Víkurfréttir - 22.02.2001, Blaðsíða 16
Ný byggingasvæði í Reykjanesbæ:
Bjóða helmingi lægri gatna-
gerðargjöld en í höfuðborginni
Stórfenglent utsýni úp Grænási
IGrænáshverfi er gert ráð fyrir 169 íbúða-
húsalóðum. Deiliskipulag er frágengið og
hefur gatnahönnun verið boðin út. Fram-
kvæmdir við fyrsta áfanga, sem hefur að
geyma 31 lóð næst Fitjum, hefjast í maí. Lóð-
imar verða byggingarhæfar í ágúst. Höfund-
ur deiliskipulags er Hornsteinar arkitektar
ehf.
„Útsýnið í Grænásnum er mjög fallegt og tjöl-
breyttir útivistarmöguleikar eru í nánasta um-
hverfi. Tjamimar á Fitjum, sem em þekktar fyrir
fjölskrúðugt fuglalíf, em t.d. í 10 mínútna göngu-
fjarlægð en þar er verið að hanna útivistarsvæði.
Framkvæmdir við útivistarsvæðið hefjast á
næsta ári“, segir Helga Sigrún Harðardóttir at-
vinnuráðgjafi Reykjanesbæjar.
Senn hefjast bygginga-
framkvæmdir við ný
íbúðahverfi í Lágseylu
og Grænáshverfi. Helguvík-
ursvæðið hefur einnig verið
skipulagt en verið er að
vinna að deiliskipulagi fyrir
Borgarhverfi sem staðsett er
við Reykjanesbraut í grennd
við flugstöðina. Þessi svæði
eru ætluð fyrir fjölbreytta at-
vinnustarfsemi og þjónustu.
Þess má geta að gjaldskrá
gatnagerðagjalda er hclmingi
lægri í Reykjanesbæ en í
Reykjavík og má því búast
við að fyrirtæki sjái sér hag í
að flytja starfsemi sína suður
eftir. Uppbygging verslunar-
og þjónustusvæðis á Sam-
kaupssvæðinu er einnig á
dagskrá á næstunni sem og
endurbygging Hafnargöt-
unnar, sem bæjarbúar bíða
eflaust eftir með ofvæni.
Nýr þjónustukjarni í móanum
Svæðið norðan við Samkaup er
nú á teikniborðinu. I undirbún-
ingi er gerð skipulagsskilmála
og í framhaldi verða lóðimar
auglýstar. Olafur Kjartansson
sagði að það kæmi vel til
greina að bjóða svæðið út í
heild sinni, líkt og gert var í
Smáranum í Kópavogi.
„Svæðið er 45.000 fermetrar
að stærð en við sjáum fyrir
okkur að þama rísi líflegt versl-
unar- og þjónustusvæði, t.d. lít-
il Kringla, sérvöruverslanir,
ráðstefnuhótel o.þ.h. en gert er
ráð fyrir íbúðum á efrí hæðum
húsanna. Draumurinn er að fá
stór fyrirtæki til að koma þang-
að“, segir Olafur.
Endurbygging Hafnargöfu
Hafnargatan hefur löngum ver-
ið þymir í augum bæjarbúa og
annarra en það er fyrir löngu
orðið tímabært að gefa götunni
andlitslyftingu. Heiðar staðfesti
að það væri næst á dagskrá og
stefnt væri á að ljúka hönnun-
arvinnu á þessu ári svo að
framkvæmdir við endurbygg-
ingu gætu hafist á næsta ári.
„Við höfum hugsað okkur að
hafa svokallað síugötukerfi,
samanber Laugavegurinn í
Reykjavík. Meiningin er að
byggja síðan upp umferðargötu
fyrir neðan Hafnargötu næst
sjónum, Ægisgötu en þar á
mesta umferðin að fara“, segir
Heiðar en það verður spenn-
andi að fylgjast með hverju
fram vindur í skipulagsmálum í
Reykjanesbæ því ekki virðist
skorta hugmyndir og fram-
kvæmdavilja.
16