Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016 ✝ Magnús Vals-son fæddist 2. október 1955 á fæðingardeild Landspítalans við Eiríksgötu í Reykjavík. Hann lést 12. apríl 2016. Foreldrar Magn- úsar voru Valur Magnússon hár- skeri, f. í Borgar- nesi 29.12. 1926, d. 9.2. 2008, og Guðrún Helga Högnadóttir verslunarkona, f. í Reykjavík 18.3. 1931, d. 12.4. 2009. Bræður Magnúsar eru Högni, f. 1951, giftur Lilju Ást- valdsdóttur, f. 1955, og Einar, f. 1961, í sambúð með Olgu Gylfadóttur. leifar eru: 1) Sigríður Aðils Magnúsdóttir, f. 1982, gift Hall- dóri Hauki Sigurðssyni, f. 1981, þau eiga tvö börn; Hugin Aðils, f. 2006, og Iðunni Aðils, f. 2009. Fyrir á Halldór dótturina Anítu Sól, f. 1999. 2) Ásrún Ester Magnúsdóttir, f. 1988, unnusti hennar er Egill Kaktus Wild, f. 1986. Magnús ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík; fyrstu æviárin í Barmahlíð 25, síðan í Grænu- hlíð 18. Árið 1976 flutti Magnús í Borgarnes og stofnaði sitt eig- ið heimili ásamt Ingileif. Magn- ús starfaði víða, helst ber þó að nefna Shellstöðina í Borgarnesi hjá Birni Arasyni, Norðurál á Grundartanga og Eimskipa- félag Íslands, en þar starfaði Magnús til dánardags. Jarðarför Magnúsar fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 22. apríl 2016, klukkan 15. Magnús kvænt- ist Ingileif Aðal- heiði Gunn- arsdóttur, f. 16.12. 1958. Foreldrar hennar eru Gunnar Aðils Aðal- steinsson, f. 1926, d. 2012, og Stein- unn Árnadóttir, f. 1929. Systkini Ingi- leifar eru Sólrún, f. 1950, gift Gylfa Má Guðjónssyni, Hafdís, f. 1951, gift Nikulási Halldórssyni, Trausti, f. 1953, giftur Ástríði Gunnarsdóttur, Tryggvi, f. 1956, í sambúð með Halldóru Ágústsdóttur, Árný, f. 1964, í sambúð með Guðjóni Bjarna- syni. Dætur Magnúsar og Ingi- Minningar græða, ylja og verma, það veit ég. En ó hve sárt er að sjá á eftir ástvini, trúnaðar- og ævifélaga allt of snemma. Hjá mér eru núna, minnast þín, syrgja og sakna eins og ég, stelp- urnar þínar, ljósin í lífi okkar, Sigga og Ásrún. Þær hafa borið gæfu til að finna ást og gleði í líf- inu og góða lífsförunauta. Þeirra er framtíðin. Barnabörnin elskaðir þú skilyrðislaust og taldir ekki eftir þér að dekra við þau. Mörgu var ólokið, en margt var í lífinu gert. Líf okkar saman í fjörutíu ár var ævintýri líkast og má segja að hamingjuhjólið hafi snúist með okkur og það hratt. Ferðalög okkar urðu til margra heimshorna og með öllu ógleym- anleg. Vinirnir sem við eignuðumst á leiðinni eru fjársjóður, þar eru engin landamæri. En fyrst og fremst var það fjölskylda okkar sem umvafði okkur svo um var tal- að. Okkar alveg sérstöku vinir hafa staðið eins og klettaveggir í kringum okkur, verið framar öllu sem hægt er að vænta, gætt mín, gætt þín, huggað, hjúkrað og um- vafið. Megi Guð launa þeim öllum ríkulega. Sakna, sakna frá því sígur sól í æginn sakna ég þín í vöku og draumi og ég sakna allan daginn og ekki minnst í heimsins glaumi og ég sakna, sakna, sakna, sakna þín á grafarbotni þangað til ég vakna, vakna vakna hjá þér, pabba og Drottni. (PÓ) Þín að eilífu, Ingileif. Magnús Valsson var ekki bara faðir heldur besti pabbi í heimi. Hann