Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016 trúa því að nú sé hún komin til mömmu ykkar. Fyrir hönd mömmu, okkar systra og fjölskyldna. María (Maja) frænka. Elskuleg frænka mín er farin á vit nýrra ævintýra. Margs er að minnast þegar hugsað er til baka enda var Jóhanna ótrúlega skemmtileg kona. Einhverjum fannst hún kannski „svolítið öðruvísi“ en einmitt það gaf henni sterkan persónuleika. Af öðrum frænkum mínum ólöstuð- um var Jóhanna Magg án efa uppáhaldsfrænkan. Hún gat ver- ið svo skemmtilega orðheppin á hárréttum stöðum svo ekki var hægt annað en hlæja dátt með henni. Stríðin var hún með ein- dæmum og þótti ekki leiðinlegt að skjóta á fólkið sitt en sér- staklega þótti henni þó gaman að stríða Eiríki frænda sínum, sem auðvitað svaraði í sama dúr. Um- hyggjusemi var einkennandi í fari hennar, hún bar ætíð hag annarra fyrir brjósti og spurði ævinlega hvernig þessi eða hinn hefði það, bætti svo við í lok samtals: „kysst́ann frá mér“! Hún hafði gaman af að fylgjast með fólkinu sínu og var nokkuð vel inni í öllum hlutum sem máli skiptu eins og hver væri skotinn í hverjum, hvort einhver væri ólétt, hvort einhver væri veikur eða orðinn frískur og svo má lengi telja. Jóhanna var ákaflega félagslynd og elskaði alls kyns mannamót þar sem hún naut sín vel í vinahópi. Þegar Jóhanna varð fimmtug fékk hún utan- landsferð að gjöf frá stórfjöl- skyldunni. Sumarið eftir lagði hún svo land undir fót og heim- sótti okkur til Svíþjóðar, þar sem við áttum sérlega eftirminnileg- an tíma saman með alls kyns sprelli og skemmtilegheitum. Ég á erfitt með að lýsa því svo vel fari hve stóran og mikilvægan þátt Jóhanna átti í lífi mínu sem og Brimnesfjölskyldunnar allrar. Það voru forréttindi að fá að alast upp í nálægð Jóhönnu frænku og það er gott veganesti að tileinka sér að hver og einn í lífi manns er sérstakur á sinn hátt og allir skipta jafnmiklu máli. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Elsku frænka mín, hjartans þakkir fyrir allt. Guð geymi þig, þín frænka, Vilborg. Mikið er nú erfitt að kveðja þig, kæra frænka, þú hefur verið svo stór þáttur af tilveru okkar systkinanna. Þú kallaðir okkur systurnar ýmist dótturdætur þínar, já eða dætur þínar, og leyfðir Dodda að fara alveg óheyrilega mikið í taugarnar á þér ef hann var með einhver strákapör. Við vorum samt börn- in hans Guðmundar, bróður þíns, sem þér þótti svo óskaplega vænt um og þú áttir mikið í okk- ur krökkunum, siðaðir okkur til eða hrósaðir – allt eftir aðstæð- um hverju sinni. Ófáa kossana fengum við, beint á munninn, og margar gleðistundirnar höfum við átt með þér í gegnum tíðina. Jólahátíðin einkenndist alla tíð af miklu pakkaflóði til þín sem við systkinin vorum alltaf græn af öfund yfir, enda áttir þú yf- irleitt meira en helming pakk- anna sem raðað var undir tréð þó að fjölskyldan væri allt að átta manns. Við lærðum ekki að gleðjast yfir þessum fjölda pakka sem þú fékkst, fyrr en við urðum eldri og gerðum okkur grein fyrir því hversu stóran sess þú skipaðir hjá ættingjum þínum. Í raun varst þú einskonar miðdepill í Brimnesfjölskyldunni, Jóhanna frænka okkar allra. Þú hafðir mikinn húmor, varst hreinskiptin í samskiptum og varst hörð á þínum tilverurétti gagnvart öðrum. Í huga okkar er sorgin svo sterk. Það er erfitt fyrir okkur að sjá á eftir þér og þín verður sárt saknað af okkur, krakka- skara bróður þíns og Kollu. Á sama tíma er þó gleði í hjarta okkar yfir því að þú sért komin