Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016 Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði / s. 483 4700 / info@hotelork.is / www.hotelork.is Á Hótel Örk finnur þú fyrirtaks aðstöðu fyrir ráðstefnur, fundi, árshátíðir og aðra mannfögnuði, fjarri skarkala borgarinnar. Á hótelinu eru sjö fundarsalir, allir útbúnir fullkomnum búnaði. Salirnir taka frá 10 til 300 manns í sæti og því möguleiki á ýmsum útfærslum. Fundir, ráðstefnur og árshátíðir Dreifikerfi raforku er ein af grunnstoðum samfélagsins eins og vegakerfið til ferða- laga og flutninga. Markmið með öflugu dreifikerfi rafmagns um landið er fyrst og fremst að veita ein- staklingum, heimilum og atvinnulífinu ódýra, góða og örugga þjón- ustu á jafnréttisgrunni. Til þess að fara með svokallaða eignarhluti í þessu almannaþjónustufyrirtæki sem síðan fékk nafnið Landsnet voru hlutirnir skráðir á orkufram- leiðslufyrirtækin í landinu sem voru alfarið í opinberri eigu: Landsvirkjun 65%, Rarik 22%, Orkuveita Reykjavíkur 7% og Orkubú Vestfjarða 6%. Þessir að- ilar greiddu sér í ár 400 milljóna króna arð sem hefði verið betur varið í að bæta afhendingaröryggi raforku til almennings og fyr- irtækja í landinu. Einkavæðingardraum- arnir lifa enn Á nýliðnum aðalfundi Landsnets lýstu bæði stjórnarformaðurinn og iðnaðarráðherra yfir vilja til að selja Landsnet og að til greina kæmi að færa eignarhaldið til einkaaðila. Geir Gunnlaugsson, stjórnarformaður Landsnets, sagði að núverandi eignarhald ylli tor- tryggni á meðal viðskiptavina og að skapa þyrfti tækifæri fyrir þá „til að selja ríkinu, sveitarfélögum eða fjárfestum hluti sína“. Hann skýrði þó ekki þessa tortryggni sína nánar eða í hvers umboði hann talaði. Iðnaðarráðherra vitnaði í nýlega skýrslu Ríkisendurskoðunar um Landsnet, þar sem segir að mik- ilvægt sé að kanna „allar leiðir til að tryggja og efla sjálfstæði Lands- nets gagnvart öðrum aðilum á raf- orkumarkaði“. Fyrir það fyrsta er Landsnet ekki orkuframleiðandi og vandséð hvernig á að gera flutn- ings- og dreifikerfi raforku í strjál- býlu landi að sam- keppnisrekstri. Í öðru lagi er það ekki hlut- verk Ríkisendurskoð- unar að álykta um einkavæðingu opin- berra fyrirtækja í al- mannaþjónustu. Ríkis- endurskoðun leggur þó einnig til að Lands- net komist að fullu og beint í eigu aðila eins og ríkis og sveitarfé- laga: „Komið hefur til álita að breyta eign- arhaldi fyrirtækisins svo að það verði í beinni eigu ríkis og/eða sveitarfélaga. Með því móti fengi það aukið sjálfstæði bæði í reynd og ásýnd og dregin yrðu skarpari skil milli sérleyfisstarfsemi þess og samkeppnisstarfsemi Landsvirkj- unar.“ Iðnaðarráðherrann boðar hins- vegar lagasetningu sem geri það mögulegt að einkavæða raforku- dreifingu á Íslandi: „Ef einhver þeirra vill selja hlut sinn til einka- aðila eða opinberra aðila þarf því að breyta lögum,“ sagði Ragnheið- ur Elín Árnadóttir. Ráðherrann viðurkenndi þó, að tíminn væri að renna út fyrir þessa ríkisstjórn til að breyta lögum og heimila einka- væðinguna. En ljóst var hvert hug- ur hennar stefndi. Skipulagsvaldið fært frá sveitarfélögum til Landsnets Skemmst er að minnast þess að 28. maí 2015 var samþykkt stjórnarfrumvarp sem miðar að af- námi skipulagsvalds sveitarfélaga við lagningu háspennulína og þau lúti kerfisáætlun Landsnets. Greiðari leið er nú að sniðganga vilja og hagsmuni sveitarfélaga við lagningu háspennulína. Þeir þing- menn sem stóðu að þessari laga- setningu hafa verulega þrengt að möguleikum sveitarfélaga til að hafa eitthvað um legu háspennu- strengja að segja og ekki síst að setja skilyrði um að slíkar línur fari í jörð á ákveðnum svæðum: „Sveit- arstjórnum ber við næstu endur- skoðun aðalskipulags, og eigi síðar en innan fjögurra ára frá samþykkt kerfisáætlunar, að samræma skipu- lagsáætlanir vegna verkefna í stað- festri tíu ára kerfisáætlun.