var fyrsti maðurinn sem elskaði okkur systur og var hann okkar besti vinur. Stærsta ástin í lífi hans var þó, og er enn, hún Ingileif, mamma okkar. Sambönd eins og þeirra eru sjaldgæf og dýrmæt og teljum við okkur vera með eindæmum heppnar að hafa alist upp á heimili þar sem var að finna svo mikla ást og hlýju. Ást þeirra á hvort öðru og gagnkvæm virðing og vinskapur hafa reynst okkur ómetanlegar fyrirmyndir í okkar eigin samböndum. Pabbi var ávallt glaður í bragði og mjög æðrulaus maður, ánægð- ur með líf sitt og grunar okkur að hann hafi hljómað hressari en hann var sína seinustu daga. Við viljum hins vegar ekki minnast hans í veikindum. Við viljum minnast pabba með gleði í hjarta og bros á vör. Honum fannst gaman að kynn- ast nýju fólki og þá sérstaklega að bjóða nýjum, sem gömlum, vinum heim í dýrindis máltíð og leyfa þeim að njóta góðra vína með sér. Var það umtalað hversu góður kokkur hann var enda undi hann sér einna best þegar hann var að elda góðar steikur og galdra fram dýrindis sósur, það mun reyna á okkur næstu jól að halda uppi þessum staðli. Minningarnar hrannast upp þegar litið er um farinn veg. Ófáar sundferðirnar og árásir á laugar- dagsmorgnum koma efst upp í huga. Hann var maðurinn sem elskaði fjölskylduna sína og mað- urinn sem elskaði að ferðast með fjölskyldunni sinni. Ungar að aldri höfðum við systur oftar farið til Spánar en til Akureyrar og kunn- um vel við okkur í hitanum. Hon- um fannst líka mjög spennandi þegar stelpurnar hans fóru til út- landa og fannst fátt skemmtilegra en að skipuleggja dagsferðir og skoðunartúra fyrir okkur. Hann var líka yndislegur afi og eiga barnabörnin eftir að sakna þess að fara í sund með afa sínum, plata hann með sér í bíó eða kúra í hlýju afaholunni og hlusta á hann lesa. Hafa þau notið þeirra for- réttinda að fá reglulega að fara í pössun yfir helgi til ömmu og afa í Borgarnesi og ráða sér vart fyrir tilhlökkun þegar haldið er í nesið. Hann sagðist ávallt vera lítið fyrir skepnuhald en þó tókst okk- ur mæðgum og fylla húsið af gæludýrum. En þrátt fyrir að þrá- ast á móti dýrunum var það hann sem var hvað duglegastur að lauma góðgæti til þeirra við mat- arborðið og oftar en ekki tók hann það sem mest nærri sér þegar dýrin féllu frá. Þau heilsa honum núna kát og glöð við regnboga- brúna. Pabbi var okkar helsti stuðn- ingsmaður og kennari. Kenndi okkur að hjóla og keyra bíl. Hann hvatti okkur líka til að elta drauma okkar, en sáði þó einnig raunsæis- fræjum með, svona svo við mynd- um ekki alveg missa báða fætur af jörðinni. Þökk sé honum og mömmu erum við systur þær manneskjur sem við erum í dag. Skál fyrir þér, pabbi minn. Við munum passa upp á hvor aðra og hana mömmu okkar líka uns við sameinumst öll á ný. Sigríður Aðils Magnúsdóttir og Ásrún Ester Magnúsdóttir. Það eru um fjörutíu ár síðan leiðir okkar Magnúsar lágu fyrst saman. Ingileif, sautján ára mág- kona mín, var þá vetrartíma hjá okkur hjónunum vegna skóla- göngu. Stuttu eftir komuna fór hún í heimsókn með vinkonu sinni og hitti þar ungan laglegan ljós- hærðan pilt. Það varð ást við fyrstu sýn og kom hún heim með stjörnur í