Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016 Afmælisplön dagsins verða nú önnur en ég bjóst við – ég hef svomikið gaman af óvæntum afmælisviðburðum,“ segir ElínGuðný Hlöðversdóttir létt í bragði, en hún fagnar þrítugs- afmæli sínu í dag í faðmi fjölskyldu sinnar. „Við ætlum öll fjölskyldan, systur mínar, systrabörn og foreldrar mínir, að fara saman í húsið okkar á Flúðum og eyða helginni þar – þannig að þetta verður afmæl- isdekur alla helgina,“ bætir hún við. Elín hafði ætlað að taka afmælisdaginn sinn rólega með börnunum sínum tveimur, Hlöðveri Gunnari sem verður þriggja ára í júní og Kolfinnu Rósu sem er átján mánaða, sem áttu frí í leikskólanum. „Við munum baka köku að ósk drengsins míns,“ segir hún, en hann sé afar spenntur fyrir því að baka súkkulaðiköku í tilefni afmælisins. Elín og fjölskylda hennar opnuðu veitingastaðinn Juniorinn við Ný- býlaveg í Kópavogi 18. júní í fyrra og hafa þau unnið þar hörðum höndum síðan og uppskorið mikla ánægju viðskiptavina. „Við bjóðum upp á báta og salöt, hamborgara og fleira,“ segir Elín. Einnig sé hægt að vigta matinn sinn á staðnum, sem komi sér vel fyrir þá sem séu að gæta að mataræðinu. „Við leggjum upp með að allir geti fengið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Elín, en foreldrar hennar, Hlöðver Sigurðsson og Kolfinna Sig- rún Guðmundsdóttir, stofnuðu Hlöllabáta á sínum tíma en seldu stað- inn árið 2012. „Við tókum þá smá pásu en opnuðum svo Juniorinn öll saman, ég, mamma, pabbi og systur mínar þrjár.“ Fjölskyldan Elín og maðurinn hennar, Sæmundur Maríel, með börnin. Vill að allir fái eitt- hvað við sitt hæfi Elín Guðný Hlöðversdóttir er 30 ára í dag B ergljót Halldórsdóttir fæddist 22. apríl 1936 á Ísafirði og ólst þar upp til 14 ára aldurs. Hún lauk þar barnaskóla auk eins vetrar í gagnfræðaskóla. „Söng- og leiklistarlíf var þar í miklum blóma og sá ég flestar sýn- ingar sem höfðu áhrif á mig. Ég lagði stund á píanóleik frá fjögurra ára aldri hjá föður mínum. Tíu ára gömul dvaldi ég veturlangt í Reykja- vík hja Jóni Halldórssyni söng- stjóra, föðurbróður, við nám í píanó- leik við Tónlistarskóla Reykjavíkur hjá Lansky-Otto. Pabbi var einn þeirra sem stofnuðu Tónlistarskóla Ísafjarðar 1948 og var Ragnar H. Ragnars píanóleikari og söngstjóri ráðinn þar til starfa. Ég var nemandi hans ásamt fjölda annarra. Heima hjá okkur var píanó sem Pétur Guðjohnsen organisti, pabbi ömmu, hafði átt. Faðir minn leitaði að nýju hljóðfæri að utan, því ekki fékkst gert við það gamla. Pabbi flutti inn nokkur píanó til Ísafjarðar en lét þau jafnóðum af hendi; þannig eignuðust margir Ísfirðingar píanó. Það var ekki fyrr en flygillinn, Aug- ust Förster, kom til sögunnar að pabbi grét af gleði. Flygillinn er enn á heimili mínu. Ég flutti til Reykjavíkur árið 1950 eftir lát föður míns árið 1949 og hélt áfram spilatímum hjá Árna Krist- jánssyni píanóleikara. Á sumrin vann ég margvísleg störf: barnapössun, seinna í Útvegs- banka, í víxladeild, og einnig í reikn- ingshaldi hjá Ellingsen verslun. Ég var á þessum tíma mikið viðriðin stjórnmál. Sjáfstæðisflokkurinn var þá minn flokkur og fór ég í framboð til Alþingis i nafni hans. Ég starfaði einnig með Rauðsokkahreyfingunni Bergljót Halldórsdóttir, lífeindafræðingur og kennslustj. – 80 ára Stjórn Meinatæknafélagsins 1972 Bergljót formaður, við enda borðsins, var einn af stofnendum félagsins. Tónlist höfð í hávegum Börnin Lára Liv, Halla og Óttar árið 1986. Stykkishólmur Katrín Lára fæddist á Akranesi þann 11. mars 2015. Hún var 52 cm að lengd og 3.405 g að þyngd. For- eldrar hennar eru Anna Margrét Ólafsdóttir og Árni Ásgeirsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Baðaðu þig í gæðunum Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.