Morgunblaðið - 14.04.2016, Side 68

Morgunblaðið - 14.04.2016, Side 68
68 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 ✝ KristbjörgHelgadóttir fæddist 1. sept- ember 1943. Hún lést 31. mars 2016. Foreldrar henn- ar voru Helgi Krist- inn Gíslason, f. 24. apríl 1909, d. 1. apríl 1988, og Ing- unn Jónasdóttir, f. 16. nóvember 1919, d. 22. september 1990. Systkini: Þóra Sigríður, f. 1946, Jónas, f. 1948, Gísli, f. 1957. Kristbjörg giftist 30. sept- ember 1967 Andrési Ólafssyni, f. 16. mars 1940, d. 23. apríl 2013. Foreldrar: Ólafur Tryggvi Andrésson, f. 6. júní 1908, d. 20. júní 1976, og Geirþrúður Clau- sen Hjartardóttir, f. 1. janúar 1914, d. 23. júní 1974. Börn: 1. Herdís, f. 27. janúar 1968, bankastarfsmaður, maki Jón Halldór Eiríksson, f. 23. ágúst 1964, verktaki. Börn þeirra eru a) Andrea Björg, kær- asti Ívar Kristinn Hallsson, b) Guðrún Eir, c) Halldór Már. 2. Helga, f. 8. ágúst 1970, þroskaþjálfi, maki Aðalsteinn Már Aðalsteinsson, f. 28. júní 1970, raf- iðnfræðingur. Börn þeirra eru a) Eyþór Atli, b) Þórdís María. Kristbjörg fæddist í Reyk- holti við Laufásveg í Reykjavík. Gekk í Austurbæjarskóla, Gagn- fræðaskólann við Lindargötu og Húsmæðraskólann á Laugar- vatni. Starfaði m.a í Belgjagerð- inni, sem gangastúlka á Karól- ínskasjúkrahúsinu í Stokkhólmi og við ýmis afgreiðslu- og ræst- ingastörf. Útför Kristbjargar hefur far- ið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elskuleg móðir, tengdamóðir og amma okkar er fallin frá. Amma Kiddý var hjartahlý kona sem vildi öllum vel. Hún hugsaði ávallt fyrst um ömmu- börnin og hvað var þeim fyrir bestu. Þegar þau voru yngri voru til dæmis oft farnar ævin- týraferðir með ömmu í bókabúð- ina og keyptar bækur sem voru svo lesnar þegar heim í ömmuhús var komið, eða farið í fiskbúðina og keyptur fiskur og eldaður, spil- uð ýmis konar spil eða góðum stundum eytt fyrir framan sjón- varpið við að horfa á barnaefni. Hún hafði endalausa þolinmæði og natni gagnvart börnunum. Í flestum tilfellum var svo til ís í frystinum eða annað góðgæti. Eftir að þau urðu stærri fylgdist hún vel með því hvað þau voru að gera og hvernig þeim gekk í skóla og íþróttum. Á hverjum degi spurði hún um krakkana og hvað þau væru að gera, ef þau voru ekki með í för. Frá því að Steini kom fyrst á Smáratúnið með Helgu var alltaf tekið vel á móti honum og oft var umræðuefnið barnabörnin. Henni var annt um fólkið hans og spurði gjarnan hvernig gengi hjá þeim. Henni fannst gaman að ferðast og þá sérstaklega til sólarlanda með Adda því hún kunni vel að meta sól og hita og reyndu þau að fara á hverju ári í sólina. Hún tók vel á móti vinum dætra sinna og vinkonum og hafði alla tíð áhuga á að vita hvað væri að frétta af þeim og þeirra börnum. Við mamma vorum ekki alltaf sammála en hreinskiptin sam- skipti síðustu árin eru mikilvæg í minningunni. Um síðustu páska sendi hún mér vel valin orð í eyra og var bara gott að vita til þess að hún hafði krafta til að segja sína skoðun við mig. Minnisstæðar samverustundir með mömmu eru á Njálsgötunni þegar hún kom í bæinn og við fór- um saman að versla. Hún dvaldi gjarnan í íbúðinni ef ég var er- lendis og pabbi að vinna. Hún tal- aði um að hún væri að anda að sér reykvísku lofti og hlaða batteríin. Þrátt fyrir að vera uppalin í Reykjavík vildi hún ekki flytja þangað aftur síðustu árin. Fannst allt of mikil umferð þar. Nú verður undarleg tilfinning að koma á Smáratúnið