Morgunblaðið - 14.04.2016, Page 69

Morgunblaðið - 14.04.2016, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2016 Móðir mín Guðný lést á annan dag páska eftir stutt en ströng veik- indi. Hún fæddist á heimili for- eldra sinna á Háteigi í Reykjavík og átti heima þar næstum því alla sína ævi. Háteigur stendur ofarlega í Rauðarárholtinu og á uppvaxtar- árum hennar var þar stundaður kúabúskapur og reyndar alveg fram á fimmta áratug síðustu aldar. Hún var því alin upp við al- menn sveita- og heimilisstörf. Faðir hennar var athafnamaður í atvinnulífinu, skipstjóri og útgerð- armaður og móðir hennar braut- ryðjandi í réttindabaráttu kvenna á sínum tíma. Á æskuheimilinu var borin virðing fyrir hefðum og þjóðlegum gildum og áhersla lögð á handverk og heimilisiðnað, eink- um vefnað. Það veganesti sem hún hlaut í foreldrahúsum og þau gildi sem þar var lögð áhersla á fylgdu henni alla tíð. Mamma var vinamörg og vina- föst og ætíð var gestkvæmt heima á Háteigi og oft þétt setinn bekk- urinn við eldhúsborðið þar sem málin voru rædd og oft sköpuðust þar fjörugar umræður. Það voru allir velkomnir á Háteig vinir barna og barnabarna og gat hún talað við alla, unga sem aldna. Hún var hreinskiptin og lét skoð- anir sínar óhikað í ljós. Háteigur er sannkallað fjölskylduhús. Þar hittist fjölskyldan öll iðulega og átti stund saman því mamma vildi fylgjast vel með fólkinu sínu. Mamma var lífsglöð, kát og ákveð- in kona. Hún var ekki mikið fyrir að flíka tilfinningum sínum. Þegar mest á reyndi í fjölskyldunni við óvænt áföll eða erfið veikindi var hún kletturinn sem við hin treyst- um á. Þegar ég hugsa til baka sé ég hana fyrir mér við eldhúsborðið skenkjandi gestum og gangandi kaffi eða sitjandi við píanóið, en hún spilaði ágætlega á píanó. Það var hennar hvíld frá amstri hvers- dagsins. Hún var mikill dýravinur og sé ég hana fyrir mér að hugsa um dýrin sín, Týru, Svarthvít og Brand eða brunandi austur fyrir fjall til dvalar í sumarbústaðnum. Hún bjó ein á Háteigi þar til fyrir fáeinum vikum. Þar undi hún hag sínum vel og var í raun ekki mikið fyrir að fara af bæ. Hún var sífellt með hugann við viðhald og að nú þyrfti að dytta að hér og þar og laga til í garðinum. Þar sem nú kíkja upp úr moldinni krókusar og páskaliljur og fagna vorinu. Ég er þakklát fyrir að hún er laus við þrautirnar sem lögðust svo þungt á hana síðustu vikurnar. Megi hún hvíla í friði. Guðrún Helga. Látin er Guðný Ólafía Hall- dórsdóttir, Dúna í Háteigi, 93 ára höfðingskona sem mikil eftirsjá er að. Það er einkum af fjölskyldu- fundum tengdum Hítardals- bræðrum sem minningar um Guðný Halldórsdóttir ✝ Guðný Ó. Hall-dórsdóttir fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1923. Hún lést 28. mars 2016. Útför hennar fórr fram frá Há- teigskirkju 5. apríl 2016. Dúnu blómstra og af einkaheimsóknum okkar hjónanna til Dúnu og Teits í Há- teigi. Konan mín, Ragnheiður Krist- jánsdóttir, er bróð- urdóttir Teits og fyrstu búskaparár okkar komum við títt í Háteig í heimsókn- ir og til að sitja veisl- ur. Dúna og Teitur voru mikið fyr- ir samneyti við annað fólk og skiptu ættliðabil og aldursmunur engu máli. Ættingjar voru meir en velkomnir, þeirra var jafnvel kraf- ist og alltaf sama rausnin sýnd. Dúna var afburða veisluhaldari og gestgjafi, enda