Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 2
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is VELKOMIN Á UÓSANÓTT MTV sjónvarpsstöðin myndar íslending og Ljósanótt Dagskrárgerðar- fólk og mynda- tökumenn alls, 32 manns frá sjón- varpsstöðinni MTV, sem cr alþjóðleg tónlistar- og afþreying- arsjónvarpsstöð hefur sýnt víkingaskipinu Islendingi mikinn áhuga. Stöðin hefur boðað komu sína til Reykjanesbæjar til að taka upp myndefni af tvenns konar tagi í tcngslum við skipið og Ljósanótt. í fyrsta lagi mun MTV taka upp myndefni þar scm 5 fjölbragðaglímu- menn munu takast á í skipinu á siglingu undir stjórn Gunnars Marels, skipsstjóra. Þá mun sjónvarpsstööin einnig taka upp mynd- efni á sjálfri Ljósanótt í Rcykjanesbæ þegar skipið mun sigla inn til Keflavíkur undir upplýstu berginu. MTV befur lýst því yfir í samtali við Árna Sigfússon, bæjarstjóra að stöðin hafi áhuga á að setja þetta efni í einn vinsælasta þátt stöðvarinnar sem ncfnist „Tough enough“. Hann verður sýndur stanslaust í þrjú ár. Um 80 núlljón nianna horfa að stað- aldri á stöðina. I liópn- um eru þrjár „súper- stjörnur“ í heirni amerísku fjölbragða- glímunnar, þar á meðal „BIG“ (sem er kunnur öllum „wrestiing“ aðdáendum). „Þetta er náttúrulega mjög ánægjulegt og gæti orðið gríðarleg auglýsing fyrir bæjar- féiagið og skipið. Það er með ólíkindum hvaö það er mikill áhugi á skipinu", sagöi Árni í samtali við Víkur- fréttir. Tökur MTV manna á fjölbraga- glímuatriðum verða í Helguvík. Mikið um dýrðir þegar íslendingur sigiir inn Keflavíkina á Ijósanótt Sparisjóðurinn bj/ður til tónleika Föstudaginn 6. september verða tónleikar í afgreiðslu Sparisjóðsins í Keflavík kl. 16:30 - 18:00. Guitar Islancio skipa þeir Björn Thoroddsen gítarleikari, Gunnar Þórðarson og jón Rafnsson, kontrabassaleikari. Leika þeir aðallega íslensk þjóðlög í jazzbúningi. Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta verður mikið um dýrðir þegar íslendingur siglir inn í smábátahöfnina á laugar- dagskvöldið. Það má búast við miklu sjónar- spili þar sem notkun ljósa, tónlis- tar og íslendings sjálfs verður blandað saman. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa verið fengnir sérstakir aðilar til að sjá um alla lýsingu þegar Íslendin- gur siglir inn í höíhina. Á meðan gestir bíða eftir íslendingi mun m.a. Bæjarstjórnarbandið tekur lagið, en eins og nafnið gefitr til kynna eru í hljómsveitinni full- rúar bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar. Það eru þau Sveindís Valdimarsdóttir, Kjartan Már Kjartansson, Guðbrandur Einarsson og Árni Sigfússon, bæjarstjóri. Guðmundur Sigurðsson og Jón Bjömsson sjá um bryggjusöng og undirleik, ásamt Karlakór Keflavíkur og Kvennakór Suðumesja. Klukkan korter í tíu verður móttökuathöfn fyrir víkingaskipið Islending og klukkan 22.00 mun elsti íbúi Bergsins kveikja á ljósunum sem munu lýsa upp bergið. Upp úr klukkan tíu mun Björgunarsveit Suðurnesja sjá um flugel- dasýningu. Eftir að himininn hefur verið lýstur upp með flugeldum verður uppboð og aðrar uppákomur í Svarta pakkhúsinu sem Myndlistarfélagið sér um og á meðan sýna sæþotukappar listir sínar fyrir framan Miðbryggju. Steinþór Jónsson, formaður undirbúningsnefhdar Ljósanætur hefur frá upphafi Ljósanætur spáð fyrir um veður þrjár vikur fham i tímann með góðum áran- gri. í samtali við Víkurfréttir sagði Steinþór að í ár verði logn, engin rigning og hið ágætasta veður. Við skulum bara vona að glöggskyggni hans haldi áfram að standast. Hin glæsilega flugeldasýning Ljósanætur er í boði Sparisjóðsins líkt og undanfarin ár. Sparisjóðurinn styrkir: Ljósalagið, Suðurnesjamaraþonið, Gestinn, South River Band o§ margt íleira. Fríða Rögnvalds býður alla velkomna á sýningu sína Hjá Fjólu, Hafnargötu 21, Keflavík dagna 5., 6. og 7. sept. 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.