Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.04.2016, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2016 ✝ Þórkatla Al-bertsdóttir fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1942. Hún lést á líknardeild- inni á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 12. apríl 2016. Þórkatla ólst upp í Reykjavík, í Skerjafirði, í Skrúði, ásamt for- eldrum og þremur systkinum. Foreldrar hennar voru Albert Gunnlaugsson frá Móafelli í Fljótum, fæddur 27. desember 1897, látinn 1. október 1988, og Katrín Ketilsdóttir frá Gýgj- arhóli, fædd 12. mars 1910, látin 2. janúar 1999. Systkini Þór- kötlu eru: Guðni, fæddur 27. janúar 1941, Heiðar, fæddur 4. mars 1948, látinn 4. maí 2005, og Guðlaug, fædd 29. apríl 1945, d. 24. september 2012. Hinn 4. nóvember 1965 giftist Þórkatla þeirra er Íris Ósk, f. 1997, unn- usti hennar er Kristinn Sveinn, f. 1996. Stjúpbörn Hallgríms eru: a) Ólafía Helga, f. 1978, eig- inmaður hennar er Ármann Harðarson, f. 1976, og eiga þau þrjú börn. b) Guðbrandur Þór, f. 1981, sambýliskona hans er Helga Katrín, f. 1984, og á hann eina dóttur. c) Helgi Freyr, f. 1986, sambýliskona hans er Re- bekka Rós, f. 1986, og á hún tvær dætur. 3) Rúnar Sigurður, f. 14. ágúst 1969, kvæntur Ragn- heiði Þóru Ólafsdóttur, f. 24. apríl 1973, og eiga þau þrjá syni: a) Anton Ingi, f. 1996, b) Sig- urjón, f. 2000, og c) Eysteinn, f. 2008. Þórkatla og Sigurjón hófu bú- skap hjá foreldrum hennar í Skerjafirði. Árið 1965 fluttu þau í eigin íbúð í Kópavogi og á þessum tveimur stöðum eign- uðust þau synina. Árið 1976 fluttu þau til Grindavíkur. Þar hóf hún störf hjá Pósti og síma og vann þar til ársins 1986, er hún hóf störf í Íþróttahúsi Grindavíkur þar sem hún var í rúm 23 ár eða til ársloka 2009. Útför Þórkötlu fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 22. apríl 2016, klukkan 14. Sigurjóni Hall- grímssyni, f. 8. mars 1932, d. 1. júní 2002. For- eldrar hans voru Hallgrímur Boga- son, f. 17. ágúst 1898, d. 12. júní 1985, og Kristrún Jónasdóttir, f. 17. júní 1903, d. 28. mars 1989. Þórkatla og Sig- urjón eignuðust þrjá syni: 1) Al- bert, f. 3. október 1963, kvæntur Svanhvíti Daðeyju Pálsdóttur, f. 6. desember 1964, og eiga þau þrjú börn: a) Þórkatla Sif, f. 1986, eiginmaður hennar er Þorleifur Ólafsson, f. 1984, og eiga þau þrjú börn. b) Margrét, f. 1989, sambýlismaður hennar er Steinn Freyr, f. 1992, og c) Sigurpáll, f. 1993. 2) Hallgrímur Pétur, f. 7. janúar 1965, kvænt- ur Kristínu Vilborgu Helgadótt- ur, f. 6. september 1959, dóttir Mig langar að þakka tengda- móður minni, Þórkötlu, eða Köllu eins og hún var kölluð, samfylgdina. Hún kvaddi okkur fjölskylduna að kveldi 12. apríl og á sama tíma voru norðurljósin í fullum skrúða. Hennar heitt- elskaði tók á móti henni og þau stigu dans þar því þau voru mikl- ir dansarar. Kalla ætlaði að dansa með okkur stelpunum á næstu fótbol- tahátíð en það verður víst ekki. Hún fylgdist vel með íþróttalíf- inu í bænum. Það var vinsælt að koma til Köllu í blokkina og horfa á fótboltaleiki þaðan þar sem barnabörnin voru oft að keppa. Útsýnið frá svölunum var ein- stakt og þaðan var hægt að horfa yfir bæinn og sjóinn. Kalla var alltaf tilbúin að hjálpa til og bar virðingu fyrir öðrum. Hún hugsaði vel um fólk- ið sitt og voru börnin