Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 12
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRÉTTIR [;>r.J_________UÓSANÓTT Á LAUGARDAG Ástin og lífið í bíósal Duushúsa Sýningin Ástin og lífið verður sýnd í Bíósalnum í Duushúsum laugardaginn 7. september. Þetta sérstaka verk er tileinkað ástinni og lífinu og túlkað með ljósum, tónlist og sögum. Þrir listamenn taka þátt i uppsetningunni, Sigur- borg Kr. Hannesdóttir sagna- kona, Birgir Sigurðsson ljósa- listamaður og Tatu Kantomaa tónlistamaður. Efni sýningarinn- ar er sótt á Suðurnesin og m.a. má nefna að Rauðhöfði kemur þar við sögu. Sögustundirnar verða þrjár á laugardeginum kl. 16.00, kl. 18.00 og kl. 20.00. Hver þeirra stendur yfir í u.þ.b. hálftíma og er ókeypis inn. Bílar og tæki Fornbílar munu aka um Reykjanesbæ á laugardaginn og er þetta í fýrsta sinn sem þessum glæsivögnum er ekið um götur bæjarins. Gljáfægðir slökkvibílar frá Brunavörnum Suðurnesja þeyta lúðra og aka um götur bæjarins. Það verða líka mótórhjól á ferðinni því félagar í Mótorhjólaklúbbnum Örnum verða á ferðinni. Sérstök sýning verður haldin á SBK planinu, þar sem gestir fá tækifæri til að beija þessi eðaltæki augum. í þyrlu á Ljósanótt ibúum og gestum Reykja- nesbæjar gefst kostur á að fara í þyrluflug í tilefni Ljósanætur. Flogið verður með gesti seinni- partinn á föstudag og fram á kvöld og frá hádegi á laugardag og fram á kvöld. Gert er ráð fyrir að flugtíminn verði um 5-7 mínútur og verður flogið yfir Reykjanesbæ. Verð fyrir einstak- ling er 2.500 krónur og er þeim sem hafa áhuga á þyrlufluginu bent á að hringja í Óryggis- og upplýsingamiðstöð Ljósanætur í síma: 891-9101. Landslið kaffibar- þjóna i Kaffitárs- bílnum Á laugardaginn verður Kaffitárs- bílnum lagt við Íshússtíg, nálægt Ungó og þar verður landslið kaffibarþjóna að selja kaffi til gesta Ljósanætur. I kaffilandslið- inu eru: Ása Pettersen, Hjörtur Skúlason og Sonja Grant lands- liðsþjálfari, en þeim til halds og trausts verða Aðalheiður Héðins- dóttir framkvæmdastjóri Kaffi- társ og Guðbjörg Ásbjömsdóttir framleiðslustjóri. Á Ljósanótt í fýrra var Kaffitársbillinn við ís- hússtíginn og segir Aðalheiður að þeim hafi verið tekið mjög vel: “Við seldum á milli 500 og 600 bolla af kaffi i fýrra og við búumst við ennþá meiri sölu í ár,” sagði Aðalheiður í samtali við Víkurfréttir. Leikritið Gesturinn á Ljósanótt Keflvíkingarnir Gunnar Eyjólfsson og Jóna Guðrún Jónsdóttir í aðalhlutverkum ásamt stórleikaranum Ingvari E. Sigurðssyni og Kristjáni Franklín Leikritið Gesturinn eftir Eric-Emmanuel Schmitt í þýðingu Kristjáns Þórðar Hrafnssonar verður sýnt í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17, á Ljósanótt, laugardaginn 7. sept.kl. 18.30. Þetta er samstarfsverkefni Leikfélags Reykjavíkur og leikhópsins Þíbilju sem koma hingað með sýninguna í tilefni Ljósanætur. Leikfélag Keflavíkur tekur á móti hóp- num og er þeim til aðstoðar. Listamaður Reykjanesbæjar, Gunnar Eyjólfsson leikur aðalhlutverkið en með önnur hlutverk fara Ingvar E. Sigurðsson, Jóna Guðrún Jónsdóttir og Kristján Franklín Magnús. Leikstjóri er Þór Tulinius. Leikritið Gesturinn sem sýndur var frá því í bytjun febrúar við góða aðsókn á Litla sviði Borgarleikhússins, fjallar um dularfulla nótt á skrifstofu Sigmunds Freuds í Vínarborg. Hann er ofsóttur af nasistum, og þegar að angist hans er sem mest birtist skyndilega ókunnur gestur sem segist vera Guð. Efasemdarmaðurinn Freud lætur „glepjast’’, eftir að gestur- inn hefur gert nokkra, að því er virðist yfimáttúrulega og dular- fulla hluti, en aftur er trúin tekin frá honum þegar hann fær spurnir af því að geðveill maður haldinn lygasýki hafi falið sig í húsi hans. Verkið er létt, spennandi, en fýrst og síðast áleitið, því það varpar fram ótal spurningum um manninn, lífið, trúarþörf- ina, kærleikann, svo að eitthvað sé nefht. Haldið var málþing um verkið á vegum Siðffæðistofnunar og Borgarleikhússins, þar sem Pétur Pétursson prófessor í Guðfræðideildinni, flutti meðal annarra erindi um verkið. Aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða hér á Suðurnesjum og er fólk því hvatt til að tryggja sér miða sem fýrst. Fríða sýnir lágmyndir hjá Fjólu Fríða Rögnvaldsdóttir opnar myndlistarsýningu hjá Fjólu á Hafhargötu í dag fimmtudag. Þar sýnir hún lágmyndir unnar í stey- pu á striga. Fríða hóf myndlist sína í Baðstofúnni í Keflavík en hefur síðan farið á mörg námskeið Myndlista- og handíðaskólans. Fyrir stuttu síðan kom hún heim fiá Belgiu þar sem hún stundaði myndlistarnám í tvö ár. Þar kymntist hún m.a. þessari tækni, að vinna lágmyndir í steypu á striga en nú á Ljósanótt sýnir hún 11 stórar myndir en að auki er ein upp á vegg í Gleraugnaverslun Keflavíkur. Fríða sagði myndimar vera fan- tasíur; fólk og form. Verði er stillt í hóf í tilefhi Ljósanætur og fólki er velkomið að gera tilboð í myndirnar. Opnunartími er sá sami og hjá Fjólu. 12

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.