Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 2. A P R Í L 2 0 1 6 Stofnað 1913  93. tölublað  104. árgangur  VIÐ DEYJUM Á MARS EFTIR JÓNAS REYNI MARÍA MEÐ ÓVENJULEGT VERKEFNI ÞORBJÖRG HLAUT MORGUNBLAÐS- SKEIFUNA HAMFLETT OG SJÁLFDAUÐ DÝR 15 60. SKEIFUDAGURINN 4FRUMSÝNING 38 Sumarið gekk í garð í gær með þurrviðri og nokkurri hlýju. Margir vörðu deginum úti við með fjölskyldum sínum. Þessi unga stúlka lét mála á sér nefið í tilefni dagsins á fjölskylduskemmtun við Valsheimilið að Hlíðar- enda. Von er á þurrviðri og hlýindum víðs vegar um landið í dag. Sumardeginum fyrsta fagnað í góðu veðri Morgunblaðið/Styrmir Kári  Ísland er með- al þeirra þriggja aðildarríkja Efnahags- og framfarastofn- unar Evrópu (OECD) þar sem frjósemi hefur dregist mest saman frá árinu 2008, en hin tvö eru Danmörk og Eistland. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mann- fjöldanum en árið 2013 lækkaði hlutfallið hér á landi í 1,93 og var það sama árið 2014. »8 Frjósemi dregst saman á Íslandi Barn Ísland skorar lágt í frjósemi. „Það mætti þyrma borginni við hóteli í kirkjugarðinum og laga hann frekar til svo að hann geti orðið fallegur og friðsæll minningarreitur um liðnar kynslóðir en ekki um- ferðarreitur töskudragandi ferðamanna.“ Þetta ritar Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminja- vörður, í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Vísar hann þar til Víkurkirkjugarðs sem finna má við Landsímahúsið í miðbæ Reykjavíkur, en garðurinn nær inn á byggingar- reit þar sem áformað er að reisa stórhýsi á næstunni. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu, sem nú er komin til borgarráðs til frekari skoð- unar, þess efnis að horfið verði frá fyrirhugaðri fram- kvæmd. „Um er að ræða elsta kirkjugarð Reykjavíkur, þar sem um þrjátíu kynslóðir Reykvíkinga hvíla, og hafa beinagrindur verið grafnar þar upp í stórum stíl og flutt- ar á brott. En það er þvert gegn kröfum Minjastofn- unar,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, í samtali við blaðið. »4 og 20 Beinagrindur víkja fyrir hótelbyggingu Morgunblaðið/Golli Uppgröftur Búið er að fjarlægja margar beinagrindur.  Poppgoðið Prince lést í gær að heimili sínu í Minnesota. Hann fannst meðvitund- arlaus í lyftu en dánarorsök er enn ókunn. Þó er ljóst að hann hafði ver- ið með flensu. Fjölmargar stjörnur hafa minnst Prince á sam- félagsmiðlum. „Hann breytti heim- inum! Sannur hugsjónamaður. Hví- líkur missir. Ég er eyðilögð. Þetta er ekki ástarlag,“ sagði Madonna á Twitter og birti mynd af þeim. »17 Tónlistarmaðurinn Prince látinn 57 ára Látinn Poppgoðið Prince lést í gær. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Af þeim 50 sem sóttu um hæli á Ís- landi í janúar voru 15 annaðhvort með fölsuð eða engin skilríki við komu í Leifsstöð. Að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, fjölgaði slíkum til- vikum á síðasta ári. „Það er alveg ljóst að þetta byrjaði að aukast í fyrra. Flóttamanna- straumurinn hefur aukist, tölurnar tala sínu máli,“ segir hann. „Menn þurfa að vera mjög á varð- bergi. Það er mjög mikilvægt að geta styrkt rannsóknir á ferðaskilríkjum og fylgst með því hverjir koma til landsins,“ bætir hann við. Ríkislögreglustjóri hefur skilað af sér skýrslu til innanríkisráðherra um Schengen-samstarfið og flótta- mannavandann í Evrópu. Í henni segir meðal annars að uppflettingum lögreglu sem skiluðu niðurstöðu í upplýsingakerfum Schengen hafi fjölgað mjög á síðasta ári. Þá voru þær alls 57, en í janúar á þessu ári voru þær strax orðnar 12. Þá segir einnig að áhrif ótrausts eftirlits ytri landamæra Schengen- landanna valdi fjölgun „óskráðra“ í Evrópu. Aldrei hafi reynt á ókosti samstarfsins eins og nú. MFramtíð Schengen óvissu háð »6 Aukið álag » Fleiri hælisleitendur koma nú án skilríkja eða með fölsuð skilríki til landsins. » Uppflettingum lögreglu í kerfum Schengen sem skila niðurstöðum fer fjölgandi. Fleiri óskráðir til Íslands  Lögreglustjóri segir úrbætur þurfa í rannsóknum á ferðaskilríkjum  Ekki áður reynt jafn mikið á ókosti Schengen  Ríkislögreglustjóri skilar ráðherra mati á Schengen Baldur Arnarson baldura@mbl.is Frá efnahagshruninu 2008 hafa hjónin Ingibörg Stefanía Pálmadótt- ir og Jón Ásgeir Jóhannesson komið að rekstri fjölda félaga í mörgum löndum sem lítið hefur farið fyrir. Mörg þessara félaga eru skráð í Lundúnum, nánar tiltekið í bygging- unni Guru House. Þaðan hafa þau og samstarfsmenn þeirra stýrt umsvif- unum í gegnum eignarhald á Guru Invest S.A., félagi í Panama, sem á fjárfestingarfélagið Guru Capital Limited í Lundúnum. Sumarið 2012 var Ingibjörg Stef- anía sögð eigandi félagsins Moon Capital í Lúxemborg. Um líkt leyti kom hún í stjórn félagsins Rhapsody Investments (Europe). Síðar um sumarið 2012 varð Guru Invest hluthafi í félaginu. Böndin berast til Guernsey Tvö félög, annað á Guernsey, virð- ast tengd Rhapsody Investments (Europe), sem er eigandi verslunar Sports Direct á Íslandi. Meðal félaga sem Guru Capital hefur fjárfest í er alþjóðlega hús- gagnakeðjan Norr11. Hafa þau Jón Ásgeir og Ingibjörg Stefanía horft til möguleika vefverslunar, meðal annars í tískuvarningi. »10-11 Ljósmynd/Zoë Robert Höfuðstöðvar Mörg félög eru skráð í húsinu Guru House í Lundúnum. Umsvif í mörgum löndum  Ingibjörg Stefanía hefur fjárfest víða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.