okkar í góð- um höndum hjá henni og þau munu sakna hennar mikið. Kalla hringdi daglega í okkur til að vita hvernig við hefðum það þegar börnin voru lítil og var alltaf trygg og trú. Þær eru dýrmætar minning- arnar sem við eigum með Köllu á ferðalagi um landið. Hún var borgarbarn en líka sveitastúlka og hörkudugleg, glaðlynd, heimakær og mikill fagurkeri. Kalla hafði gaman af að gefa ömmustelpunum sínum fallega kjóla og fór reglulega með þær í borgarferð. Það var notalegt að koma til hennar í kaffi og heima- bakaðar kökur. Köllu leið vel þar sem hún bjó síðustu árin um- kringd góðu fólki. Köllu verður sárt saknað og lífið tómlegt án hennar. Ég bið góðan Guð að vernda Köllu, sem reyndist okk- ur svo vel en kveður allt of fljótt. Svanhvít D. Pálsdóttir. Amma Kalla var brosmild, hlý og góð kona. Hún var góð vin- kona og náði vel til okkar. Hún var alltaf tilbúin að hlusta, gaf okkur ráð ef við þurftum á að halda. Okkur leið vel hjá henni. Það var alltaf gaman að koma til ömmu og afa. Þau tóku vel á móti okkur og það sem einkenndi heimsóknirnar var rólegheitin. Amma tók oft upp spilin. Hún kenndi okkur t.d. að leggja kapal og að spila ólsen ólsen og áttum við yndislegar stundir með henni við eldhúsborðið. Það var alltaf gott að fara í mat til ömmu. Ís- blómin í eftirrétt og auðvitað brúntertan sem var í uppáhaldi hjá öllum barnabörnunum. Amma vann í íþróttahúsinu og okkur fannst það ekki leiðinlegt. Stundum fengum við Svala með heim eftir æfingar. Bæjar- ferðirnar voru margar. Við fór- um yfirleitt rétt áður en skólinn byrjaði og líka þegar það styttist í sumardaginn fyrsta. Við byrj- uðum á að fara á KFC og síðan í Kringluna, þar sem amma keypti handa okkur eina flík eða gaf okkur dót fyrir sumarið. Þessar ferðir eru okkur mjög eftirminni- legar. Kvöldið sem amma kvaddi okkur voru norðurljósin í fullum skrúða dansandi um himininn. Afi Sigurjón tók vel á móti Köllu sinni. Það er gott að vita til þess að þau eru sameinuð á ný. Við munum sakna elsku ömmu Köllu. Þín barnabörn, Þórkatla Sif, Margrét og Sigurpáll Albertsbörn. Elsku amma. Það er erfitt að venjast þeirri tilhugsun að ég eigi ekki eftir að heyra í þér eða hitta þig aftur. En á sama tíma er ég þakklát fyrir allar þær minningar sem ég á með þér. Það var aldrei æsing- ur í kringum þig, þú varst alltaf róleg en það var stutt í grínið og hláturinn. Ekkert nema yndis- legar minningar sem við eigum saman og ég mun alltaf halda fast í. Þú áttir alltaf frostpinna eða eina brúntertu í frystinum og við gátum setið og spilað ólsen ólsen klukkutímum saman. Það er ekki annað hægt en að brosa þegar maður hugsar um þig. Ég mun halda fast í síðustu orðin sem við áttum saman, þegar þú sagðir: ég elska þig og blikkaðir mig með bros á vör. Þú átt stóran hluta í hjarta mínu, amma mín. Núna eruð þið afi sameinuð og vakið yfir okkur hinum. Takk fyrir allt, amma, ég elska þig. Íris Ósk Hallgrímsdóttir. Þegar Kalla frænka mín lést fann ég fyrir miklum söknuði, síðan varð mér hugsað til þeirrar stundar þegar ég hitti hana fyrst fimm ára gamall, þegar hún kom til okkar á Nefstöðum á leið í Fljótin. Meðan hún beið eftir að kom- ast með Ólafsfjarðarrútunni að Móafelli bauð hún mér að koma með sér í sveitina í nokkra daga, sem ég þáði og urðu þessir fáu dagar að