Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016 ✝ Jóhanna Magn-úsdóttir fædd- ist í Neskaupsstað 12. janúar 1944. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Uppsölum á Fá- skrúðsfirði 10. apr- íl 2016. Jóhanna ólst upp að Brimnesi í Fáskrúðsfirði ásamt sammæðra bróður sínum hjá móður þeirra, Birnu Kr. Björnsdóttur frá Felli í Breiðdal, f. 11.9. 1924, d. 27.1. 1992. Jóhanna var elst systkina sinna. Guðmundur Þorgrímsson, sammæðra bróðir Jóhönnu, f. 30.10. 1956, býr á Fáskrúðsfirði. Börn Guð- mundar og fyrrverandi eigin- 17.7. 1992. Sambýliskona Guð- mundar er Jóna Petra Magn- úsdóttir, f. 13.11. 1968. Saman eiga þau drengina Ísar Atla Guðmundsson, f. 23.7. 2006, og Nenna Þór Guðmundsson, f. 8.6. 2009. Dætur Jónu Petru og stjúpdætur Guðmundar eru El- ísa Marey Sverrisdóttir, f. 30.6. 1993, unnusti hennar er Hall- dór Guðjónsson 28.12. 1990, og óskírður sonur þeirra, f. 15.3. 2016, og Magnea María Jónu- dóttir, f. 27.4. 1999. Faðir Jóhönnu var Magnús Marteinsson, f. 21.7. 1921, d. 23.12. 1997. Börn hans og eig- inkonu hans, Sólveigar Ósk- arsdóttur, f. 20.1. 1930, eru í aldursröð: 1) Marteinn, f. 28.5. 1955, 2) Óskar Sigurður, f. 23.1. 1959, og 3) Helga, f. 23.10. 1961. Jóhanna bjó á Fáskrúðsfirði eftir að móðir hennar lést. Útför Jóhönnu fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag, 22. apríl 2016, og hefst athöfn- in kl. 14. konu hans, Kol- brúnar Einars- dóttur, f. 29.2. 1960, eru eftirtalin: 1) Arna Ruth Ein- arsdóttir, f. 24.12. 1977. 2) Þorgrímur Guðmundsson, f. 14.5. 1984, unnusta hans er Solveig Silfá Sveinsdóttir, f. 15.7. 1984, og sonur hans er Balt- asar Sölvi, f. 24.9. 2014. 3) Bergdís Ýr Guðmundsdóttir, f. 8.6. 1986, unnusti hennar er Heimir Orri Magnússon, f. 18.11. 1984. 4) Birna Dögg Guðmundsdóttir, f. 3.9. 1993. 5) Birta Hörn Guðmundsdóttir, 19.10. 1996, unnusti hennar er Hilmar Freyr Bjartþórsson, f. Jæja, Jóhanna systir. Þar kom að því að leiðir skilja í bili eftir næstum 60 ára sam- fellda samveru. Samveru sem hófst haustið 1956 á Brimnesi þegar ég fæddist, í sláturbala eins og þú sagðir svo oft frá, og lauk 10. apríl síðasliðinn þegar andi þinn yfirgaf hinn jarðneska heim og hélt til himna þeirra sem þú vissir að mamma þín væri farin til og biði þín þar. Eft- ir svo langa samveru er auðvitað margs að minnast, systir kær. Hvar á að byrja á slíkri upp- rifjun er vandasamt og kannski óþarft. Minningar eiga menn að mestu með sjálfum sér til upp- rifjunar og það munum við gera saman, Jóhanna, þegar við hitt- umst næst. Ég verð þó að minn- ast á það hér hvílík gæðamann- eskja þú varst og þakka fyrir að hafa fengið að vera þér sam- ferða. Fyrst sem litli bróðir sem var leiddur áfram undir þinni vernd fyrstu skrefin á hlaðinu á Brimnesi, síðan gegnum lífið þar sem þú varst áfram á Brimnesi þar til mamma okkar dó, síðan er þú fluttir í nýja þjónustuíbúð fyrir fatlaða hér á Búðum, og að endingu á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Uppsölum þar sem ferðalagi okkar lauk. Ég var svo heppinn að halda í höndina þína er þú hófst þína nýju ferð, líkt og þú hélst í mína hönd við upphaf minnar ferðar á jörðinni. Það var tvennt sem markaði þitt lífshlaup, kæra systir, annað var móðir þín sem fæddi þig, ól þig upp og elskaði. Hitt var að á meðgöngunni fékk hún um- gangspestina rauða hunda sem leiddu það af sér að þú fæddist ekki heilbrigð, varst þroskaheft