Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Haraldur Ingi Haraldsson mynd-
listarmaður hlýtur starfslaun lista-
manna á Akureyri að þessu sinni.
Það var tilkynnt í mennningarhúsinu
Hofi í gær, á Vorkomu Akur-
eyrarstofu, árlegri samkomu á fyrsta
degi sumars. Fleira var tilkynnt í
samkvæminu:
Húsverndarsjóður Akureyrar
veitti tvær viðurkenningar; annars
vegar vegna Helgamagrastrætis 23
og hins vegar vegna brunns við Aðal-
stræti 50.
Helgamagrastræti 23 er reisu-
legt funkishús undir klassískum
áhrifum, eins og segir í umsögn fag-
hóps. „Það hefur nýlega verið gert
upp af myndarskap og er frágangur
þess utanhúss til eftirbreytni þar
sem steining er endurnýjuð í sam-
ræmi við upphaflega gerð. Hugsan-
lega er húsið hannað undir áhrifum
af þjóðernisrómantík eða hamrastíl
Guðjóns Samúelssonar, húsameist-
ara ríkisins. Það er hluti áhugaverðr-
ar heildar funkishúsa í Helgamagra-
stræti.“
Húsið hannaði og byggði Guð-
mundur Tómasson, trésmiður og at-
hafnamaður, árið 1944. Hann bjó í
húsinu. Núverandi eigendur hússins
Helgamagrastrætis 23 eru Guð-
mundur Sveinn Sveinsson og Val-
gerður Kristín Gunnarsdóttir.
Anna Guðný Sigurgeirsdóttir er
eigandi hússins Aðalstrætis 50. Á
lóðinni er að finna brunn sem sagður
er hafa „mjög mikið fágætisgildi
vegna aldurs og notkunar“ og „mikið
umhverfislegt gildi vegna götumynd-
ar Aðalstrætis“ og á lóð hússins, en
hún er friðlýst. Í umsögn segir að
þarna sé um að ræða einstakar frið-
aðar minjar eða mannvirki sem mik-
ils virði sé að varðveita. Viðgerð á
brunninum er nýlega lokið.
Tvennt hlaut heiðursviðurkenn-
ingu Menningarsjóðs Akureyrar; Er-
lingur Sigurðarson, sem starfaði um
árabil hjá Skáldahúsunum á Akur-
eyri og vakti mikla athygli á verkum
bæjarskáldanna Matthíasar Joch-
umssonar og Davíðs Stefánssonar,
og Gunnfríður Hreiðarsdóttir, sem
hefur lagt mikið af mörkum til kóra-
starfs í bænum með öflugri fé-
lagsþáttöku og framlagi, að því er
segir í tilkynningu.
Haukur Viktorsson arkitekt hlýt-
ur byggingarlistarverðlaun Akur-
eyrarbæjar 2016, fyrir þann átt í ævi-
starfi hans sem snýr að bænum.
Haukur er Akureyringur, fæddur
1935, og nam arkitektúr í Stuttgart
1957-66. Hann var enn í námi þegar
hann, ásamt Helga Hjálmarssyni,
einnig námsmanni í Stuttgart, hlaut
2. verðlaun í samkeppni um skipulag
miðbæjar Akureyrar 1963. Haukur
hefur hannað nokkur íbúðarhús á
Akureyri, „m.a. Hamragerði 31
(1969) sem er eitt af öndvegisverkum
nútímabyggingarlistar á landinu.
Aðrar byggingar: Þórunnarstræti 85,
Kolgerði 3, Barðstún 7, Aðalstræti
65,“ segir í tilkynningu.
Hollvinasamtök Sjúkrahússins
á Akureyri afhentu á dögunum gjör-
gæsludeild stofnunarinnar að gjöf
fullkomna öndunarvél. Vélin er metin
á tæpar tíu milljónir króna. Oddur
Ólafsson forstöðulæknir sagði við
það tækifæri að starf samtakanna
væri frábært og án efa eitt það allra
besta sem gerst hefði á Akureyri
undanfarin ár. „Öndunarvélar eru
kjarninn í starfsemi gjörgæslu-
deilda,“ sagði Oddur.
