægi-
legan fatnað til að geta átt góðan
göngutúr úti í náttúrunni, taka
stefnuna á golfvöllinn eða skjótast
út með hundinn.“
Pollagalla- og hjólatíminn
Helga segir að á vorin glæðist sal-
an á regn- og vindfatnaði. „Þetta er
sá tími sem að útigallarnir fara inn í
skáp og regngallarnir og stígvélin
eru tekin fram. Fjölskyldufólk fjöl-
mennir í verslunina á þessum árs-
tíma í leit að regnfatnaði bæði fyrir
börnin og fyrir þá fullorðnu, og eru
vindjakkar og léttari útivistarfatn-
aður að taka við af vetrarflíkunum.“
Vorið er líka orðið líflegur tími í
reiðhjóladeildinni. „Við seljum reið-
hjól frá Merida sem eru þýsk hönn-
un og afar vinsæl. Mikil breidd er í
hjólunum frá Merida, allt frá þrí-
hjólum fyrir þau yngstu yfir í fín-
ustu keppnishjól. Einnig seljum við
allan mögulegan aukabúnað og hjól-
reiðafatnað. Kaupendur eru mjög
ánægðir með gæði hjólanna og verð
og vonandi munu margir taka vel í
samstarfsverkefni Ellingsen og
Barnaheilla. Þar bjóðum við fólki
10.000 króna afslátt af nýju hjóli í
skiptum fyrir það gamla, sem við
svo gerum upp og gefum í hjólasöfn-
un Barnaheilla sem síðan kemur
hjólinu í hendur barna á heimilum
þar sem peningarnir eru af skorn-
um skammti,“ útskýrir Helga og
bætir við að samfélagsleg ábyrgð sé
í fyrirrúmi hjá Ellingsen. „Þetta
birtist með ýmsum hætti, og var t.d.
mjög ánægjulegt að geta, í sam-
starfi við birgjana okkar, gefið
flóttafólkinu sem kom til Íslands í
vetur ný útiföt.“
Útivistin hluti af lífsstílnum
Ekki ætti að hafa farið fram hjá
neinum að mikil útivistar-bylgja
hefur gengið yfir landið. Hafa Ís-
lendingar uppgötvað það að nýju
hversu ánægjulegt það er að upplifa
einstaka náttúruna og arka um holt
og hæðir í góðum félagsskap. Segir
Helga að útivistaráhuginn virðist
kominn til að vera. „Við sjáum þetta
t.d. á vinnustöðunum þar sem al-
gengt er að finna virka gönguhópa
sem skipuleggja ferðir á viðráð-
anleg fjöll í næsta nágrenni. Hjálpar
líka til að útbúnaður á borð við
gönguskó er orðinn léttari og ódýr-
ari en hann eitt sinn var, og alls
ekki kostnaðarsamt að byrja að
stunda útivist,“ segir hún. „Margir
hafa líka áttað sig á að það er margt
annað hægt að gera en að fara á
Hornstrandir eða ganga Laugaveg-
inn, og má fá heilmikið út úr því að
einfaldlega reima á sig gönguskóna
eftir vinnudaginn og ganga um fal-
lega staði innanbæjar og í jaðri
byggðarinnar. Er það miklu
skemmtilegri dægradvöl á fallegu
sumarkvöldi en að sitja uppi í sóf-
anum heima.“
Breytingin sést kannski greini-
legast á því að jafnvel þegar ferðast
er út í heim vilja Íslendingar halda
áfram að hreyfa sig. „Frekar en að
flatmaga í sólinni vill fólk út-
landaferðir þar sem er t.d. gengið á
milli fallegra bæja í evrópskum
sveitahéruðum, eða stefnan sett á
skipulagða gönguferð eða hjólaferð
með vinkonunum.“
Áhugamál sem
fjölskyldan getur
stundað saman
Ekkert útlit fyrir að útivistaráhugi Íslendinga
fari dalandi Ellingsen í samstarfi við Barna-
heill til að tryggja þurfandi börnum reiðhjól
Morgunblaðið/Golli
Rætur Ellingsen fagnar 100 ára afmæli í júní og segir Helga að árangur fyrirtækisins öll þessi ár megi ekki síst
skrifa á framúrskarandi starfsfólk. „Við búum að fólki sem þekkir vörurnar mjög vel og veitir bæði vandaða og fag-
lega þjónustu.“ Með á myndinni er Kristján Baldursson sem unnið hefur hjá fyrirtækinu í 45 ár.
Slydda Ekki er vanþörf á að eiga góðan regnstakk á vorin. Ferðamáti Háir jafnt sem lágir þurfa á hjóli að halda. Skór Bæði verð og gæði útivistarfatnaðar hafa batnað.