augunum. Fljótlega eft- ir þetta fór umferð að aukast við húsið og brátt hófust okkar góðu kynni. Eitt leiddi af öðru. Þau stofn- uðu heimili í Borgarnesi og eign- uðust tvær dætur. Þær voru þeim miklir gleðigjafar enda vel gefnar og vel gerðar stelpur. Báðar gengu þær menntaveginn og eru á góðum stað í lífinu. Magnús var mikill og umhyggjusamur fjöl- skyldumaður og þau hjónin afar samrýnd og samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Hann var góður pabbi og afi sem naut þess að vera samvistum við sitt fólk. Þá reyndist hann tengda- mömmu afar vel eftir að hún varð ein og á miklar þakkir skildar fyr- ir það. Þau hjónin nutu lífsins í ríkum mæli. Fóru oft til útlanda í frí og komu iðulega í bæinn til að sækja tónleika eða aðra menningarvið- burði. Magnús var hispurslaus og hreinskiptinn og sagði hiklaust álit sitt á mönnum og málefnum. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mörgu og rökstuddi mál sitt vel. Magnús var snilldarkokkur og vílaði ekki fyrir sér að elda veislu- mat ofan í stórfjölskylduna þegar sá gállinn var á honum. Við hinir sem höfðum ekki af miklu að státa máttum sitja þegjandi hjá þegar hann var hlaðinn lofi fyrir elda- mennskuna. Hann var snaggaralegur maður sem var ekkert að tvínóna við hlutina heldur gerði það sem gera þurfti með hraði. Þótti þá stund- um vera mikil sigling á Magnúsi. Magnús fann sig vel í heimi við- skipta og þjónustu. Þar blómstr- aði hann. Hann vann í mörg ár hjá Norðuráli og fór þá oft til útlanda á vegum fyrirtækisins. Hann fór m.a. fjórum sinnum til Kína og þurfti þá að standa á sínu við harð- dræga viðskiptamenn. Mér þótti undrum sæta að bifvélavirki ofan af Íslandi skyldi vera fær um slík verk en Magnúsi fannst það ekk- ert tiltökumál. Síðustu ár vann hann hjá Eimskip og sinnti þar störfum sínum af lífi og sál sem endranær. Magnús greindist með krabba- mein á síðastliðnu ári og vissi að batahorfur væru ekki góðar. Hann æðraðist ekki heldur hélt sínu striki án þess að slá af fyrr en í fulla hnefana. Honum var metn- aðarmál að taka sem fæsta veik- indadaga og ef hann treysti sér ekki í vinnu vann hann gjarna heima. Ég minnist þess er við hjónin heimsóttum hann eitt sinn á spít- alann eftir erfiða daga. Þá sat hann í rúminu með tölvuna og var að miðla vörugámum til viðskipta- vina Eimskips. Ég held það hljóti að vera mjög fátítt að krabba- meinssjúklingar stundi vinnu sína liggjandi á spítala og lái það eng- um. En það er augljóst að honum Magnúsi var ekki fisjað saman. Magnús svili minn kvaddi allt of snemma og er vissulega skarð fyr- ir skildi við fráfall hans. En hann átti góða og hamingjuríka ævi og gat því litið glaður um öxl. Ingileif og þeirra nánustu hafa misst mik- ið og votta ég þeim einlæga samúð mína og minnar fjölskyldu. Gylfi Már Guðjónsson. Í dag kveðjum við Magga vin okkar og langar okkur að minnast hans með nokkrum orðum. Fljót- lega eftir að við fluttum í Borg- arnes fórum við að venja komur okkar til Ingileifar og Magga. Það var alltaf svo gaman að koma til þeirra, hvort sem það var til að spjalla í eldhúsinu, sóla sig á pall- inum, súpa kók við arineldinn