Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 14.12.2000, Side 34

Víkurfréttir - 14.12.2000, Side 34
Stóru-Vogaskóli Ætlum að bæta okkur r r Skólastjórnendur segja niðurstöðu Snæbjörn Reynisson, skólast jóri Stóru- Vogaskóla sagði að skólinn hefði komið illa út úr prófunum að þessu sinni. Einkunnir í 7. bekk var meðaltal í íslensku 6,2 og í stærðfræði 5,9. I 4. bekk var meðaltal í ís- lensku 5,1 og í stærðfræði 5,4. Mikil hreyfing á börnum Snæbjöm telur ýmsa ástæður vera fyrir þessari slöku út- komu og nefnir í því sam- hengi sögu núverandi 7. bekkjar. „Það byrjuðu 22 böm í þess- um bekk haustið 1994. I vet- ur eru 22 nemendur í bekkn- um og af þeim eru 10 nem- endur eftir af þeim hópi sem hóf nám 1994. Þegar þessir nemendur tóku samræmd próf 1997 sem 4. bekkur, voru 18 nemendur í hópnum, af þeim eru nú 13 eftir. Það þýðir að á þeim tíma sem lið- inn er hafa 5 nemendur farið úr bekknum en 9 komið inn. Að öllu samanlögðu má sjá að mjög miklar breytingar hafa orðið innan bekkjarins á þessum rúmlega 6 ámm sem liðin eru frá því að börnin hófu skólagöngu sína. Slíkar aðstæður geta valdið vand- kvæðum í skólastarfí. A hitt má einnig benda að ef þeir nemendur em teknir út sem tóku samræmd próf í 4. bekk 1997 kemur í ljós að þeir hækka sig verulega í ís- lensku, um einn heilan, en standa í stað í stærðfræði", segir Snæbjöm. Fjöldi nýbúa Varðandi útkomuna í 4. bekk segir Snæbjöm að hún veki upp aðrar vangaveltur, þ.e. „samkeppnisstöðu“ þeirra skóla sem hafa hátt hlutfall nýbúa og/eða nemenda með annað móðurmál en íslensku. „Stóru-Vogaskóli er með óvenju hátt hlutfall nýbúa, tvítyngdra nemenda og nem- enda sem eru nýkomnir úr öðru málumhverfi. I einum bekk fer hlutfall slíkra nem- enda upp í tæpan helming. Þannig aðstæður gera kennsl- una bæði flóknari og þar með vandasamari, auk þess sem ekki er von til að slíkur hópur nái sambærilegum meðal- einkunnum og þeir hópar sem ekki hafa við sömu hindranir að glíma.“ Ætlum að bæta okkur Snæbjöm leggur áherslu á að niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk í haust kalli á viðbrögð í þá átt að reyna að bæta árangurinn. „Það má undirbúa börnin betur undir að taka slík próf og virkja foreldra betur varð- andi nám barnanna, enda þykir sannað að þeir nem- endur sem eiga trausta, vel upplýsta, áhugasama og já- kvæða foreldra, standa sig hvað best.“ Þess má geta að hlutfall rétt- indakennara er um 80% í skólanum. Miðað við skóla á Suðurnesjum er staðan sé sæmileg, en miðað við höf- uðborgarsvæðið er hún óvið- unandi að sögn Snæbjöms. Grunnskólar á Suður- nesjum koma ekki nógu vel út, sam- kvæmt niðurstöðum sam- ræmdra prófa í 4. og 7. bekk. Arangur skólanna hefur þó batnað lítillega síðan í fyrra enda hafa kennarar og skóla- stjórnendur lagt sig alla frani við að ná settu marki. Ýmsar ástæður liggja að baki þess- um lágu meðaleinkunnum og hér á eftir verður farið nánar ofan í saumana á málinu. Meðaleinkunn hjá 4. bekk á landinu öllu var 6,4 í stærð- fræði og 6,1 í íslensku. Meðal- einkunn á Suðurnesjum var hins vegar 6,0 í stærðfræði og 5,5 í íslensku. Athygli vekur að einkunn í íslensku er töluvert langt undir landsmeðaltali. Einkunnir í 7. bekk eru nær landsmeðaltali. Meðaleinkunn í stærðfræði í grunnskólum á Suðumesjum er 6,5 og 6,4 í ís- lensku en meðaleinkunn á Gerðaskóli Viljum gera betur og leitum leiða til þess Gerðaskóli er nálægt Suðurnesjameðaltali, en aðeins yfir því í báðum greinum í 7. bekk. Skólinn er hálfum undir landsmeðaltali í báðunt greinum í 4. bekk og 0,3 und- ir í íslensku í 7. bekk og á landsmeðaltali í stærðfræði í 7.bekk. Einkunnir í 4. bekk em sem hér segir: íslenska 5,5 og stærð- fræði 5,9. Meðaltal í 7. bekk er 6,5 í íslensku og 6,7 í stærð- fræði. Veldur okkur áhyggjum Að sögn Einars V. Arasonar, skólastjóra, velur útkoman á Suðurnesja í heild áhyggjum, sem og oft áður. „Þegar horft er á kennaraflotann, hæstu einkunnir í skólunum og vel- vilja yfirvalda í þessum sveitar- félögum, þá er maður ósáttur við heildarútkomuna", segir Einar. „Kennarar em að fá fína vinnu og topp einkunnir út úr sumum nemendum, en það em bara of margir nemendur að fá lágar einkunnir. Við munum skoða okkar niðurstöður og bera þær saman við fyrri niður- stöður til að sjá eitthvert mynst- ur sem gæti geftð vísbendingar um hvernig hægt sé að bæta kennsluna enn meira“, segir Einar. Gott kennaralið Einar leggur áherslu á að í 4. og 7. bekkjum sé einvalalið réttindakennara sem leggja hart að sér. „Það má segja að vöntun sé á menntuðum kennurum þó það snerti ekki þessa bekki og fög nákvæmlega, t.d. vantar mynd- * vVÍ mennta- og tónmenntakenn- ara“, segir Einar þegar hann er spurður út í stöðuna í kennara- málum. Hann bendir einnig á, þegar verið er að bera saman skóla og skólasvæði, að mikil- vægt sé að athuga vissa hluti, t.d. hlutfall nemenda sem eru undanþegnir prófum, fjölda ný- búa í bekkjum, fjölda fatlaðra og sérkennslunemenda. „I heildina erum við nokkuð sátt þó við viljum gera betur og munum leita leiða til þess. Þá þarf að koma til árvekni, vilji og samstarf kennara og for- eldra. Viðhorfs almennings á menntun og skólagöngu skipir einnig mjög miklu rnáli. Skóla- starf er meira en pössun á nem- endum, það skiptir máli að læra og að standa sig í skólanum", segir Einar að lokum.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.