Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016 ✝ SigríðurGuðný Krist- jánsdóttir fæddist 16. apríl 1925 á Arnarnúpi í Keldu- dal í Dýrafirði. Hún lést á Landa- koti 30. mars 2016. Foreldrar henn- ar voru Guðbjörg Kristjana Guðjóns- dóttir, f. 20.8. 1897, d. 31.12. 1989, og Kristján Guðmunds- son, f. 27.12. 1889, d. 20.12. 1973, bændur á Arnarnúpi. Sigríður var í miðið af níu systkinum, sem voru: 1) Tvíburar, f. 13.10. 1920. Annar þeirra lést strax eftir fæðingu. Hinn lifði og hét Guð- mundur Jón, d. 1988. 2) Guð- munda, f. 24.11. 1921, d. 24.4. 1959. 3) Guðjón Örn, f. 15.12. 1922. 4) Elís Gunnar, f. 8.5. 1926. 5) Bjarni Sverrir, f. 16.3. 1928. 6) Ingvar Stefán, f. 20.3. 1931, d. 4.3. 1979. 7) Þorgeir Björgvin, f. 5.9. 1937. Fósturbróðir Sigríðar var Markús Kristmundur Stef- ánsson, f. 23.1. 1928, d. 8.5. barnabörn, sjö barna- barnabörn, og Jón Haukdal Kristjánsson, f. 23.4. 1956, sem ólst upp hjá Sigríði og Hjörleifi til 15 ára aldurs. Maki Jóns er Bára Guðbjartsdóttir. Þau eiga tvo syni og tvö barnabörn. Sigríður gekk í barnaskól- ann í Keldudal, og nam síðar við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði, þaðan sem hún lauk prófi. Sigríður og Hjörleifur bjuggu fyrstu 10 hjúskaparár sín á Húsatúni í Haukadal í Dýrafirði, en urðu þá að bregða búi vegna heilsubrests Hjörleifs, og fluttust suður til Garðahrepps, nú Garðabæjar. Lengst af starfaði Sigríður utan heimilis eftir að suður var komið, fyrst við saumaskap, en eftir að þau hjón fluttu í Hafn- arfjörð, 1971, ráku þau þar smurstöð og söluturn í 14 ár. Eftir að þau hættu þeim rekstri hóf hún aftur að vinna á saumastofu og vann þar með- an heilsan leyfði. Árið 1991 fluttu þau Hjör- leifur að Boðahlein 3 við Hrafnistu. Síðustu fimm mán- uðina lá Sigríður nær óslitið á sjúkrahúsi og lést 30. mars á Landakoti. Útför Sigríðar verður gerð frá Garðakirkju í dag, 22. apríl 2016, klukkan 13. Jarðsett verður í Garðakirkjugarði. 2010, sem bjó á Arnarnúpi frá eins árs aldri ásamt móður sinni. Þann 30.12. 1944 giftist Sigríð- ur Hjörleifi Guð- mundssyni, f. 26.7. 1920, d. 24.3. 1999. Börn þeirra eru: 1) Rögnvaldur Karl, f. 23.11. 1944, maki Erla Ingv- arsdóttir. Þau eiga þrjár dæt- ur, fimm barnabörn og þrjú barnabarnabörn. 2) Sigurður Guðmundur, f. 10.11. 1947, frá- skilinn. Hann á þrjú börn og sex barnabörn. 3) Guðbjörg Kristín, f. 1.2. 1949, maki Páll Bragason. Þau eignuðust fjóra syni, einn er látinn, og eiga sex barnabörn. 4) Álfhildur Erna, f. 20.4. 1952. Hún á einn son. 5) Sverrir, f. 3.5. 1962, maki Svanhildur Guðlaugsdóttir. Þau eiga fjögur börn. Fóstursynir Sigríðar og Hjörleifs eru Kristján Haukdal Þorgeirsson, f. 4.12. 1934, maki Dóra Diego Þorkels- dóttir; þau eiga þrjú börn, sjö Elskuleg fóstra mín, Sigríður Kristjánsdóttir, er látin. Ég man það vel eins og það hafi gerst í gær, þegar hún kom ásamt unnusta sínum, Hjörleifi Guðmundssyni, inn í líf mitt fyr- ir 72 árum. Ég var þá níu ára. Þá fyrir fáum dögum hafði móð- ir mín dáið, eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Sigríð- ur og Hjörleifur voru þá nýtrú- lofuð og brugðu sér til borg- arinnar í því tilefni og vísast til að efna sér til búsins sem til stóð að stofna. Þá birtust þau í heimsókn hjá okkur í Hafnar- firðinum. Þessi heimsókn varð afdrifarík fyrir mig og