Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.02.2001, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 22.02.2001, Blaðsíða 25
■ Skýrsla um hagi og líðan ungs fólks á Suðurnesjum - samanburður 1997-2000: Fyrirtækið Rannsóknir og greining lauk ný- lega við að gera rann- sókn á högum og líðan bama í 9. og 10. bekkjum grunn- skóla á Suðurnesjum en í skýrslunni er einnig gerður samanburður á niðurstöðum sambærilegrar skýrslu sem unnin var árið 1997. Skýrslan er mjög viðamikil en í henni em m.a. könnuð tengsla unglinga við foreldra, vímu- efnanotkun, andleg og líkam- leg líðan, íþróttaiðkun o.fl. VF mun fjalla ítarlega um niður- stöður skýrslunnar á næstu vik- um og taka fyrir ákveðinn lið í hvert sinn. Þeir sem vilja skoða skýrsluna í heild sinni geta fengið hana á heimasíðu Sam- bands sveitarfélaga á Suður- nesjum, www.sss.is Þess má geta að samanburðar- hópamir eru Reykjavík, landið allt, Reykjanesbær og Suður- nes en þá er átt Voga, Grinda- vík, Sandgerði og Garð. Skilaboð til foreldra I skýrslunni er m.a. fjallað um reykingar ungmenna og áfeng- isneyslu. Þá kemur skýrt fram að dregið hafi úr reykingum en neysla áfengis hefur aukist á undanfömum ámm. Það sem er mest sláandi í skýrslunni er þó hvar unglingamir neyta áfeng- is, en það er „heima hjá öðr- um“. Þá má spyrja; hvar eru Það var um árið að hann hafði hár. Elsku pabbi innilega til hamingju með afmælið. Aníta Ósk og Svandís Þóra. húsráðendur á þessum heimil- um á meðan á drykkjunni stendur en hópurinn sem um ræðir er eins og fyrr segir 14- 16 áragömul böm? Að sögn Skúla Þ. Skúlasonar, formanns SSS, munu niður- stöður skýrslunnar verða not- aðar sem tæki í kerfmu. „Þess- ar niðurstöður verða kynntar viðkomandi aðilum, s.s. lög- reglu, félagsmálayfirvöldum, foreldmm o.fl. þannig að hægt sé að gera betur. Að mínu mati sýna niðurstöðumar okkur að góður árangur hefur náðst í for- vömum en engu að síður eru þama sterk skilaboð til foreldra um að þeir þurfi að sína meiri aga og eftirfylgni." Færri sem reykja Reykingar meðal grunnskóla- nema hafa aukist á undanföm- um ámm, en á ámnum 1999 til 2000 hefur dregið úr þeim að nýju. Hlutfall nemenda í 10. bekk í Reykjanesbæ sem sagðist reyk- ja daglega, lækkaði úr 23% 1997 niður í 17% árið 2000. Hlutfall reykingamann í 10. bekk á Suðumesjum (fyrir utan Reykjanesbæ) var 21% árið 1997 og 20% árið 2000. I 9. bekk hefur þróunin hins vegar verið öðruvísi. Hlutfall reykingamanna í 9. bekkjum Reykjanesbæjar var 16% árið 1997 og 17% árið 2000. Hins Ólafur Ögmundsson. Innilegar hamingjuóskir á 70 ára afmælinu. Kærar þakkir fyrir samstarfið. Vinnufélagar. Til hamingiu'. Elsku Þórdís Ásta, innilega til hamingju með 1. árs afmælið 22. febrúar. mamma, amma og langamma. vegar hafa reykingar dregist saman hjá sama aldurshópi í örðum byggðalögum á Suður- nesjum, þar reyktu 15% árið 1997 og 11 % árið 2000. Þróunin er mjög svipuð þegar Suðurnesin eru borin saman við Reykjavík og landið í heild á þessu tímabili. (sjá meðfylgj- andi stöplarit) Áfengisneysla eykst Þegar tölur um neyslu áfengis eru skoðaðar, kemur í ljós að neysla nemenda í 9. bekk í Reykjanesbæ hefur aukist milli áranna 1997 til 2000, en árið 1997 höfðu um 29% nemenda í níunda bekk drukkið áfengi sl. 30 daga en þegar könnunin var lögð fyrir árið 2000 var þetta hlutfall komið upp í 49%. Aftur á móti dregur úr neyslu áfengis hjá nemendum í 9. bekk annars staðar af Suður- nesjum, en árið 1997 átti þetta við 31 % nemenda en árið 2000 við 29%. Þegar neysla áfengis í 10. bekk er skoðuðu kemur í ljós að hún hefur aukist á öllum stöðum. Árið 1997 höfðu 33% nem- enda í Reykjanesbæ og 44% nemenda af Suðumesjum neytt áfengis sl. 30 daga, en árið 2000 átti þetta við um 50% nemenda í 10. bekk í Reykja- nesbæ og 55% á Suðumesjum. Hvar eru foreldrarnir? Unglingamir vom m.a. spurðir að því hvar þeir neyttu áfengis og þá kom í ljós að meirihluti þeirra, eða um 60%, neytti áfengis heima hjá öðmm. Það má geta sér þess til að þessi drykkja fari fram í svokölluð- um eftirlitslausum partýum. Þetta er sláandi niðurstaða sem foreldrar þurfa að skoða. Milli 45-61% neytir áfengis utandyra og 42-51% neytir áfengis í bænum. Hafnargötuævintýrið er búið Hjá lögreglunni í Keflavík fengust þær upplýsingar að drykkja unglinga færi að mestu leyti fram í eftirlitslausum partýum. „Hafnargötuævintýr- ið er búið. Unglingamir safnast sjaldan saman niður í bæ nú- orðið til að fara á fillirí. Þeir vilja frekar vera á stað þar sem þau geta verið í friði, t.d. í heimahúsi eða á leikskólalóð- um þar sem háar girðingar em umhverfis.“ „Oft á tíðum vitum við ekkei af eftirlitslausum partýum og get- um því lítið aðhafst. Afskipti okkar af partýum em oft þegar unglingurinn er kominn í vand- ræði og hringir sjálfur á lög- reglu eða þegar nágrannar kvarta vegna hávaða. Viðkom- andi býður vinum stnum heim en síðan spyrst gleðskapurinn út og húsið fyllist af ókunnugu fólki og allt fer úr böndunum. Þegar hópurinn er mjög stór getur verið erfitt að ráða við aðstæður, þ.e. að flytja allan hópinn á lögreglustöðina. En ef ákveðnir einstaklingar skera sig úr hópnum eru þeir að sjálf- sögðu færðir á lögreglustöðina. Þegar hópurinn er minni fömm við með viðkomandi einstak- Iinga niður á lögreglustöð, hringt er í foreldra og þeim gert að sækja barnið sitt“, segir Kristján Geirsson lögreglu- maður. Að sögn Kristjáns er ekki mik- ið um að foreldrar séu fjarver- andi þegar lögreglan hefur samband en það er þó algeng- ara á sumrin að foreldrar séu í sumarbústöðum eða annars staðar. Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 25

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.