Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 113. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Prince er látinn 2. Leituðu snekkju Jóns Ásgeirs 3. Ingibjörg með peninga í Panama 4. Guðni Th.: Fyrsta sem ég sá … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistarhópurinn Voces Thules kemur fram í fyrsta sinn í Mengi í kvöld kl. 20 og flytur tónlist sem spannar nokkrar aldir, en hópurinn hefur vakið athygli fyrir að blása nýju lífi í gamlan íslenskan tónlistararf sem legið hefur í þagnargildi. Hópinn skipa Arngerður María Árnadóttir, Eggert Pálsson, Einar Jóhannesson, Eiríkur Hreinn Helgason, Guðlaugur Viktorsson og Sigurður Halldórsson. Öll syngja þau og spila á hin ýmsu hljóðfæri, hörpu, orgel og margvísleg ásláttar- og blásturshljóðfæri. Tónlist sem spannar nokkrar aldir Projeto Brasil! fyrir norðan og sunnan Á laugardag Vestan 5-10, skýjað og dálítil súld, en bjartviðri á austurhelmingi landsins. Hiti 5 til 10 stig. Á sunnudag og mánudag Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan 3-8 m/s. Stöku skúrir eða él norðantil, annars bjart með köflum. Hiti frá frostmarki í innsveitum norðaustanlands upp í 10 stig á Suðausturlandi. VEÐUR Haukar geta orðið Íslands- meistarar kvenna í körfu- bolta í Stykkishólmi á sunnudagskvöld þegar liðið sækir Snæfell heim í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvíg- inu. Það varð ljóst eftir há- dramatískan leik liðanna í Hafnarfirði í gærkvöld sem Haukar unnu eftir framleng- ingu. Helena Sverrisdóttir átti ótrúlegan leik og skor- aði 45 stig þrátt fyrir að glíma við meiðsli. »2 Titillinn í boði í Stykkishólmi Óskar Örn Hauksson skoraði bæði mörk KR, þar af annað frá miðju, þeg- ar liðið vann Víking R. 2:0 í úrslitaleik deildabikars karla í knattspyrnu, Lengjubikarsins, í Egilshöll í gær- kvöld. Liðin mætast í 1. umferð Pepsi- deildarinnar eftir tíu daga. Þetta var í sjötta sinn sem KR vinnur keppnina, sem keppt var fyrst í árið 1996, og þar með jafnaði liðið met FH. » 2 Óskar Örn tryggði KR- ingum sjötta titilinn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Krókódíll, apaköttur, hlébarðar og nú síðast villigeltir tveir eru meðal þeirra dýra sem Reimar S. Ásgeirs- son hamskeri á Egilsstöðum hefur spreytt sig á. „Það væri gaman að eiga þess kost að glíma við ljón og stoppa upp. Hingað fæ ég annars alls konar dýr. Þetta er svolítið eins og í Örkinni hans Nóa, þegar gamli maðurinn tók öll dýr merkurinnar um borð áður en syndaflóðið skall á. Mest er ég þó í íslenskum skepnum hvers konar.“ Á milli iðnar og listar Árlega eru veidd á Austurlandi 1.100-1.200 hreindýr. Sá áskilnaður er gerður að vanir og staðkunnugir fylgi veiðimönnum upp á heiðar og er Reimar oft í því hlutverki. Fer hann þá gjarnan með mönnum á Fljótsdalsheiði eða suður í Breiðdal, hvar rætur hans liggja. „Útlendingunum sem koma í hreindýrin er heldur að fjölga. Ég hef farið með mönnum víða frá, köppum sem eru á endalausum veiðiferðum um veröldina. Þeir senda mér svo alls konar framandi dýr til þess að stoppa upp, til dæmis sunnan úr Afríku eða Asíu, gripi sem eiga að vera stofustáss. Þannig var þetta til dæmis með kind frá Kirgistan, en þær eru þær stærstu í veröldinni. Ég stoppaði upp slíka af stofninum Marco Polo, sem var minnisstætt verkefni.“ Að sinna uppstoppun eða ham- skurði á dýrum er sagt vera fag mitt á milli iðnar og listar. „Ég treysti mér alls ekki til að segja hvoru megin hryggjar þetta starf liggur,“ segir Reimar, sem lærði kúnstverkið vestur í Kanada fyrir um áratug. Kom svo heim og hafði strax nóg að gera. Mest eru það hreindýr sem til hans berast og flestir láta sér duga að stoppa upp haus þeirra. Þá er skilað inn húð og hári, sem hamskerinn tekur ná- kvæmt mál af. Steypir síðan haus úr frauðplasti sem síðan er sorfið til svo hamurinn passi á. Þetta er ná- kvæmnisvinna og þolinmæðisverk en afar skemmtilegt. Tekið beint af skepnunni „Nei, ég velti aldrei fyrir mér hve langan tíma tekur að stoppa hvert dýr upp. Tek þetta bara beint af skepnunni, eins og sagt er. Vinnubrögðin eru alltaf hin sömu hverrar tegundar sem dýrið er og hvaðan það kemur,“ segir Reimar, sem var með tvo íslenska fjallarefi á borðinu þegar blaðið ræddi við hann í vikunni. Gullfallegar skepnur með blíð augu en hvassar tennur sem bíta sárt í bráðina. Uppstoppað Rjúpa í kjafti refsins og útkoman er nánast listaverk. Reimar er listamaður sem uppstoppari enda hafa góð verk hans spurst vel út. Með uppstopp- uð dýr í Örk- inni hans Nóa  Reimar hamskeri á Egilsstöðum með apakött, hlébarða og hreindýr Hreindýr Á veggnum er höfuðið og horn þess eru afar tignarleg. Morgunblaðið/Sigurður Bogi  Fjölþjóðlega hljómsveitin Projeto Brasil! kemur fram í Hofi á Akureyri á morgun, laugardag, kl. 20 og í Nor- ræna húsinu í Reykjavík á sunnudag- inn kl. 20. Hljómsveitin er samstarfs- verkefni saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar og sænska gítarleikarans Hans Olding og sendi hún nýverið frá sér plötu samnefnda sveitinni í Sví- þjóð. Á henni er vinsæl, klassísk, brasilísk tónlist frá sjöunda og átt- unda áratug síðustu aldar eftir höf- unda á borð við Antonio Carlos Jo- bim, Milton Nascimento og Vinicius DeMoraes í útsetningum Sigurðar og Hans Olding. Einnig má þar finna lög eftir höfuðpaura hljómsveitarinnar í svipuðum stíl. Projeto Brasil! kemur hingað til lands beint eftir tónleika í Danmörku og Svíþjóð. Auk Sigurðar og Olding skipa hljómsveitina sænski slagverksleikarinn Ola Bothzén, danski kontrabassaleikarinn Morten Ankareldt og íslenski sellóleikarinn Þórdís Gerður Jónsdóttir. Óvíst er hvað tekur við hjá Herði Axel Vilhjálmssyni, landsliðsmanni í körfu- knattleik, en hann hefur lokið tíma- bili sínu með Trikala í Grikklandi. Hörður Axel verður ekki áfram í her- búðum liðsins, sem var nálægt því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en var líka nálægt því að falla úr deildinni. Hann útilokar ekki að segja skilið við atvinnu- mennskuna og spila á Ís- landi á næstu leik- tíð. »1 Hörður Axel gæti komið heim til Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.