Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.02.2001, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 22.02.2001, Blaðsíða 28
Fermingar- tilboð 25% afsláttur ' Stúdí* \Y \ Huldu /jr V / Heimasíða: www.studiohuldu.is —WlllMlllill.LMIll Aðalfundur Siglingafélagið KNÖRR heldur aðalfund sinn laugardaginn 24. febrúar kl. 13:00 í félagsheimilinu að Grófinni 2 í Keflavík. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Stjórnin Keflavík íþrótta- og ungmennafélag heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 27. febrúar kl. 20. á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hefbundin aðalfundastörf. Kaffiveitingar. Fundurinn er öllum opin. Aðalstjórn félagsins. Komið ai okkur Kjarabætur kennara og tími tækifæranna Fyrir nokkrum vikum lauk verkfalli framhaldsskólakenn- ara og til allrar hamingju náðu sveitarfélögin og grunnskóla- kennarar samningum án þess að til verkfalls kæmi. Einhverjir hafa haft á orði að kennarar hafi „fengið of mik- ið”. Eg er ekki sammála því og tel að einungis hafi verið um að ræða bráðnauðsynlega leiðrétt- ingu á kjörum jDessarar mikil- vægu stéttar. Eg geri mér þó jafnframt grein fyrir því að aðr- ar mikilvægar stéttir búa enn við kjör sem þarf að laga. Það var komið að kennurum að þessu sinni og aðrar stéttir hljó- ta því að koma síðar. Kennarar sinna gnðarlega mik- ilvægu starfi við að undirbúa bömin okkar undir framtíðina sem enginn veit hvemig verður né hvaða hæfileika þarf til þess að lifa af. Eg vil nota þetta tækifæri og óska kennurum til hamingju með nýja kjarasamn- inga, þakka þeim ómetnaleg störf og hvetja þá til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að bæta skóla- starfið enn frekar. Um leið vona ég að þau kjör sem kenn- umm bjóðast nú verði til þess að laða til starfa fleiri kennara með full réttindi svo takist megi að mennta þær kynslóðir sem erfa eiga landið sem allra, allra best. Eins og bæjarbúum er kunnugt hafa bæjaryfirvöld í Reykja- Kjartan Már Kjartansson nesbæ haft það sem forgangs- verkefni að einsetja gmnnskól- ana. Nú er því takmarki náð og grunnskólar Reykjanesbæjar á meðal best búnu skóla lands- ins. Því má segja að nú séu að- stæður að verða hinar ákjósan- legustu og tími tækifæranna að renna upp. Kennarar komnir með ásættanleg laun og aðbún- aður orðinn eins og best verður á kosið. En er þetta nóg? Foreldrahlutverkið og ímynd kennarastarfsins Hver kannast ekki við að hafa heyrt talað niðrandi um kenn- arastéttina? Hver kannast ekki við umræðuna um að kennarar vinni eingöngu hálft árið? Eg jxkki þessa umræðu vel, bæði sem fyrrverandi kennari, for- eldri og sem sveitarstjórnar- maður. Ég veit hins vegar að kennarar skila sínum vinnutíma og vel það. Neikvæð umræða af þessu tagi getur haft slæm áhrif á bömin okkar, námsár- angur og -áhuga þeirra. Er hægt að ætlast til að þau beri virðingu fyrir skólastarfi, vinn- unni sinni, og kennumm ef þau heyra þá fullorðnu tala á þeim nótum sem nefnt var hér að framan? Nú er tækifæri fyrir okkur foreldra að koma að málinu með nýja hugsun og opnum huga með það að mark- ntiði að leggja okkar af mörk- um til þess að gera skólastarfið betra. Styðjum bömin okkar í heimanáminu, ræðum við þau á jákvæðum nótum um verk- efni morgundagsins, verum í góðu sambandi við skólann og leggjum okkar lóð á vogarskál- amar til þess að styðja kennara í því að bæta ímynd sína og öðlast þá virðingu sem starf þeirra á skilið. Með jákvæðari umræðu og bættri ímynd mun bömum okkar líða enn betur í skólanum og námsárangur batna. Þetta er eitt mikilvæg- asta samstarfsverkefni íbúanna á næstu misserum því án stuðn- ings foreldra og heimila mun ekki takast að snúa vöm í sókn. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa lagt sín lóð á vogarskál- amar, kennarar eru að því og nú, ágætu foreldrar, er komið að okkur. Kær kveðja Kjartan Már K jartansson Hún Kolla okkar verður 33 ára á laugardag. Húrra Húrra Húrra! Hönnunardeildin Faglegþjónusta. Leitið upplýsinga! .M 1*'". Víkurfrétttr ehf. • Gmndarvegi 23 • Njarövík • sími 421 4717

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.