Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 14.12.2000, Síða 28

Víkurfréttir - 14.12.2000, Síða 28
Bergþóra borðar risastóran korn- Stöngul. Fti Oalii” hdlla Hesta oj> það verður æ algeng- ara að fólk fari til fjar- lægra staða. Margir láta sig einungis dreynia uni fjarlæg liind en aðrir skella sér liálfa leið yfir hnöttinn og svala ævintýraþránni. Eiríkur Hilmarsson (Eyji) og Aðal- heiður Héðinsdóttir (Addý) og fjölskylda þeirra gerðust ferðalangar á fjarlægri slóð í sumar þegar þau fóru til Perú og Chile í Suður Anier- íku í þrjár vikur. Loforð um að hittast aftur árið 2000 Aðdragandinn að þessu ferða- lagi er í raun fjórtán ára gamall. Þegar þau hjónin voru við nám í Madison, Ameríku eignuðusl þau frábæra nágranna sem voru frá Chile og Spáni, hjónin Pat- ricio og Concepcion og amer- ísku hjónin, Marcha og Joe. Mikill samgangur var á milli fjölskyldnanna og dælur þeirra Andrea, Sarah og Paulina urðu miklai' vinkonur. Með þeim öll- um tóksi vinátta sem haldist hefur síðan. Þau ákváðu áður en leiðir þeirra skildu að hittast aftur eftir tjórtán ár eða í júlí árið 2000 í Machu Picchu í Perú og skrifuðu öll undir þetta loforð á löggiltan skjalapappíi'. Þessi áætlun þeirra tókst þó ekki alveg því Marcha og Joe komust ekki í ferðalagið vegna rannsóknarferðar Joe til Senegal í Afríku. Fjölskylda Eyja og Addýjar flaug fyrst til New York og þaðan var llogið til Santiago í Chile og tók flugferðin 16 klukkustundir! Já, það er langt til Suður Ameríku, hinum meg- in á hnettinum og auðvitað er vetur þar þegar það er surnar hjá okkur. Hjónin sem búa í Santiago, þau Patricio og Concepcion og dætur þeirra Paulina og Solia tóku á rnóti Eyja og Addý og börnum þeirra þrem, Andreu og unnus- ta hennar Sigurði, Héðni og Bergþóru. Islenska Ijölskyldan dvaldi í viku á heimili vina- hjóna þeirra og síðan fóru þau öll saman lil Perú. Ferðinni var heitið á Inkaslóðir og hafði Pat- rieio skipulagt leiðangurinn. Þau IJugu fyrst til Lima, Perú og voru þar í einn dag. Dularfullt land Lima, höfuðborg Perú, er skammt fyrir sunnan miðbaug. Borgin stendur við ströndina og ylir henni eru alltaf þykk ský. Lima bei- þess glögg merki að þar var miðstöð Spánverja á nýlendutímanum en borgin má muna fífil sinn legri. „Okkur þótt megn hlandlykt á aðaltoigi borgarinnar sérstaklega óaðlað- andi og minnti einna helst á miðborg Reykjavíkur á sunnu- dagsmorgni eftir langt laugar- tlagskvöld. Umferðarmenning- in er sérstök í Lima. I borginni eru ótrúlegur fjöldi leigubíla sem minna stöðugt á sig með því að flauta tvö stutt bíbb. Frjáls samkeppni er á milli strætisvagna og þeir fara engar sérstakar leiðir, heldur í ein- hverja tiltekna átt og þangað sem farþegar vilja fara. I hverj- um strætisvagni eru tveir starfsmenn, bílstjóri og annar sem hangur hálfur utan á vagn- inum og reynir að lokka veg- larendur til sín með því að kalla hvert ferðinni er heitið. Oft stíga bílstjórarnir hraust- lega á pinnann til að vera á undan öðrum vögnum að næstu stoppistöð, sérstaklega ef þar stendur stór hópur af fólki," segirEyji. 1 Perú er mikil fátækt og það var sérstök lífsreynsla fyrir börn Eyja og Addýjar að skynja fátækt fólksins í miklu návígi. Börn voru stöðugt að betla, böm jafnt sem fullorðnir reyndu að selja ótrúlegustu hluti. „Við sögðum nei fimm- hundruð sinnum á dag við ágenga sölumenn og betl- ara,“segir Addý „annað var ekki hægt því ef við hefðum alltaf sagt já, þá hefði gjaldeyr- inn klárast fljótt.“ I Lima eins og í Santiago safn- ast fólk úti á götum í kringum grínista sem reyta af sér brand- ara. „Eg varð skotspónn 28 JDLABLAB VIKURFRÉTTA 2 0 0 0

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.