Víkurfréttir - 22.02.2001, Blaðsíða 24
Engar ferðir í Garðinn
Athygli hefur vakið að
um nokkurt skeið
hefur SBK ekki hald-
ið uppi neinum áætlunar-
ferðum í Garðinn. Sigurður
Jónsson, sveitarstjóri, sagði
að fyrir nokkru hefði Garður
og Sandgerði gert samkomu-
lag við SBK að halda uppi
ákveðnum fjölda ferða til
þessara sveitarfélaga og gre-
itt SBK sérstaklega fyrir það.
Gerðahreppur lét gera könnun
og kom þá í ljós að mjög fáir
nýttu sér þessar ferðir. Samn-
ingnum var í framhaldi af því
sagt upp. Eftir sem áður eru
það alltaf einhverjir sem þurfa
á áætlunarferðum að halda.
Sigurður sagði að SBK væri
með sérleyfi á þessari ferð og
bæri að halda uppi áætlunar-
ferðum. Erindi hefði verið sent
til Vegagerðarinnar sem sæi
um þessi mál og þar hefði ver-
ið svarað að SBK bæri að
halda uppi áætlun á meðan sér-
leyfi væri í þeirra höndum.
Sigurður sagði að þegar þessi
orð væm sögð hefði SBK enn
ekki orðið við ítrekaðri beiðni
um að auglýsa áætlunarferði í
Garðinn.
■ Tónlistarskóli Reykjanesbæjar:
Tónsmiðja á Degi
tónlistarskólanna
✓
febrúarmánuði hafa all-
ir nemendur Tónlistar-
skóla Reykjanesbæjar 8
ára og eldri verið að vinna
ákveðið þema, sem hlotið
hefur heitið Tónsmiðjan.
Þetta er í annað sinn sem
Tónlistarskóli Reykjanes-
bæjar stendur fyrir þessu
verkefni.
„Markmiðið með Tónsmiðj-
unni er að örva sköpun í skóla-
starfmu með því að nemendur
semji tónlist skrifi hana niður
og frumflytji að lokum lagið
sitt á tónleikum. Með
Tónsmiðjunni er skólinn að
skapa nemendum sínum tæki-
færi til við vinna með þau at-
riði sem aðalnámsskrá tónlist-
arskóla kveður á um varðandi
tónsköpun og um leið að vekja
og efla áhuga nemenda fyrir
eigin tónsköpun.
Þetta er mjög mikilvægur þátt-
ur í tónlistaruppeldi nemenda
og því fyrr sem nemendur ná
tökum á að koma tónhug-
myndum sínum frá sér á mark-
vissan og skipulagðan hátt, því
betra“, segir Haraldur Árni
Haraldsson skólastjóri Tónlist-
arskóla Reykjanesbæjar.
Tónsmiðjan er að sögn Harald-
ar jafnframt tónsmíðasam-
keppni, þar sem allir fá viður-
kenningu fyrir þátttökuna en
sigurvegamir fá sérstaka viður-
kenningu við skólaslit í vor.
Skipuð verður þriggja manna
dómnefnd úr röðum kennara
skólans sem velur verðlauna-
verkin og mun hún taka mið af
aldri og námsstigi.
„Nemendur hafa verið mjög
duglegir við að vinna að þessu
verkefni sem lýkur með tón-
leikaröð Tónsmiðjunnar í Ytri -
Njarðvíkurkirkju á „Degi tón-
listarskólanna" laugardaginn
24. febrúar. Á tónleikunum
sem verða alls 4 rnunu nem-
endur upplifa stóra stund þegar
þeir frumflytja
tónverkin sín. Fyrstu tónleik-
arnir eru kl. 11.00, næstu
kl.13.00, þeir þriðju kl.14.30
og þeir fjórðu kl. 16.00. Það má
búast við að nemendur og
kennarar skólans frumflytji
milli 200 og 300
tónverk þennan dag. Allir eru
velkomnir á tónleikana og við
viljum eindregið hvetja for-
eldra nemenda og aðra að-
standendur og vini til að fjöl-
menna, því það er mikilvæg og
hátíðleg stund í lífi hvers tón-
listarmanns, að frumflytja eigin
tónsmíð'1, segir Haraldur að
lokum.
Ljósmyndarí
á vakt allan
sólarhrínginn!
GSM 898 2222
Glæsilegt sjávarréttakvöld var haldið í Samkomuhúsinu í Garði um síðustu helgi.
Það var unglingaráð Víðis sem stóð fyrir kvöldinu sem var vel sótt. Fjölmargir lögðu til sjávar-
rétti á matarborðið en ágóðanum af kvöldinu er varið til uppbyggingar barna- og unglinga-
starfs knattspyrnufélagsins Víðis. Fleiri myndirfrá kvöldinu verða íTVF-tímariti Víkurfrétta
sem kemur út í marsmánuði. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Vilt þú ná kjörþyngd?
Hefur þú einhvem tím-
an upplifað þá til-
iinningu að líða ejns
og þú getir ekki nieir? Oll
fötin orðin of þröng, skúmir
þrengja að, þú er hætt/-ur að
fara út á meðal fólks og þinn
besti vinur er ísskápurinn?
Sumir kannast sjálfsagt við
þessa tilfinningu og hafa enn
ekkert gert í sínum málum því
þeir halda að það sé ekkert
hægt að gera fyrir sig eða vita
hreinlega ekki hvað skal gera.
Það er stórt skref að taka sig
taki og segja, hingað og ekki
lengra. Engu að síður er léttir-
inn mikill jregar átakið er hafið.
Þetta er vel hægt og ÞÚ getur
það!
Við á Perlunni ætlum að bjóða
upp á lokaða tíma 3x í viku,
fyrir fólk á öllum aldri sem
þarf að ná af sér 25 kg eða
meira. I boði er spinning í um-
sjón Bryndísar Kjartansdóttur
kl. 20:45 og stendur ti'minn yfir
í 45 mínútur. Hjólað verður við
kertaljós og enga spegla. Við
ætlum að leyfa fólki að ráða
sjálft hvort það vill mælingu og
skila inn matardagbókum.
I byrjun verður fyrirlestur og
vegleg fræðslumappa. Þetta er
ekki hugsað sem námskeið en
engu að síður lokaður hópur.
Hver hópur verður í 5 vikur.
Einnig verður boðið upp á við-
talstíma ef það er eitthvað sem
þig vantar upplýsingar um eða
aðstoð við. Állar upplýsingar
og skráning er hjá Bryndísi í
síma 695-2206 og Sigríði í
síma 899-0455.
Aðsókn í íþróttamann-
virki hefur aukist
Tæplega 160 þúsund
manns heimsóttu
sundlaugar Reykja-
nesbæjar á síðasta árin, en
árið 1999 lögðu rúmlega
140 þúsund manns leið sína
þangað. Árið 2000 fóru
flestir í sundmiðstöðina við
Sunnubraut, eða 92 þúsund
manns og næst flestir fengu
sér sundsprctt í Sundlaug
Njarðvíkur, eða rúmlega 26
þúsund manns.
Gestakomur í íþróttasali bæj-
arins vom á árinu 2000, rúm-
lega 250 þúsund, en árið 1999
komu rúmlega 170 þúsund
manns í íþróttasalina. Rúm-
lega 100 þúsund manns tóku
á því í íþróttahúsinu við
Sunnubraut og tæplega 50
þúsund í Reykjaneshöllinni.
24