þar sem engin amma Kiddý er. Minningin um góða konu lifir. Elsku mamma, tengdamamma og amma takk fyrir allt. Helga, Aðalsteinn Már, Eyþór Atli og Þórdís María. Fyrir allnokkrum árum sagði kær vinkona við mig hvað það hefði alltaf verið yndislegt að vera heima hjá mér þegar við vorum yngri, því það hefði alltaf ríkt svo mikill kærleikur á heimilinu, mamma og pabbi hefðu alltaf ver- ið svo góð við okkur og umfram allt hvort við annað. Þegar hún nefndi þetta við mig þá opnaði það augu mín á því hvað ég hefði alist upp á kærleiksríku heimili, ég þekkti ekkert annað og hélt að þetta væri bara alveg sjálfsagt. Í framhaldi af þessu samtali fór ég að horfa á foreldra mína aðeins í öðru ljósi og sá hvað allir litlu hlut- irnir skipta miklu máli í stóra samhenginu, eins og þessi yndis- legi vani pabba að koma alltaf flautandi lagstúf þegar hann kom inn, bara einfaldlega til þess að engum myndi bregða þegar hann birtist allt í einu á eldhúsgólfinu og mamma var alltaf búin að hella upp á kaffi fyrir pabba þegar hann vaknaði á morgnana, sama hve- nær hann fór á fætur. Það væri hægt að telja endalaust upp svona litla hluti sem skipta samt svo miklu máli. Vinkonur okkar systra voru ávallt velkomnar á heimilið og fylgdist hún vel með hverri og einni fóta sig út í lífið og gladdist yfir hverju barni og öllu sem gekk vel hjá þeim. Þegar við systur vorum litlar þá var mamma heimavinnandi og tók alltaf á móti okkur þegar við komum heim úr skólanum, ynd- isleg minning að koma alltaf heim í mömmu faðm. Þegar ég var um 12 ára aldurinn fór mamma að vinna og vá hvað mér fannst þetta spennandi, hún vann sko í búð! Enda fór ég oft í heimsókn til hennar til að sjá hana vinna, já og kannski gat ég grætt eins og einn lítinn nammimola í leiðinni. Lengst af vann hún hjá Kaup- félagi Suðurnesja, en var einnig við þrif hjá Varnarliðinu og í flug- eldhúsi Icelandair. En mamma mín var ekki bara góð mamma, því þegar fyrsta barnabarnið fæddist, þá var hún heldur betur tilbúin í það hlutverk, það var endalaust dekrað við barnabörn- in, en þó alltaf með slatta af skyn- semi líka. Eitt af því besta sem barnabörnin gerðu var að fara í bókabúðina með ömmu og kaupa nýja bók. Það er svo yndislegt að hlusta á börnin mín rifja upp góðu stundirnar með ömmu Kiddý, þegar hún sat við eldhúsborðið og spjallaði við þau, eða sat á stofu- gólfinu og lék við þau með þrosk- andi leikföngum, eða fór í göngu- túr í góðu veðri. Þau fengu einfaldlega alla hennar athygli, ást og hlýju. Eitt var það sem mamma var alveg viss um, það var að henni hefði einfaldlega verið plantað á vitlausan stað í veröldinni. Ísland var einfaldlega of kaldur staður fyrir hana, enda voru þær ófáar ferðirnar sem mamma og pabbi fóru sama til heitari landa og nutu þess á svo dásamlega ólíkan hátt. Pabbi var ekkert fyrir að vera mikið í sól og kom alltaf heim úti- tekinn með slatta af freknum á meðan mamma kom alltaf kaffi- brún til baka. Það var alltaf jafn yndislegt að sjá þetta þegar ég tók á móti þeim. En núna eru þau aft- ur sameinuð og geta haldið haldið áfram að fylgjast með okkur og verið óendanlega stolt af barna- börnunum. Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson) Takk fyrir allt, elsku mamma mín. Þín Herdís. Nú er Kiddý tengdamamma mín búin að kveðja okkur. Þessi góða kona sem leysti öll þau verk- efni sem fyrir hana voru lögð með miklum sóma, að vera eiginkona tengdapabba míns, sem kvaddi okkur fyrir þremur árum, mamma konunnar minnar, amma barnanna minna og tengda- mamma mín, sem var alls ekki alltaf auðvelt. Þvílíkur heiður að fá að kynnast henni. Okkur Kiddý var ekkert heilagt, við hittumst yfirleitt á laugardagsmorgnum og stundum oftar til að ræða málin. Við ræddum um pólitík, forsetann og allt mögulegt sem hægt var að ræða um. Og ekki eyðilagði það þegar Inga kom líka í heimsókn. Kiddý var einstök og ákveðin kona, hún lét mann heyra það ef hún var ekki sátt. Einn morgun- inn kom ég til hennar, þá var ég búinn að safna smáskeggi sem ég var svo stoltur af, því að framund- an var mottumars. Ég býð góðan daginn, hún horfir á mig undrun- araugum og segir svo. Hva áttu ekki fyrir rakvélablöðum! Þar fór skeggstoltið á einu bretti. En skeggið fékk að halda sér út mars. Svona gátum við látið hvort við annað og haft gaman af. Kiddý mín, þín verður sárt saknað. En ég veit að þér líður vel með Adda þér við hlið. Guð blessi þig og Adda. Jón Halldór Eiríksson. Nú er komið að því að kveðja elsku ömmu Kiddý mína. Þetta er stund sem við höfum vitað að væri yfirvofandi, en það er samt sem áður aldrei hægt að búa sig undir það að kveðja. Amma mín var ein elskulegasta, besta og gjafmild- asta kona sem ég veit um. Ég á ótalmargar minningar úr ömmu- og afahúsi, þar sem mér fannst einna best að vera. Þær eru ófáar stundirnar þar sem við amma sát- um saman og spiluðum, púsluðum eða horfðum á myndbandsspólur. Mér fannst svo skemmtilegt hjá ömmu, enda fékk ég alltaf enda- laust dekur. Reykjavíkurferðirn- ar okkar stóðu alltaf upp úr, en þá tókum við rútuna í Reykjavík, fór- um og gáfum öndunum brauð hjá tjörninni, fengum okkur heitt kakó og auðvitað fórum við í dóta- búðina þar sem ég fékk nýtt dót. Þegar að ég varð eldri fannst mér alltaf jafn gott að koma í ömmu- og afahús. Þegar ég fór í framhaldsskóla fannst mér yndis- legt að koma alltaf til ömmu og afa í hádeginu á fimmtudögum og fá dýrindis kjúkling, lambalæris- sneiðar eða annan mat og svo súkkulaði í eftirrétt. Þau tóku allt- af svo vel á móti mér, með brosi á vör og stóru knúsi. Amma var allt- af svo ánægð og hamingjusöm þegar mér gekk vel í skólanum eða lífinu almennt og ég mun aldr- ei gleyma brosinu á henni þegar ég útskrifaðist sem stúdent frá FS, eða þegar ég komst inn í læknisfræðina. Sá stuðningur sem amma hefur sýnt mér í gegnum lífið er ómetanlegur. Ég trúi því heitt og innilega að elskulega amma mín sé komin til Adda afa á betri stað. Ef ég þekki hana rétt liggur hún í sólinni, þar sem hún vildi vera, eða er með kaffibolla í hönd. Amma talaði oft um að hún hafi fæðst á vitlausum stað á jörðinni því að henni fannst svo gott að vera í heitum sólar- löndum. Ég á eftir að sakna ömmu Kiddý minnar, sem sýndi mér allt- af svo mikla þolinmæði, ást og hlýju. Ég held fast í þær ótal- mörgu og yndislegu minningar sem ég á með henni. Hvíldu í friði, elsku engill. Þín, Andrea Björg. Þær eru margar minningarnar sem ég hef um hana ömmu Kiddý mína, allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman, allt spjallið, allt dekrið, já og bara allt sem við gerðum þegar ég var í heimsókn hjá henni. Einu sinni á ári bauð amma Kiddý mér í árlegu menn- ingarferðina okkar í Reykjavík og eru þetta langbestu Reykjavíkur- ferðirnar mínar. Við byrjuðum alltaf á því að fara niður í miðbæ að gefa öndunum brauð, það fannst okkur rosalega gaman. Svo enduðum við í Kringlunni þar sem hún amma mín