Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016
Vefþjóðviljinn spyr: „Hvers vegnaætti lýðræði á Íslandi að þróast
á þann veg að þegar hægriflokkur á
sæti í ríkisstjórn sé kjörtímabilið að-
eins þrjú ár en þegar vinstri flokk-
arnir sitja í stjórn sé kjörtímabilið
full fjögur ár á hverju sem gengur?“
Og Vefþjóðviljinn heldur áfram:„Stjórnarskrá lýðveldisins er
alveg skýr um þetta. Alþingismenn
eru kosnir til fjögurra ára. Einu gild-
ir úr hvaða flokki þeir koma. Enginn
fyrirvari er í stjórnarskránni um að
þingmenn missi umboð sitt ef Illugi
Jökulsson, Birna Þórðardóttir og
Vilhjálmur Þorsteinsson lemja sam-
an í olíutunnu á Austurvelli.“
Vefþjóðviljinn minnir á hvernigþingmenn stjórnarandstöð-
unnar hafa hamast, hótað og tafið
þingstörf og segir svo: „Auðvitað er
allur ádráttur um að kosningar verði
fyrr en stjórnarskráin mælir fyrir
um úr gildi fallinn eftir þessa fram-
komu stjórnarandstöðunnar undan-
farna daga og vikur.
Fyrir stjórnarflokkana er ekkertannað að gera úr því sem komið
er en að fara að skýrum fyrirmælum
í stjórnarskránni um fjögurra ára
kjörtímabil.
Þingkosningar fara fram í apríl2017.“
Þetta er hárrétt ábending. Það aðmaður með aflandsfélag lemji
tunnur gegn aflandsfélögum getur
ekki réttlætt styttingu kjörtímabils.
Aflandsfélaga-
tunnusláttur
STAKSTEINAR
GRÓTTA – FRAM 22. apríl kl. 19.30
1. umferð Hertz-höllin
HAUKAR – STJARNAN 22. apríl kl. 20.40
1. umferð Schenker-höllin
STJARNAN – HAUKAR 24. apríl kl. 13.30
2. umferð TM-höllin
FRAM – GRÓTTA 24. apríl kl. 16.00
2. umferð Framhús
4 LIÐA ÚRSLIT KVENNA
#olisdeildin
Veður víða um heim 21.4., kl. 18.00
Reykjavík 6 skýjað
Bolungarvík 5 skýjað
Akureyri 7 skýjað
Nuuk 7 skýjað
Þórshöfn 5 alskýjað
Ósló 10 skýjað
Kaupmannahöfn 11 heiðskírt
Stokkhólmur 10 heiðskírt
Helsinki 7 heiðskírt
Lúxemborg 15 skúrir
Brussel 16 heiðskírt
Dublin 7 skúrir
Glasgow 8 skýjað
London 12 léttskýjað
París 12 léttskýjað
Amsterdam 17 heiðskírt
Hamborg 12 heiðskírt
Berlín 12 skýjað
Vín 12 skýjað
Moskva 7 heiðskírt
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 10 skúrir
Barcelona 16 léttskýjað
Mallorca 17 heiðskírt
Róm 17 heiðskírt
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg -5 léttskýjað
Montreal 3 skúrir
New York 16 alskýjað
Chicago 9 alskýjað
Orlando 27 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
22. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:29 21:24
ÍSAFJÖRÐUR 5:22 21:41
SIGLUFJÖRÐUR 5:05 21:25
DJÚPIVOGUR 4:56 20:57
Dregið hefur úr frjósemi á Íslandi á
undanförnum árum, eins og víðast
hvar á Vesturlöndum. Raunar er Ís-
land meðal þeirra þriggja aðildar-
ríkja Efnahags-og framfarastofnun-
arinnar (OECD) þar sem frjósemi
hefur dregist mest saman frá árinu
2008; hin tvö eru Danmörk og Eist-
land.
Helsti mælikvarði á frjósemi er
fjöldi lifandi fæddra barna á ævi
hverrar konu og er yfirleitt miðað
við að frjósemi þurfi að vera um 2,1
barn til þess að viðhalda mannfjöld-
anum til lengri tíma litið. Á Íslandi
hefur þetta hlutfall verið í kringum 2
undanfarin ár en árin 2013 lækkaði
hlutfallið í 1,93 og var það sama árið
2014. Ekki hafa enn birst tölur fyrir
árið 2015.
