Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 14
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is UÓSANÓTT M_____________VELKOMIN Á UÓSANÓTT í tilefni af Ljósnótt eru \erslanir og fyrirtæki Reykjanesbæjar hvött til aö setja hvít ljós eða seríur í glugga og bæjarbúar að draga íslenska fánann að húni, setja upp hvítar blöðrur og koma fyrir friðarkertum fyrir utan hjá sér Ljósanæturhelgina. Að sögn Steinþórs Jónssonar formanns undirbúningsnefndarinnar vonast hann til að sem flestir taki þátt í að skreyta bæ- inn: „Eg vona að sem flestir dragi íslenska fánann aö húni, setji hvít Ijós í glugga og komi fyrir friðarkertum fyrir utan hjá.sér. Við erum að vona að í framtíöinni verði skrevtingar bæjarbúa stór hluti af Ljósanótt og ég er viss um að sú veröi þróunin,” segir Steinþór. Skreytum búðir bæinn! Norrænt samstarf í íslandsbanka á Ljósanótt Teygjustökk fyrir ofurhuga A Ljósanæturhátiðinni er hugsað vel um að þjóna ofiir- hugum bæjarins, sem og öðr- um gestum. Á fostudeginum verður teygjustökk á Keflavík- urtúni og verður teygjan strekkt klukkan 18, en opið verður að minnsta kosti til miðnættis. Á laugardeginum verður einnig boðið upp á teygjustökk á sama stað og geta fyrstu gestir farið að stökkva um hádegi, en það verður hægt til miðnættis. Þeir ofurhugar sem stökkva i teygjustökkinu fá óvæntan glaðning frá Café Duus. Á laugardeginum munu svo ofurhugar sýna listir sínar á Mótorcross hjólum á Ægis- götu við Miðbryggju og sæ- þotukappar svífa um sjóinn fyrir utan smúbátahöfnina frá 15-18. Starfsfólk íslandsbanka vill taka þátt í þessum merka viðburði sem Ljósanóttin er, með því að hafa opið hús á laugardaginn og bjóða upp á skemmtun á vinnu- stað okkar. Bankinn verður opinn kl. 15.30 -17.30 og við höfum fengið til liðs við okkur frábært listafólk, leikara og hljómlista- menn. Sýnt verður leikritið “Nor- rænt samstarf” eftir Kristján Þórð Hrafnsson, sem fjallar um myndlistarkonu á fundi með tveimur yfirmönnum í banka þar sem hún er að kynna fyrir þeim gjöming sem hana langar til að standa fýrir í afgreiðslusal bank- ans. Sýningar taka 10 minútur og verða kl. 16.00 og 17.00. Leikar- ar eru Guðmundur Olafsson, Halldór Gylfason og Harpa Am- ardóttir sem jafnframt er leik- stjóri. Hljómlistarfólkið er ekki af verri endanaum en það er Rúnar Júll og Qölskylda sem munu sjá til þess að halda uppi stemmning- unni á milli leikatriðanna. Það verður boðið upp á kaffi og með- læti og einnig Svala fyrir bömin. Við vonum að sem flestir láti sjá sig og taki þátt í gleðinni með okkur. Starfsfólk íslandsbanka Keflavík Aieins á LJósanótt - npið fram eflir nóttu! í tilefni Ljósanætur ætlum við að hafa opið til kl. 02:00 á laugardagskvöld, bæði í sal og heimsendingar. Ljómandi Ljósanæturtilboð! 16" pizza með 2 áleggjum, stór skammtur af brauðstöngum og 2 L af kók á kr. 1.950,- Hafnargötu 62 • 230 Keflavík • Sími 421 4777 ...við erum langbestir í mat! 14

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.