eða bara fá lánað hnetusmjör. Það var alltaf svo gott að koma til þeirra og meira að segja leið okkur svo vel hjá þeim að við fengum að búa hjá þeim í kjallaranum um stund- arsakir. Það var alltaf svo gaman að hlusta á Magga því hann var svo fróður og átti svo mikið af sögum sem hann sagði svo skemmtilega frá. Það sem einkenndi Magga var hvað hann var alltaf glaður og hvað það var stutt í húmorinn hjá honum þrátt fyrir erfið veikindi. Maggi tapaði aldrei húmornum og sagði brandara fram á síðasta dag. Elsku besta Ingileif okkar, Sigga, Ásrún og fjölskyldur. Við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Með söknuði og þakklæti, Jóhann Örn og Sunnefa. Ég kynntist Magnúsi fyrst í Norðuráli árið 2004. Nafn hans var eitt af fyrstu íslensku nöfnun- um sem ég gat borið fram og lagt á minnið. Hans er líka nafn sem ég mun aldrei gleyma. Ég lærði að vísu ekki fullt nafn hans fyrr en ég kynntist Ingileif, sem leyfði okkur að kalla sig Heidi. Núna veit ég að fullt nafn Magnúsar var Magnús og Heidi. Við kynntumst Heidi í jólagleði álversins og ég skutlaði henni og Magnúsi heim til Borgarness. Þá- verandi konan mín, Kathy, fann strax sterk tengsl á milli sín og Ingileifar, þá ákvað hún að Ísland væri kannski ekki það kaldur stað- ur eftir allt saman. Við stöldruðum lengi við í Borgarnesi, drukkum og spjölluðum í nokkra tíma. Það var mín heppni að Kathy drakk ekki áfengi. Heimili Magnúsar og Heidi var mjög hlýtt og fullt af hlátri, ást og gestrisni og mér fannst ég ávallt mjög velkominn þar. Fljótlega hitti ég Siggu og Ásrúnu og mörg gæludýr þeirra. Öll saman mynduðu þau fallega fjölskyldu sem ég mun aldrei gleyma. Ég get bara ímyndað mér allar þær sögur sem munu verða sagð- ar af Magnúsi. Hann lifði stór- fenglegu lífi og snerti svo marga víðs vegar um heiminn. Ég hlakka til þess dags þegar ég og Heidi sitjum saman og dreypum á vín- glasi, rauðu að sjálfsögðu, og minnumst ævintýra okkar með Magnúsi. Magnús snerti líf margra annarra hér í Texas. Öll fjölskylda mín fékk að kynnast Magnúsi og Heidi hér og Shelly, Sherri, John og Kristi heimsóttu þau heim til Íslands. Heimili Magnúsar og Heidi á Íslandi varð fljótt áningarstaður fyrir ferða- menn og gesti sem ég hafði með í för og á borð var ávallt borið ljúf- fengt lamb eða lax til að njóta, að ónefndu víninu eða koníakinu. Magnús, við munum öll sakna þín. Þú gerðir líf okkar svo miklu ríkara og við munum alltaf minn- ast þín. Þú skildir eftir ógleyman- leg fótspor í lífi okkar allra. Í hvert sinn sem ég heyri Andre Rieau spila „Amazing Grace“ mun ég hugsa til þín. Eins og við segjum í Texas: „Vaya con dios partner, þar til við hittumst aftur.“ Ron Curry. Fallinn er frá, langt um aldur fram, fyrrverandi vinnufélagi okk- ar til margra ára, Magnús Vals- son. Fyrstu árin sem við unnum saman var skrifborðunum okkar raðað saman í eins konar kross með skilrúmi á milli. Við sáum hins vegar hvort annað í gegnum bil á skilrúminu. Á þessum tíma náðum við afar vel saman og vin- áttan sem skapaðist á þessum ár- um hefur enst okkur út lífið. Maggi var einstaklega glað- lyndur og hafði góð áhrif á mór- alinn í