öllu sumrinu. Þar var vel hugsað um mig og varð ógleymanlegur tími. Það var eins og Kalla fyndi oft á sér hver löngun mín var, t.d. þegar ég var 14 ára bauð hún mér að fara mína fyrstu höfuð- borgarferð og koma í Kópavog- inn og gista hjá henni og Sigur- jóni, síðan var mér sýnd Reykjavík og allt það sem gat verið áhugavert fyrir mig að sjá. Það var dekrað við mig þegar ég kom í heimsókn, alltaf fékk ég nýbakaða brúnköku með þykku kremi, sem var lengi uppáhalds- brauðið mitt. Síðan þegar ég varð eldri og fór að búa jukust aftur samverustundir okkar, kom hún yfirleitt til okkar eina viku á sumri, sem vel var nýtt í samveru og gjarnan farið í Fljót- in og keyrt um Norðurland. Einnig var síminn mikið notaður og fannst mér oft að ef ég væri eitthvað leiður hringdi hún, al- veg eins og hún vissi að nú þyrfti ég á því að halda að hugsa um eitthvað annað. Ég vil fyrir hönd okkar Gurru og Gunnars þakka samfylgdina og votta Albert, Halla, Rúnari og fjölskyldum þeirra samúð okkar Kær kveðja, Ásgrímur (Ási). Svilkona mín, Þórkatla Al- bertsdóttir, er látin. Hún fór allt of snemma, hún var ekki gömul í árum og ekki í útliti en erfið veik- indi, sem staðið hafa í rúmt ár, settu strik í reikninginn. Ég fylgdist vel með Köllu, hvernig gengi og við ræddum mikið saman. Hún tók veikindum sínum með sannkölluðu æðru- leysi, aldrei heyrði ég hana kvarta, þetta var bara svona, gekk misjafnlega, ætlaði að hafa það rólegt meðan þetta gengi yf- ir, það væri betra. Minningarnar eru margar sem koma í hugann þegar litið er til baka og það er gott að ylja sér við þær. Kalla og Sigurjón, mág- ur minn, bjuggu fyrst í Kópavogi og við í Fossvogi, heimsóknir tíð- ar og við með eintóma stráka sem fannst gaman að hittast og allir með áhuga fyrir boltanum. Þegar Kalla og Sigurjón fluttu til Grindavíkur varð heldur lengra að fara á milli, en fyrir var fjölskylda Boga svo frændgarð- urinn stækkaði bara aðeins þar. Kalla var margfróð um körfu- bolta og fótbolta í Grindavík og gaman var að fá fréttir enda var Íþróttahúsið starfsvettvangur hennar. Hún var ekki bara gift Fljóta- manni heldur hafði hún verið í sveit hjá ömmu sinni á Mjóafelli svo hún var margfróð um þetta fallega byggðarlag þegar hún kom inn í fjölskylduna. Hún heimsótti okkur Jónas á hverju sumri norður eftir að við fórum að vera þar allt sumarið, annað- hvort ein á bílnum eða með frændum og fjölskyldu.Við höfð- um fengið Knappsstaði lánaða árið áður en Sigurjón var orðinn veikur og þá dvöldu þau bæði í nokkra daga, það var góður og eftirminnilegur tími og síðasta ferð Sigurjóns á heimaslóðir. Já, þær standa sannarlega upp úr góðu minningarnar úr Stíflunni. Nú seinni ár fækkaði heim- sóknum en síminn var þeim mun meira notaður. Við í fjölskyld- unni þökkum innilega samfylgd- ina. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Hvíl þú í friði og Guð blessi þig. Hulda Erlingsdóttir. Elsku vinkona mín, hún Kalla, er látin. Það þekkja allir Köllu hér í bæ og við vorum góðar kunningjakonur alla tíð. Þegar við fluttum í blokkina urðum við mjög nánar vinkonur. Við vorum á sömu hæð og það var mikill samgangur á milli okkar. Mér þótti notalegt að koma við hjá henni á morgnana þegar ég var að koma úr íþróttahúsinu og drekka með henni te og spjalla. Kalla var okkur