Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 35

Víkurfréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 35
MDRA PROFA: Njarðvíkurskóli rnar ekki vera lokadóm landinu er 6,7 í stærðfræði og 6,8 í íslensku. Þess ber að geta að uppgefnar einkunnir eru raðeinkunnir sem eru ekki samanburðarhæfar á milli greina. Raðeinkunn segir til um röð nemenda miðað við aðra sem tóku prófið, þ.e.a.s. hve hátt hlutfall nemenda er með ákveðna einkunn og lægri. Sem dæmi má nefna að nem- andi með raðeinkunn 78 stend- ur sig jafnvel eða betur en 78% nemenda á landinu öllu. Þeir sem vilja kynna sér prófin betur geta skoðað heimasíðu Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála, www.rum.is Heiðarskóli íslenskukennsla styrkt af Þróunar- sjóði grunnskóla Að sögn Árnýjar Páls- dóttur, skólastjóra Heiðarskóla er mik- ilvægt að athuga vel hvaða námsþættir ganga vel og hvar er hægt að gera betur, þegar niðurstöður sam- ræmdra prófa berast skól- anum. Heiðarskóli fékk styrk úr Þró- unarsjóði grunnskóla fyrir þetta skólaár til þess að efla ís- lensku kennsluna í skólanum og Ámý segist binda vonir við að það geti skilað nemendum betri árangri á samræmdum prófum í framtíðinni. Niðurstöður samræmdra prófa í íslenska í 7. bekk var 6,7 og meðaltal í stærðfræði var 6,8, sem er nánast hið sama og landsmeðaltal. Meðaltal í ís- lenska í 4. bekk var 5,8 og í stærðfræði var meðaltal 6,3. „Markmiðið er að sjálfsögðu að bæta árangur skólans", seg- ir Ámý. „Til þess að bæta ár- angur þurfa allir aðilar skóla- Traust bakland nema er lykilatriði Niðurstöður í Njarð- víkurskóla eru ekki enn alveg marktækar þar sem í ljós hefur komið að endurskoða þarf útkomu hóps barna í 7. bekk. Um er að ræða ritunarþátt í ís- lensku. T.d. þarf að endur- skoða prófið hjá 19 nemend- um í Njarðvíkurskóla. End- anleg niðurstaða mun því ekki liggja fyrir fyrr en eftir tvær vikur. Meðaltal í 4. bekk í íslensku var 5,8 og í stærðfræði 6,05. Meðaltal í 7.bekk í íslensku var 6,5 og í stærðfræði 6,8. Hvað er goður skóli? Gylfi Guðmundsson, skóla- stjóri segist alltaf vera svolítið hræddur við að ræða um út- komu á samræmdum prófum vegna þess að hann óttast að menn gleymi fyrir vikið að ár- angur í þeim segir ekki svo rnikið um hvort skóli er góður eða slæmur. „Við eigum einnig að tala um árangur í uppeldi og árangur sem sýnir að nemanda líður vel í skóla“, segir Gylfi, „og að skólinn kunni að takast á við einelti, kunni að takast á við erfiðar aðstæður sem upp koma og geri það. Þetta eru allt atriði sem skipta afar miklu máli þegar við tölum um góðan skóla. Það kemur svo ótal margt annað til greina en einkunnir á samræmdum próf- um. Máli sínu til stuðnings bendir Gylfi á bókina „Nordiska skol- ar i utveckling” þar sem dregn- ir eru saman 9 mikilvægir samfélagsins að taka höndum saman; nemendur, foreldrar og kennarar. Það er marg rannsakað að áhugi foreldra á námi bama sinna hefur afger- andi áhrif á velgengni þeirra í skóla. Við í Heiðarskóla höf- um starfandi við skólann öfl- ugt foreldrafélag sem styður vel við bakið á skólastarfmu.“ punktar um hvernig góður skóli á að vera. Þar segir í upp- talningunni um góðan skóla: 1. Markmið skólans eru skýr og miklar væntingar em gerðar til nemenda. 2. Skólinn einkennist af virk- um áhuga á því að sýna árang- ur. 3. Foreldrar taka þátt í skólalíf- inu og styðja starf skólans. 