Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 18
Ágætu bæjarbúar. Ljósanótt, menningar- og fjölskyldudagar í Reykjanesbæ, er nú haldin í þriðja sinn. Dagskráin verður viðameiri með hverju árinu sem líður og nær nú orðið yfir 4 daga. Margir áhugaveröir viðburðir af ýmsu tagi munu eiga sér stað og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjöldi manns kemur að undirbúningi Ljósanætur á einn eða annan hátt, einstaklingar, hópar og fyrirtæki og vill nefndin þakka þeim öllum góða samvinnu. Frumkvæði og stuðningur fólksins í bænum er grundvöllurinn sem við byggjum á. Markmið okkar allra er að skapa jákvætt bæjarfélag sem vekur samkennd hjá okkur íbúunum og löngun annarra til sækja okkur heim. Góða skemmtun á Ljósanótt. Steinþór Jónsson formaður íris Jónsdóttir Johan D.Jónsson Stefán Bjarkason Valgerður Guðmundsdóttir AÐRIR VIÐBURÐIR Á UÓSANÓTT: LJÓSALAGIÐ 2002. Sala geisladisksins verður í umsjón Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags og Ungmennafélags Njarðvíkur. Frábær tónlist, öll 10 lögin sem komust í úrslit. LJÓSMYNDAKEPPNIN LJÓSANÓTT 2002. Ljósmyndakeppni verður haldin um bestu Ijósmyndina sem tengist Ljósanótt 2002. Myndefnið er frjálst en verður þó að tengjast Ljósanótt. Sendið myndirnar á skrifstofu Víkurfrétta merktar: Ljósmyndakeppni - Ljósanótt 2002. Glæsileg verðlaun. Kaffitár verður með landslið kaffibarþjóna til að gera framandi kaffidrykki fyrir hátíðargesti. Kíkið á Kaffitársbílinn við Íshússtíg, nálægt Ungó. Kaffibarþjónarnir verða með uppbrettar ermar frá kl. 13:00 á laugardaginn. Börn og útivist. Óvænt uppákoma milli 16:00- 17:00. Blómasmiðja Ómars. Rósasýning. Box-klúbburinn. Opið hús. Söluborð og vagnar víða um miðbæinn. Vöfflur, kaffi kakó, blóm, sykurlopi, poppkorn, flóðljósasprotar, blöðrur, Hósannavagninn og margt fleira Munið vef hátíðarinnar: www.ljosanott.is UPPLÝSINGAR Almennar upplýsingar og öryggismál. LOKUN GATNA Hafnargötunni (frá Skólavegi) verður lokað frá kl. 12 - 24 eða frá hádegi til miðnættisá laugardeginum. Einnigverða neðstu hlutar Tjarnargötu, Vesturgötu og Vesturbrautar lokaðir allan daginn. Bílastæði: Við Reykjaneshöll, Fjölbrautaskóla, Sundmiðstöð, bak við SpKef. Sjá nánará Ijosanott.is Strætó og rútuferðir. Almenningsvagnar Reykjanesbæjar, AVR strætó verður meðáætlunarferðirsamkvæmtkvöldáætlunfra kl. 16:00 til 00:30 SBK verður með rútuferðir: -frá Reykjavík kl. 10:30,14:30,18:00,21:00. -fra Reykjanesbæ kl. 16:00,19:30 ogaukaferð kl. 24:00. Aðalstöðin býður 20% afslátt af leigubílaakstri frá kl. 20:00 til 24:00 á Ljósanótt. Öryggisráð Ljósanætur minnir á: Öryggismiðstöð sími 8919101 (sími Útideildar) verður starfrækt að Hafnargötu 8, (bakvið Nýung) þar sem týnd börn njóta liðveislu. Einnigtapað -fundið. Sjúkrabíll verðurá staðnum ásamt sjúkraflutningamanni. f neyðartilfellum skal hringt í 112 neyðarlínu allra landsmanna. Högum akstri miðað við aðstæður. Foreldrarogforráðamenn eru hvattir til að fylgjast vel með börnum sínum og eiga með þeim ánægjulega samverustund. Útideildin verður starfrækt fram á rauða nótt. Upplýsingar. Upplýsingamiðstöð S: 891-9101 verður starfrækt að Hafnargötu 8, (bakvið Nýung). Nánari upplýsingar um dagskrá og staðsetningar atburða, þyrluflug, hestvagnaferðir um gamla bæinn ogfl. Nánari upplýsingar í bæjarblöðum og á Ijosanott.is Snyrtingar. Útisalerni eru staðsett: -viðSBK - við Leikjaland - Nóatún - fyrir neðan DUUS húsin. Dagskrábæklingur er styrktur af Hitaveitu Suðurnesja. Undirbúningsnefnd þakkar öllum sem tekið hafa þátt í undirbúningi hátíðarinnar, fyrirtækjum oggestum öllum. Útgefandi: Undirbúningsnefnd Ljósanætur. Ábyrgðarmaður: Steinþór Jónsson. Hönnun: Víkurfréttir. Prentun: Grágás. OjJjjl

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.