Morgunblaðið - 14.04.2016, Síða 58

Morgunblaðið - 14.04.2016, Síða 58
áskorun fyrir þátttakendur; allur gangur er á því hve fólk fer hratt yfir en meðaltímalengd er um það bil tveir og hálfur klukkutími.“ Töfrar Tröllaskaga Megintilgangurinn með Super Troll Ski Race er að efla barna- og unglingastarf Skíðafélags Siglu- fjarðar og rennur allur ágóði af mótinu til félagsins, að sögn Sæ- unnar. „Mikil gróska hefur verið í fjallaskíðamennsku á Siglufirði á undanförnum árum og fjöldi skíða- Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is „Fjallaskíðamótið Super Troll Ski Race var fyrst haldið á Trölla- skaga vorið 2014, á vegum Skíða- borgar, Skíðafélags Siglufjarðar, og fékk þá frábærar viðtökur. Í fyrra endurtókum við leikinn, þá tóku helmingi fleiri þátt í Ofur- tröllamótinu og nú fer það fram í þriðja sinn helgina 6. til 8. maí næstkomandi þar sem stefnir í enn stærri keppni,“ segir Sæunn Tam- ar Ásgeirsdóttir, framkvæmda- stjóri mótsins. „Í Super Troll Ski Race er skíðað frá fjallstoppi og niður að sjó í ævintýralega fallegu um- hverfi. Mótið hefst í Fljótum í Skagafirði og verður gengið frá svokallaðri Heljartröð yfir Siglu- fjarðarskarð í átt að Illviðris- hnjúki. Þaðan liggur leiðin með- fram skíðasvæðinu í Skarðsdal og niður til Siglufjarðar. Keppnis- leiðin, sem er um 9 kílómetra löng, er krefjandi og því er mótið mikil manna á svæðinu aukist jafnt og þétt. Markmið mótsins er að efla útivist í náttúrulegu umhverfi og um leið vekja athygli á töfrum Tröllaskaga. Þar eru einstakar að- stæður til fjallaskíðamennsku, mikill snjór árið um kring og hægt að skíða frá fjallstoppum niður í fjöru. Það gerist varla betra.“ Að sögn Sæunnar voru þátttak- endur í keppninni í fyrra um 40 talsins, bæði íslenskir og erlendir, og von er á enn fleiri keppendum í ár. „Mótið á Tröllaskaga er rosa- lega flottur viðburður. Mikil upp- bygging er á þessu svæði, bæði í Fljótum, á Siglufirði, í Ólafsfirði og í Svarfaðardal og það er alveg ljóst að Super Troll Ski Race á bara eftir að vaxa með árunum. Með glæsilegri gistingu, sem hefur verið að byggjast upp á svæðinu, ásamt frábærum veitingastöðum, getum við nú tekið á móti mun fleira fólki en áður.“ Ánægðir keppendur Sæunn leggur áherslu á að Tröllaskagi, með sína fögru fjall- garða, dali og firði njóti sín afar vel í fjallaskíðamennsku og keppni af þessu tagi og ánægðir skíða- menn séu besti vitnisburðurinn. „Erlendir gestir hafa gjarnan orð á því hversu einstakt það sé að geta skíðað uppi á hæstu fjöllum, en á sama tíma horft til sjávar. Markaðssetningin hefur að mestu leyti farið fram á sam- skiptamiðlunum og máttur þeirra er ótrúlega mikill. Fólk er gjarnan að deila myndum sínum og mynd- böndum af svæðinu þar inni, á facebook, twitter og instagram, og vekur það áhuga hjá fleirum á að koma og upplifa allt það sem þetta stórkostlega svæði hefur upp á að bjóða.“ Aðspurð segir Sæunn ótal- margt skýra vaxandi áhuga fólks á fjallaskíðaíþróttinni. „Fjallaskíðamennsku fylgir svo mikið frelsi, hún býður upp á endalaus tækifæri til að upplifa og skíða á mögnuðum svæðum sem annars væri illmögulegt að fara um og njóta. Fjallaskíðamennska er orðin almenningsíþrótt, rétt eins og til dæmis sund eða hjól- reiðar. Hún er óháð aldri, allir geta verið á fjallaskíðum og hver og einn gengur og skíðar á sínum forsendum. Til að stunda fjallaskíða- mennsku þarf að eignast fjalla- skíði og fjallaskíðabindingar. Sum- ir eru í fjallaskíðaklossum sem eru léttari og liprari en venjulegir skíðaklossar, en aðrir eru í venju- legum klossum. Hægt er að kaupa dýran búnað en það má líka hæg- lega fá útbúnað á góðu verði, bæði nýjan og notaðan. Nauðsynlegt er að vera með öryggismálin á hreinu og vera með í bakpokanum snjóflóðaýlu, skóflu og snjóflóða- stöng. Ekki má heldur gleyma hjálminum. Flestir eiga skinn til að setja undir skíðin, ganga á fjöll og renna sér síðan niður eftir völdum leiðum, á meðan aðrir nýta sér þyrluþjónustu til að koma sér upp á fjallstoppana og skíða síðan nið- ur. Sjálf byrjaði ég fyrst að stunda fjallaskíðamennsku í fyrra, þrátt fyrir að öll mín fjölskylda sé á kafi í þessu sporti og báðar syst- ur mínar séu skíðakennarar hjá Skíðaborg. Ég er því „late bloo- mer“ hvað fjallaskíðin varðar, en mæli heilshugar með þeim, þetta er svo ótrúlega skemmtilegt.“ Nánar á vefsíðunni: facebook.com/supertrollskirace Ævintýraleg upplifun  Fjallaskíðamótið Super Troll Ski Race fer fram á Tröllaskaga helgina 6. til 8. maí næstkomandi og stefnir í spennandi keppni.  Skíðað er frá fjallstoppi og niður að sjó, þar sem leiðin liggur frá Heljartröð í Fljótum yfir Siglufjarðarskarð og inn Skarðsdal. Töfraveröld Á Tröllaskaga eru frábærar aðstæður til fjallaskíðamennsku. Morgunblaðið/Golli Upplifun „Erlendir gestir hafa gjarnan orð á því hve einstakt það sé að geta skíðað uppi á hæstu fjöllum en á sama tíma horft til sjávar.“ 58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 Þarftu að framkvæma? Við eigum pallana fyrir þig Kvarnatengi fyrir zetur og sakkaborð Nýt t Stærðir eru: 12 S, 15 S, 18 S, 20 S, 25 S og 12 B, 15 B, 18 B, 20 B, 25 B www.kvarnir.is 20 ÁRA 1996 2016 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is 70 kr. stk. ÍÞRÓTTIRog útivist
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.