hjónum mjög hjálpsöm og þegar við fórum í burtu sá hún alltaf um að allt væri í stakasta lagi í íbúðinni okkar. Þessa nágrannavörslu leysti hún alltaf af hendi með bros á vör og fyrir það erum við ævinlega þakklát. Það var mikið áfall þegar hún sagði mér frá veikindum sínum. Hún sagði mér tíðindin með mik- illi yfirvegun og ró og æðruleysi hennar var algjört. Ég spurði hana daglega hvernig hún hefði það og hún svaraði mér alltaf að hún hefði það bara gott því hún hefði svo gott blóð og svo hló hún sínum indæla hlátri. Við Bragi höfum oft talað um það hversu yndislegt það hafi verið að fá að kynnast Köllu því hún kom alltaf svo glaðleg og brosandi til okkar í heimsókn og þáði kaffi og spjall. Núna síðasta mánuðinn hafði heilsu Köllu hrakað mikið og þegar við kvöddum þig, elsku Kalla mín, áður en við fórum til Kanarí, þá vissum við að hverju stefndi. Ég bað þig í léttu tali um að taka nú ekki upp á neinni vit- leysu meðan við værum erlendis og þú lofaðir því að ég kæmist í jarðarförina, sem verður sem betur fer raunin. Ég sendi sonum þínum og fjöl- skyldum innilegar samúðar- kveðjur og þakka ykkur fyrir að leyfa mér að fylgjast með lífsbar- áttu mömmu ykkar meðan ég var í burtu. Takk fyrir allt og allt, elsku vinkona. Betri nágranna er vart hægt að hugsa sér. Hvíl í friði. Þín vinkona, Bylgja Björk. Kveðja frá Knatt- spyrnudeild Grindavíkur. Í dag kveðjum við Þórkötlu Albertsdóttir, eða hana Köllu, en flestir þekktu hana undir því nafni. Hún Kalla tengist knatt- spyrnudeild Grindavíkur á ýms- an hátt. Synir hennar og afkom- endur þeirra skipa þar stóran sess, bæði sem leikmenn og virk- ir félagar í starfi deildarinnar, og Kalla sjálf starfaði fyrir deildina í mörg ár. Sá um búningaþvott og hélt utan um starfsemi í að- stöðu deildarinnar við knatt- spyrnuvöll félagsins af miklum myndarskap þannig að eftir var tekið. Það má segja að Gula hús- ið, sem flestir Grindvíkingar þekkja, hafi verið á hátindi sín- um í umsjón hennar. Sömu sögu er að segja frá starfi hennar við íþróttahús Grindavíkur; snyrti- mennska og þægilegt viðmót ein- kenndu starf hennar. Kalla var ein af þeim manneskjum sem hafa góða nærveru; lét fólki líða vel í návist sinni og hafði þann eiginleika að gefa af sjálfri sér án þess að krefjast einhvers á móti. Kalla var gerð að heiðursfélaga deildarinnar árið 2009. Að leiðarlokum þökkum við samfylgdina og vottum fjöl- skyldu Köllu og öllum aðstand- endum hennar okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd Knattspyrnudeild Grindavíkur, Helgi Bogason. Þórkatla Albertsdóttir HINSTA KVEÐJA Kæra Kalla mín. Það er mikill söknuður í hjarta mínu. Minningin um þig lifir að eilífu. Ég minnist þess mjög þegar við fórum í bíltúra austur í hverfi og fengum okkur svo ís í Braut á eftir. Það þótti mér mjög gaman. Með þökk fyrir allt og allt. Þín Kristrún. ✝ Bjarni Sveins-son fæddist að Ósabakka á Skeið- um 29. nóvember 1939. Hann lést að heimili sínu Helga- stöðum 8. apríl 2016. Foreldrar hans voru Auðbjörg Káradóttir frá Ósabakka, f. 20. júní 1899, d. 18. júní 1988, og Sveinn Gestsson frá Húsatóftum á Skeiðum, f. 31. október 1890, d. 30. sept- ember 1964. Systkini Bjarna voru Lilja Sveinsdóttir, f. 20.3. 1922, d. 21.8. 1943, Guð- mundur Sveinsson, f. 12.2. 1923, d. 3.4. 