Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 24
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is artrni Kristjánsson, annar enda verslunarinnar, Linda Íafsdóttir, verslunarstjóri Ig Sigrún Sigvaldadóttir, I afgreiðslumær. : r - VIÐSKIPTI VELKOMIN Á UÓSANÓTT Arið 1982 stofnuöu sjón- tækjafræðingarnir Kjart- an Kristjánsson og Pétur Christianscn Glcraugnaverslun Kcfiavíkur og fagnar vcrslunin því 20 ára starfsafmæli á þcssu ári. Gleraugnaverslunin i Keflavík var fyrsta búðin sem þeir félagar settu á stofn, en í dag eru reknar sjö gleraugna- verslanir undir þeirra stjórn: „Þegar við opnuðum verslun- ina í Keflavík fyrir 20 árum síðan voru Suöurnesin nægi- lega stórt markaðssvæöi og ári eftir opnunina í Keflavík náð- um við samningum við Varnar- liðið um opnun verslunar á varnarsvæðinu”, segir Kjartan. Verslunin á varnarsvæðinu hlaut nafnið Opticai Studio og var þcssi verslun upphaftð að mikilii útrás fyrirtækisins. Kjartan segir að það hafi oft komið upp pínlcg staða gagn- vart crlcndum birgjum við að bera fram orðið „gleraugna- verslun“: „Optical Studio hent- ar mjög vel sem nafn á gler- augnaverslun og nafninu hefur veriö tekið vel. Nafnið er al- þjóðlegt og það geta allir borið þaö fram og við lendum ekki í vandræðum mcð erlenda birgja”, segir Kjartan og hlær. Samningurinn við vamarliðið var mikil lyftistöng fyrir fyrirtækið á þessum tíma. Fjöldið varnariiðs- manna var verulegur og gengi krónunnar sífellt að falla, en allar tekjur verslunarinnar voru í doll- urum: „Þó svo að verulega hafi dregið úr þessum viðskiptum vegna fækkunar varnarliðs- manna, þá höfurn við reglulega endumýjað samninga okkar við vamarliðið”, segir Kjartan. CSM MENNINGARDAGAR Á LJÓSANÓTT TILBOÐ Á GSM- OG HEIMASÍMUM NOKIA 3310 - T191 Aðeins kr. 12.001,- 1 kr. út 1.000,- kr. á mán. í 12 mán. sem færist á símareikning. Opið fimmtudag og föstudag Kl. 9 - 18 laugardag Kl. 14-18 simmn.is Þjónustuver Símans 8007000 ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ SÍMANS • HAFNARGÖTU 40 • KEFLAVÍK • SÍMI 420 1515 Árið 1992 skelltu þeir félagar sér i samkeppnina á höfuðborgar- svæðinu með opnun Gleraugna- verslunarinnar í Mjódd, en sam- keppnisaðilamar vom með versl- anir sínar á miðborgarsvæðinu. Kjartan segir að frá því þeir opnuðu í Mjóddinni hafi það verslunar- svæði sífellt verið að stækka: „Versl- unarkjarninn í Mjódd er sterk- ur og hefur dafnað stöðugt frá því verslun- in var opnuð.” Það urðu kafla- skil I markaðs- hlutdeild versl- ana Optical Studio þegar fyrirtækið fékk einkaumboð fyrir Air Titani- um gler- augnaumgjarð- irnar: „Títan- gleraugnaum- gjarðirnar eru mikil bylting og sérstaklega hönnunin, en það eru engar skrúfur eða Ióðningar not- aðar við gerð hennar og um- gjörðin vegur aðeins 2,8 gr. Títaníumvírbút- ar eru sveigðir og beygðir og mynda loks umgjörðina sjálfa, en um- gjörðin er svo sterk að framleiðandinn, danska fyrirtækið Lindberg Optik veitir tveggja ára ábyrgð á umgjörð- inni. Slík ábyrgð þekkist ekki hjá öðrum framleiðendum,” segir Kjartan. Árið 1998 opnaði ný verslun í flugstöð Leifs Eiríkssonar sem ber nafnið Optical Studio Duty Free Store og segir Kjartan að það hafi algjörlega verið rennt blint í sjóinn með opnun sér- verslunar af þessu tagi, en versl- unin hafi ekki átt sér neina fyrir- mynd í flugstöðum erlendis: „Það em töluvert aðrar áherslur í þessari verslun, miðað við versl- anir okkar innanlands því áhersla á merkjavöru í sólgleraugum er áberandi. Við reynum að sjálf- sögðu að ná til þeirra erlendu ferðamanna sem um flugstöðina fara, en þeir em um 70% þeirra farþega sem um „transit svæðið” fara. Viðskiptavinurinn þarf ein- ungis að bíða 10 til 15 mínútur eftir sérsmíði á algengustu styrk- leikagleraugum, en með þessu emm við að fara algjörlega nýja 25% afmælisaf- sláttur á Ljósanótt Boðið verður upp á 25% afslátt af öllum vörum á laugardag í tilefni Ljósanætur. Tilboðið gildir frá kl. 14-18. Boðið verður upp á léttar veitingar á sama tíma. „Við vorum með sambærilegt tilboð í fyrra og er óhætt að segja að það hafi verið vitlaust að gera. Við vonumst auðvitað til að sjá sem flesta", sagði Kjartan Kristjánsson. leið í verslun með gleraugu sam- kvæmt lyfseðli,” segir Kjartan I Smáralind hafa tvær nýjar verslanir verið opnaðar. Önnur þeirra, Optical Studio RX er hefðbundin gleraugnaverslun, en Optical Studio Sól verður aftur á móti eins kónar sól- og sportgler- augnadeild: „Þessi verslun er vissulega tilraun hjá okkur, en þar bjóðum við uppá fylgihluti eins og bakpoka og sportfatnað frá þekktum sól- og sportgler- augnaframleiðendum eins og Oakley. Hingað til hafa sólgler- augu ekki verið mjög almenn á Islandi ef miðað er við notkun þeirra I útlöndum, en nú eru breyttir timar því nú em gleraugu orðin hluti af heildarmyndinni í klæðaburði og tisku. Við íslend- ingar emm svo sannarlega engir eftirbátar annarra þjóða í þeim efnum, nema síður sé. Hér á landi er sólin svo lágt á lofti að hún smýgur inn í augnbotnana og það má færa rök fyrir því að það sé jafhvel meira áriðandi að gæta að sólgleraugnanotkun hér á landi heldur en sunnar á hnett- inum. I þeim löndum dugar til að mynda að vera með húfu og skyggni til að vama því að sólar- geislamir fari inn í augnbotnana vegna þess hversu sólin er hátt á lofti. Það hefur líka orðið hugar- farsbreyting hjá fólki, en það ger- ir nú meiri kröfur til sjónarinnar og er meira meðvitað um að vemda hana,” segir Kjartan. Meðal þeirra vörumerkja sem Optical Studio verslanimar bjóða upp á er m.a.: Cucci, Diesel, Christian Dior, Dolce & Gabbana/D&G, DKNY, Calvin Klein, Tommy Hilfiger, L.A. Eyeworks, Ray Ban, Oakley, Nike, Ralph Lauren, French Connection.AirTitanium o.fl.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.