Margar ástæður
Í nýrri skýrslu OECD kemur fram
að dregið hefur umtalsvert úr frjó-
semi í öllum aðildarríkjum. Hún var
að jafnaði 2,8 börn á áttunda áratug
síðustu aldar en nú er meðaltalið
tæplega 1,7. Stofnunin segir að fólk
ákveði að fresta barneignum og vilji
ekki eignast mörg börn. Meðal
ástæðna þess séu aukin menntun og
vaxandi atvinnuþátttaka kvenna,
ónógur opinber stuðningur við
barnagæslu og húsnæðisskortur.
OECD segir að í aðdraganda fjár-
málakreppunnar árið 2008 hafi frjó-
semi aukist nokkuð á ný; hér á Ís-
landi fór fæðingarhlutfallið þannig í
2,2 börn árið 2009 eftir að hafa farið
lægst í 1,92 árið 2002. En síðan dró
hratt úr frjósemi á ný, sem ef til vill
má rekja til versnandi efnahags. Á
árinu 2013, því síðasta sem OECD
hefur tölur um hjá öllum aðildarríkj-
unum, var frjósemishlutfallið aðeins
yfir 2,1 í tveimur ríkjum, Mexíkó og
Ísrael.
Til samanburðar má geta þess að
hlutfallið var 1,67 börn árið 2013 í
Danmörku, 1,75 í Finnlandi, 1,78 í
Noregi og 1,89 í Svíþjóð. Hæst var
það í Ísrael, 3,03 börn, en lægst í
Kóreu, 1,19 börn, Portúgal (1,21) og
Póllandi (1,26).
Þessi þróun og auknar lífslíkur
einstaklinga hafa leitt til þess að
flestar þjóðir eru að eldast nokkuð
hratt. Um aldamótin síðustu voru
13% íbúa í aðildarríkjum OECD 65
ára og eldri, en árið 2014 var þetta
hlutfall orðið nærri 16%. Á Íslandi
var þetta hlutfall um 13%. Í Portú-
gal, Grikklandi, Þýskalandi og á Ítal-
íu var hlutfallið yfir 20% en langhæst
var það í Japan, yfir 26%.
Í síðustu mannfjöldaspá Hagstofu
Íslands er gert ráð fyrir að hlutfall
65 ára og eldri fari yfir 20% af
heildarmannfjölda árið 2035 og yfir
25% árið 2062. Samt verði Íslending-
ar enn um sinn mun yngri en flestar
Evrópuþjóðir því spár gera ráð fyrir
að árið 2065 verði meira en þriðj-
ungur Evrópubúa eldri en 65 ára.
Frjósemi á Íslandi á 21. öld
Lifandi fædd börn á ævi hverrar konu
Heimild: Hagstofa Íslands
2,4
2,3
2,2
2,1
2,0
1,9
1,8
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014
Dregið hefur úr
frjósemi á ný
„Við verðum bara að sjá hvernig þingstörfin þróast.
Þetta er ekki forgangsmál heldur hugsjónamál,“ seg-
ir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, og vísar í máli sínu til hins svokallaða áfeng-
isfrumvarps, sem felur í sér að heimilt verður að selja
áfengi í verslunum.
Ríkisstjórnin hefur boðað alþingiskosningar í
haust, sem styttir þar með kjörtímabilið um eitt lög-
gjafarþing. Þarf því að líkindum að forgangsraða
málum þannig að mikilvægustu stjórnarfrumvörp
hljóti þinglega meðferð fyrir komandi kosningar.
„Ég á von á því að þetta fái sömu meðferð og önnur þingmannamál.
Ef slík mál fá afgreiðslu á ég von á því að þetta mál verði einnig af-
greitt,“ segir Vilhjálmur og bendir á að þegar sé búið að afgreiða
áðurnefnt frumvarp út úr allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
khj@mbl.is
Óvíst með áfengisfrumvarp
Vilhjálmur Árnason