Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.02.2001, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 22.02.2001, Blaðsíða 4
Viðvörunarkerfi urðu óvirk A eldingunum á aðfaranótt föstudags urðu 22 við- vörunarkerfi sem BS vaktar, óvirk og hefur verið unnið sleitulaust að viðgerð síðan að sögn Jóns Guðlaugs- sonar varaslökkviliðsstjóra. Umtalsverður kostnaður hlaust af þessum skemmd- um. Brunavarnir Suðumesja fóru í 23 sjúkraflutninga í vikunni, þar af voru 5 útköll á slökkvi- liðið og var hvergi um alvarleg atvik að ræða. Eitt af þessum útköllum var vegna áreksturs á Hafnargötunni. Tilkynnt var um eld í íbúð í Heiðarholti en þar hafði komið upp eldur í ruslapoka sem sí- garettu hafði verið hent í. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á vettvang og má þakka snarræði nágranna að ekki fór verr. Styrkirtil atvinnumála ' Miujiu.iMíjun kvenna vinnumAla STOFNUN Félagsmálaráðuneytið hefur á þessu ári heimild til að úthluta í styrki 20 milljónum króna til atvinnumála kvenna. Áhersla er lögð á að greinargóð lýsing á verkefni fylgi með umsókn, sundurliðuð kostnaðaráætlun svo og að fram komi hvort leitað hafi verið til annarra um fjárstyrk. Tilgangur styrkveitinga er einkum að auka fjölbreytni í atvinnulífi, viðhalda byggð um landið og efla atvinnutækifæri á landsbyggðinni, auðvelda aðgang kvenna að fjármagni og að draga úr atvinnuleysi meðal kvenna. Skilyrði fyrir umsókn: • Allar konur hvaðanæva af landinu geta sótt um styrk. • Forgangs njóta nýsköpunarverkefni sem þykja líkleg til að fjölga atvinnutækifærum kvenna. Svæði þar sem hlutfall atvinnulausra kvenna er hátt og fábreytni í atvinnulífi eru þar með talin. • Styrkir ekki veittir til verkefna sem eru í samkeppni við aðila í hliðstæðum atvinnurekstri á landsvísu. • Til að verkefni sé styrkhæft í 2. eða 3. sinn þarf fyrir að liggja greinargerð vegna fyrri styrkveitinga. • Ekki eru veittir rekstrarstyrkir. • Ekki eru veittir styrkir til listiðnaðar en tekið er tillit til nytjalistar. • Stofnstyrki er heimilt að veita að hámarki 25% af stofnkostnaði til véla og tækjakaupa og einnig vegna húsnæðis til hópa. • Ekki eru veittir styrkir til afmarkaðra verkefna sem ekki eru atvinnuskapandi. • Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem njóta greiðslna úr almannatryggingakerfinu. • Að öðru jöfnu nemur framlag af hálfu ríkisins ekki meir en 50% af heildarkostnaði við verkefnið. • Hámarksstyrkur á verkefni er kr. 2,5 milljónir. • Þeim aðilum sem hyggjast sækja um styrk til námskeiða/mennta-smiðju verkefna er bent á að hafa samband við Vinnumálastofnun. Umsóknareyðublöð fást á Vinnumálastofnun, Hafnarhúsi v/Tryggvagötu, Reykjavík, sími 515 4800 og á heimasíðu stofnunarinnar. www.vinnumalastofnun.ls. Umsóknareyðublöðin er einnig hægt að nálgast hjá Impru, Iðntæknistofnun og hjá atvinnu- og iðnráðgjöfum á landsbyggðinni. Umsóknarfrestur er til 21. mars 2001 Aflatregða hjá neta- bátum í Sandgerði „Netafiskiríið hefur verið lé- legt en trillurnar gera það gott þegar þær komast frá landi. Það hefur verið nán- ast samfelld aflatregða hjá netabátunum fyrir utan tvö skot sem hafa komið,“, sagði Arni Sigurpálsson hjá Hafnarvoginni í Sandgerði í samtali við Fiskifréttir. Mikill fjöldi smábáta rær á línu frá Sandgerði en auk þeirra landa þar tveir stærri línubátar, línubeitningabátur- ■ Grænáshverfi: Bæjarráð Reykjanes- bæjar hefur sam- þykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Verkfræði- stofu Suðumesja ehf., í hönn- un gatna og fl. í Grænás- hverfi. Tilboðið hljóðaði upp á 2.990.000 krónur sem er 71,2% af kostnaðaráætlun. Aðrir sem buðu í verkið voru inn Hrafnseyri, sem landaði 43 tonnum í síðustu viku, og Sigþór en hann hefur komið með upp undir 10 tonn þris- var í viku. Ami sagði að aflabrögðin hafi verið með svipuðum hætti í fyrra. Afli í dragnót hefur ver- ið lélegur upp á síðkastið og afli togaranna hefur ekki held- ur verið neitt sérstakur. Troll- bátamir hafa þó fengið sæmi- legan afla. Fyrsti loðnufarm- urinn kom til Sandgerðis 5. Almenna Verkfræðistofan h/f. ,12.500.000 kr. sem er 297,6% af kostnaðaráætlun, Verkfræði- stofa Njarðvíkur ehf. bauð 5.999.655 kr. sem er 142,8% af kostnaðaráætlun og Tækni- þjónusta SÁ ehf. 12.850.000 kr. sem er 306% af kostnaðará- ætlun. febrúar sl. og er loðnan heldur fyrr á ferðinni en í fyrra en þá kom fyrsti farmurinn 18. febr- úar. Dragnótabátamir eru aðeins sex að tölu og eru þeir óvenju fáir að sögn Áma. Netabátun- um hefur hins vegar fjölgað. „Mér fannst eins og þeir væru að láta aðeins undan síga á síðasta ári en þeir hafa skotið upp kollinum aftur“, sagði Ámi. Pnjáp milljonip í gatnahönnun Kjarnorkutillaga felld Auglýsingasími Víkurfrélta er 421 4717 Afundi hreppsnefndar Gerðahrepps þann 7.feb. sl. var tekið fyr- ir bréf frá Samtökum her- stöðvaanstæðinga varðandi yfirlýsingu um kjarnorku- vopnalaust sveitarfélag. Mörg sveitarfélög víðs vegar um heiminn hafa gerst aðilar að slíkri yfirlýsingu. Viggó Benediktsson fulltrúi I-list- ans flutti tillögu um að Gerðahreppur gerðist aðili að slíkri yfirlýsingu. Tillagan var felld með 4 atkvæðum gegn 3. 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.