Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.02.2001, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 22.02.2001, Blaðsíða 26
Dagur tdnlistar- skdlanna Sú hefð hefur myndast hérlendis að tileinka íslenskum tónlistar- skólum síðasta laugardag febrúarmánaðar. Að þessu sinni ber Dag tónlistarskól- anna upp á laugardaginn 24. febrúar. Nemendur Tónlistarskóla Reykjanes- hæjar hafa nú í febrúar- mánuði verið að vinna ákveðið þema undir heitinu „Tónsmiðjan“ sem er tón- smíðaverkefni «g tónsmíða- samkeppni. I’etta er í ann- að sinn sem Tónlistarskóli Reykjanesbæjar stendur fyrir þessu verkefni. „Tónsmiðjunni“ mun Ijúka á Degi tónlistarskólanna, laugardaginn 24. febrúar með tónleikaröð í Ytri- Njarðvíkurkirkju þar sem nemendur munu frum- flytja tónverk sín úr. Tón- leikarnir verða alls 4 og heljast þeir fyrstu kl.l 1.00. Nýp fulltrúi í starfs- kjaranefnd ■ Úvarpsstöð í Rockville: ÍJatiskrársljóri Kl f/l IfJ/ er fivcrrir .JijIíiií ítin, eri hann hefur '/erifl vlfllrjflandi út warpirekslur siðari tiariri war 1h ára: cOa í tin ár. Hér cr tianri ásarrit Ólafi Péturssyni scm aflstnOar fjvcrri vio rlarjlcrjan rekstur slfíövarinnar oij cr cirirurj rneö sirm cigiri jiátt scrn heitir Oli ÍJkans nfj cr útvarjiaO á rnilli kl. 13 14 alla vírka rlaija Bæjarráði hefur borist bréf frá Launanefnd sveitar- félaga varðandi starfs- kjaranefndir. I hréfinu kemur fram að Launa- nefnd sveitarfélaga telji rétt að núverandi sam- starfsnefndir verði lagðar niður og skipað verði í nyja samstarfsnefnd í samræmi við ákvæði kjarasamniiigs. Bæjarráð lagði til á fundi 8. febrúar sl. að kosinn verði fulltrúi og einn til vara í Starfskjaranefnd á næsta bæjarstjórnarfundi. Fréttatilkynningar beristtil: silja@vt.is Síminner 421 4717 Skemmtileg dagskrá fyrír alla AMiðnesheiði, í hús- næði Byrgisins í Rockville, er rekin öflug útvarpsstöð, KFM 107 - Kristiiega fjölmiðlamiðjan. Útsendingar eru allan sólar- hringinn og efnið byggist á skemmtilegri tónlist, yiðtöl- um og öðru léttmeti. A næt- umar og á daginn eru fluttar ræður. Stöðin er rekin í kristilegum anda og útvarps- stjóri er Guðmundur Jóns- son, forstöðumaður Byrgis- ins. Dagskrárstjóri er Sverrir Júlíusson, en hann hefur ver- ið viðloðandi útvarpsrekstur síðan hann var 16 ára, eða í tíu ár. Silja Dögg Gunnars- dóttir lagði nýlega leið sína í Byrgið og heilsaði upp á Sverri og Olaf Pétursson sem aðstoðar Sverri við daglegan rekstur stöðvarinnar og er einnig með sinn eigin þátt sem heitir Oli Skans og er út- varpað á milli kl. 13-14 alla virka daga. Utvarp fyrir ungt fólk „Við spilum aðallega kristilega tónlist fyrir ungt fólk, en u.þ.b. 40% af útsendingartímanum er ætlaður eldri aldurshópum. Dagskráin samanstendur þá af spjallþáttum, upplestrum úr bókum, stuttum versum úr Biblíunni o.þ.h. Það má því segja að við útvörpum kristi- legu efni, fræðslu og afþrey- ingu í bland, segir Sverrir. „Við verðum vör við að hlust- endahópurinn er að stækka og mikið af unglingum hefur gam- an af að hlusta á okkur. Hópur kristinna ungmenna frá Banda- ríkjunum kom nýlega í heim- sókn til Islands og heimsóttu söfnuði í Reykjavík. Mér skilst að þau hafi eingöngu hlustað á KFM, segir Sverrir og er auð- heyrilega ánægður með vel- gengni stöðvarinnar. Stórt útsendingarsvæði KMF 107 er nú með 100 watta sendi en unnið er við að setja upp 1000 watta sendi sem mun ná yfir Stór-Reykjavíkursvæð- ið, Suðumes og upp í Borgar- fjörð. Það gæti jafnvel verið á dagskrá að stækka útsendingar- svæðið enn frekar á næstunni. „Við erum með ýmislegt í gangi en á næstunni munum við opna þrjár útvarpsstöðvar á Netinu sem spila eingöngu tón- list. Við erum líka að fara af stað með sjónvarpsstöð á Net- inu, Channel 7 og gerum okkur vonir um að útsendingar geti hafist í sumar“, segir Sverrir og upplýsir blaðamann einnig um að KMF 107 sé í samstarfí við Byrgið um forvamir gegn eit- urlyfjum og áfengi í allri dag- skrárgerð og við gerð heima- síðu á Netinu. Upplýsingar um allt milli himins og jarðar „Netslóðin okkar opnar form- lega 1. mars og verður www.klettur.is. Þar getur fólk séð hvað er á dagskrá í Byrginu og þangað geta unglingar feng- ið upplýsingar um ávana- og fíkniefni og alls konar fíknir s.s. matarfíkn. Einnig verðu hægt að nálgast upplýsingar um hvert á að snúa sér þegar eitthvað bjátar á, hvaða kirkju hægt er að leita til, meðferðar- úrræði o.fl. Við munum ekki gera upp á milli meðferðarúr- ræða né kristinna trúarsalhaða heldur gefa upplýsingar og fólk sér svo um að velja fyrir sjálfan sig hvað hentar best. Við höf- um t.d. rætt við lækna um að skrifa pistla fyrir okkur á síð- una og fengum góð viðbrögð frá þeim. Fólk getur spurt okk- ur spurninga sem við látum læknana hafa og þeir sjá síðan um að gefa góð svör“, segir Sverrir. Af ofantöldu má sjá að það er fólk með metnað sem stýrir KFM 107. „Framtíðarsýnin er að vera með meira en útvarps- stöð og takmarkið er að bjóða upp á ýmsa þjónustu og vera með útvarpsstöð sem er með skemmtilega dagskrá fyrir alla.“

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.