deildinni og hreif okkur oft með sér í gott skap með hnyttnum tilsvörum og skemmtilegum sög- um. Maggi hafði sérstakan hátt á því hvernig hann sat í stólnum við skrifborðið. Hann sat svo lágt og svo framarlega á stólnum að þeim sem leið áttu hjá gat hæglega sést yfir að Maggi var í sætinu sínu, þar til hann rak upp skellihlátur. Maggi hafði alveg sérstakt skipulag á skjölum og pappírum á skrifborðinu. Það sem virtist vera ein stór hrúga var í raun sérstakt kerfi sem Maggi hafði komið sér upp og enginn var fljótari en hann að finna til pappíra þegar á þurfti að halda. Hann stakk hendinni einfaldlega inn í hrúguna og und- antekningarlaust kom réttur pappír upp. Við minnumst allra skemmti- legu stundanna sem við áttum með þeim hjónum, Magga og Ingi- leif. Þau voru dugleg að taka þátt saman í ýmsum uppákomum á vegum Norðuráls og starfs- mannafélagsins og var aldrei leið- inlegt að vera í kringum þau á slík- um stundum. Við sendum Ingileif og dætrun- um Sigríði og Ásrúnu okkar dýpstu samúðarkveðjur um leið og við þökkum Magga fyrir ánægjulegt samstarf og þeim hjónum fyrir allar frábæru sam- verustundirnar. Fyrir hönd vinnufélaga hjá Norðuráli, Finnbogi Rafn Guðmundsson. Magnús Valsson ✝ Guðjón Sig-urður Arason, Hólmi, Mýrum, Hornafirði, fædd- ist á Borg á Mýr- um, Hornafirði, 11. maí 1921. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu á Höfn 28. mars 2016. Foreldrar hans voru hjónin Sigríð- ur Gísladóttir, f. 1891 í Þór- isdal í Lóni, d. 1992, og Ari Sig- urðsson, f. 1891 á Borg á Mýrum, d. 1957. Systkini Guð- jóns eru: 1) Vigfús, sammæðra, f. 1911, d. 1975, faðir hans var Vigfús Sigurðsson, f. 1880, d. 1911. 2) Sigurður, f. 1916, d. 1943. 3) Gísli Ólafur, f. 1917. 4) Fjóla, f. 1919, d. 2013. 5) Lilja, f. 1922. 6) Ástvaldur Hólm, f. 1924, d. 2009. 7) Steinunn, f. 1926, d. 2015. 8) Ragnar Guð- mundur, f. 1928. 9) Jón, f. 1929. maki Guðrún Guðmundsdóttir. Þeirra börn eru: Guðjón Örn, f. 1984, Birna Jódís, f. 1987, og Arndís Ósk, f. 2000. 4) Sig- ursveinn Guðjónsson, f. 1967, sonur hans er: Þorlákur Bjarki, f. 1991. Aðrir afkomendur eru orðnir 20 talsins. Guðjón fæddist á Borg og ólst þar upp. Skólagangan var ekki löng og hann fór ungur að vinna. Í sveitinni kynntist hann konu sinni Margréti og árið 1946 fluttu þau til Hveragerðis, en fluttu eftir stuttan tíma austur að Borg á Mýrum þar sem þau bjuggu í sambýli við foreldra hans. Vorið 1952 fluttu þau að Hólmi á Mýrum og byggðu upp jörðina, sem staðið hafði í eyði í nokkur ár. Þau bjuggu í Hólmi upp frá því. Í Hólmi var blandaður búskap- ur auk garðræktar. Með bú- skapnum sótti hann vinnu þeg- ar færi gafst. Meðal annars var hann lengi póstur og sá um skólaakstur barna um árabil. Guðjón var bóndi og maður sinnar sveitar. Síðustu æviárin dvaldi hann á Hjúkrunarheimilinu á Höfn. Útför Guðjóns var gerð frá Hafnarkirkju 5. apríl 2016. 10) Hólmfríður, f. 1933. Kona Guðjóns var Margrét Sigur- björg Sigurð- ardóttir frá Kylju- holti á Mýrum, f. 12. apríl 1930, d. 31. júlí 2011. For- eldrar hennar voru Ingunn Bjarnadótt- ir tónskáld, f. 1905, d. 1972, og Sig- urður Kristmar Eiríksson verkamaður, f. 1893, d. 1970. Börn Margrétar og Guðjóns eru: 1) Ari Sigurður, f. 1948, maki Auðbjörg Þorsteinsdóttir. Þeirra dætur eru: Heiður, f. 1971, Friðný, f. 1974, og Ingi- björg, f. 1977. 