“ Vafalít- ið mun þessi lagasetning hækka virði fyrirtækisins á almennum markaði og þau forréttindi að vera hafin yfir skipulagsvald sveitarfé- laga. Þessi lagabreyting er greini- lega undanfari einkavæðingar Landsnets eins og ráðherrann tal- aði svo fjálglega um. Standa þarf vörð um rétt sveitarfélaganna og íbúanna Það kallaðist í skýringum við frumvarpið að „einfalda fyrirkomu- lag leyfisveitinga þegar kemur að framkvæmdum við flutningskerfið“. Í því skyni er kveðið á um að sveit- arfélagi beri að tryggja að skipu- lagsmál hindri ekki framgang verk- efna í kerfisáætlun Landsnets og að sveitarfélögum sé óheimilt að víkja frá tillögum flutningsfyr- irtækisins sem það hefur í áætl- unum sínum hverju sinni. Draumur Landsnets um risavaxnar flutnings- línur í lofti um þveran Skagafjörð t.d. hefur einmitt strandað á and- stöðu heimamanna sem vilja ekki þetta ferlíki yfir sig. Sömu stjórn- völd og knúðu þessa einstæðu laga- setningu í gegnum alþingi síðast- liðið vor ræða nú þörfina á lögum sem gera þeim kleift að selja grunnnet raforkudreifingar til einkaaðila. Einkavætt Landsnet myndi öðlast einokunaraðstöðu á meginflutningi rafmagns í landinu og jafnframt réttindi til fram- kvæmda og aðgerða, sem eru hafin yfir lögsögu sveitarfélaganna í landinu. Landsnet verði í samfélagseigu Eftir Bjarna Jónsson »Ríkisendurskoðun leggur þó einnig til að Landsnet komist að fullu og beint í eigu aðila eins og ríkis og sveitar- félaga Bjarni Jónsson Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi VG og óháðra í Skagafirði. Þann 15. mars 1986 var Félag eldri borg- ara í Reykjavík og ná- grenni stofnað. Æ síð- an hefur félagið unnið mikilvægt starf að hagsmunamálum eldri borgara. Þau voru strax í upphafi mikil og náðu fljótt til hóps fólks sem varð öflugt í umræðunni um „hin góðu efri ár“. Við hjá FEB hittum oft fólk sem hefur upplifað mismunun, jafnvel byggða á aldursfordómum. Upp- sagnir á fólki á besta aldri eru oft fastur liður hjá ákveðnum fyr- irtækjum, bæði vegna ábyrgðar og trúar á að fólk geti ekki leyst erfið verkefni af hendi og þá er reynslan sú að í kjölfarið á fólk erfitt með að fá vinnu vegna aldursfordóma. Fólk sem er aldrað og lendir í að vera fast á legudeildum spítalanna hefur ítrekað heyrt og jafnvel fund- ið fyrir að það teppi flæði spítala í umræðum í fjölmiðlum. Það er ekki fólkið sem gerir það heldur það heilbrigðiskerfi sem við búum við. Það vita þeir sem vinna við loka- ferlið á lífsins leið. Eitt af því sem í upphafi baráttu félagsins var lögð áhersla á var að vekja athygli á skorti á hjúkrunar- heimilisrýmum og var af þeim ástæðum sett af stað mjög merki- leg söfnun sem fór fram undir yf- irskriftinni „Æskan hjálpar ellinni“ með áherslu á að æskan í dag verði öldruð á morgun. Aðstandendur söfnunarinnar voru Alþýðu- samband Íslands, Stéttarsamband bænda og Þjóðkirkjan. Í átakinu var tekið dæmi um hversu slæmt ástand þessara mála var, þar sem „93 ára gömlum manni var ekið í sjúkrabörum heim til 83 ára konu sinnar“ eða „gömul kona sem lá á sjúkrahúsi og var það kölkuð að hún rataði ekki í rétt rúm. Hún var flutt heim þar sem hún bjó ein í íbúð í háhýsi“. Í kjölfar söfnunar- innar var Umönnunar- og hjúkr- unarheimilið Skjól reist á höf- uðborgarsvæðinu og víða um land voru síðan reist heimili fyrir aldr- aða. Þessar sögur segja okkur hver staðan var og enn