Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016 Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Við deyjum á Mars nefnist nýtt leik- rit eftir Jónas Reyni Gunnarsson í leikstjórn Stefáns Jónssonar, sem út- skriftarhópur Listaháskóla Ís- lands í leiklist frumsýnir í kvöld, föstudag, kl. 20 í Smiðjunni að Sölvhólsgötu, en gengið er inn Skúlagötu-megin. Leikrit Jónasar Reynis varð hlut- skarpast í leikritunar- samkeppni sviðslistadeildar LHÍ í fyrra. Hugmyndin að leikritinu kviknaði þegar Jónas var sjálfur að útskrifast úr MA-námi í ritlist við Há- skóla Íslands. „Ég var að reyna að finna hugmyndir fyrir þennan leik- hóp. Þetta kviknaði út frá því hvað hentaði þeim en forsendurnar voru að þetta væri nemendaleikhúsið og níu leikarar. Það var byrjunarreiturinn. Ég tengdi þetta við þrána til þess að verða eitthvað, sem einkennir oft raunveruleikaþætti. Þetta er svaka- legt ætlunarverk að ætla að ferðast út í geim og á nýja plánetu og það varð byrjunarreiturinn.“ Í grunninn snýst leikritið um níu manneskjur sem sendar eru til Mars með tvöfalt verkefni: Að koma á lagg- irnar nýju samfélagi manna á plán- etunni rauðu og skemmta í leiðinni áhorfendum heima á jörðinni sem fylgjast með för þeirra í nokkurs kon- ar raunveruleikaþætti. Umgjörðin eykur því enn á þrýst- inginn í aðstæðum sem þegar eru nánast á suðupunkti en flóttinn frá raunveruleikanum var Jónasi einnig hugleikinn. „Þegar ég fór að grafa dýpra í þetta fór ég að tengja verkið betur við flóttann frá aðstæðunum og erfiðleikunum við að tengjast öðrum manneskjum. Það er erfitt í lífinu að ætla að gera allt í einu: Ná frama, tengjast manneskjum og búa til gott samfélag. Þetta verður svo allt tor- veldara þegar allur heimur þinn er smækkaður niður í bara níu mann- eskjur. Það er nógu erfitt með sjö milljörðunum hér.“ Líður eins og kartöflumömmu Jónas segir tilfinninguna við að sjá verkið taka á sig mynd á sviðinu mjög sérstaka, þó á jákvæðan hátt. Hann rifjar upp orð Sigurðar Pálssonar skálds um leikritshöfunda sem hann líkti við kartöflumömmur sem gefa af sér mikið líf en verða svo óþarfar þeg- ar kemur að uppskeru. „Það er mjög skemmtilegt að sjá hæfileikaríkt fólk taka einhverja hug- mynd sem maður kom með og gera hana að einhverju. Mér líður eins og þetta sé verk okkar allra,“ segir Jón- as um samstarfið við leikstjóra og leikara sem hann var í reglulegu sam- bandi við meðan á ritun stóð en verk- ið hefur tekið miklum breytingum frá því sem upphaflega var lagt af stað með. „Þetta var líka góður skóli fyrir mig. Ég hef lítið skrifað fyrir leikhús, hef meira unnið við kvikmynda- handrit, ljóð, smásögur og mynd- skreytta texta. Ég stillti mér því hálf- partinn upp við vegg með þetta en ég lærði mikið á því að pæla talsvert í karakterum og mannlegri hegðun og samskiptum.“ Leikarar sýningarinnar eru Aldís Alda Hamilton, Alexander Erlends- son, Birna Rún Eiríksdóttir, Hjalti Rúnar Jónsson, Íris Tanja Ívars Fly- genring, María Dögg Nelson, María Thelma Smáradóttir, Sigurbjartur Sturla Atlason og Snæfríður Ingv- arsdóttir. Þess má að lokum geta að sýnt verður á hverju kvöldi á tímabilinu frá 22. apríl til og með 3. maí kl. 20 öll kvöld. Tekið er við miðapöntunum á netfanginu: midisvidlist@lhi.is. Til Mars í beinni útsendingu  Útskriftarhóp- ur LHÍ í leiklist frumsýnir nýtt leikrit í kvöld Svakalegt „Þetta er svakalegt ætlunarverk að ætla að ferðast út í geim og á nýja plánetu og það varð byrjunarreiturinn,“ segir Jónas Reynir um leikrit sitt. Jónas Reynir Gunnarsson Sýning á ljóðum Snorra Hjartar- sonar verður opnuð í dag kl. 16 í Þjóðarbókhlöðunni og ber hún tit- ilinn Inn á græna skóga. Um leið verður fagnað 3. útgáfu Forlagsins á kvæðasafni skáldsins og við opn- unina mun Páll Valsson bókmennta- fræðingur afhenda Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni gögn úr fórum Snorra Hjartarsonar. Kór Neskirkju mun flytja „Hvíld“, lag Huga Guðmundssonar við ljóð skáldsins, undir stjórn Steingríms Þórhallssonar og Guðrún Dalía Sal- ómonsdóttir píanóleikari og Hallveig Rúnarsdóttir sópran frumflytja lag eftir Þorvald Gylfason við ljóð Snorra, „Vor“. Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti Íslands, flytur einnig ávarp og opnar sýn- inguna ásamt vef með ljóðum Snorra. Á sýningunni er haldið á loft ljóðaperlum Snorra og kvæðin mæta gestum Þjóðarbókhlöðu á göngum safnsins og þeir geta einnig látið fara vel um sig með spjaldtölvu á sýningarsvæðinu og hlýtt á ljóðin í upplestri Gunnars Þorsteinssonar, þýðanda og þular, að því er fram kemur í tilkynningu. Skáldið Snorri Hjartarson virðir fyrir sér höfuðkúpu. Ljóð Snorra á sýningu ÍSLANDSMÓTIÐ PEPSÍ-DEILD KARLA Í KNATTSPYRNU 2016 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánud. 25. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is | Sími: 569-1105 SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur 29. apríl gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um Íslandsmótið í Pepsí-deild karla í knattspyrnu sumarið 2016.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.