Jóhannes Bjarnason, formaður
Hollvinasamtakanna, sagði við þetta
tækifæri að samfélagið væri mjög
velviljað samtökunum og ljóst að
margar fleiri gjafir væru væntan-
legar á næstu misserum.
Komið er að síðustu tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í
vetur. Þeir eru í Hofi síðdegis á
sunnudag, sannkölluð Mozart-veisla
með skærustu stjörnum klassískrar
tónlistar í dag, eins og það er orðað í
tilkynningu, Daníel Bjarnasyni
hljómsveitarstjóra og Evu Guðnýju
Þórarinsdóttur fiðluleikara.
Flutt verður hin fallega og dular-
fulla sinfónía nr. 40 í g-moll, fiðlu-
konsert nr. 5 í A-dúr og forleikurinn
að Brúðkaupi Figarós í Hofi þann 24.
apríl 2016 kl. 16.
Hljómsveitin Todmobile heldur
tvenna tónleika á Græna hattinum
um helgina, í kvöld og annað kvöld.
Eyþór Ingi Jónsson, Andrea Gylfa-
dóttir og Þorvaldur Bjarni Þorvalds-
son eru í framlínunni að vanda.
Haraldur Ingi bæjarlistamaður á Akureyri
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Vorkoma Unnar Jónsson form. Akureyrarstofu, Haraldur Ingi Haraldsson, Anna Guðný Sigurgeirsdóttir, Erlingur Sigurðarson, Gunnfríður Hreið-
arsdóttir, Guðmundur Sveinn Sveinsson, Valgerður Kristín Gunnarsdóttir, Haukur Viktorsson og Þórgnýr Dýrfjörð, framkv. stjóri Akureyrarstofu.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hollvinagjöf Sólveig Skjaldardóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur á
svæfinga- og gjörgæsludeild SAk, Oddur Ólafsson forstöðulæknir svæfinga-
og gjörgæslulækninga, Jóhannes Bjarnason formaður Hollvinasamtakanna
og stjórnarmennirnir Hermann Haraldsson og Kristín Sigfúsdóttir.
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
VORLÍNAN
ER KOMIN Í HÚS
Liðsmenn Konunglegu bresku stór-
skotaliðsherdeildarinnar, sem
fagnar 300 ára afmæli sínu í vor,
koma saman við hermannagrafreit-
inn í Fossvogskirkjugarðinn í dag
klukkan tvö. Þar verður fallinna fé-
laga minnst, sem þjónuðu í sömu
herdeild í breska setuliðinu á Ís-
landi í síðari heimsstyrjöld.
Athöfnin er liður í minningar-
dagskrá herdeildarinnar sem hófst
um mitt ár í fyrra. Þá var haldið af
stað með kefli merkt herdeildinni
frá stofnstað hennar í Woolwich á
Englandi. Keflið hefur ferðast í
vesturátt umhverfis jörðina með
viðkomu á stöðum þar sem liðs-
menn herdeildarinnar hafa fyrr og
síðar komið við sögu.
Ísland er síðasti viðkomustaður
keflisins, en það verður afhent
breska sendiherranum í Reykjavík
á mánudag, áður en það verður
flutt til Bretlands á ný.
För keflisins lýkur formlega við
hátíðlega athöfn í heimaherbúðum
herdeildarinnar í Larkhill á Eng-
landi á afmælisdegi herdeildar-
innar, 26. maí.
Konunglega stórskotaliðsher-
deildin var stofnuð þann 26. maí
1716, en liðsmenn þriggja hersveita
hennar taka þátt í aghöfninni í dag.
Fyrirrennarasveit þeirra þjónaði
sem hluti af setuliði Breta á Íslandi
í síðari heimstyrjöld árin 1940-
1941.
Bresk herdeild minnist fallinna félaga í dag
Minningarreitur Minningarathöfn
við hermannagrafreitinn árið 2010.