til mömmu þinnar, Birnu ömmu, sem við syrgjum svo sárt að hafa ekki getað kynnst. Erfiðast þykir okkur að geta ekki fetað veginn áfram saman og leyft þér að njóta „barnabarna“ þinna, eins og þú kallaðir Sölva, son Dodda. Elsku Jóhanna, við stelpurnar verðum góðar við mennina okk- ar, eins og þú sagðir okkur alltaf að vera. Við kveðjum þig með ljúfum minningum og kvöldbæn- inni sem þú fórst ávallt með fyr- ir svefninn: Faðir vor, þú, sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Arna Ruth, Þorgrímur, Bergdís Ýr, Birna Dögg og Birta Hörn. Hah hææææ! Þannig heilsaði Jóhanna frænka mín alla tíð, með bjartri og glaðlegri röddu. Hún auðgaði líf okkar sem ól- umst upp með henni á Brimnesi, alltaf kankvís og glettin. Hún átti auðvelt með að sjá hið spaugilega og tilsvör hennar verða okkur fjölskyldunni gleði- efni um ókomin ár. Enginn gat sagt eins hratt Takk takk takk takk! þegar hellt var í kaffiboll- ann hennar. Hið sjálfsagða var afgreitt með: Já, essskan mín! Birna Björnsdóttir, uppeldis- systir föður míns og móðir Jó- hönnu, hafði veikst á meðgöng- unni en tók því sem að höndum bar af festu og æðruleysi. Með- an Birnu naut við fylgdi Jó- hanna henni hvert fótmál. Öll höfum við okkar hlutverk og öll eru þau á einhvern hátt mik- ilvæg. Jóhanna sinnti öllu sem hún tók að sér af alúð, vildi vera óaðfinnanlega klædd, helst í síðu pilsi og með fallegan klút um hálsinn. Hún vildi hafa allt í röð og reglu, braut þurrkustykki og bekkjartuskur snyrtilega saman eftir hverja notkun og setti svo margar klemmur á þvottinn á snúrunum að fárviðri hefði þurft til að feykja honum á haf út. Ýmsar eftirminnilegar sögur eru til af Jóhönnu. Þorgeir hennar gaf henni einu sinni lamb sem hann hafði sett á, með því skilyrði að hún tæki þátt í heyskap og smalamennsku. Jó- hanna var lítið gefin fyrir að láta plata sig. Hún var fín dama og púlsverk úti við áttu ekki sér- lega vel við hana, enda sá hún við frænda sínum, sagðist vera með ofnæmi fyrir heyi, skilaði kindinni og tók lítinn þátt í sauð- fjárbúskap eftir það. Jóhönnu var mjög umhugað um ættingja sína, mátti ekki missa af neinum veisluhöldum í fjölskyldunni og skipti þá ekki máli þótt hún þyrfti að ferðast suður. Á mannamótum var hún oftar en ekki hrókur alls fagn- aðar – enda létt yfir henni alla tíð, auk þess sem hún mátti ekk- ert aumt sjá og var tilbúin að rétta hjálparhönd. Dvaldi hún þá gjarnan heilu og hálfu dagana í góðu yfirlæti hjá ættingjunum – enda aufúsugestur hvar sem hún kom. Eftir að Birna féll frá flutti Jóhanna að Búðum, fyrst í þjónustuíbúð fyrir fatlaðra og eftir það á elliheimilið. Þar að- stoðaði hún í eldhúsinu eftir fremsta megni, var komin með vinnu eins og hún sagði frá með stolti. Þau fjölmörgu ár sem ég rak safn um franska sjómenn og kaffihús í Templaranum á Fáskrúðsfirði leit hún reglulega inn og hjálpaði til. Á milli stríða settumst við út á pall í sólina með kaffibolla og skröfuðum um lífið og tilveruna eða hringdum í ættingjana. Margar ljúfar minningar eru tengdar Jóhönnu Magg úr upp- vextinum, ferðalögum og öðru því sem gladdi Jóhönnu og um leið aðra í kringum hana. Nú trallar hún ekki með útvarpinu lengur á sinn einlæga hátt, þeg- ar skemmtileg íslensk lög heyr- ast í útvarpinu. Hún sá ekki sól- ina fyrir söngvaranum vini sínum, Bergþóri, gerði allt sem hún gat til að koma á tónleika hjá honum og klappaði manna mest. Það voru forréttindi að alast upp með Jóhönnu. Barátta hennar fyrir því