Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ekki láta fjarlægðina draga úr þér
með að hafa samband við gamlan vin eða
vandamann. Þú leggur þig allan fram við að
halda þér uppteknum en ekki gleyma að
vandamálin hverfa ekkert fyrir það.
20. apríl - 20. maí
Naut Þær aðstæður eru nú uppi sem ýta á
eftir því að þú takir ákvörðun í persónulegu
máli. Vertu klappstýra.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Samræður við stjórnendur og for-
eldra verða þýðingarmiklar í dag. Ræddu við
einhvern þér eldri og vitrari því það getur
komið sér vel. Vinátta verður aldrei ofmetin.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Leynilegt daður kryddar tilveruna hjá
þér í dag. Fólk sem hugsar vel til þín hefur
góð áhrif á skap þitt og léttir þér lífið.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það skiptir engu máli hverrar trúar þú
ert, þú trúir einhverju. Gefðu þessum þætti
lífs þíns meiri tíma og athygli. Kannski eru ut-
anaðkomandi aðilar að hamla innri vellíðan.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Vitneskjan er það atriði sem nú skiptir
sköpum um flesta ef ekki alla hluti. Leitaðu
þér aðstoðar til þess og snúðu málunum við.
Hugur þinn er lógískur, skipulagður og venju
fremur agaður.
23. sept. - 22. okt.
Vog Eitthvað liggur í loftinu sem gerir þig
óöruggan. Vertu með svörin við algengum
spurningum á reiðum höndum og þá er allt
klárt.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér finnst mikið hvíla á þér og
þú hefur áhyggjur af fjárhagnum og afkomu
heimilisins. Reyndu að forðast árekstra við
annað fólk því það er stuttur í þér þráðurinn
þessa daga.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ný manneskja fær þig til þess að
ljóma af skapandi orku. Brostu framan í
heiminn og þá mun heimurinn svara í sömu
mynt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú gætir lent í óþægilegri aðstöðu
er þú leitast við að aðstoða vin í vanda.
Spennan gerir aðstæður áhugaverðar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur mikla þrá til að ferðast
þessa dagana og kynna þér allan heiminn.
Dagurinn í dag er tilvalinn til að biðja um hluti
eins og lán, leyfi, eða hvaðeina annað.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú kemur öllu í verk sem þú einbeitir
þér að. Bara það að hitta eina manneskju
mun opna þér hundrað tækifæri sem stefna
þér á spennandi stað.
Sigmundur Benediktsson segirfrá því á Leirnum að „á apríl-
fundi Kvæðamannafélagsins Ið-
unnar fór Ragnar Ingi Aðal-
steinsson með bragfræðipistil og
tók þá m.a. fyrir, að flytja mætti
til greinarmerki í sléttuböndum til
nánari skýringar eftir því hvort
kveðið væri afturábak eða áfram.
Ætla ég að prófa það hér,“ segir
Sigmundur. Og bætir við: „Bann-
sett sumarmálahretið setti mig að
hálfu leyti úr vorgírnum. Því
þetta:
Vorið hjarir, ekki er
illa barinn gróður.
Þorið varir, fráleitt fer,
fegurð skarast óður.
Og afturábak:
Óður skarast, fegurð fer,
fráleitt varir þorið.
Gróður barinn illa er,
ekki hjarir vorið.
Síðan gefur Sigmundur smá-
skýringu við sögnina að skarast,
sem hefur ýmsar merkingar:
Fyrri: skarast = jaðrast eða
ganga á misvíxl = sameinast.
Síðari: Óður skarast = frjósa að
skarir. (Hvort tveggja að sjálf-
sögðu
huglægar myndlíkingar.)
Sigmundur lýkur hugleiðingum
sínum með þeim orðum að þetta sé
nú orðin hálfgerð hrollkveðja – en
vel meint samt!
Pólitíkin er alltaf ofarlega á
baugi. Ármann Þorgrímsson hefur
orð á því að fyrstu fréttir af mál-
efnaskrá ríkisstjórnarinnar sem á
að afgreiða fyririr kosningar segi
okkur að hver ráðherra sé með
mörg forgangsmál:
Lítils virði er loforð það
sem lægði mestu öldurnar
Mörgum finnst nú auðsýnt að
eitthvað dragist kosningar.
Ég fékk sendan mola í Vísna-
hornið og væri gott að fá fleiri
slíka: „Sigurdór Sigurdórsson ger-
ir sér það að leik að setja reglu-
lega inn skemmtilegar vísur á fés-
bók, en það var einnig hans siður
er hann hélt úti Sandkorni í DV á
sínum tíma. Hann rifjar upp að á
vísnakvöldi í Varmahlíð fyrir all
mörgum árum var spurt um hvað
menn hugsuðu daginn eftir
Laufskálaréttardaginn. Sigurður
Hansen svaraði:
Ef menn hugsa yfirleitt
er mér næst að gruna,
að menn sem ekki muna neitt
megi best við una.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sléttubönd og pólitík
með vorkomunni
Í klípu
„JÆJA, JÆJA, SJÁÐU ÞETTA. ELDUR.
