Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 8
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRETTIR UÓSANÓTT A FÖSTUDAG Afostudaginn veröur mikið um að vera í Reykja- nesbæ í tilefni Ljósanætur. Fjöldi atriða verður í gangi um allan bæ og langt fram á nótt. Fjöldi verslana verða opnar til klukkan 21.00 um kvöldið og klukkan 13.00 opnarhand- verkssýning í Framsóknar- húsinu.Tónleikar meö hljóm- sveitinni Guitar Islandico vcrða í afgreiðslu Sparisjóðsins í Keflavík og hcijast þeir klukkan 16.30, en Gunnar Þórðarsson er aðalsprautan í þeirri hljómsveit. Ný Fimleika- aðstaöa í íþróttahúsinu við Sunnubraut vcrður vígð klukkan 17.30 og um kvöldið verða stórtónleikar á útisviði við Hafnargötu þar sem 12 hljómsveitir munu koma fram, m.a. hljómsveitin Land & Synir. Afsakið hlé ókeypis! Á föstudagskvöldið verða haldnir stórtónleikar á útisviði við Hafnargötuna. Á tónleikunum sem hefj- ast klukkan 19.00 verður fjölbreytt dagskrá en þar koma m.a. fram hljómsveitimar Elmarsbandið, Spik, Silfurfálkinn, Gálan og Fálkar frá Keflavík. Ind- verska prinsessan Leoncie mun taka lagið klukkan 21.00 og Rúnar Júlíusson stígur á sviðið um tíuleyt- ið. Hljómsveitin Land og synir enda tónleikana, en þeir byija að spila klukkan 22.20. I tilefni tónleikanna hefur verið gefin út safnplata sem ber sama heiti; Afsakið hlé og inniheldur 17 lög. Allar hljómsveitimar eiga lag á diskinum. Þeir sem koma á tónleikana fá safhplötuna ókeypis. Handverkssýning í Framsóknarhúsinu Sýning á handverki og listiðnaði á vegum Handverks og Hönnunar verður á dagskrá Ljósanætur þar sem 25 konur sýna handverk sitt. Sýningin er haldin í Framsóknarsalnum, Hafhargötu 62 og verður sýningin formlega opnuð í dag 5. september klukkan 17.00. Sýningin stendur frá 5. til 15. september og er opið alla daga ffá 13 til 17. Kanadísk kvennarokksveit á Ljósanótt Það verður sannarlega rokkað á N1 bar á fostudagskvöldið, því kanadíska kvennarokksveitin Painting Daisies mun spila á staðnum í tilefhi Ljósanætur. Stúlkumar í hljómsveitinni, þær Daisy Blue Grotf, Rachelle Van Zanten , Kim Gryba og Carolyn Fortowsky frá Edmonton í Kanada hafa getið sér ótrúlega gott orð vestan hafs og hlotið all nokkrar viðurkenningar og meðal annars var hljómsveitin valin skemmtikraftur ársins í Kanada árið 2001. Hljómsveitin er nú á tónleikaferðalagi um Evrópu með viðkomu á íslandi og á Grænlandi. Fjölmiðlar í Kanada hafa lofsamað hljómsveitina og tónlist þeirra og segir tónlistargagnrýnandi tímaritsins „See Magazine” m.a.: „Painting Daisies spila á tónleikum. Þær hafa fullt vald á sviðinu, hljóðfærum sínum og áhorfendum. Tónlistin er vissulega írumstætt stelpustöff en nægilega töff til að þurrka brosið ffaman úr smettunum á þeim sem líta á þær sem stelpuband. Þetta er ekki hópur af poppprinsessum; þær kunna að róta græjunum og brúka þær.” Xenon borðstofusett Gegnheil eik Alkantara áklæði á stólum Hlaut hönnunarverðlaun í Belgíu árið 2001. INNBÚ Smiðjuvöllum 6 • Keflavík • Sími 421 4490 Verslun og verkstæði Mega - sófi Microsan - teflonvarið áklæði stgr. kr. 102.410,- —r- ■nmHHHMB 8

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.