2) Ingunn Hróðný, f. 1951, maki Hilmar Hróarsson. Dætur hennar frá fyrra hjónabandi eru: Þórveig Benediktsdóttir, f. 1969, og Margrét Benediktsdóttir, f. 1971. 3) Magnús Guðjónsson, Það var fallegur dagur í Horna- firðinum þann 28. mars síðastlið- inn en þá kvaddi Guðjón okkar þennan heim. Sólin skein skært og útdeildi geislum sínum yfir fjöllin og jöklana í sveitinni okkar, Mýra- sveit. Fyrstu kynni mín af Guðjóni voru, er við hittumst á förnum vegi í Höfn, ég var þá nýflutt á Mýr- arnar. Hann tók mig tali og spurði mig hvernig mér hefði gengið að aka til Hafnar í ófærðinni sem var þann daginn. Mér þótti afar vænt um þessa umhyggju og fannst ég þar með vera komin í tölu Mýra- manna. Síðar þegar ég og Ari frændi hans hófum búskap, í Hóla- brekku, tókst með okkur Guðjóni mikill og góður kunningsskapur. Guðjón var skemmtilegur og lit- ríkur persónuleiki. Vinnuglaður og kappsamaur með afbrigðum. Hann gat látið menn heyra það ef verkin gengu ekki sem skyldi, án þess að erfa það við viðkomandi. Sagt var um hann að hann færi í sérstakt skap á heyjatíma, hey-skap, enda bóndi og sveitamaður fram í fing- urgóma. Hann var líka hjálpsamur við sveitunga sína og þess nutum við Ari á okkar fyrstu búskaparár- um og alla tíð á meðan hann gat. Guðjón var afar hreinskilinn og beinskeyttur maður, ef með þurfti og fór þá ekki í manngreinarálit. Hann sagði sínar skoðanir um- búðalaust við menn, hvort sem það var nágranni hans eða ráðherra í ríkisstjórninni. Það var gaman er hann gerði sér ferð í kaffisopa, til að segja frá viðureign sinni við hina ýmsu forkólfa í virðingarstöð- um í þjóðfélaginu. Og hann hafði oftast betur í þeim viðureignum. Málefni sveitarinnar lét Guðjón sig miklu skipta og var áhugasamur um allt sem gæti verið henni til framfara og bóta á einhvern hátt. Og var duglegur að mæta á mann- fagnaði þar. Mikilvægasta mál seinni ára var án efa nýi vegurinn til Hafnar. Við vorum búin að eiga margar kaffibollasamræður og símtöl um hann. Því miður seinkaði vegaframkvæmdunum, svo Guð- jóni varð ekki að ósk sinni að fá tækifæri til að aka um nýjan veg. Guðjón var mikill fjölskyldufað- ir og hugsaði vel um sitt fólk. Hann bjó ásamt fjölskyldu sinni í Hólmi alla sína búskapartíð. Eftir að ald- urinn færðist yfir, létti hann undir með börnunum sínum, sem tóku við búskap þar. Á kveðjustund er margs að minnast og þakka. Við Ari erum afar þakklát fyrir alla hjálpina og allar samverustundir, hvort sem var við störf, eða á mannfögnuðum, eða yfir kaffiboll- um í Hólmi eða Hólabrekku. Við munum minnast hans og hugsa til hans oft á tíðum. En fyrst og fremst munum við minnast hans sem góðs og skemmtilegs manns, er setti svip sinn á sveitina sem býr yfir svo mikilli fegurð umvafin fjöllum og jöklum. Sannarlega var hún sveitin hans. Innilegar samúðarkveðjur sendum við börnum hans og öðrum aðstandendum. Anna Egilsdóttir. Guðjón Sigurður Arason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.