Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 4
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is VELKOMIN A UOSANOTT LJOSANOTT Undirbúningurinn fyrir Ljósnótt er nú á lokastigi og hafa margir komið að undirbúningnum til að gera hátíðina sem glæsilegasta. Ljósahátíðin stendur nú yfir í 4 daga og er dagskráin scrlega giæsileg. Steinþór Jónsson er upphafsmaður Ljósanætur, auk þess að stýra undirbún- ingsnefndinni, en nefndin hefur starfað að undirbúningi síðastliðna mánuði. „Hluti af Ljósanótt er nú þegar kominn í framkvæmd því veflir- inn www.ljosanott.is hefur verið starfræktur síðustu mánuði og þar er hægt að sjá dagskrána, skoða fréttir af hátíðinni og senda inn hugmyndir að atriðum,” segir Steinþór og bætir við: „Það vita líka allir af Ljósalaginu sem er nýlunda og koma Islendings er búin að vera ,á borðinu í nokkurn tíma. Atriðum hátíðarinnar hefur verið fjölgað til muna og dreifist hún nú á fjóra daga og er dagskrá fostudagsins sérlega glæsileg, þó hápunkturinn verði auðvitað á laugardaginn,” segir Steinþór. Ljósanæturnefndin setti sér það markmið í upphafi að á hverri Ljósanótt yrði eitthvað framkvæmt sem væri til fram- búðar fyrir Reykjanesbæ. Á Ljósanótt árið 2000 var bergið upplýst og í fýrra voru minnis- merki sjómanna og Flug-lista- verk Erlings Jónssonar aflijúpuð. Steinþór segist vera mjög ánægður með það að markmið nefndarinnar hafi náðst: „Á Ljósanótt í ár kemur íslendingur til Reykjanesbæjar og það er mikið gleðiefni að hann verði hér áffam. Listaverkið Laxness- fjöðrin eftir Erling Jónsson verður einnig vígð að Skólavegi 1,” segir Steinþór. Dagskrá hátíðarinnar í ár er mjög fjölbreytt og lýsir Steinþór yfir sérstakri ánægju með ffumkvæði fyrirtækja, stofnanna og ibúa í skipulagningu hátíðarinnar: „Það hafa mjög margir komið að skipu- lagningunni og kornið með nýjar hugmyndir. Það er einmitt þess vegna sem hátíðin nær nú yfir ijóra daga þar sem mjög margt er í boði. Með því að vinna saman að þessari hátíð þá getum við látið hana vaxa og verða að föstum Iið á Reykjanesi. Fólk sér auðvitað viðskiptatækifæri i þessu því eins og allir vita komu 20 þúsund manns á Ljósanótt í fyrra, fyrir utan það hvað þetta er góð kynning fýrir sveitarfélag- ið.” Nú hefur þú persónulega lagt á þig mikla vinnu síðustu 3 ára við undirbúning á Ljósanótt sem hlýtur að vera gríðarleg. Hvemig sérðu fýrir þér framtíðina í þes- sum efnum? „Jú, að sjáifsögðu hefur vinnan verió mikil en að sama skapi mjög skemmtileg. Þetta hefur verið rnikill mótu- nartími og er þá oft erfitt að dreifa vinnunni um of. 1 ljósi þess að Ljósanótt er í raun komin lengra en mínar björtustu vonir stóðu til mun ég eftir Ljósanótt skila inn skipuriti til Bæjarstjórnar þar sem ég legg fram ítarlegar tillögur af undirbúningi til framtíðar með yfirstjórn ljósanefndar og þá með virkri þátttöku flestra nefli- da bæjarins svo og Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu." Þegar Steinþór er spurður að þvi hvort hann búist jaftivel við fleiri gestum en i fyrra svara hann: „Við getum alveg búist við fleirum því veðurspáin er góð og uppákomur eru fleiri, en það sem er aðalatriðið í mínum huga er að allir sem á Ljósanótt koma skemmti sér vel,” segir Steinþór að lokum. Ljósanæturhelgin hefst á fimmtudegi Að þcssu sinni hefst Ljósanæturhátíðin á fímmtudegi og stcndur fram á sunnudag. Eins og áður hefur kontiö fram er um einstaklega veglega dagskrá að ræða. í dag, fímmtudag verður Ljósanætur púttmót við Mánagötu og er mótið í boði Toyota. Klukkan eitt verður mynd mánaðarins sýnd í Kjarna. Ljósanótt 2002 verður sett með opnun myndlistarsýningar í Svarta pakkhúsinu klukkan 15.00 og í Stapanum klukkan 21.00 verður spennandi litskyggnusýning með íslensku landslagi, þar sem flutt verður tónlist samhliða sýningunni. - „Vió getum alveg búist við fleirum en í fyrra“, segir Steinþór Jónsson, formaður Ljósanætur. 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.