eins og sagt var þá en er trúlega nefnt öðru nafni í dag. Þrátt fyr- ir þroskaskerðingu þína varstu í mínum augum og svo margra annarra miklu heilbrigðari en þeir sem „heilbrigðir“ voru. Í mannlegum samskiptum kunnir þú ekki að ljúga, sitja á svikráð- um, leggja illt til, níðast á minni- máttar eða á nokkurn hátt gera hluti sem ekki mátti eða ekki átti að gera. Þetta fara hinir „heil- brigðu“ létt með að gera. Þú varst góð við aðra, kunnir að hlæja með öðrum, passa ung- viðið, vinna vinnuna þína, fara með bænirnar og biðja Guð að passa aðra, þetta sem hinir „heilbrigðu“ eiga svo auðvelt með að gleyma. Þú varst alltaf stór persóna í hversdagsleikan- um, persóna sem lagði mikið til annarra til umhugsunar, og kímnigáfan þín var alveg sér- stök. Þú varst snögg að átta þig á hlutunum og bregðast við þeim. Gott dæmi um það er þeg- ar Þorgeir frændi krafðist þess af þér í góðu að þú yrðir að koma upp í fjall og smala kind- inni þinni, þá gafstu honum kindina á stundinni og þar með var sú kvöð til smalans ekki fyr- ir hendi lengur. Ekki má ég síðan gleyma að þakka þér fyrir frænkuhlutverk- ið við heimili mitt og fjölskyldu í gegnum tíðina og þá sérstaklega börnin mín og stjúpbörn. Þau hin eldri eru það stór að þau eru búin að uppgötva hvers lags gæðasál þú varst og guttarnir okkar Jónu Petru eiga eftir að sakna þín mikið. Okkar bíður síðan það verk að segja þeim frá mannkostum þínum og tilveru. Jóhanna mín, við þökkum þér svo innilega fyrir samleiðina. Við vonum að þú sitjir nú við hlið mömmu þinnar við sólarupprás á nýjum stað í nýrri veröld, ver- öldinni ykkar mömmu. Guðmundur Þorgrímsson, Jóna Petra Magnúsdóttir og börn. Elsku Jóhanna frænka, nú ertu komin til mömmu þinnar og líður eflaust vel í hennar umsjá aftur. Það er sárt að horfa á eft- ir jafn yndislegri manneskju eins og þér, alltaf svo hress og kát í minningu minni. Þú varst dugleg og sterk kona og mikill sælkeri. Takk fyrir samfylgdina í þessu lífi, elsku Jóhanna, og megi Guð passa þig og vernda. Elsku Guðmundur og fjöl- skylda og aðrir nánir aðstand- endur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð vegna fráfalls elsku Jóhönnu frænku. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Arndís Sævarsdóttir. Elsku Jóhanna frænka, minn- ing um þig gleymist ei. Þú varst ávallt kát og með gott skap. Þú elskaðir að ferðast og hitta ætt- ingja og vini, koma í skírnarveisl- ur, fermingar, giftingar, afmæli eða aðra viðburði – alltaf varstu til í það. Þú elskaðir að vera í fín- um fötum með fallegar hálsfest- ar, armbönd og fallega klúta og ekki var það verra að fá nagla- lakk og smá farða. Þú varst mikil prinsessa. Ekki varstu hrifin ef þú þurftir að fara í síðbuxur, það fannst þér ekki fínt. Það var erf- itt að geta ekki haft þig lengur hjá okkur, við töluðumst við í síma síðustu mánuðina en alltaf var það erfiðara og erfiðara af því að þú gast ekki tjáð þig leng- ur en ég fann að þú hlustaðir samt. Ég hafði það fyrir reglu að tala við þig einu sinni í viku. Á Brimnesi í gamla daga vannst þú þarft og gott verk, hjálpaðir til í eldhúsinu, þvoðir upp, hrærðir í kökur, afhýddir kartöflur, bjóst um rúmin, sópaðir gólf og þvoðir, ásamt annarri vinnu sem þurfti að vinna en útivinnan átti ekki við þig, þig langaði ekkert sér- staklega í fjárhúsin og því síður í fjósið eða hænsnahúsið. En það var líka allt í lagi. Margar minn- ingar um þig eru í huga mér og munu geymast vel. Elsku Guðmundur og fjöl- skylda, systkini og aðrir aðstand- endur – ykkur votta ég mína dýpstu samúð við fráfall elsku Jóhönnu frænku. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Erla Þorleifsdóttir. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endur- gjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku Guðmundur og fjölskylda, systkini og aðrir aðstandendur – ykkur votta ég mína dýpstu samúð vegna fráfalls elsku Jó- hönnu frænku. Sigurlaug Guðmundsdóttir. Í dag kveð ég elsku Jóhönnu frænku mína. Við Jóhanna ól- umst báðar upp á Brimnesi, hún á 1 og ég á 2, við vorum systk- inadætur, alla tíð voru mikil og góð samskipti milli fólksins á Brimnesbæjunum. Jóhanna var ómissandi partur af tilverunni. Hún var dugleg, skemmtileg, stríðin, orðheppin og kom til dyranna eins og hún var klædd, sagði sína meiningu á því sem fyrir bar. Hún var ákaflega fé- lagslynd og alltaf mætt fyrst og var hrókur alls fagnaðar ef ein- hverjir viðburðir voru í fjöl- skyldunni, ferming, skírn, af- mæli eða hvað sem var, Jóhanna var alltaf til í að bregða undir sig betri fætinum fyrir góða veislu. Jóhanna var einnig barn- góð og var dugleg að hjálpa til með litlu börnin, að minnsta kosti þangað til þau urðu óþekk, þá máttu foreldrarnir taka við. Jóhönnu fannst gaman að vera fín og vildi helst ekki klæðast öðru en pilsi, hún hafði gaman af því að klæða sig upp á og vera dama þegar tilefni gafst. Hún átti ógrynni af fallegu skarti og fannst stelpunum mínum sérlega gaman þegar þær voru litlar að heimsækja Jóhönnu frænku og prófa allt fíneríið. Mér er minn- isstætt þegar ég var lítil hvað Jóhanna fékk alltaf óskaplega marga jólapakka, er ekki frá því að ég hafi öfundað hana pínu og 12. janúar þegar hún átti afmæli stoppaði síminn ekki því allir vildu gleðjast með Jóhönnu, sem segir manni hvað mörgum þótti vænt um hana. Það er eiginlega varla hægt að minnast Jóhönnu nema nefna í sömu andrá allan hópinn sem bjó á Brimnesi 1, Þorgeir, Alli, Birna, Jóhanna og Guðmundur, ég sé í dag hvað ég var heppin að alast upp í nálægð við þetta góða fólk. Síðustu árin bjó Jó- hanna á Uppsölum á Fáskrúðs- firði og áttum við margar góðar stundir saman þau níu ár sem ég starfaði þar. Ég á eftir að sakna stundanna með Jóhönnu frænku, oft áttum við skemmti- legar samræður og fengum okk- ur svo kaffi „upp á það“ eins og Jóhanna sagði svo oft. Ég minn- ist elsku frænku minnar með þakklæti og virðingu, það þyrftu allar fjölskyldur að eiga að minnsta kosti eina Jóhönnu frænku. En nú er hún farin í ferðina löngu, ég er viss um að hún hefur haft með sér inni- skóna í poka og að vel hefur ver- ið tekið á móti henni af fjöl- skyldu og vinum þarna hinum megin. Sendi fjölskyldu hennar og vinum innilegar samúðarkveðj- ur, sérstaklega Guðmundi „bróð- ur mínum“ og hans fjölskyldu og systkinum Jóhönnu, þeim Mar- teini, Óskari og Helgu ásamt Sólveigu „stjúpu“ minni sendi ég einnig innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning elsku Jó- hönnu frænku. Árdís Hulda Eiríksdóttir. Frænka mín var ein skemmti- legasta persóna sem var í lífi mínu sem barn og unglingur. Það var ekki hægt annað en að vera í góðu skapi þegar frænka var nálægt. Það var oftast stutt í skemmtilegan hlátur og frábær tilsvör. Jóhanna þreifst innan um fólk og þar sem eitthvað var að gerast í fjölskyldunni. Birna Björnsdóttir, móðir