Morgunblaðið - 14.04.2016, Side 88
FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 105. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Myrti konuna og svipti sig lífi
2. Nafn piltsins sem lést
3. Nágranni felldi tré í óþökk …
4. Rifu húsið í góðri trú
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Rafpoppsveitirnar Wesen og Anti-
mony halda tónleika í kvöld kl. 20 á
Loft hosteli í Bankastræti og er að-
gangur ókeypis. Wesen skipa Júlía
Hermannsdóttir og Loji Höskuldsson
og luku þau nýverið við fyrstu breið-
skífu sína í samstarfi við Árna Rúnar
Hlöðversson úr hljómsveitinni FM
Belfast. Skífan kemur út á vegum
breska plötufyrirtækisins Hidden
Trail Records í sumar. Antimony er
draumkennd rafpoppsveit, skipuð
söngkonunni Rex Beckett frá Mont-
real í Kanada, gítarleikaranum og for-
ritaranum Sigurði Angantýssyni og
bassaleikaranum og söngvaranum
Birgi Sigurjóni Birgissyni. Hljóm-
sveitin gaf út fjögurra laga skífu í
febrúar í fyrra og nýlega völdu með-
limir Sigur Rósar Antimony til að
spila með sér á Citadel-hátíðinni í
London í júlí í sumar. Fyrsta breið-
skífa Antimony, Wild Life, kemur út í
sumar.
Weson og Antimony
leika á Loft hosteli
Þýðendakvöld hefst í Gunnars-
húsi, Dyngjuvegi 8, kl. 20 í kvöld og
á því verða kynntir þeir fimm þýð-
endur og verk þeirra sem tilnefnd
eru til Íslensku þýðingaverðlaun-
anna í ár. Þýðendurnir munu spjalla
við áheyrendur um verkin, starf sitt
og glímuna við orðin. Þeir eru Aðal-
steinn Ásberg Sigurðs-
son, Ásdís R. Magnús-
dóttir, Brynja Cortes
Andrésdóttir, Jón
Hallur Stefánsson
og Silja Aðal-
steinsdóttir.
Aðgangur er
ókeypis að
viðburðinum.
Þýðendur fjalla um
verk sín og störf
Á föstudag Breytileg átt 3-8 en norðan 8-13 austast fram eftir
degi. Þurrt á landinu og skýjað með köflum.
Á laugardag Suðvestan 3-8 og skýjað, en bjart með köflum á
Austurlandi. Hiti 0 til 7 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, 3-10 en 10-18 austan Öræfa.
Víða lítilsháttar rigning eða smásúld. Hiti 3 til 10 stig.
VEÐUR
Rimmurnar fjórar í 8 liða úr-
slitum Olísdeildar karla
verða væntanlega misjafn-
lega spennandi. Reikna má
með að tvær þeirra verði
jafnari en hinar tvær síðari
vegna þess að of mikill
getumunur er á liðunum
sem þar eigast við. Um er
að ræða viðureignir Íslands-
og deildarmeistara Hauka
og Akureyrar annars vegar
og Reykjavíkurliðanna Fram
og Vals hinsvegar. »4
Tvær jafnar rimmur
og tvær ójafnar?
„Ég hef alltaf litið ótrúlega mikið
upp til Rögnu. Ég fór einmitt á Ól-
ympíuleikana í London til að sjá
badmintonið. Hún er ótrúlega flott
og hefur hjálpað mér mikið í gegn-
um árin. Hún veit allt um hvað þarf
til að ná svona langt og ég hef allt-
af getað leitað til hennar, sem er
mjög gott, því ég hef alltaf ætlað
mér að komast á Ólympíuleika,“
segir Margrét Jó-
hannsdóttir, Íslands-
meistari í bad-
minton. »1
Ragna er fyrirmyndin og
Margrét stefnir á Japan
Getur Tindastóll gert nýja atlögu að
Íslandsmeistaratitlinum í körfuknatt-
leik karla næsta vetur? Lykilmenn
eru að eldast, Darrel Lewis ætlar að
spila áfram á 41. aldursári, og óvíst
er hvað ungu leikmennirnir gera.
„Það þýðir ekkert að gefast upp og
leggja árar í bát núna,“ segir fyrirlið-
inn Helgi Rafn Viggósson um fram-
haldið hjá liðinu. »1-3
Þýðir ekkert að leggja
árar í bát núna
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Sex tvíburapör eru í grunnskólanum
á Hvolsvelli en 233 nemendur eru í
skólanum. „Þetta er greinilega mjög
frjósamt svæði,“ segir Þórunn Ósk-
arsdóttir, grunnskólakennari í
Hvolsskóla, spurð út í tvíburapörin.