þarf að berjast og enn heyrum við slæmar sögur af þrengingum fjölskyldna þegar fólk kemst í þörf fyrir meiri stuðning og öryggi á efsta aldursstiginu. Öldr- uðum hefur fjölgað mikið síðan Skjól var opnað og síðan hefur flestum fjölbýlum verið breytt í einbýli og þar með fækkaði úrræð- um verulega og hefur ekki verið byggt upp til móts við þá fækkun. Fyrir því þarf að berjast. Lengi hefur líka verið barist gegn því að fólk missi fjárhagslegt sjálfstæði þegar flutt er á hjúkrunarheimili. Því verður ekki unað lengur. Nú er komið nóg! Mörg baráttumál hafa í gegnum ár- in komið upp aftur og aftur eftir tímbundinn niðurskurð stjórnvalda á hverjum tíma. Má þar nefna tann- læknaþjónustu eldra fólks sem er mjög nauðsynleg en niðurgreiðslur þar hafa verið óbreyttar árum sam- an. Nú segir heilbrigðisráðherra að enn verði að bíða til ársins 2018 því fyrst þurfi að sinna unglingum landsins. Það er vissulega gott en eftir situr fólk sem hefur ekki efni á að fara til tannlæknis, sem er óásættanlegt því samkvæmt síðustu fréttum er tannheilsa fólks á efsta aldurs- skeiðinu slæm og þarfnast aukinna úr- ræða. Þetta gengur ekki. Staðan hefur að- eins batnað varðandi niðurgreiðslur á heyrnartækjum en þeir sem búnir eru að missa rétt sinn hjá stéttarfélögum til stuðnings á kaupum á heyrn- artækjum standa frammi fyrir greiðslum sem eru verulega þungar ef um gæðatæki er að ræða. Stjórn- völd mismuna fólki eftir fjárhags- stöðu þess. Eru það mannréttindi? Margt annað sem tengist heilbrigð- ismálum er of kostnaðarsamt fyrir þá sem minnst hafa milli handanna eins og ný samantekt hjá ASÍ sann- ar. Veit þjóðin að fjöldi maka ann- ast sína nánustu árum saman og kvartar aldrei? Það er sannað að það getur leitt til heilsutaps þess sem tekur að sér umönnunina. Önnur baráttumál eru líka að fólk njóti virðingar og mannréttinda alla ævi og upplifi ekki að talað sé niður til þess eða með annarri framkomu. Að ýta fólki út af vinnu- markaði skerðir oftast kjör þess verulega og getur þar munað tug- um þúsunda. Það höfum við bæði heyrt og séð. Ein tegund virðing- arleysis er að gert er ráð fyrir að allir hafi aðgengi að og getu til að nýta sér tölvur til að vera með. Mjög margt fólk á ekki tölvu en vill þá fá skriflegar upplýsingar sem oft eru ekki til á pappír. Slys í heimahúsum eru eitt af því sem við viljum fræða fólk um og hvað beri að varast. Unnt er að forðast slysin með smá breytingum heima fyrir. Aukin vikni og hreyfing er okkur líka keppikefli því með hreyfingu daglega má bæta heilsu og færni mjög mikið. Nýleg skýrsla um hreyfingu og áhrif hennar er nú í skoðun hjá sviðum Reykjavík- urborgar og eru bundnar miklar vonir við að farið verði í öflugt átak til að auka möguleika á hreyfingu fyrir eldra fólk eins og segir í til- lögum starfshóps sem vann þessa vönduðu samantekt um stöðuna í Reykjavík. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er öflugt félag með hátt í 10 þúsund félagsmenn. Mikið félagsstarf fer fram í félagsheimili FEB að Stangarhyl 4. Grái herinn er mættur til leiks og mun styrkja baráttuna og það er vel. Mjög margir hringja daglega á skrifstofu FEB til að fá leiðbeiningar og ráð- gjöf. Á afmælisári verða fræðslu- fundir um málefni sem brenna á flestum okkar félagsmönnum. Bar- áttan og skemmtunin heldur áfram meðan þörf er fyrir hana. Félag sem tekið er eftir Eftir Þórunni Sveinbjörnsdóttur Þórunn Sveinbjörnsdóttir » Öldruðum hefur fjölgað mikið síðan Skjól var opnað og síðan hefur flestum fjölbýlum verið breytt í einbýli og þar með fækkaði úrræð- um verulega Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.