Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 26
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is Spurningin Hvað ætlar þú að gera á Ljósanótt? Sólmundur Jónsson, Garði, eftirlaunaþcgi Við fbrum örugglega til Keflavíkur á Ljósanótt. Soffía Grímsdóttir, heimavinnandi húsmóöir Fara niður í bæ og kíkja á fjörið. Hjördís Rós Egilsdóttir, afgreiðslustúlka í Samkaup Ég ætla bara að skella mér á djammið. Kristof Dudaj, starfsmaður ISAL Ef stelpan mín sofnar snemma þá kem ég. Ólafur Einar Hrólfsson, pípari Ég ætla að rölta um bæinn, skoða fólkið og fara síðan á djammið. LISTAVERKAAFHJÚPUN Á UÓSANÓTT Laxness áhrifavaldur segir Erlingur Jónsson myndhöggvari og listamaður sem mun vígja nýtt listaverk við gamla Barnaskólann í Keflavík Laxness fjöðrin vígð á Ljósanótt Á laugardaginn verður vigt lis- taverk eftir Erling Jónsson mynd- höggvara fyrir utan gamla Barnaskólann að Skólavegi 1. Verkið nefnist Laxnessfjöðrin og er þetta í annað sinn sem Erlingur vígir listaverk sín á Ljósanótt, en í fyrra vígði hann listaverkið Flug sem stendur fýrir ffaman Ný-Ung á Hafnargötu. Erlingur sem er nýkontinn til landsins segir að sagan á bakvið Laxnessfjöðrina sé sérstök: „Fyrir mig er fjöðrin tákn andans sem svífur óheftur. Ég var einu sinni staddur vestur i Berufirði í Reykhólasveit, en þangað fer ég stundum á sumrin ef ég mögu- lega get. Eitt kvöldið var ég á labbi, en þetta var mjög yndislegt kvöld og kyrrð var yfir öllu og ég fann einhvern áhrifamátt frá umhverfinu. Þegar ég stóð þama úti í þessu fallega umhverfi sá ég stóran örn svífa þarna yfir og eins og ernir eru, hafði hann allt á valdi sínu,“ segir Erlingur og bætir við að örninn hafi flogið burt stuttu seinna. Erlingi fannst þessi sýn stórkostleg: „Mér datt í hug þegar ég horfði á örninn svífa þarna yfir að svona væri Halldór Laxness fyrir okkur Islendinga. Hann kom og hafði Erlingur Jónsson mynd- höggvari kemur reglulega til íslands til að anda að sér hámenningarlfotinu. Hér situr hann ásamt góðum vini sínum og fyrrverandi nemanda, Birgi Guðnasyni, athafnamanni. allt á valdi sínu með sinni óum- ræðilegu snilld,“ segir Erlingur. Sama dag var Erlingur á gangi i fjörunni við Kinnastaói í Þorskafirði og gekk hann þá fram á amarfjöður: „Þegar ég tók fjöðrina upp hugsaði ég með mér að þetta væri Laxnessfjöðrin og þetta er sagan á bakvið listaverk- ið,“ segir Erlingur. Eins og áður segir verður lis- taverkið vígt fyrir framan gamla Bamaskólann klukkan 15 á lau- gardaginn, en Erlingur sem var kennari í yfir 20 ár kenndi til margra ára við Barnaskólann. Erlingur hefur búið i Osló í um 20 ár og starfar hann þar sem myndhöggvari. Hann segist koma mjög reglulega til íslands: „Halldór Laxness sagði eitt sinn; „Það er hámenningarlofl á Islan- di“ og ég er hjartanlega sammála honurn," segir Erlingur að lokum. Ljósalagið 2002 geisladiskur seldur á Ljósa- helginni Sala á geisladisknum sem inniheldur Ljósalagið 2002, ásamt lögunum 9 sem komust í úrslit verður í umsjón íþróttafólks Ungmennafélags Keflavíkur og Ungmennafélags Njarðvíkur. Ljósalagið hefur hljómað á Ijósvakamiðlunum undanfarna daga, enda er um stórgott lag að ræða, eins og reyndar er um öll lögin á disknum. 26

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.