Víkurfréttir - 22.02.2001, Blaðsíða 12
■ Mikið tjón vegna eldinga aðfaranótt sl. föstudags:
Milljonatjón í Reykjanesbæl
Svona var símastrengurinn við
Njarðvíkurkirkju útlítandi eftir
eldinguna. Allir þræðir voru horfnir innan
úr kápunni sem var einnig illa farin.
Símatengibox illa farið eftir
eldinguna aöfararnótt sl.
föstudags.
í höfuöstöðvum Landssímans við Hafnargötu hafa þeir Jón og
Vignir haft í nógu að snúast og sama má segja um fjölda
símamanna sem hafa verið á þönum um allan bæ við
viðgerðir á skemmdum eftir eldingarnar.
Leifarnar af símastrengnum grafnar upp við Njarðvíkurkirkju á mánudaginn.
þórsson slökkviliðsstjóri BS.
„Svo virðist sem eldingin hafi
slegið út mörgum brunaviðvör-
unarkerfum en þau tengjast
upphringikerfi símans sem gef-
ur boð í móttökubúnað í vakt-
miðstöð BS. Viðvörunarkerfi
eru mjög viðkvæm fyrir
spennubreytingum. Ég bið þá
aðila sem hafa kerfi, að gefa
þeim auga, hvort sem þau eru
tengd til okkar eða inn í
Reykjavík", segir Sigmundur.
Að sögn Geirs Reynissonar hjá
Sjává-Almennum voru nokkrir
búnir að hringja vegna tjóns af
völdum eldinga en það kæmi í
ljós á næstu dögum hversu
mikið tjónið væri. „Trygginga-
félögin greiða bætur vegna
slíks tjóns og flestir eru nú með
heimiíistryggingu“, segir Geir.
„Ég vaknaði við að eldingamar
en þriðja eldingin, sem var
verst, kom kl. 4:20. Herbergið
lýstist upp og mér sýndist hún
fara í garðinn hjá mér. Þrum-
urnar voru svo háværar og
skelfilegar að ég hélt að húsin
væru að hrynja í kringum mig
eða að það hefði orðið flugslys.
Þetta var eins og sprenging",
sagði íbúi í Reykjanesbæ í
samtali við VF. „Mér varð auð-
vitað ekki svefnsamt eftir þetta.
Rafmagninu sló út í öllu hús-
inu. Ég prófaði að kveikja á
tölvunni en hún var dauð, það
var símasambandslaust í hús-
inu, sjónvarpið hjá nágrönnun-
um er farið en ég er ekki búin
að prófa að kveikja á sjónvarp-
inu okkar. Ég er ekki farin að fá
viðgerðamenn þannig að ég
veit ekki enn hversu alvarlegt
þetta er“, sagði viðmælandi
blaðsins snemma morguninn
eftir eldingamar.
Fleiri vöknuðu upp skelfingu
lostnir og vissu ekki hvað á sig
stóð veðrið. „Ég vaknaði við að
það var albjart í herberginu
rnínu og sekúndu síðar kom
rosalegur hvellur sem var
svona tíu sinnum kraftmeiri en
bomburnar á gamlárskvöld.
Hjartað á mér fór á fullt og ég
var skíthrædd. Ég hljóp fram
alveg í sjokki og mætti þar hin-
um fjölskyldumeðlimunum.
Við stóðum öll frammi og bið-
um eftir að þetta væri búið. Ég
sofnaði um klukkustund síðar
þegar hjartslátturinn var aftur
orðinn eðlilegur", sagði ung
stúlka í Njarðvíkunum þegar
hún var beðin um að lýsa at-
burðum næturinnar.
Lögreglan fékk tvær tilkynn-
ingar um fok um nóttina. Þakið
á Fiskiðjunni í Njarðvík losn-
aði að hluta og vinkaði vina-
lega framan í vegfarendur
frameftir degi. Plata fauk af bíl
við hafnarsvæðið í Sandgerði
kl. 5 um nóttina en ekki var
hægt að kanna skemmdir
vegna veðurofsans.
Starfsmenn bilanaþjónustu
Landssímans höfðu í nógu að
snúast alla helgina við að koma
símasambandi aftur á en víða
var símasambandslaust á Suð-
urnesjum, aðallega í Reykja-
nesbæ.
„Það var rólegt hjá okkur þessa
nótt“, sagði Sigmundur Ey-
Þórir Jónsson kirkju-
vörður í Njarðvík með
brotin úr kirkjuturninum
sem eldingin skemmdi.
Tjón af völdum elding-
arinnar er talsvert í og
Djúp lægð gekk yfir landið á aðfaranótt fóstudags og í
kjölfarið komu háværar þrumur og eldingar. Ibúar í
Reykjanesbæ vöknuðu upp með andfælum við lætin
og sumir héldu að flugslys hefði orðið í bænum. Þegar fólk fór
að kanna afleiðingar óvcðursins kom í Ijós að stór hluti
Reykjanesbæjar var símasambandslaus og fregnir herma að
sjónvörp, tölvur og önnur rafmagnstæki sem voru í gangi þeg-
ar eldingunum laust niður, séu ónýt. Eitthvað hefur verið um
fok og skemmdir af völdum óveðursins.
12