TALANDI UM AÐ EYÐA UM EFNI FRAM.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„NEI, LÆKNIR, ÉG ER EKKI VÉLMENNI. ÉG
VAR MEÐ SÍMANN MINN Í RASSVASANUM.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... lymskufulla brosið
hans.
LÍSA, LÍFIÐ ER
EINS OG STÓR
LASAGNA-DISKUR…
OG GRETTIR
KOMST AÐ BORÐINU
Á UNDAN OKKUR
HVAÐ ERTU AÐ
SEGJA, JÓN?
VIÐ ÞURFUM
AÐ FARA ÚT
AÐ BORÐA
ROP!
SJÁIÐ ÞESSA
SKRÍTNU FUGLA!
ÞEIR NEFNAST
KÍVÍ-FUGLAR!
ÞEIR ERU MEÐ
SAMA MAKANN
FYRIR LÍFSTÍÐ!
KÍVÍAR
GETA EKKI
FLOGIÐ!
ÞAÐ ER ERFITT
AÐ TRÚA ÞVÍ!
ÉG BÝST
VIÐ AÐ ÞAÐ
ÚTSKÝRI ÞAÐ!
Borgarstjórinn í Reykjavík háðimikla baráttu við Kardashian-
systur og Kanye West um athygli ís-
lenskra fjölmiðla síðustu vetrardaga
en það er ekki sama hver á í hlut og
borgarstjórinn átti ekkert í goðin.
Limurinn hafði ekkert að segja í kyn-
bomburnar.
x x x
Fram kom að sundbolur raunveru-leikastjörnunnar Kourtney Kar-
dashian væri svartur og rifinn og
hefði vakið töluverða athygli en ekki
var minnst einu orði á sundskýlu
borgarstjóra, ekki einu sinni í banda-
ríska vefmiðlinum Wonkette, sem
annars fjallaði á óvenjulegan hátt um
manninn.
x x x
Íslenska þjóðin hefur greinilegamun meiri áhuga á því hvað Kim
og Kourtney láta ofan í sig á Íslandi
en hvaða borða borgarstjóri klippir.
Bæjarins bestu og Búlluborgarar eru
mál málanna en ekki hvort Framarar
fá loks veg eftir margra ára baráttu
til þess að komast úr Úlfársárdal nið-
ur á Laugardalsvöll, þar sem þeir
ætla að spila fótboltaleiki sína í sum-
ar.
x x x
Haft var eftir forstöðumanni ferða-þjónustu og skapandi greina hjá
Íslandsstofu að heimsókn þessa
stjörnufólks hefði mikil margföld-
unaráhrif og fylgjendur þess víðs
vegar í heiminum vildu hugsanlega
upplifa það sama. Víkverji hefur
hvergi séð minnst á að árátta borgar-
stjóra að vera sýnilegur í öllu nema
því sem skiptir máli fyrir borgarbúa
hafi skilað auknum fjölda ferða-
manna til höfuðborgarinnar.
x x x
Víkverji tók eftir því síðasta vetrar-dag að borgarstjóri lét enn einu
sinni mynda sig, að þessu sinni með
verðlaunahöfum Barnabóka-
verðlauna Reykjavíkurborgar. Það
ýtti ekki við aðdáendum Kardashian-
systra sem felldu tár við brottför
þeirra. „Veislan er búin, þær eru
farnar“ var ein helsta fyrirsögn í net-
miðlum í fyrrakvöld. Sennilega hefur
enginn verið eins ánægður þá og
borgarstjórinn. víkverji@mbl.is
Víkverji
En mín gæði eru það að vera nálægt
Guði, ég gerði Drottin að athvarfi
mínu og segi frá öllum verkum þín-
um. (Sálm. 73:28)
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
295
Vinnuvettlingar
PU-Flex
1.395
Öflugar
Volcan
malarskóflur
á frábæru
verði
frá 365
Ruslapokar 120L
Ruslapokar 140L
Sterkir 10/50stk
Greinaklippur
frá 595
695
Strákústar á
tannbursta-
verði
Garðklóra/
Garðskófla
595
1.995
Öflug
stungu-
skófla
Garðverkfæri ímiklu úrvali
frá 1.995
Garðslöngur
ímiklu úrvali
Fötur í
miklu úrvali
4.995
Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar,
sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur,
balar, vatnstengi, úðarar,
stauraborar.........
Léttar og góðar hjólbörur
með 100 kg burðargetu
Úðabrúsar
ímörgum
stærðumfrá 995
999Barna-
garðverk-
færi
frá 395
Ruslatínur
frá 295