að vera metin til jafns við aðra var aðdáun- arverð, hún lét engan eiga neitt inni hjá sér, en mildi hennar og einlægni eru til eftirbreytni. Blessuð sé minning Jóhönnu Magg. Albert Eiríksson. Leiddu mig heim í himin þinn hjartkæri elsku Jesús minn. Láttu mig engla ljóssins sjá er líf mitt hverfur jörðu frá. (Rósa B. Blöndals) Elsku Jóhanna okkar. Það er komið að kveðjustund. Við kveðjum þig á öðrum degi sumars og vil ég trúa því að þú sért komin í sumarlandið og bú- in að hitta mömmu þína og aðra Brimnesinga sem farnir eru. Þú varst mikill gleðigjafi og það var gott að hafa þig í kring- um sig. Þú varst stór þáttur í fjöl- skyldu okkar eftir að við flutt- um austur haustið 2004. Ef skroppið var yfir á aðra firði eða í Egilsstaði var það bara sjálfsagt mál að bjóða þér með í bíltúr og oftar en ekki fengum við okkur hamborgara og franskar og ekki mátti gleyma kokkteilsósunni. Þú lést mig nú alveg vita að þú værir hin konan hans Óla, einhvern tíma svaraðir þú í sím- ann þegar hann hringdi heim og spurði um sína kellu, þú varst fljót að svara og sagðir honum að þú værir búin að henda mér út enda værir þú hans kella. Fyrstu árin varstu dugleg að koma gangandi til okkar á sum- artíma og þá komstu nú oft við hjá Alla þínum í Franska safn- inu. Þú þekktir marga bæjar- búa í litla þorpinu okkar sem þér fannst gaman að spjalla við í gönguferðum þínum. Þú varst mikið fyrir að punta þig, það var alveg sama hvað ég reyndi að koma þér í buxur, nei í pils eða kjól skyldir þú fara. Enda áttum við margar skemmtilegar búðaferðir á Reyðarfjörð til að kaupa á þig föt. Elsku Jóhanna okkar, það er margs að minnast á kveðju- stundu. Erfitt finnst okkur að geta ekki fylgt þér síðasta spöl- inn, en hugur okkar leitar aust- ur á Fáskrúðsfjörð. Þegar við fluttum aftur suður fyrir rúmlega ári var langerf- iðast að kveðja þig og skilja þig eftir. Þá var nú heilsunni farið að hraka hjá þér, elskan. En þú komst okkur skemmti- lega á óvart og sagðir okkur að þú værir búin að skíra bangs- ann þinn sem var búinn að fylgja þér til margra ára. Hann fékk nafnið Óli. Óli bangsi kúrði hjá þér til hinstu stundar. Við vottum Guðmundi, bróð- ur þínum, og fjölskyldu innilega samúð. Gengin er góð kona, Jóhanna frá Brimnesi. Hvíl í friði. Þínir vinir Lára og Óli. ✝ Bryndís Jóns-dóttir, fv. deildarstjóri, fædd- ist í Reykjavík 11. október 1927. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimil- inu Grund við Hringbraut 14. apr- íl 2016. Bryndís var dótt- ir hjónanna Ing- unnar Elínar Þórð- ardóttur húsmóður, f. 3. desember 1898, ættaðrar af Sel- tjarnarnesi, d. 2. janúar 1968, og Jóns Ólafs Gunnlaugssonar deildarstjóra, f. 8. október 1890 að Kiðabergi í Grímsnesi, d. 23. ágúst 1979. Systkini Bryndísar voru Þuríður, Soffía, Gunn- laugur Jón Halldór, Guðrún Sig- ríður, Halldór Ólafur, Karl, 1950. Dóttir hans er Bryndís Soffía, f. 12. október 1985. 2. Geir Óttar Geirsson, f. 6. nóv- ember 1954, eiginkona hans er Margrét Harðardóttir, f. 4. sept- ember 1954. Börn þeirra eru: 1) Hildur Elín, f. 12. apríl 1979. Eiginmaður hennar er Grétar Elías Finnsson. Synir þeirra eru Stefán Breki og Finnur Kári. Fyrir átti Grétar Arnar og Söru Natalíu. 