Jó- hönnu, var fóstursystir föður míns og þau voru einnig systk- inabörn. Þegar ég man fyrst eft- ir var fjölmenni á tvíbýlinu Brimnesi. Foreldrar mínir bjuggu á Brimnesi II með stór- an búrekstur. Þar voru sjö börn og vinnufólk á sumrin. Á Brim- nesi I bjuggu afi og amma, Þor- geir frændi, sem var bóndinn, og Albert Stefánsson, fyrrverandi verkamaður og trésmiður og fóstursonur afa og ömmu. Þor- geir frændi hafði alltaf töluverð- an fjölda af ungu fólki og ung- lingum sem vinnufólk á sumrum. Það var alltaf fjölmenni og mikið líf. Brimnes var líka heimili Birnu frænku nær allt hennar líf. Hún var ljósmóðir Fáskrúðs- firðinga í 35 ár og tók á móti 315 börnum. Birna var einstæð móð- ir með tvö börn. Faðir Jóhönnu var Magnús Marteinsson frá Norðfirði. Birna og hann höfðu kynnst á Höfn. Þegar Jóhanna fæddist 1944 fór unga parið að byggja hús fyrir fjölskylduna á Norðfirði. Það náði samt aldrei svo langt að þau flyttu þangað inn. Magnús og Birna slitu sínu sambandi og Birna flutti aftur í Brimnes með dóttur sína. Tólf árum seinna eignaðist Birna annað barn. Það var Guðmund- ur, sem einnig var uppalinn á Brimnesi. Jóhanna var fyrsta barnabarn afa og ömmu, og fékk að njóta ástar og umhyggju þeirra frá fyrsta degi. Þeirra viðhorf var að frænka væri seinþroska en gæti margt vel. Að hluta til var það rétt. Amma hafði óendan- lega þolinmæði við að kenna Jó- hönnu. Það var m.a. handavinna, prjónaskapur og heimilisstörf. Lestrarkennslan gekk einna erf- iðast og náði Jóhanna aldrei tök- um á lestri, þótt amma mín reyndi mikið. Jóhanna frænka var þroska- heft, því móðir hennar fékk rauða hunda á meðgöngutíman- um. Þetta var nokkuð sem mað- ur hugsaði aldrei um sem polli og ég útskýrði það ekki eða af- sakaði fyrir öðrum. Það þurfti ekki. Það var gaman að eiga frænku eins og Jóhönnu. Frænka var bara flott eins og hún var, hún var dugleg og hún var flink með margt. Hún var hluti af og þátttakandi í daglegu lífi í sveitinni. Það var ekkert eðlilegra en það. Ég held að öll- um hafi þótt vænt um frænku. Hún var skemmtileg. Fyrir krakkana var það líka hollt og þroskandi að skilja að það væru ekki allir eins mótaðir inn í lífið og ættu sömu möguleika. Fjölbreytileikinn er fallegur. Fólk fæðist inn í lífið með hæfni og gáfur á mismunandi sviðum. Enginn þeirra hæfileika er merkilegri eða ómerkilegri, betri eða verri en eitthvað annað. Lit- róf lífsins er aðdáunarvert. Jó- hanna frænka átti tæra og flotta liti á mörgum sviðum, miklu flottari en hjá okkur mörgum. Það var margt sem ég lærði við að alast upp í nágrenni við frænku. Margt sem ég hef tekið með mér út í lífið og reynst mér vel. Takk, mín kæra frænka, að hafa verið öll þessi uppspretta af gleði og skemmtilegheitum í öll þessi ár. Steinn Hrútur Eiríksson. Í dag kveðjum við mæta frænku, Jóhönnu Magnúsdóttur frá Brimnesi í Fáskrúðsfirði. Jó- hanna var í huga okkar ein af systrunum, enda var skyldleiki okkar mikill þar sem mæður okkar voru fóstursystur og systkinadætur og feður okkar bræður. Mínar fyrstu minningar um Jóhönnu eru ferðir okkar á Brimnes frá Norðfirði, oft lang- ar ferðir, yfir Oddsskarð og síð- ar yfir Staðarskarð áður en komið var á Brimnes. Oft var spennan magnþrungin þegar við nálguðumst og virtist ferðin engan endi ætla að taka. Alltaf var jafn gaman að koma til ömmu og afa í sveitina og þegar við loks renndum í hlaðið stóð Jóhanna frænka þar, brosandi