Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016 Hoist Vinnulyftur • Víkurhvarf 4 • Sími 517 6000 • hoist@hoist.is • www.hoist.is Umboðsaðili Alimak Hek á Íslandi Turnlyftur Sala og þjónusta Sérhæfum okkur í sölu og þjónustu á lyftum af öllum stærðum og gerðum 517 6000 GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND utilif. is Á R N A S Y N IR Kíkið á verðin eftir tollalækkun Æfingapeysa, hálfrennd 6.990 kr. íþróttafatnaður stærðir 36-46 VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Það eru tvær spurningar sem þarf að svara við fjárfestingar. Annars vegar: hvað er best að kaupa; og hins vegar: hvenær er best að kaupa. Of oft virðast fjárfestar gleyma að spyrja sjálfa sig seinni spurningarinnar og getur leitt til þess að þeir sitja uppi með stór- fellda lækkun, enda eðli hlutabréfa og skuldabréfa að ganga upp og niður í bylgjum.“ Þannig útskýrir Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur eitt af helstu áhersluatriðum bókarinnar Lesið í markaðinn: eignastýring og leitin að bestu ávöxtun. Bókina skrifuðu þau Sigurður og Svandís Ríkarðsdóttir, sjóðstjóri hjá Eigna- stýringu Landsbankans, og er það Crymogea sem gefur út í samvinnu við Landsbankann. Sigurður og Svandís stýrðu sam- an vogunarsjóði á sínum tíma. Þeim tókst að koma sjóðnum nokkuð far- sællega í gegnum fjármálahrunið og í framhaldinu kviknaði hjá þeim sú hugmynd að skrifa bók um sögu fjárfestingarhugsunar. Útkoman er veglegt rit, rösklega 400 síður að lengd, þar sem farið er ítarlega í gegnum sögu nútíma verðbréfavið- skipta um leið og lesandanum eru kenndar helstu kenningar og að- ferðir. Er bókin ætluð bæði fagfólki og almenningi. Viska gömlu meistaranna „Til að leiða fram svörin við lykil- spurningunum tveimur förum við alla leið aftur til upphafs verðbréfa- viðskipta á Wall Street, enda fræðin á sviði markaðsviðskipta nær öll komin frá Bandaríkjunum. Við rekjum okkur áfram í gegnum söguna og kemur þá í ljós að það var gömlu meisturunum eðlislægt að spyrja alltaf beggja spurning- anna. Síðan verður klofningur um miðja 20. öldina og upp rís skóli nýrra kenninga, sem í dag er kall- aður nýklassíski skólinn í fjármála- fræði og kenndur við Chicago,“ út- skýrir Sigurður. „Lykilþáttur í hugsun Chicago- skólans er að hreyfingum hluta- bréfaverðs megi lýsa með „slembi- rölti“ og áhættu fjárfestis megi mæla með staðalfráviki ávöxtunar. Þetta viðhorf þýðir í raun að því er slegið sem föstu að ekki sé hægt að svara seinni lykilspurningunni, þ.e. hvenær er rétt að kaupa og selja, enda viti enginn hvað morgun- dagurinn beri í skauti sér.“ Til að skilja aðferðirnar Sigurður og Svandís segja að mikilvægt hafi verið í starfi þeirra sem vogunarsjóðstjórar að þekkja bæði nýju og gömlu kenningarnar. „Það varð til þess að okkur tókst giftusamlega að bjarga eignum fjár- festanna sem lögðu traust sitt á okkur, og er þeirri sögu stuttlega lýst í bókinni. Bókina skrifuðum við ekki bara til að fræða aðra, heldur líka til að skilja sjálf betur þær að- ferðir sem við höfum verið að vinna eftir,“ segir Svandís, en efni bók- arinnar er að hluta byggt á þeim rannsóknum sem hún vann við skrif meistararitgerðar sinnar í fjárfest- ingastjórnun árin 2014 og 2015. Morgunblaðið/Styrmir Kári Ráð Svandís Ríkarðsdóttir og Sigurður B. Stefánsson kafa m.a. ofan í þær aðferðir og kenningar sem þau hafa sjálf stuðst við í fjárfestingum sínum. Glímt við sveiflurnar  Ný bók rekur sögu verðbréfaviðskipta allt til árdaga Wall Street til að sýna hvernig skynsamlegast er að fjárfesta ● Volkswagen hefur náð sam- komulagi við bandarísk stjórnvöld um að þýski bílaframleiðandinn kaupi til baka nærri hálfa milljón dísilbíla. Um er að ræða bíla sem hafa að geyma ólöglegan búnað sem gefur villandi nið- urstöðu í útblást- ursprófunum. Wall Street Jo- urnal segir að þess megi jafnframt vænta að VW greiði sekt og bætur og eiga fulltrúar VW, stjórnvalda og eigenda VW- bifreiða eftir að komast að niðurstöðu um upphæðir. Sekt VW gæti, tækni- lega, numið allt að 18 milljörðum dala en sérfræðingar áætla að upphæðin verði mun lægri en það. Áætlað er að kostnaður VW af því að kaupa til baka dísilbílana sem um ræðir nemi um sjö milljörðum dala. Munu eigendur eiga þess kost að ým- ist láta laga bíla sína til samræmis við útblástursreglur eða selja þá til VW. ai@mbl.is VW kaupir til baka hálfa milljón bíla í BNA Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti á miðvikudag að ásjóna frelsishetjunnar Harriet Tubman myndi prýða framhlið 20 dala seð- ilsins. Kemur hún í stað Andrew Jackson, sjöunda forseta Banda- ríkjanna, en Jackson verður færður yfir á bakhlið seðilsins, að því er CNN greinir frá. Er þetta í fyrsta skipti sem bandarískir seðlar skarta mynd af svartri konu. Tubman lést árið 1913 í hárri elli. Hún ólst upp sem þræll í Suður- ríkjum Bandaríkjanna en náði að flýja ánauðina og í framhaldinu fór hún ótalmarga björgunarleiðangra og hjálpaði þrælum að komast í frelsið í norðrinu. Eftir að þræla- hald var gert ólöglegt var Tubman áberandi í hópi þeirra sem börðust fyrir kosningarétti kvenna. Má vænta þess að nokkur ár líði áður en seðlar með Tubman fara í umferð. Samkvæmt Wall Street Journal er áætlað að kynna útlit nýja seðilsins árið 2020, þegar liðin verða 100 ár frá því að bandarískar konur fengu kosningarétt. ai@mbl.is Harriet Tubman fer á 20 dala seðilinn Ljósmynd / H. Seymour Squyer (PD) Djörf Harriet Tubman var merkur einstaklingur og baráttukona.  Hjálpaði fjölda þræla að flýja norður ● Bandarískar eftirlitsstofnanir á fjár- málamarkaði kynntu á fimmtudag til- lögur að nýjum reglum um launa- og bónusgreiðslur æðstu stjórnenda í fjár- málageira. Miða reglurnar m.a. að því að stjórn- endur geti ekki tekið áhættusamar ákvarðanir í rekstrinum sem skili þeim drjúgum bónusum vegna skamm- tímagróða en láti fyrirtækin sitja uppi með langtímaskaðann. Wall Street Journal segir eftirlitsstofn- anirnar þannig leggja til að stærstu bandarísku bankarnir hafi allt að sjö ára frest til að taka bónusa til baka ef í ljós kemur að ákvarðanir stjórnenda ollu bönkunum tjóni. ai@mbl.is Kynna reglur til að koma böndum á bónusa AFP STUTTAR FRÉTTIR …

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.