4. Skólinn leggur áherslu á að þróa námsefni og kennsluað- ferðir. 5. Skólinn leggur áherslu á vinnufrið og góðan starfsanda. 6. Stjómun beinist að aðalvið- fangsefni skólans - að bamið fái að þroskast. 7. Stjómendur og starfslið allt hafi jákvæða afstöðu til skóla- þróunar. 8. Fagleg endurmenntun fyrir kennara er fastur liður í skóla- starfinu. 9. Skólinn fær stuðning frá umhverfmu. Velvilji bæjartjórnenda Að mati Gylfa uppfylla skólar í Reykjanesbæ ágætlega þessi skiíyrði en hann segir að bæjar- stjómin hafi staðið sig vel og geti verið stolt af sínu verki. „Myndarlegur nýr skóli er ris- inn í Heiðarbyggð og góðar endurbætur og viðbyggingar við hina skólana; skólaeldhús, matur fyrir nemendur og allir skólamir em nú einsetnir. Það er því óhætt að óska bæjar- stjóm til hamingju með hversu vel hefur gengið að koma öllu heim og saman“, segir Gylfi og bætir við að sveitarfélagið sé með þessum aðgerðum að tryggja að nemendum og starfsfólki skólanna bestu að- stæður sem til em, svo að ár- angur náist í skólastarfi. Gylfi er þess fullviss að einsetning skólanna muni bæta skólastarf og þá um leið námsárangur er fram líða stundir. Starfsfólk leggur sig 100% fram „Það er einnig ljóst að kennarar og skólastjómendur hafa fullan hug á að gera vel, vinna með jjeim hætti að aðstæður allar og vinna með nemendum skili sér á réttan hátt. Trúlega má alltaf bæta skólastarf og finna leiðir til að ná betri árangri og starfs- fólk skólanna er sífellt að leita leiða til þess. Eg tel að skóla- stjómendur og starfsfólk þurfi að einbeita kröftum sínum að því að skapa gott og jákvætt námsumhverfi til að tryggja að bömunum líði vel í skólanum og hafi jákvæðar minningar þaðan er frá líður. Þetta er grundvallaratriði. Skóli á auk þess að vera lifandi stofnun sem leggur rækt við að gera nemendur sjálfstæða og kenna þeim að virða skoðanir og sjálfstæði annarra”, segir Gylfi. Traust bakland er lykilatriði Baklandi, þ.e. foreldrar og for- ráðamenn nemenda, eru ekki síður mikilvæg, að mati Gylfa. „Menntun þeirra og viðítorf skipta máli en þó alveg sérstak- lega áhugi Jreirra og vilji til að hjálpa bömum sínum og fylgj- ast með starfi þeirra. Sá bak- grunnur skiptir sköpum, hvað varðar námsárangur á sam- ræmdum prófum og árangur yfirleitt, utan skóla sem innan. Foreldri þarf að vera vakandi hverja stund yfir velferð bams og sýna starfi þess og vinnu áhuga, alla daga. Þetta er lykil- atriði“, segir Gylfi og nefnir í beinu framhaldi agalaust upp- eldi sem stendur á ótraustum grunni þar sem böm og ung- lingar verða öryggislausir og geta því ekki tileinkað sér þekkingu og fæmi til að alvöru nám eigi sér stað. „Frá fyrsta skóladegi í 6 ára bekk þarf foreldri að setjast með baminu sínu og veita því aðstoð. Lítil böm ráða ekki við það ein. Þetta þarf að verða sjálfsagður þáttur í uppeldi barns, helst allan grunnskól- ann. Með þeim hætti tekst að aga barn til þess að það telji það sjálfsagðan hlut að sinna náminu eins og hverri annarri vinnu því nám er fyrst og fremst vinna. Ég vil því enn leggja áherslu á þá skoðun mína að foreldrar em baklandið sem er svo mikilvægt svo ár- angur náist.“ Framhald á næstu síðu. JÚLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2 D 0 □ 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.