út að eyrum að taka á móti okk- ur glöð og kát, ásamt öðru heim- ilisfólki. Jóhanna bjó með móður sinni, Birnu, og bróður sínum Guðmundi hjá ömmu og afa. Þar bjuggu einnig Þorgeir, bróðir mömmu, og Albert, fósturbróðir þeirra. Eiríkur, yngsti bróðir mömmu, bjó ásamt fjölskyldu að Brimnesi 2. Jóhanna átti stóra fjölskyldu og mikinn frændgarð. Hún hafði gaman af að vera inn- an um fólk og hún fylgdist vel með öllu sem gerðist, eins og skírn, fermingum, afmælum og þegar börn komu í heiminn, enda var móðir hennar ljósmóð- ir. Hún var veisluglöð og ávallt tilbúin að klæða sig upp og fara í sinn fínasta kjól ef hún átti þess kost að fara í veislu. Hún var alltaf vel klædd og jafnan bar hún hálsfesti, armband og slæðu. Jóhanna hafði mjög gam- an af að fara á tónleika eða í kirkju þar sem tónlist var flutt enda var hún afar söngelsk. Í áraraðir var Jóhanna með okkur á sjómannadaginn. Fyrstu árin var hún hjá mömmu og pabba á Hlíðargötu og síðar hjá okkur í Hrafnsmýri. Hún tók þátt í allri dagskránni með okkur og vildi helst ekki missa af neinu. Að fylgjast með kappróðri þótti henni sérstaklega skemmtilegt og þegar lið Saltfiskskemmunn- ar, þar sem pabbi var stýrimað- ur, vann keppnina klappaði hún og hvatti hann óspart. Að mæta í hópsiglingu klukkan níu á sunnudagsmorgni var hennar uppáhald. Að fá bæði gosdrykk og sælgæti í morgunmat var ekki ónýtt og að koma svo að landi með nokkur auka súkku- laðistykki í vasanum. Þegar heim var komið að lokinni sigl- ingunni var hún fljót að fara úr strigaskóm og síðbuxum enda var hún lítið fyrir slíkan klæðn- að. Þegar gestir komu síðan í hádegismat til okkar tók hún á móti fólkinu með bros á vör í sparifötunum, alltaf svo fín og falleg. Seinustu tvö árin án hennar hafa ekki verið söm, það vantaði eitthvað. Jóhanna frænka hafði afar góða nærveru og undi sér vel hjá okkur, hvort sem var við að horfa á sjónvarp, sitja hjá mér í vinnunni eða líta í blað. Jóhanna var oft hnyttin í tilsvörum og gantaðist oft við þá sem hún þekkti vel. Hún hafði einnig afar smitandi hlátur og hún hló svo innilega. Helst vildi hún fá gesti um helgar og þá vildi hún gjarn- an fá að baka vöfflur handa fólk- inu með kaffinu. Fyrir mér var Jóhanna bros- andi, glöð, hlý og góð við alla þá sem voru henni góðir og þannig minnist ég frænku minnar, sem við elskuðum svo mikið. Hennar mun ég sárt sakna en minningin um yndislegar stundir með henni mun lifa með okkur. Elsku Guðmundur og fjöl- skylda, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur með þakklæti fyrir hvað þú varst henni góður bróð- ir, sem stóð við hlið hennar allt til loka. Við viljum eins og hún Jóhanna Magnúsdóttir HINSTA KVEÐJA Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Með kærri þökk fyrir samfylgdina, Hulda Steinsdóttir (Hulda mágkona). Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLINGUR GUÐMUNDSSON, Heiðvangi 4, Hellu, lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 15. apríl. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 30. apríl klukkan 11. Jarðsett verður í Odda á Rangárvöllum. . Sigurvina Samúelsdóttir Anna Kristín Kjartansdóttir Hafsteinn R. Hjaltason Samúel Örn Erlingsson Ásta B. Gunnlaugsdóttir Hólmfríður Erlingsdóttir Ásbjörn G. Guðmundsson Margrét Katrín Erlingsdóttir Jónas R. Lilliendahl Ingibjörg Erlingsdóttir Helgi Jens Hlíðdal barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.