breytti lífi mínu. Í þessari heimsókn ákvað hún að þennan dreng vildi hún fá til fósturs og ala mig upp. Þegar pabbi sagði mér að þetta frændfólk mitt vildi taka mig að sér og ég ætti að fara með þeim vestur í Dýra- fjörð og eiga þar heima, þá fyrst skildi ég hvað hafði gerst, og að móðurmissirinn var ekki bara að ég var móðurlaus, heldur missti ég heimili mitt líka og átti að flytja þangað sem ég þekkti engan, þetta fannst mér ekki gott. En eitt vissi ég ekki, ég hafði eignast nýja móður, sem lét sér annt um mig, vissi hvernig mér leið og gaf mér móðurkærleika sinn ómældan, ég var að kynnast nýrri veröld og nýju fólki. Hún fór með mig til foreldra sinna á Arnarnúpi í Keldudal, þeirra Kristjáns og Guðbjargar sem þar bjuggu myndarbúi. Þar voru gamlar hefðir hafðar í öndvegi. Kristið heimili í besta skilningi þess orðs. Þar voru lesnir húslestrar á föstunni, á meðan var kembd ull, spunnið á rokk eða prjónað og fleira sem gera þurfti. Úr þessum jarðvegi var hún fóstra mín komin, þar spratt kærleik- urinn til náungans fram og börnin frá Arnarnúpi bera öll uppeldi sínu fagurt vitni þar um. Ég er þakklátur fyrir veru mína þar og þeim á ég það að þakka að vera kristinn maður í dag, með þá lífsfyllingu er ég glaður. Þau Hjörleifur keyptu jörðina Ystabæ í Haukadal. Íbúðarhúsið þar var ónýtt, svo þau byggðu við íbúðarhúsið á Húsatúni, þar sem foreldrar hans og systkini bjuggu. Ég fór til þeirra þegar húsið var tilbú- ið. Þau, ungu hjónin, unnu af miklu kappi við að bæta og stækka jörðina og bústofninn og með elju sinn varð búið gott og sambærilegt við önnur þar um slóðir. Enn er ótalin gæska þeirra hjóna og kærleikur þeirra við mig, þegar þau á erf- iðum tímamótum í lífi mínu tóku son minn Jón Haukdal að sér, líkt og þau gerðu við mig á sín- um tíma. Þau reyndust honum vel ekki síður en mér. Það var velgjörningur sem ég fæ aldrei fullþakkað. Þau áttu fimm börn sem öll lifa móður sína og nutu ástar hennar og kærleika í rík- um mæli allt til loka, samt átti hún ríkulegan kærleika fyrir okkur feðga. Þú varst kærleiksríkasta manneskja sem ég hef mætt á lífsgöngu minni. Ég votta börn- um þínum og afkomendum öll- um hjartanlega samúð mína við fráfall sinnar einstöku móður. Geymið minningarnar um hana. Að leiðarlokum kveð ég þig, elskulega fóstra mín, með sökn- uði og þakklátu hjarta fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og Jón son minn. Góður Guð blessi þig og umvefji þig náð sinn og mis- kunn í dýrðarríki sínu. Haf þú þökk fyrir allt sem þú varst mér og mínum. Kristján H. Þorgeirsson. Leiðir okkar Siggu, eins og hún var jafnan kölluð, lágu fyrst saman á árinu 1967, þegar við Guðbjörg dóttir hennar fórum að stinga saman nefjum. Sigga sýndi þessum aðsko- tastrák strax vinsemd, þótt samskiptin væru ekki ýkja mikil í fyrstu. Þau hjónin Hjörleifur og Sigga virtust alltaf vera að vinna eða í öðrum önnum, en heimilið var ætíð snyrtilegt og röð og regla áberandi. Eftir því sem sambandi okkar Guðbjargar vatt fram, kynntist ég þeim Siggu betur. Þau reyndust vera sannkristið, gegnheilt sómafólk sem ekki mátti vamm sitt vita. Áberandi var hversu samrýnd og samhent þau voru. Á því heimili voru í heiðri höfð einföld gildi; kær- leikur, vinnusemi, heiðarleiki, regla. Aldrei man ég eftir bar- lómi, þótt heimilið væri þungt og