Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.02.2001, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 22.02.2001, Blaðsíða 30
Jóhann B. Guðmundssonvar hetja Keflvíkinga í stórsigri á Eyja- mönnum í deildarbikarnum í Reykjaneshöllinni sl. iaugardag. Jóhann skoraði þrennu í 5:1 sigri. Hin mörkin tvö skoruðu Jóhann Benediktsson og Þórarinn Kristjánsson. Útsendarar norska liðsins Lyn voru á leiknum til að fylgjast með Jóhanni Guðmundssyni. Á myndinni fagnar Jói eitt af þremur mörkunum. BIKARPUNKTAR Leikur dagsins er 26. bikarúrslitaleikurinn og hafa KR og Kctlavíkurstúlkur leikið jafn marga leiki eða alls 12. Eftir þennan Ieik hafa bæði lið því leikið alla 13 leiki. Keflavíkurstúlkur hafa sigrað í síðustu sjö bikarúrslitaleikjum sínum. KR og Keflavíkurstúlkur hafa mæst fjórum sinnum í bikarúrsli- taleikjum og hafa Keflavíkurstúlkur sigrað þrisvar sinnum. Keflavíkurstúlkur hafa sigrað í tíu af tólf bikarúrslitaleikjum sínum sem er 83,3% og er það aldeilis frábær árangur. f þau fjórtán ár frá því Keflavíkurstúlkur léku sinn fyrsta bikarúrslitaleik hafa aðeins tveir verið án þátttöku þeirra. Kristín Blöndal sem leikur í dag er sú eina sem eftir er af þcim sem léku fyrsta bikarúrslitaleik Keflavíkur 1987. Af þessum þrettán bikarúrslitaleikjum er þetta annar leikurinn þar sem Anna María Sveinsdóttir tekur ekki þátt í. Arið 1993 mis- sti hún af úrslitaleik þar sem hún var ófrísk eins og hún er einnig núna. Síðasti bikarúrslitaleikur milli þessa liða sem fór fram 1997 fór í framlengingu og sigruðu Keflavíkurstúlkur að lokum með þriggja stiga mun 66 - 63. Þetta er í eina skiptið sem bikarúrslitaleikur fer í framlengingu hjá kvenfólkinu. Mesti munur hjá þessum liðum þegar þau hafa mæst í úrslitum 1995 þegar Keflavík sigraði með nítján stiga mun 61 - 42. Það hefur oftast verið lítill munur á þessum liðum þegar þau hafa mæst í úrslitum, þriggja til fjögurra stiga munur, að undanskil- dum úrslitunum 1995. Eins og sést á þessari upptainingu eru Keflavíkurstúlkur með mikla bikarúrslitahefð. Það má búast við mjög jöfnum leik á laugardaginn eins og alltaf þegar þessi lið mætast. orum ekhi II neins -segir Kristín Blöndal sem var í Keflavíkurliöinu í fyrsta bikarsigrinum í Laugardalshöllinni gegn KR1987 Þær hafa marga hildina háð, stúlkumar úr Keflavík og KR, á síðustu árum og oftar en ekki hefur bikarúrslitaleikurinn verið glæsilegasta orustan. Liðin sitja gjama saman í efsta sæti deildarkeppninnar á þess- um tíma ársins, em nýkomnar með erlenda leikmenn og það kraumar í bikarnum. Keflvíkingar státa af glæsileg- ustu bikarsögu í boltaíþróttum hérlendis. Þær kepptu fyrst til úrslita 1987 og hafa leikið alla úrslitaleiki nema tvo síðan og unnið 10 sinnum. KR-ingar eiga sér einnig glæsta sögu, þó eilítið eldri sé, og í þessum 26. bikarúrslitaleik KKI em bæði liðin að leika þar í þrettánda sinn. Kristín Blöndal er ein eftir úr hópnum sem landaði fyrsta bikarti- tlinum 1987. „Við lögðum ein- mitt KR í þessum fyrsta bikarúrslitaleik og ætlum okkur að leggja þær aftur í ár. Þá var svokallað „gullaldarlið KR“ að enda sinn frægðarferil og allt annað lið sem við mætum nú. Við hlökkum allar til laug- ardagsins, við erum vanar IJru ijVb Sttiv/artz er meitlii A uy óvísi — A hvort hú" Jji I H veröur 1 meö KRflavik tieyiiKfi [ r f w •' ■■•. ^ Laugardalshöllinni og förum ekki til neins annars en að sigra. Það er mikil samkeppni á milli þessara liða og það verður allt lagt í sölurnar á laug- ardaginn. Mætið bara og sjáið!“ Hvetjum Keflavíkurstúlkur til sigurs. Bikarinn til Keflavíkur! ^ér Saltver ™ SSfLAG M' rækjuvinnsla REYKJANESBÆR 30

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.