Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 6
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is UÓSANÓTT M VELKOMIN A UOSANOTT Skúli Thoroddsen, sýnir forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á sér nýja hlið á Ljósanótt: | fa |R 1T*. 1 Pj 1 mmn | Stj BHSB aö kennir margra grasa í fjölþættri dagskrá Ljósanætur í Reykjanesbæ. Þar koma að verki margir þekktir listamenn og ýmsir nafnkunnir menn úr bæjar- lífinu. Sumir sýna á sér nýjar hliðar. Einn þeirra er Skúli Thoroddsen forstööumaður Miöstöövar símenntunar á Suöurnesjum. Skúli licfur látið sig varöa ýmislegt í bæjarfélag- inu og verið betur þekktur fyrir stjórnmálavafstur en listræna tilburöi. Hann sýnir nú í fyrsta sinn vcrk sín opin- bcrlega í Húsgagnaversluninni Kjarna. Einnig mun koma út af þessu tilefni fyrsta Ijóðabók Skúla. Okkur lék forvitni á að skoöa nánar hvcrnig sköpun- armáttur Skúla kemur fram bæði í máli og myndum. Sýning hans verður opin til 28. september og hann mun lcsa úr Ijóöabók sinni kl. 16:00 á laugardaginn. Við settumst yfir kalfibolla á stormasömum sun- nudegi þcgar hápunktur undirbúnings Ljósanætur stendur yfir. UPP ÚR SKÚFFUNNI Nú ætlar þú að halda sýningu á verkum þínum, olíumólverkum, skúlptúrum og lesa Ijóð i Kjama á laugardaginn, hvað kom til? Það var skorað á fólk að taka þátt í Ljósanótt og ef enginn gerir það þá er engin Ljósanótt. Ég hef verið að hvíla hugann af og til með þvi að dunda mér við að yrkja, mála myndir og búa til skúlptúra úr grjóti. Þess vegna datt mér í hug að taka þátt i Ljósanótt og koma upp úr skúffúnni, ef svo má segja. Hvaða verk ertu að sýna? Þetta eru nokkur olíumálverk svona tilraunir i þá átt, íjórir skúlptúrar úr gijóti og svo gef ég út ljóðakver sem heitir I Ijósi tímans. Ljóðakverið er safn af hugmyndum sem ég sleppi lausum uppúr skrifborðs- skúffunni af þessu tilefni. Ég mun lesa nokkur Ijóð kl. 16:00 á laugardaginn ef einhver vill koma og hlusta. Ljósið er mér huglægt, það er í raun það eina sem skiptir máli og því ákvað ég að taka það sem ég átti til í pússi mínu um Ijósið og svo tímann. Stundum er sagt að hitt og þetta komi i ljós og þá er bæði verið að vísa til tímans og ljóssins. Mér finnst tíminn og ljósið vera systkin og þess vegna ákvað ég kalla kverið og sýninguna, hvort tveggja, I Ijósi tímans. Ljóðakverið er prentað i aðeins 100 tölusettum eintökum því ég þykist vita að fólk sé upptekið við margt annað en að staldra við ljóð. Myndirnar tengjast allar ljósi tímans, þó auðvitað sé það þannig að allar myndir verði til inn í manni sjálfum eins og máltækið segir: „Fegurð liggur í augum þess sem á horfir.” Það kemur sannarlega á óvart að maður sem hefúr verið í stjóm- málavafstri og i krefjandi starfi skuli vera frístundamálari og ljóðskáld? Mun listagyðjan taka við af pólitíkinni eða takast þeir á innra með þér harði og mjúki maðurinn? Nei ég held að það séu allir að sækjast eftir fegurðinni og hinu góða. Ég reyni að sjá fegurðina í daglega lífinu og sækja inn í mig jákvæða afstöðu til hlutanna. Það skellur á manni svo mikið drasl í lífinu að maður verður að reyna að veijast. Upplýsingaflæðið og framboðið á einskis nýtri neyslu er svo mikið að það er ómögulegt að taka við flóðinu. Þetta er eins og að reyna að drek- ka vatn úr brunahana. Þá er gott að staldra við og leita eftir því sem býr í manni sjálfúm og gefa sér tima til þess. Ég held að hver einstaklingur hafi þörf fyrir að skapa, vera skapandi, að geta gefið eitthvað af sér - maður fær svo mikið við að gefa af sér, ekki síst í nútímasamfélagi þar sem endalaust er verið að búa til einskisverðar þarfir neytenda. LÖGFRÆÐIN, þannig fræði- grein að seint verður kölluð listræn. Hvemig tókst þér að finna leið til að fá útrás á þinni sköpunarþörf? Ég held að þetta sé uppeldis- atriði. í kringum mig var fúllt af fólki þegar ég var að alast upp sem lagði áherslu á að vera það sjálft og skapandi. Ég var sjálfúr hafður tvo vetur i barnadeild Handíða-og Myndlistaskólans og i Menntaskólanum í Hamrahlíð stofnaði ég myndlistarfélag ásamt Halldóri B Runólfssyni (Posa), þar sem fengist var við að mála í Norðurkjallaranum. Posi fór síðan að læra listfræði en ég fór og lærði lögfræði sem er þannig fræðigrein að hún verður seint kölluð listræn, svo annað verður að koma til. Er þetta í ættinni? Kannski að einhverju leyti. Amma mín var skáldkonan Theodóra Thoroddsen og við Dagur heitinn Sigurðarson skáld og málari vorum bræðrasynir. Muggur listmálari og Émil Thoroddsen tónskáld, málari og leikari, sonur Þórðar læknis í Keflavik, eru i ættinni og margir aðrir hafa lagt sitt af mörkum þó ég hafi ekki sjálfúr fetað í fótspor þessa ágæta fólks. Varóstu fyrir áhrifum af þessu fólki? „Auðvitað verður maður fyrir áhrifúm af sínu umhverfi. Ég ólst upp undir málverkum ágætra listamanna og hef alla tíð átt at- hvarf í myndlist, góðum bókum og músík. Mér finnst það skipta máli fyrir líðan manns og það er uppeldisatriði. Að eiga sér ath- varf í listinni er góð aðferð til að reyna að forðast firringu nú- tímans." Nú hefur þú verið búsettur í Reykjanesbæ s.l. 7 ár hvernig líst þér á menningarlífið? „Hér er gott mannlíf og Ljósanótt er mikilvægt og virðingarvert ffamtak til að efla menningarlíf- ið. Ég hafði ákaflega gaman af frumflutningi óperunnar Z - Ástarsaga eftir Sigurð Sævarsson sem frumflutt var á síðustu Ljósanótt. Öflugir lista- menn geta hvarvetna sprottið fái þeir til þess hvatningu og tæki- færi. Hér er hefð fyrir góðu tón- listarlífi og vió eigum lands- þekkta hjómlistarmenn: Gunna Þórðar, Magga Kjartans, Rúnar Júl. og Kolrössu Krókriðandi og marga fleiri sem telja mætti. Við eigum magnaða listamenn á öðrum sviðum líka, þá Erling Jónsson myndhöggvara, Gunnar Eyjólfsson leikara og hver man ekki Helga Skúlason svo dæmi séu tekin. Hér eru ungir söngv- arar og hjómlistarmenn að kveða sér hljóðs og í ljósi tímans rnunu þeir dafna ef við höldum áfram að styðja við menningarlífið, en það gerist ekki af sjálfu sér“, sagði Skúli Thoroddsen að lokum. Viðtal: Helga Margrét Guðmundsdóttir. 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.