má segja að hún hafi verið lærð á því sviði. Hún var traustur vinur vina sinna og stóð jafnan með þeim, þó ekki án þess að þeir vissu ef eitthvað var bogið hjá þeim. Segja má að heimili Dúnu og Teits í Háteigi hafi verið stór- heimili jafnvel þó fjölskyldan væri bara af meðalstærð. Það grund- vallast á gestum og gangandi og þeirri reisn sem var yfir húsráð- endum og húsinu sjálfu. Háteigur var tiltölulega stórt hús á íslensk- an mælikvarða þess tíma og virðu- legt, bæði að ytra útliti og innri gerð. Að ýmsu leyti finnst mér það jafnast á við smækkaða útgáfu ensks herraseturs. Það var því jafnan viðburður að koma þar. Dúna og Teitur voru höfðingjar og fannst sjálfsagt að ættingjar og venslafólk kæmi oft og þæði alls konar veitingar, vinsemd og að- stoð. Allt var það veitt á svo sjálf- sagðan hátt að ekki kom annað til greina en að þiggja. Dúna var kjarkmikil og ákveðin með hreinar skoðanir á mönnum og málefnum, ómengaðar af því sem ekki kom málinu við. Hún fór ekki í grafgötur um skoðanir sín- ar, sagði þær skýrt hver sem í hlut átti. Þannig var margur kúrsinn réttur af. Hún var fróð og með á flestum nótum og því var gagn og gaman að samvistum við hana. Hún hafði smitandi hlátur og var jafnan kát og í góðu skapi. Ekki var Teitur minni gleðigjafi en hann hafði jafnan grín og glettni mjög ofarlega í samskiptum við fólk. Þetta olli því að samkomur í Háteigi voru á léttum nótum og óþvingaðar, glaðværar en ekki há- værar. Þau hjónin héldu mikið upp á Háteigshúsið og héldu því vel við. Teitur var sífellt að laga, endur- nýja og bæta, alltaf af stökustu vandvirkni. Allt einkenndist það samt af hefðinni. Háteigi var ekki breytt svo neinu nemur til sam- ræmis við tísku seinni tíma, þó breytingar í lífsháttum og heim- ilisbúnaði væru samstiga samtím- anum. Ef mála þurfti var málað eins og á fyrri tíð, ef smíða þurfti nýtt umhverfis dyr eða eitthvað annað var það gert eins og verið hafði. Menn sem kunnu gamalt handbragð og meðhöndlun byggingarefna á gamlan máta voru leitaðir uppi og þeir fengnir til starfa, ef húsráðendur gerðu það ekki sjálfir. Sama má segja um garðinn umhverfis húsið. Hon- um var vel viðhaldið og hann snyrtur og sleginn og lagaður til eftir þörfum. Það er því staðarlegt að líta heim að Háteigi og tilkomu- mikið inn að koma. Páll Imsland. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Minningargreinar Antík Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl. 10 til 18 virka daga. Þórunnartúni 6, sími 553 0755 – antiksalan.is Hljóðfæri Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Þægilegir dömuskór úr leðri og skinnfóðraðir Litir: hvítt, beige og rautt. Stærðir: 36 - 42 Verð: 14.785.- Stærðir 36 - 42 Verð: 14.785.- Stærðir: 36 - 42 Verð: 14.785.- Laugavegi 178 Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Sendum um allt land Erum á Facebook. TILBOÐ - TILBOÐ Vandaðir dömuskór úr leðri. Tilboðsverð aðeins 2.900.- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Aðalfundur Samtaka lungnasjúklinga Aðalfundur Samtaka lungnasjúklinga verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl kl. 20:00 í húsnæði SÍBS, Síðumúla 6. Smáauglýsingar 569 GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ! MOGGINN Í IPADINN WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.