dekraði helling við mig og síðan kom Addi afi að sækja okkur og alla pokana sem við vorum búnar að fylla af alls- konar fatnaði og dóti í ferðinni góðu. Þessar ferðir eru mér ómetanlegar, því þarna áttum við svo yndislegar stundir saman, það er ekki bara brauðið sem við gáf- um öndunum, eða það sem við keyptum, heldur þessi dásamlega samvera sem hún gaf mér. Við gátum setið tímunum sam- an og hlustað hvor á aðra tala um lífið og tilveruna, amma var enda- laust tilbúin að segja mér til og gefa góð ráð. Ég gleymi því aldrei þegar ég var veik og fékk að fara heim til ömmu í ömmudekur og í staðinn fyrir að ég mundi hvíla mig til að láta mér batna þá ákvað hún að kenna mér að grípa bolta, það var rosalega skemmtilegt, allavega þegar ég var búin að læra að grípa boltann. Hún kenndi mér líka alls- konar spil og við gátum setið endalaust bara við að spila eða leika með töluboxið hennar eða skoða skartgripina, amma hafði endalausa þolinmæði og gaf mér allan þann tíma sem mig vantaði. Það er skrítið að hugsa til þess að núna er þessi tími búinn, en ég hugsa um allar góðu stundirnar og um allt sem amma kenndi mér og ætla að nota það út í lífið. Ég veit að núna er amma komin til afa og hann hefur tekið vel á móti henni. Elsku amma Kiddý, takk fyrir allt. Þín Guðrún Eir. Elsku amma mín, takk fyrir allt sem við áttum saman. Minning- arnar eru æðislegar og ég myndi gera allt til að upplifa þær aftur og allt sem ég geri í framtíðinni, reyni ég að gera þannig að þú verðir stolt af. Ég mun aldrei gleyma því sem við upplifðum saman og þú verður alltaf í hjart- anu mínu. Ég man öll skiptin sem við löbbuðum í bókabúðina og ég fékk alltaf að velja mér bók eða mynd. Og þegar ég kom í heimsókn sett- umst við á gólfið og lékum okkur við seglana, púsluðum strumpa- púslið eða teiknuðum. Það er mjög góð minning þegar ég kom með teikniblokk til þín og þú kenndir mér að teikna hús, um- hverfi og göngustíg að húsinu, eft- ir þetta sat ég og teiknaði sömu myndina á næstum allar blaðsíð- urnar. Ég man líka þegar afi keyrði okkur í Hagkaup að kaupa dót eða bíómynd og þegar við sátum við borðið og sögðum hvoru öðru sögu og kenndum hvoru öðru ný spil. Allar þessar minningar munu alltaf lifa með mér, ég mun aldrei gleyma þér, elsku amma mín. Þín verður sárt saknað. Þinn Halldór Már. Kristbjörg Helgadóttir ✝ Kristinn AlfreðSigurðsson fæddist í Reykjavík 15. júní 1981. Hann lést á heimili for- eldra sinna í Hafn- arfirði 18. mars 2016. Foreldrar hans eru Sigurður Her- lufsen heildsali, f. 1936, og Sigríður Rósa Bjarnadóttir, f. 1938. Systkini hans eru Auður Svanhvít Sigurðardóttir, f. 1966, gift Frosta Sigurjónssyni. Börn þeirra eru Sindri, Sóley og Svandís; Bjarni Ágúst Sigurðs- son, f. 1972. Kona hans er Heiða Lind Sigurðardóttir. Börn þeirra eru Glóbjört Líf, Hlynur Freyr, Vala Ástrós, Askur Ingi og Birkir Hrafn. Hálfsystir Kristins er Helga Herlufsen, f. 1955, gift Guðmundi Sigurðs- syni, og börn henn- ar eru Katrín og Hrönn. Kristinn eign- aðist soninn Arnar Leó, f. 2000, með þáverandi sam- býliskonu sinni Karen Brá Bjarn- freðsdóttur. Hann giftist Önnu Sig- rúnu Ásgeirsdóttur 2004 og eignuðust þau soninn Þengil Alfreð, f. 2005. Þau skildu. Kristinn var í sambúð með Kristínu Arnlaugs- dóttur. Hún á börnin Arnlaug og Jönu Kristínu. Kristinn ólst upp á Hverfis- götu í Hafnarfirði. Hann stund- aði ýmis störf en vann þó lengst af sem bílstjóri. Útför Kristins hefur farið fram frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði í kyrrþey. Elsku sonur, þín viljum við minnast með kveðjuljóði eftir Bubba Morthens sem okkur finnst eiga svo vel við á þessari stundu. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Með hjartans þökk, þín mamma og pabbi. Elsku bróðir, ég minnist þess þegar ég grét af heimþrá í sumarbúðum. Ástæðan var lítill bróðir sem beið mín heima. Svo sætur og svo skemmtilegur. Þú varst allt sem ég dáði. Ég minnist þess einnig tíu ár- um síðar þegar farið var með þig fyrst að leita hjálpar við fíkninni. Fíkninni sem þú losnaðir aldrei við. Eftir það var allt svo brotið. Það er margt erfitt sem skilið var eftir, en um leið margt gott sem maður er þakklátur fyrir í dag. Tveir drengir eru þar á meðal. Nú syrgir maður það sem aldr- ei varð, en finnur jafnframt hugg- un í góðum minningum. Minning- um eins og þeirri sem ég minntist á hér í upphafi. Og það er ekki laust við að sama tilfinningin: sami söknuðurinn, bærist nú innra með mér. Söknuður og minning um góð- an dreng. Bjarni Ágúst Sigurðsson. Þegar þú komst í heiminn, þessi fallegi litli bróðir, var ég orðin fimmtán ára. Þér fylgdi mikil ánægja og gleði. Gaman þótti mér að halda á þér og fylgj- ast með afrekum þínum og fram- förum. Þú varst voða mikið krútt og áttir auðvelt með að heilla fólk. Þú varst fljótt vinsæll og krakk- arnir í hverfinu sóttu í að leika við þig enda varstu voða skemmti- legur. Oft var krakkaskari úti á tröppum að spyrja eftir þér. Þegar gestir komu í heimsókn gerðir þú þér gjarnan ferð inn í stofu til að heilsa þeim með handabandi. Þú varst afar kurt- eis í fasi og ófeiminn við gestina sem mér fannst aðdáunarvert af svo ungum dreng. Þú varst ýms- um hæfileikum gæddur. Afar músíkalskur, hafðir ánægju af tónlist og náðir undrafljótt góð- um tökum á gítarleik. Við byrj- uðum snemma að spila borðtenn- is við pabba úti í skúr og sýndir þú þar fljótt töluverða hæfileika. Þrátt fyrir stopula ástundun náð- ir þú að vinna til verðlauna. Ekkert benti til þess að þú yrðir fíkninni að bráð og líf þitt svona skammvinnt. Á unglings- árunum fórst þú að fikta með vímuefni og ánetjaðist þeim. Eftir gagnfræðaskóla fórstu í skóla lífsins. Þegar þú varst edrú gekk þér allt í haginn, varst harð- duglegur og vel liðinn í vinnu. Þú eignaðist tvo yndislega drengi, Arnar og Þengil, sem eru í góðum höndum. Ég veit að þú hefðir vilj- að verja meiri tíma með þeim en nú munt þú vaka yfir þeim og gæta þeirra. Þú kynntist Kristínu og þið áttuð tvö mjög góð ár saman. Þú varst með góða vinnu hjá Ölgerð- inni við akstur. Þú naust þess að keyra flutningabíla og því stærri því betra. Þú varst stoltur þegar þið hélduð ykkar jól saman og varst alsæll með að njóta loksins alvöru fjölskyldulífs. En svo hall- aði undan fæti hjá þér og nú ertu farinn. Þrátt fyrir fjölmargar meðferðir og tilraunir til að ná frelsi frá vímuefnum náðist aldrei endanlegur sigur í þeirri baráttu. Það er svo óskaplega sárt, við héldum ávallt í þá von að þú myndir ná fullri heilsu. En nú er þinni baráttu lokið og ég trúi að þú finnir frið og sért í góðum höndum hjá afa okkar og ömmu. Þakka þér fyrir allar góðar stundir, elsku bróðir, ég vildi að þær hefðu getað orðið fleiri. Guð gefi drengjunum þínum styrk í þeirra sorg sem og öllum þeim sem sakna þinnar góðu nærveru. Þín systir, Auður. Kristinn Alfreð Sigurðsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.