Víkurfréttir - 22.02.2001, Blaðsíða 8
■ Leikskólinn Hjallatún:
Jón Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali
Hafnargata 27 • 230 Keflavík • Símar421 1420 og 421 4288
Fax 421 5393 • Netfang: fasteign-asberg@simnet.is
Klappastígur 3, Keflavík.
115m’ einbýli á 2 hæðum sem
gefur mikla möguleika.
Nokkuð búið að endumýja.
6.50(1.000.-
Kirkjuteigur 19, Kcflavík.
188m2 einbýli á 2 hæðum með
4 herb. og 27m2 bílskúr. Arinn
í stofu.hægt að hafa 2 íbúðir.
15.400.000,-
Vatnsnesvegur 13, Keflavík.
206m2 einbýli á 2 hæðum með
26m2 bílskúr. Hægt að skipta
eigninni í 2 íbúðir. Mikið
endumýjað í húsinu. Glæsileg
eign. 12.400.000.-
Blikabraut 15, Keflavík.
126m2 efri hæð með 3 svefnh.
og sérinngangi. Þarfnast
lagfæringar. Laus strax.
Nánari uppl. á skrifstofu.
Kjarrmói 27, Njarðvík.
184m2 parhús með 32m2 bíl-
skúr. Fullfrágengið að utan en
fokhelt að innan. Tilbúið til
Ásabraut 6, Sandgerði.
113m2 einbýli með 36m2 bfl-
skúr. Verönd og heitur pottur.
Skipti á minni eign koma til
Bjarmaland 17, Sandgerði.
121m2 með 3-4 svefnh. Eign í
góðu ástandi. Skipti á ódýrara
kemur til greina. 8.000.000.-
Hringbraut 98, Keflavík.
127m2 einbýli á 2 hæðum með
5 herb. og 58m2 bílskúr sem er
nýr. Gott hús á góðum stað.
10.800.000,-
Faxabraut 2, Keflavík.
110m2, 3ja herb. íbúð á 2. hæð
í fjórbýli. Mikið endumýjuð
eign og í góðu ástandi. Uppl.
um verð á skrifstofu.
Hafnargata 4a, Kcflavík.
100m2 einbýli með 2 svefnh.
Húsið er mikið endumýjað
bæði að innan sem utan.
8.800.000.-
afhendingar. 12.500.000.-
Ægisvellir 2-16, Keflavík.
Glæsileg parhús í byggingu, skilast fokeld að innan. en fullgerð
að utan með grófjafnaðri lóð. Ibúðin er 118.3m: og bílskúr
25,8m2. Glæsileg teikning, þegar seld nokkur hús.
Verktaki er Viðar Jónsson. Vcrð kr. 9.200.000,-
8
Formleg vígsla nm helgina
Lcikskólinn Hjallatún opnaði 8.janúar
sl. Áttatíu og þrjú böm eru nú í Hjalla-
túni. 95% em þar í heilsdagsvistun og
starfsmenn eru 25. Formleg vígsla verður
laugardaginn 24. febrúar nk.
Þjóna þörfum barnanna
Leikskólinn er heilsdagskóli sem þýðir að aðeins
heilsdagsdvöl er í boði. „Með þessu teljum við
okkur geta mætt þörfum bama sem dvelja allan
daginn í leikskóla mjög vel en ljóst er að bam
sem dvelur 8-9 tíma í leikskóla hefur aðrar þarfir
en bam sem dvelur 4-6 tíma“, segir Gerður Pét-
ursdóttir leikskólastjóri.
Húsakynni
Tveir gangar eru í leikskólanum, austurgangur
fyrir 2-4 ára böm og vesturgangur fyrir 4-6 ára
böm. Á hverjum gangi eru heimastofur; Loga-
land og Ljósaland í vesturgangi og Vamialand og
Bjarmaland á austurgangi. Hverri heimastofu
fylgja hvfidarherbergi og salemi. Ætlunin er að
heimastofumar á hvorum gangi fyrir sig vinni
saman og myndi eina heild.
Leikurinn er mikilvægur þáttur
„Nýjustu rannsóknir innan uppeldis- og sálfræði
benda á að böm búi yfir meiri hæfileikum frá
fæðingu en áður var talið. Einnig hefur því verið
haldið fram að í gegnum fijálsan leik geti bamið
lært og þjálfað nánast alla hæfileika sem það þarf
á að halda til að komast vel af í nútímaþjóðfé-
lagi. Leikurinn er því mikilvægasta náms- og
þroskaleið leikskólabamsins og í honum felst
mikið sjálfsnám", segir Gerður. „Kannanir sýna
að böm telji sig fá of lítinn tíma og ekki nægan
frið til leikja. Þess vegna höfum við ákveðið að
hlúa að leiknum og láta hann njóta sín sem
helstu náms- og þroskaleið barnanna. Einnig
munum við leggja áherslu á að efla tilfinninga-
greind og sjálfsmynd bamanna með því að gefa
þeim tíma, hlusta á þau og ræða um líðan þeirra
ásamt því að leggja áherslu á nærvem, umhyggju
og hlýju í leikskólastarfinu.”
Við opnun leikskólans Hjallatúns á laug-
ardaginn þá verður myndlistarsýning á
staðnum þar sem krakkar í 7-B í Holtaskóla
sýna akrýlmálverk, sem þau máluðu í
vinahóp í vetur.
Islenskir flugvirkjar effirsóttir
Erlendar viðhaldsstöðv-
ar flugvéla og áhafn-
arleigur hafa sýnt
mikinn áhuga á að fá ís-
lenska flugvirkja til starfa.
Mbl.is greindi frá.
Nýlega var 39 flugvirkjum sagt
upp á viðhaldsstöð Flugleiða á
Keflavíkurflugvelli frá og með
I. maí næstkomandi og tíu
lausráðnir til viðbótar hætta lík-
lega störfum. Að sögn Guðjóns
Valdimarssonar, formanns
Flugvirkjafélags íslands, er
óljóst í dag hvort allur þessi
fjöldi flugvirkja, nærri 50, hætti
í vor. En Guðjón segir stöðuna
engu að síður slæma hjá stór-
um hópi flugvirkja. Þess má
geta að 335 flugvirkjar em í fé-
laginu og þar af staifa um 160
hjá Flugleiðum.
Nýlega komu fulltrúar við-
haldsstöðvar Braatens í Stav-
angri í Noregi til landsins og
héldu kynningarfund með flug-
virkjum. Fyrirtækið hefði
áhuga á að ráða 20-25 íslenska
flugvirkja. Áhafnarleigan
Direct Intemational hélt nýlega
fund í húsakynnum Flugvirkja-
félagsins og bauð störf víða um
heim til lengri og skemmri
tíma.
Viðhaldsstöð Flugleiða á
Keflavíkurflugvelli hefur verið
að aðstoða þá flugvirkja, sem
sagt var upp að finna störf ann-
ars staðar og látið vita af þeim
hjá öðmm flugfélögum, í sam-
starfi við Flugvirkjafélag Is-
lands. Valdimar Sæmundsson,
forstöðumaður tækniþjónustu
Flugleiða, sagði að þótt tæp-
lega 40 flugvirkjar væru með
uppsagnarbréf upp á vasann í
dag myndu aldrei svo margir
missa vinnuna 1. maí nk.
Valdimar taldi líklegt að sökum
betri verkefnastöðu næsta haust
og sumarleyfa eldri flugvirkja
yrðu þónokkrar uppsagnir
væntanlega dregnar til baka.