Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 14.12.2000, Page 31

Víkurfréttir - 14.12.2000, Page 31
Ung uppfinningakona gerir samning við Vífilfell: Hugmynd Lilju Kanenar vakti eftintekt Síðastliðið vor tók Heið- arskóli þátt í nýsköp- unarkeppni grunnskóla landsins, þar sem nemendur hönnuðu og kynntu hinar ýmsu hugmyndir. Lilja Karen Steinþórsdóttir, 13 ára nemandi, í Heiðarskóla tók þátt og var hugmynd hennar valin til að taka þátt í keppni bestu hugmynda af öllu land- inu í Gerðubergi. Blöðruhaldarinn nefnist hug- mynd hennar og vakti hann mikla eftirtekt m.a. í fjölmiðl- um landsins. Þá vakti blöðru- haldarinn einnig áhuga Vífil- fells, sem leituðu til forsvars- manna keppninnar með hugs- anlegan samning í huga. Þann 1, desember sl. bauð forstjóri Vífilfells, Þorsteinn M. Jóns- son til móttöku í húsakynnum Víftlfells og skrifaði þar undir samning við Lilju Karen um kaup á hugmyndinni og fékk hún 25.000 krónur greiddar fyrir leyfið. Víftlfell ætlar að framleiða blöðruhaldarann með merki Coca cola fyrir næstu þjóðhátíð. Hvernig kviknaði hugmynd- in Lilja Karen? „Mér datt þetta í hug 17. júní í fyrra þegar ég tók eftir því hve margar blöðmr svifu um loft- ið,“ segir Lilja Karen. „Krakk- ar höfðu þá misst blöðmna sína og sum grétu yfir því. Til að bæta úr þessum vanda fannst mér sniðugt að búa til einskon- ar festingu á hendi bamanna, blöðmhaldara. Ef litlu bömin misstu ekki blöðrumar frá sér þá yrði minna grátið á þjóðhá- tíð, svo ekki sé minnst á kostn- að foreldranna þegar blaðra syífur í burtu.“ Áttir þú von á þessum við- brögðum frá framleiðanda Coca cola á íslandi? „Nei, alls ekki en þetta gladdi mig mjög mikið,“ segir Lilja Karen og bætir við „vonandi kemur hugmynd mín til með að minnka óþarfa blöðmmissi á þjóðhátíðardaginn í framtíð- inni. Vífilfell stefnir að því að framleiða blöðruhaldarann með Coca cola merkinu fyrir næstu þjóðhátíð og auglýsa þannig vöm sína.“ Hvað ætlar þú svo að gera við féð? „Eg legg eitthvað inn á banka- bók og svo ætla ég að kaupa mér föt. Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek þátt í svona keppni og vonandi fæ ég að vera með í þeirri næstu,“ segir Lilja Karen. Hvað viltu segja að lokum við unga hugvitsmenn? „Vertu þú sjálfur! Og hikaðu ekki við að koma hugmyndum þínum á framfæri!" Síðasta blað fyrir jól fimmtudaginn 21. desembar Innrammaðir speglar eftir máli Karton í mörgum litum. Myndlist- eftirprentanir Tilbúnir rammar. , Nýtt! Ikonar Grískir handunnir íkonar verð frá kr. 1.990,- INNRÖMMUN SUÐURNESJA Iðavöllum 9, sími 421 3598 Apotheker SCHELLER | Náttúrulegar snyrtjyörurá föstudagstilboði^^H NATURKOSMETIK fegurð frá náttúrunnar Kaupauki fylgír þegar keypt eru 2 atríði frá úHjg£ náttúrusnyrtivörum ti H E N D I APOTEK SUÐURNESJA HRINGBRAUT 99 Sími:421 6565 Fax: 421 6567 JÓLABLAB VÍKURFRÉTTA 2 0 0 0 31

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.