2) Gylfi Már, f. 25. júní 1981, sambýliskona hans er Tara Ashley Young. Bryndís ólst upp í miðbæ Reykjavíkur. Hún var mörg sumur í sveit að Torfastöðum í Biskupstungum. Bryndís lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1947. Hún hóf skömmu síðar störf við Dóms- og kirkjumálaráðu- neytið, þar sem hún starfaði sem deildarstjóri um áratuga skeið. Útför Bryndísar verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag, 22. apríl 2016, klukkan 11. Þórður, Jórunn, Þorsteinn, drengur og Gunnlaugur. Þau eru öll látin nema Jórunn. Eiginmaður Bryndísar var Geir Ísleifur Geirsson rafvirkjameistari, frá Kanastöðum í Landeyjum, alinn upp í Vest- mannaeyjum, f. 20. maí 1922, d. 9. apríl 1999. For- eldrar hans voru Geir Ísleifur Ísleifsson og Guðrún Tóm- asdóttir. Bryndís og Geir Ísleif- ur giftu sig 3. apríl 1954. Þau bjuggu lengst af í Skaftahlíð 18 í Reykjavík og Selbraut 17 á Sel- tjarnarnesi. Synir þeirra eru: 1. Jón Ólaf- ur Geirsson, f. 25. nóvember Í dag kveðjum við elskulega tengdamóður mína sem lést síð- astliðinn fimmtudag. Bryndís var sannkölluð Reykjavíkurmær. Hún var fædd og uppalin í 101 og lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1947. Útskriftarhóp- urinn 1947 hefur alltaf haldið hópinn, hist á hverju ári, stund- um bara stelpurnar og stundum fengu strákarnir að vera með. Bryndís vann alla sína starfsævi í 101, en hún var lengst af forseta- skipaður deildarstjóri í Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Helsta verkefni hennar þar var vinna í kringum presta og prestaköll, enda þekkti hún alla presta á Ís- landi. Bryndís var gift Geir Ísleifi Geirssyni, sem lést fyrir 17 árum. Á yngri árum ferðuðust þau hjónin mikið um landið með son- um sínum, gistu í botnlausu tjaldi með trésúlum eins og þá tíðkað- ist. Síðar ferðuðust þau Geir mik- ið til útlanda og nutu þess að vera í sól og hita. Bryndís og Geir fluttu á Seltjarnarnes 1981, en þá fannst Bryndísi hún vera komin heim, enda var móðir hennar fædd að Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi. Bryndís var mjög félagslynd, hún spilaði brids með vinkonum sínum í mörg ár og var í nokkrum stelpuklúbbum sem borðuðu reglulega saman og fóru í styttri ferðir. Í yfir 20 ár fór Bryndís í sund daglega, oftast í Vesturbæj- arlaugina, og synti alltaf 450 metra. Bryndís sótti margvísleg námskeið, m.a. í matreiðslu á grænmetisfæði upp úr 1970. Hún vildi að sjálfsögðu gæða fjöl- skyldunni á hollustunni, við litla hrifningu karlmannanna á heim- ilinu. Bryndís og Geir byggðu sér sumarhús, Lindarberg, í landi Hests í Grímsnesi og undu sér þar löngum stundum, en þar áttu margir ættingjar Halldórs föður- bróður hennar, bónda á Kiðja- bergi, sér athvarf. Við starfslok í Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, þá sjö- tugri, var Bryndísi fært golfsett í kveðjugjöf. Hún lærði að spila golf og var býsna lunkinn golfari þau tíu ár sem hún stundaði íþróttina. Bryndís var alla tíð mjög sjálf- stæð kona og fylgin sér. Hún var með bílpróf, endurnýjaði stolt ökuskírteinið sitt reglulega en keyrði ekki. Samband Bryndísar og Jór- unnar, yngri systur hennar, var alla tíð mjög náið og fallegt. Þær eyddu mörgum stundum saman. Bryndís var dugleg að fara í strætó til að heimsækja systur sína. Þær áttu líka góða daga saman í Amsterdam á meðan Jórunn bjó þar, enda „átti“ Bryn- dís sitt eigið herbergi hjá Ing- unni systurdóttur sinni í Amst- erdam. Barnabörnin þrjú áttu sér- stakan stað í hjarta hennar og var hún dugleg að fylgjast með þeim og styðja. Barnabarnabörn- in fluttu nýverið á Selbrautina og minnast þess þegar þeir „stálust“ í heimsókn til langömmu og fengu súkkulaðiköku. Ég kveð tengdamóður mína með innilegu þakklæti fyrir sam- veruna