heimilisfaðirinn löngum rúm- liggjandi. Mikið mæddi því á Siggu og aldrei lét hún neinn bilbug á sér finna. Hagur heimilisins vænkaðist þegar þau hjón hófu rekstur söluturns og smurstöðvar. Þar unnu þau myrkranna á milli og tóku sér varla frí öll árin. Þegar reksturinn var seldur kom loks tækifæri til að slaka aðeins á. Það var hins vegar ekki í eðli Siggu að leggjast í iðjuleysi, heldur vann hún úti hálfan dag- inn og settur var svo mikill kraftur í handavinnu að nálg- aðist stóriðju. Sigga hafði unun af bóklestri, og var m.a. vel les- in í höfuðbókmenntum þjóðar- innar. Nutum við fjölskyldan mjög góðs af handavinnu Siggu og skörtum öll prjónaflíkum fín- ustu gerðar frá henni. Sonum okkar þótti ætíð gott að heimsækja Siggu ömmu og Hjörleif afa. Ekki einasta mátti treysta því að þau lumuðu á ein- hverju góðgæti, heldur var Sigga óþreytandi að spjalla við börnin, kenna þeim að spila á spil. Sama var með barnabörn okkar, meðan heilsa hennar og úthald entist. Ekki má gleyma heimsóknum í söluturninn; eng- ar fýluferðir voru það. Tvisvar fórum við Sigga sam- an í langferðir. Í fyrra skipti var það, þegar undirritaður átti fertugsafmæli vorið 1988, að við hjónin ásamt sonum okkar, tengdaforeldrum mínum, móður minni og bróður fórum til Kan- aríeyja. Hitt skiptið fórum við hjónin með Siggu norður í land, sumarið 2003, þar sem við með- al annars ókum norður Kjöl og nutum dýrðar Hveravalla, Ás- byrgis, Dettifoss og Hljóða- kletta í einstakri veðurblíðu. Sigga hafði aldrei fyrr séð miðhálendi landsins né komið austur fyrir Akureyri. Í báðum þessum ferðum naut Sigga lífs- ins í ríkum mæli og lék á als oddi. Sigga var afar sjálfstæð per- sóna og vildi sem minnst vera öðrum háð. Hún var harðjaxl og hraustmenni að upplagi og bjó heima hjá sér þar til heilsan brast endanlega síðastliðið haust, að hún neyddist til að leita á náðir sjúkrastofnunar. Sigga var alla tíð skýr í hugsun og vel skipulögð og fylgdist gjörla með öllu alveg fram undir það síðasta. Nú, þegar ég kveð tengda- móður mína hinstu kveðju með þakklæti og virðingu, veit ég fyrir víst að hún kvaddi þennan heim sátt og reiðubúin til brott- farar og hlakkaði til að komast í betri heim til fundar við eigin- mann sinn ástkæran og aðra brottkvadda ástvini. Guð blessi minningu Siggu tengdamömmu. Páll Bragason. Í dag kveðjum við elsku ömmu Siggu. Þegar hugsað er til baka streyma fram margar góðar minningar, þær fyrstu frá því við vorum strákpjakkar að koma í heimsóknir eða nætur- gistingu til ömmu og afa á Glitv- angi eða í sjoppuna til ömmu og afa. Amma var ekta góð amma, bakaði bestu pönnukökurnar og var alltaf með eitthvert góðgæti í boði fyrir barnabörnin og aðra afkomendur. Við strákarnir fengum líka góðan skóla í fé- lagsvist hjá ömmu og afa, enda var amma nánast atvinnumaður í faginu. Amma náði níræðisaldri og við erum þakklátir fyrir það að okkar eigin börn hafi náð að kynnast langömmu sinni og eiga með henni góðan tíma, enda var hún alltaf tilbúin að veita barna- börnunum athygli og tíma. Hvíl í friði, elsku amma. Hinrik Pálsson, Hjörleifur Pálsson og fjölskyldur. Með ömmu Siggu dó heill heimur. Þegar ég var lítill átti ég afa, tvær ömmur og tvær langömmur. Nú eru þau öll far- in, mamma og pabbi orðin afi og amma og ég og Jónína mamma og pabbi. Mamma er á besta