Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.02.2001, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 22.02.2001, Blaðsíða 22
Stýrimaður / háseti Vanan 2. stýrimann eða háseta vantar á Þorstein GK 16, sem er á netum og fer síðar á troll. Upplýsingar í síma 852 2076 eða 897 6381. Ástkær faðir minn og bróðir Sigurður M. Valdimarsson, Faxabraut 39a, Keflavík, andaðist á Landspítalanum v/Hringbraut 14. febrúar sl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 23. febrúar kl. 14. Jón Brynjólfur Sigurðsson, Ásdís Ragna Valdimarsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Steinþórs Júlíussonar, Grænagarði 12, Keflavík. Sigrún Hauksdóttir, Helga Björg Steinþórsdóttir, Ævar Ingólfsson, Júlíus M. Steinþórsson, Fjóla Ósk Stefánsdóttir, Linda Björk Steinþórsdóttir, Gösta Helge Nowak, Rakel S. Steinþórsdóttir, Ketill Erlendur Gunnarsson, og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengda- móðir, amma, langamma og langalangamma Árný Eyrún Ragnhildur Helgadóttir lést 15. febrúar sl. á Garðvangi. Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 23. febrúar kl. 14. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Minningarsjóð Ytri-Njarðvíkurkirkju. Ingólfur Bárðarson, Halldóra J. Guðmundsdóttir, Halldór Bárðarson, Guðlaug F. Bárðardóttir, Ólafur Þ. Guðmundsson, Oliver Bárðarson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Niðurfelling á fasteignagjöldum: Obreytt fyrirkomulag Bæjarstjóm Reykjanes- bæjar samþykkti á fundi sl. þriðjudag að bæjarbúar yrðu að sækja um niðurfellingu fasteignagjalda vegna fráfalls maka. Minni- hlutinn sat hjá og Kristján Gunnarsson (S) vísaði í bók- un bæjarráðs frá 15.febrúar sem getið er hér að ncðan. Fjölskyldu- og félagsmálaráð lagði til á fundi fyrr í þessum mánuði, að niðurfellingin yrði sjálfkrafa. Þegar málið var tek- ið fyrir hjá bæjarráði 15. febrú- ar sl. samþykkti meirihlutinn að kerfið yrði óbreytt en full- trúar Samfylkingarinnar, Krist- ján Gunnarsson og Jóhann Geirdal, greiddu atkvæði á móti tillögu meirihlutans. Þeir Iögðu jafnframt fram bókun og þar segir: „Við tökum undir til- lögu félagsmálaráðs en teljum jafnframt nauðsynlegt að fram- kvæmd slíkrar niðurfellingar verði tekin til endurskoðunar." Kristján tók til máls á bæjar- stjórnarfundinum og sagðist harma þessa niðurstöðu. „Þeir sem deyja eru ekki allir fast- eignaeigendur. Ég vil að þessar reglur verði endurskoðaðar með jafnræðisregluna að leið- arljósi", sagði Kristján. Jöfn aðstaða til tómstunda- iðhunar Fjölskyldu- og félags- málaráð Reykjanes- bæjar hefur lagt til að endurskoðun fari fram á tómstunda- og íþróttastarfi í sveitarfélaginu. Ráðið vill að aðstaða til íþrótta- og tómstundastarfs verði jöfn- uð og áhersla verði lögð á að tengja saman leik og hreyfingu. Tillaga ráðsins var samþykkt á bæjar- stjórnarfundi sl. þriðjudag 11-0. I fundargerð ráðsins er hug- mynd um að skipaður verði starfshópur með ftilltrúum írá tómstunda- og íþróttaráði, fjölskyldu- og félagsmála- ráði, skóla- og fræðsluráði og ntenningar- og safnaráði. Þá telur fjölskyldu- og félags- málaráð mikilvægt að fyrir liggi upplýsingarit um fram- boð tómstunda- og íþrótta- starfs í sveitarfélaginu sent væri aðgengileg öllum bæjar- búum. Bágborið ástand Stekkjarkots Astand Stekkjarkots er ekki gott, samkvæmt upplýsingum frá Jo- hanni D. Jónssyni ferðamála- fulltrúa Reykjanesbæjar. Framkvæmdir við allra nauðsynlegustu aðgerðir kosta rúma eina millj.kr. en ef með eru taidar fram- kvæmdir sem þyrfti að vinna á næsta ári, þá er heildar- kostnaður tæpar 4 millj. kr. I skýrslu frá Johanni kemur fram að Stekkjarkotsbærinn hafi ekki fengið neitt viðhald, síðan hann var reistur ef frá em taldar neyðarúrbætur og lag- færingar. Hann bendir jafn- framt á að Stekkjarkot hafi ótvírætt menningarsögulegt gildi og sé mikilvægur hlekkur í ört vaxandi ferðaþjónustu svæðisins. 22

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.