Víkurfréttir - 22.02.2001, Blaðsíða 2
I------------------------------------------------------------------------------------------------------------1
j ■ Boranir Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi og í Trölladyngju:
* segir Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitu Suðurnesja. Borinn fastur í viku og sprengdur laus.
Boranir Hitaveitu Suðumesja í
Svartsengi og í Trölladyngju
hafa gengið misjafnlega vel á
undanfómum vikum.
I Svartsengi var verið að bora holu 21 í
síðustu viku. Borin festist þegar hann
var kominn niður á um 925 metra.
Stafsmönnum HS tókst að losa borinn
og hafði hann þá verið fastur í um viku
tíma. „Sprengja varð borstrenginn
sundur niðri í holunni og skilja liluta
hans þar eftir. Bomn er hafin á ný og
verður nú borað með því að sveigja
fram hjá festunni og þeim hluta bor-
strengsins, sem skilinn var eftir í hol-
unni. Stefnt er að því, að holan verði
um 2500 metra djúp og með því er ver-
ið að kanna djúphluta jarðhitakerfisins.
Holan er boruð sem vara- og vinnslu-
hola fyrir orkuver ftmm“, segir Júlíus
Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðumesja
I_______________________________________
Frá borun á athafnasvæði Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi.
í samtali við Víkurfréttir.
I Trölladyngju er hafin borun á um
2000 metra djúprri háhitaholu til til-
rauna og könnunar á jarðhitasvæðinu.
„Fyrsti áfangi borunarinnar hófst með
borun víðrar holu, sem átti að ná niður
á um 70 metra dýpi og sem steypa átti í
stálrör", segir Júlíus þegar hann er
spurður um gang framkvæmda á svæð-
inu. „Þegar borinn var kominn niður á
um 30 metra dýpi varð að hætta bomn
þar sem einungis munaði um 2 til 3
gráðum að holan gysi. Gripið var til
þess ráðs að bora granna könnunarholu
og var ætlunin að hún yrði bomð niður
á um 100 metra dýpi. Það fór sem íýrr
að hætta varð á miðri leið vegna hita og
þrýstings gufunnar. Þetta em í reynd
afar ánægjuleg tíðindi og spennandi þar
sem svæðið virðist mjög öflugt við
fyrstu kynni. Nú er verið að breyta
verklagi lítillega svo unnt verði að bora
holuna", segir Júlíus og er bjartsýnn
þrátt fyrir að ýmis vandamál hafi látið á
sér kræla í ferlinu. Jötunn, stærsti bor
Jarðborana hf. mun bora holuna og
verður hann fluttur á svæðið að lokinni
bomn í Svartsengi.
Qflugt svæði við fyrstu kynni
Húsnæðisfélagið Búmenn
auglýsir kynningarfund í Reykjanesbæ.
Fundurinn verður haldinn í húsi
Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur,
Hafnargötu 80,
þriðjudaginn 6. mars kl. 20.
Markmið félagsins er að byggja
og reka íbúðir með búseturétti sem
félagsmenn 50 ára og eldri kaupa sér.
Inntaka nýrra félaga.
Stjórn suðurnesjadeildar Búmanna.
Mýbakaá braoð 03 saef abraoð
alla* 4a3mw, heíff 03 3°ff/
lé'pízza
wi/i áleggsfcsuhdom
PIZZA
. LOPEZ
ARSOL
1 Heiðartúni 2c • Garði
Sími 422 7935
Öskudagurinn
haldinn hátíðlegur
• •
skudagurinn verður
haldinn hátíðlegur
fyrir nemendur í 1.-6.
bekk grunnskólanna í
Reykjanesbæ miðvikudaginn
28. febrúar.
Hátíðin stendur yfir ffá kl. 14-
16 og verður í Reykjaneshöll-
inni. Dagskráin verður með
hefðbundnu sniði; „Kötturinn"
sleginn úr tunnunni, leikir,
glens og grín. Allir fá viður-
kenningu fyrir að mæta og
einnig fá þeir verðlaun, sem slá
„Köttinn“ úr tunnunni. Ekki
verða veitt verðlaun fyrir bún-
inga.
Að hátíðinni standa Tónlistar-
skóli Reykjanesbæjar og Tóm-
stundaráð Reykjanesbæjar.
Foreldrar eru beðnir að taka
virkan þátt í þessari skemmtun
og aðstoða bömin.
Harður
árekstur
í Keflavík
Harður árekstur varð
á mótum Tjarnar-
götu og Hringbraut-
ar í Keflavík sl. föstudags-
kvöld þegar tvær bifreiðar
rákust sarnan. Þrennt var
flutt á sjúkrahús í kjölfarið.
Einn farþegi fékk að fara
heim að skoðun lokinni en
annar var sendur í mynda-
töku til Reykjavíkur.
Eitthvað var um ölvun og
óspektir um helgina en að sögn
lögreglu var helgin fremur ró-
leg' x
Trilla slimaði ffá í Osabotnum í
óveðrinu sl. föstudag og rak
upp á land. Hún skemmdist lít-
ið en björgunarsveitarmenn
komu henni aítur á flot.
Vegfarandi tilkynnti um eldri
konu sem lá illa haldin á götu í
íbúðahverfi í Reykjanesbæ á
aðfaranótt mánudags. Það
blæddi lítillega úr munni henn-
ar og nefi en talið er að hún
hafi fengið flogakast. Konan
var flutt í skoðun og veitt að-
hlynning á HSS.
Útgefandi: Vflmrfráttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, simi 421 4717, fax 421 2777
Ritstjori: Páll KetUsson, simi 893 3717 pket@vf.is • Framleiðslustjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, simi 898 2222 hbb@vf.is
Fréttastjóri: SUja Dögg Gunnarsdóttir, sími G9Q 2222 sUja@vf.is • Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir kristin@vf.is,
Jónas Franz Sigurjónsson, franz@vf.is HönnunardeUd: Bragi Einarsson bragi@vf.is • Kolbrim Pétursdóttir koUa@vf.is
Útlit, umbrot og prentvistun: Vikurfréttir ehf. • F’rentvinnsla: Dddi hf. Daglegj StafraBIl Útgáfa: WWW.vf.ÍS
2
FEÉTTLR