aldri en líklega horfa börnin mín á hana líkt og ég horfði á ömmu Siggu, sem gamla konu. Það er misjafnt hvað sést eftir því hver lítur á. Þetta fólk var allt úr fram- andi fortíð fyrir lítinn strák. Í minningunni eru langömmur mínar í peysufötum öllum stundum með fótsíða silfurfléttu hringaða undir húfunni. Mamma segist hafa séð hárið á þeim ógreitt en það hlýtur að hafa verið í lokuðu herbergi. Afi er mjór og hæglátur, hlýr í fasi og lyftir mér langt yfir höfuð sér. Ég man eftir skeggbroddunum hans strjúkast við vangann, skrifstofunni hans inni á gangi og hattinum á höfðinu þegar hann kemur keyrandi með ömmu á Volvo G29. Á Glitvangi situr amma í bakháa brúna stólnum við hliðina á handa- vinnukörfunni með prjóna í höndunum. Mér hefur verið sagt að eitt árið hafi hún prjón- að 106 lopapeysur ofan á önnur verk. Ekkert í mínum minning- um fær mig til þess að efast um það. Hún brosir til mín í sífellu. Ég veit það nú að henni var ekki alltaf auðvelt að brosa og allra síst hin síðustu ár. Þegar ég heimsótti hana í síðasta sinn var henni mjög niðri fyrir en eitt lítið augnablik kreisti viljinn fram daufa endurgerð af þessu brosi, ömmu eins og ég man hana best og með hlýju. Með því kvöddumst við. Ég gisti oft hjá ömmum mín- um og dró andann innan um þung gluggatjöld, hnausþykk teppi, landslagsmálverk og dökk húsgögn. Ég lá andvaka undir klukkuslætti sem fólk af þessari kynslóð veitti ekki meiri athygli en hjartslættinum í sjálfu sér en ómaði í eyrum smástráksins eins og niður tímans. Nú er þögn, litlu kyrrlátari, og ég sakna klukkunnar. Margar bestu og sterkustu minningar æskunnar koma í gegnum magann. Amma gaf mér kleinur og ástarpunga með djús sem var bæði volgur og of sterkt blandaður fyrir minn smekk. Ég hefði samt ekki vilj- að skipta honum út fyrir neitt annað. Ég fékk líka franskbrauð sem var skorið í vél inni í búri og mars í sjoppunni, þar sem staflar af rauðum goskössum fylltu bakherbergið. Þegar ég gat ekki meira í mig látið spil- um við vist. Ég á góðar minningar um ömmu mína og horfinn heim. Megi þær lifa en hún hvíla í Guðs friði með eilífri þökk fyrir ástina. Viðar Pálsson. Með nokkrum fátæklegum en einlægum orðum kveð ég sóma- konuna Sigríði Kristjánsdóttur, eða Siggu ömmu eins og hún var jafnan kölluð á mínu heimili. Sigga amma var þó ekki amma neins á því heimili en í huga okkar og hjarta var hún ein af ömmum okkar. Ömmur skipa ákveðin sæmdarsess í lífi fólks og það gerði Sigga amma svo sannarlega. Hún var tengda- móðir Páls stóra bróður míns og því móðir Guðbjargar mágkonu minnar. Þar sem þau Guðbjörg og Páll hafa nú verið saman í hartnær hálfa öld er samferð okkar Siggu ömmu orðin nokk- uð löng og spannar nær alla mína ævi. Mikill kærleikur var ætíð milli fjölskyldna okkar og ber að þakka það. Þar var hlut- ur Siggu ömmu ekki minnstur. Með sinni jarðbundnu nálgun, festu og hlýju fylgdi henni ákveðin ró og jafnvægi, það var ekki fuminu eða fátinu fyrir að fara á þeim bænum. Sigga amma var einstaklega dugleg og vinnusöm kona og féll henni aldrei verk úr hendi. Handlagin var hún með eindæmum og sinnti hannyrðum fram á síð- ustu ár. Hún var sérlega af- kastamikil prjónakona, og auk eigin barnabarna og fleiri barna fengu dætur mínar Hrafnhildur og Sandra og ömmustrákurinn Bragi að njóta þess með fallega