2011, Kristín Sveinsdóttir, f. 14.2. 1924, d. 12.2. 2015, Kári Sveinsson, f. 14.7. 1925, d. 12.5. 1997, Helgi Sveinsson, f. 18.2. 1928, d. 8.9. 2015, Valgerður Sveinsdóttir, f. 12.7. 1929, d. 27.8. 2003, Guðrún Sveinsdóttir, f. 6.3. 1931, Ingibjörg Sveinsdóttir, f. 6.8. 1933, Skarphéðinn Sveinsson, f. 5.10. 1934, og Hafliði Sveinbjörn Sveins- son, f. 20.6. 1944. Bjarni kvæntist Toril Malmo Asp 4. júní 1966. Þau skildu 1999. Börn þeirra eru: 1) Peik Malmo Bjarnason, f. 28.1. 1966, sonur hans er Jakob Elias Dargatz, f. 16.10. 2001. 2) Bryndís Malmo Bjarnadóttir, f. 1.9. 1967. Börn hennar eru Elíza Lífdís Ósk- arsdóttir, f. 7.2. 1987, Þengill Otri Óskarsson, f. 20.4. 1989, Gísli Rúnar Óskarsson, f. 25.10. 1990, og Þorsteinn Elí Gíslason, f. 7.11. 1998. 3) Ell- isif Malmo Bjarnadóttir, f. 2.1. 1969. Börn hennar eru: Guðni Eydór Loftsson, f. 9.3. 1991, Þórhildur Sif Loftsdóttir, f. 9.12. 1994, og Karen Lilja Loftsdóttir, f. 26.8. 1996. Bjarni ólst upp á Ósabakka og gekk í Brautarholtsskóla á Skeiðum. Hann nam einnig að Skógum og tók þar landspróf. Bjarni nam trésmíði hjá bróð- ur sínum, Guðmundi Sveins- syni á Selfossi, og fékk íþróttakennararéttindi frá Laugarvatni. Samtímis þessu fór hann í lýðháskóla í Noregi og kynntist þar verðandi konu sinni, Toril Malmo Asp. Þau bjuggu fyrst í Noregi og eign- uðust þar sitt fyrsta barn en fluttu síðan til Íslands þar sem Bjarni hóf kartöflurækt með bræðrum sínum ásamt því sem hann stundaði smíði og íþróttakennslu. Bjarni tók einnig fljótlega að sér akstur skólabíls í Biskupstungum og stundaði það eins lengi og ald- ur leyfði. Bjarni fékk snemma áhuga á skógrækt og stundaði hana á Helgastöðum í Bisk- upstungum, síðar Blá- skógabyggð, allt fram á sein- asta dag. Útför Bjarna fer fram frá Skálholtsdómkirkju í dag, 22. apríl 2016, klukkan 15. Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegs föðurbróður míns, hans Bjarna á Helgastöð- um. Faðir minn og Bjarni voru mjög nánir bræður og naut ég góðs af því alla tíð. Þeir voru saman með kartöflurækt og var oft glatt á hjalla þegar við krakkarnir vorum að leika okk- ur og gantast í kringum niður- setningu á vorin, upptöku á haustin og kartöfluflokkun þess á milli. Minningarnar eru ljúfar og dýrmætar á þessum tímum. Bjarni var fyrsti heilsufrömuð- urinn sem ég kynntist sem barn. Hann ræddi oft um nauðsyn þess að stunda markvissa hreyf- ingu, borða rétt og sofa nóg. Hann kenndi mér að borða hrá- ar kartöflur og sagði að hunda- súrur væru allra meina bót. Einnig ræddi hann oft um ís- lenskuna og hvernig ætti að segja hitt og þetta. Þetta var stundum alveg hundleiðinlegt en ég lærði að meta það síðar. Öskudagurinn var alltaf skemmtilegur. Þá hengdi ég ófáa öskupoka á Bjarna og alltaf lét hann eins og hann vissi ekk- ert af þeim og gekk með þá á sér allan daginn, mér til mikillar ánægju. Bjarni var mikill hugsuður og það var hægt að ræða við hann heilu klukkutímana um alls kyns tækni og undur veraldar. Fyrir þessar dýrmætu og fjölmörgu samverustundir verð ég ævin- lega þakklát. Elsku Ellisif, Bryndís, Peik og fjölskyldur. Ykkur votta ég mína dýpstu samúð og bið ykkur um að styrkja hvert annað í sorg- inni. Minning um góðan mann lifir. Kristrún Hafliðadóttir. Bjarni Sveinsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.