síðastliðin 40 ár. Margrét Harðardóttir. Ég skal muna og aldrei gleyma okkar stundir hér. Um þær hugsa og ávallt geyma innst í huga mér. (Höf. ókunnugur) Í dag kveðjum við elsku ömmu Dí. Eins sárt og það er að kveðja þá eigum við yndislegar minning- ar til að hlýja okkur við. Við áttum margar góðar sam- verustundir saman. Piparköku- málun og laufabrauðsútskurður var alltaf fastur liður í desember, þó minna hafi farið fyrir því síð- ustu ár. Sólardagar á pallinum, kaffi- boð og sumarbústaðaferðir koma upp í hugann svo fátt eitt sé nefnt. Við erum þakklát fyrir allan tímann okkar saman. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Hvíl í friði, elsku amma okkar. Þín barnabörn, Hildur Elín, Gylfi Már og Bryndís Soffía. Það er með söknuði að ég kveð Bryndísi Jónsdóttur. Hún var ávallt partur af lífi mínu þar sem hún og móðir mín voru æskuvin- konur. Hún sýndi mér alltaf hlýju og áhuga og vildi mér ætíð vel. Móður minni reyndist hún kær og traust vinkona. Þær stöllur fóru saman í ferða- lög, í sumarbústað með okkur krakkana upp að Reynisvatni, og ég minnist ófárra göngutúra úr Norðurmýrinni og upp í Skafta- hlíð til Bryndísar og Geirs og sonanna Jóns og Geirs. Mér fannst alltaf einhverjir töfrar vera á heimili Bryndísar. Ef til vill var það fegurðin í röddinni og hlýjan í persónuleikanum, en nærvera hennar yljaði að hjarta- rótum. Seinna meir stofnuðu þær nöfnurnar bridsklúbb, ásamt tveimur öðrum vinkonum, Mörtu og Guðrúnu. Þær skemmtu sér vel og létu spilamennskuna ein- kennast af gleði og voru alls kost- ar lausar við það að vera taps- árar. Þær framreiddu frumlega smárétti, skenktu tár af sérríi eða góðum líkjör í falleg glös og nutu lífsins. Bryndís var nútímakona. Hún vann ávallt utan heimilis og starfsferill hennar var í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, þar sem hún gegndi starfi deildarstjóra. Heimili og starf samrýmdi hún af mikilli leikni og hún og Geir heit- inn, eiginmaður hennar, unnu saman að því að byggja upp far- sælt líf. Eftir að móðir mín dó sáumst við minna, en alltaf af og til eða spjölluðum í síma. Það var gam- an að koma í fallega húsið hennar úti á Seltjarnarnesi og oft var minnst á Bryndísarklúbbinn, en í hann komust aðeins þeir sem báru þetta fallega nafn. Áttu þær vinkonurnar og nöfnurnar orðið stóran hóp af nöfnum og við eitt- hvert tækifæri var smellt mynd af „Bryndísunum“. Mynd af dótt- ur minni, Bryndísi, fékk heiðurs- sess í glerskápnum í stofunni og sess í nafnaklúbbnum fræga. Í huga mér eru þær nöfnur, mamma og Bryndís, órjúfanleg eining fagurrar vináttu – vináttu sem stofnað er til í léttleika æskuáranna, vináttu sem sam- gleðst á gleðistundum og stenst allar þær raunir sem lífið kann að bjóða upp á, og er í minningunni fjársjóður sem og lærdómur um innihald kærleika og tryggðar. Sonum hennar, Jóni og Geir, tengdadóttur og barnabörnum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þórunn Stefánsdóttir. Bryndís Jónsdóttir Bróðir okkar og mágur, ÓSKAR EIRÍKSSON, Hátúni 4, Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Grund þann 11. apríl. Útför fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 25. apríl klukkan 13. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Litlu-Grundar við Hringbraut fyrir góða umönnun. . Guðrún Eiríksdóttir, Viðar Þorsteinsson, Hulda Eiríksdóttir, Kristinn B. Þorsteinsson, Fríða Eiríksdóttir, Jóhann Friðriksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.