Þórunn er sjálf eineggja tvíburi
og kennir 7. bekk í Hvolsskóla en í
þeim bekk eru tvö tvíburapör. Það
eru þau Oddur Helgi og Þórdís Ósk
Ólafsbörn og Freyja og Oddný Ben-
ónýsdætur. Þær systur eru ein-
eggja.
Erfitt að þekkja þær í sundur
„Það tók mig tvo og hálfan vetur
að þekkja þær í sundur,“ segir Þór-
unn um Oddnýju og Freyju og hlær.
„Mér fannst það pínu slæmt því ég
lagði metnað minn í að þekkja þær í
sundur. Það gekk ekki betur en
þetta. En ég er búin að því núna. Ég
fann einkenni,“ segir Þórunn sposk.
Innt eftir því hvert einkennið sé,
segir hún það vera örlítið ör á enni
annarrar.
„Hitt parið í bekknum er strákur
og stelpa og það auðveldaði mér
þetta mjög mikið,“ segir hún glað-
lega.
Þórunn þekkir af eigin raun að
vera ruglað saman við tvíburasystur
sína, Unni. Þeim er enn ruglað sam-
an enda mjög líkar og ekki hjálpar
að þær eru oftast með svipaða klipp-
ingu. Þær búa báðar á Hvolsvelli og
er Unnur leikskólakennari í Leik-
skólanum Örk.
Þegar Þórunn var komin yfir þrí-
tugt lét hún fjarlægja hvítan kalk-
blett á framtönn sem hún hafði alla
tíð haft. Blettinn notaði fólk gjarnan
til að þekkja þær í sundur. „Það fór
alveg með marga þegar bletturinn
var tekinn.“
Vilja skipta tvíburum
Þórunn á það sameiginlegt með
systur sinni að í störfum þeirra með
börnum reyna þær yfirleitt að setja
tvíbura sinn í hvorn hópinn ef það er
mögulega hægt. Það á sérstaklega
við um samrýnda tvíbura og ef þeim
er ruglað mikið saman. „Þetta var
ekki gert með okkur. Maður hefur
kannski sterkari tilfinningu fyrir
þessu. Í rauninni er þetta einhver
þörf fyrir að fá að vera hvor sinn ein-
staklingurinn og fá að þroskast sem
slíkur. Að vera ekki alltaf tekinn
sem tvíburarnir,“ segir Þórunn.
Nýverið hittist þannig á í Hvols-
skóla að Unnur leikskólakennari var
í skólaheimsókn með elsta leikskóla-
hópinn. Systurnar voru því sjöunda
tvíburaparið í skólanum þann dag-
inn. Þess má geta að Unnur og Þór-
unn gengu báðar í Hvolsskóla á sín-
um tíma.
Sex tvíburapör í skólanum
Þórunn tvíburi
kennir tveimur
tvíburapörum
Tvíburar í Hvolsskóla Í aftari röð frá vinstri eru: Þórunn og Unnur Óskarsdætur frá Hvolsvelli, Freyja og Oddný
Benónýsdætur í Miðtúni, Ragnar Rafael og Guðni Steinarr Guðjónssynir frá Tjaldhólum. Í fremri röð frá vinstri
eru: Gísli Jens og Baldur Bjarki Jóhannssynir frá Fit, Bryndís Rut og Lovísa Karen Gylfadætur á Hvolsvelli, Oddur
Helgi og Þórdís Ósk Ólafsbörn á Hvolsvelli, Bjarni og Rúnar Þorvaldssynir frá Kornvöllum.
Flestum eineggja tvíburum er ruglað saman og eru Oddný og Freyja Ben-
ónýsdætur þar ekki undanskildar. Þær hafa skilning á því, enda segja þær
að flestum þyki þær líkar þó þeim sjálfum finnist það ekki. Það hefur
komið fyrir að þær nýti sér þennan rugling.
„Fyrsta apríl þá skiptum við. Ég var Freyja og Freyja var ég. Þórunn
[kennari] fattaði ekki neitt. Ég held að hún sé ekki ennþá farin að þekkja
okkur í sundur,“ segir Oddný hlæjandi.
Systurnar segjast ekki vera mjög mikið saman. Þær eiga sinn vinahóp-
inn hvor en eiga samt sömu bestu vinkonu sem þær segjast skipta
bróðurlega á milli sín.
Þær æfa saman íþróttir, fimleika og frjálsar en Freyja er líka í fótbolta.
Þær stunda einnig tónlistarnám, Oddný spilar á selló og Freyja á þver-
flautu og er í söngnámi.
Rugluðu alla í ríminu 1. apríl
ODDNÝJU OG FREYJU FINNST ÞÆR EKKI VERA MJÖG LÍKAR