útprjónuðum húfum, vettlingum og hosum. Þau minnast öll Siggu ömmu með hlýju og þakk- læti. Nú hefur Sigga amma fengið hvíld eftir erfið veikindi. Að leiðarlokum í þessu jarðlífi þakka ég henni fyrir það sem hún var og góðum Guði fyrir að hafa fengið að kynnast og njóta Siggu ömmu í mörg ár. Blessuð sé minning hennar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Helga Bragadóttir. Sigríður Guðný Kristjánsdóttir Kveðja frá félaginu Íslensk grafík Það er óumdeilt að Bragi Ásgeirsson lagði með verkum sínum og skrifum fram mikilvægan skerf til íslenskrar myndlistar. Á vettvangi listgraf- íkur er framlag hans mikið. Hann var þar frumkvöðull á Íslandi og mentor margra listamanna enda var hann kennari við grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans um langt árabil og virkur þátt- takandi í sýningum og skrifum um grafík. Í verkum hans, eink- um tréristum og steinþrykkjum, er fagmennska hans ljós og mun halda nafni hans á lofti um ókom- in ár. Bragi tók þátt í fjölmörgum Bragi Ásgeirsson ✝ Bragi Ásgeirs-son listmálari fæddist 28. maí 1931. Hann lést 25. mars 2016. Útför Braga fór fram 6. apríl 2016. sýningum heima og erlendis á vegum félagsins og fyrir hönd þess. Hann hafði sterkar skoð- anir á verkstæðinu, vildi að framgang- ur þess væri mikill og var umhugað um að vel væri staðið að málum. Hann var vel tengdur, þekkti til grafíkverkstæða og deildi þeirri vitneskju með samferðamönn- um sínum. Í þann brunn má áfram leita við framgang grafík- lista á Íslandi. Það er mikils virði að skynja þegar horft er yf- ir sviðið, hvað fyrstu kynslóðir grafíklistamanna unnu faglega og vel og skilja eftir sig mikil- vægan arf. Við leiðarlok er Braga Ás- geirssyni, heiðursfélaga okkar, þakkað hans framlag sem var ómetanlegt. Blessuð sé minning hans. Elísabet Stefánsdóttir formaður ÍG. Elskulegi Berg- ur Snær var með hlýjan faðm og fal- legt bros. Það er dýrmætt að eiga góðar minning- ar. Ég minnist þess sérstaklega þegar við Bergur fórum með ömmu og afa í Súðavík og keppt- um um allt milli himins og jarð- ar. Það var keppt um hver gæti hlaupið hraðast, veitt stærsta fiskinn og unnið flest spilin. Þegar ég varð eldri fékk ég að passa Margréti Rán einstöku sinnum. Bergur var ekki ánægð- ur með að ég, aðeins fjórum ár- um eldri, fengi að ráða öllu á heimilinu. Hann brá því á það ráð að neita að fara að sofa og það þýddi ekki annað en að bregða á leik. Hann fengi að Bergur Snær Sigurþóruson ✝ Bergur SnærSigurþóruson fæddist 17. sept- ember 1996. Hann lést 18. mars 2016. Útför Bergs Snæs fór fram 31. mars 2016. fara hálftíma seinna að sofa ef hann gæti gert 30 armbeygjur. Það var sko ekkert mál og minnir mig að hann hafi endað á að gera 50 arm- beygjur. Auðvitað var þetta allt hans hugmynd og tókst honum að þessu sinni að plata mig. Það var alltaf gaman að vera í kringum Berg Snæ og ég er þakklát fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Hans verður sárt saknað. Svefninn flýr mig um svartar nætur, sætir þú nú við rúmstokk minn heyrðirðu hvernig hjartað lætur heit meðan falla tár um kinn. Þessum hjartslætti, þessum tárum þó vil ég skipta ei við neitt og ekki kvíðanum svona sárum. Hann sýnir það hvað ég ann þér heitt. (Páll Ólafsson) Álfrún Perla Baldursdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.