Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 20
UjM &R1T VÍKURFRÉTTA s co m ÍTÍMftWTVÍKURFR^rrjV MYNDLIST Á UÓSANÓTT Tíu fyrrverandi nemendur Eiríks Smith sýna að Hafnargötu 34 í Keflavík. Flestir í hópnum hafa unnið að myndlist í rúm tutt- ugu ár. Hafa þau tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar á Suðurnesjum, Reykjavík og víðar. Þau sem taka þátt í sýn- ingunni eru: Ásta Árnadóttir, Ásta Pálsdóttir, Guðmundur Maríasson, Hreinn Guðmundsson, Jón Ágúst, Sigmar Vilhelmsson, Sigríður Rósinkransdóttir, Soffía Þorkelsdóttir, Steinar Geirdal og Þórunn Guðmundsdóttir. Sýningin verður opin á íostudag 6. september frá kl. 15.00 til 19.00, laugardag frá kl. 13.00 til 20.00 og á sunnudag verður opið frá klukkan 14.00 til 18.00. Þriðja sýning Guðrúnar Nú um helgina mun Guðrún Karlsdóttir opna málverka- sýningu í Húsgagnaversluninni Bústoð að Tjarnargötu 2 í Keflavík Sýningin er opin á laugardag á opnunartima Bústoðar á Ljósanótt. Þá mun sýningin verða opin á opnunartíma Bústoðar í september. Á sýningunni eru tæplega 20 myndir sem allar eru málaðar með olíu á sl. 12 mánuðum. Þetta er þriðja einkasýning Guðrúnar, en auk þess heflir hún tekið þátt í ljölda samsýninga á vegum Baðstofitnnar Formleg opnun Listasafns Reykjanesbæjar r IAustursal Duushúsa verður opnuð sýning á vegum Listasafns Reykjanesbæjar, en með opnuninni er formlega verið að taka i gagnið Listasafn Reykjanesbæjar. Þar sýnir myndlistarmaðurinn Einar Garibaldi og kallar liann sýninguna Blað 18 Reykjanes. Einar Garibaldi starfar nú sem prófessor við Listaháskóla íslands jafnhliða listsköpun sinni. Einar hefur sýnt víðs vegar um heim en á síðustu einkasýningar hans hér á landi voru á Kjarvalsstöðum áriðl999 og á Nýlistasafninu árið 2000. Sýningin stendur til 20. október og verður opin daglega frá 13.00-17.00. Listasafn Reykjanesbæjar varð til við sameiningu sveitarfélaganna Njarðvíkur, Hafnahrepps og Keflavíkur árið 1994. Áður hafði verið til Listasafh Keflavik- ur. Safhið á nú rúmlega 200 verk eftir marga listamenn. Uppistað- an eru verk eftir listamenn af Suðumesjum en þó á safnið verk effir aðra s.s. Þórarin B. Þorláks- son, Kjarval og Jón Stefánsson. Listasafnið hefur verið húsnæðis- laust til þessa og verk safnsins verið til sýnis í hinum ýmsu stofnunum bæjarins. Sumarið 2001 voru þó haldnar tvær sýn- ingar í nafni safhsins í leiguhús- næði i Reykjanesbæ. Listasafn Reykjanesbæjar hefur með ýmsum hætti reynt að styð- ja við myndlistarmenn á svæðinu og 1. maí s.l. var opnað sumar- gallerí í samvinnu við Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ. Listasafnið aðstoðaði við undir- búning og greiðir launakostnað og auglýsingar. Galleríið var opið til 1. sept. i ár og gert er ráð fyrir að verkefninu verði haldið áfram næsta ár. Annað verkefhi þetta árið var skráning og merk- ing á öllum minnismerkjum og útilistaverkum í bæjarfélaginu og er safnkosturinn því allur orðinn skráður. Sú vinna endaði í gerð fræðslumyndbands sem Lista- safnið kostaði og gaf út í sam- vinnu við Heiðarskóla. í haust fær Listasafhið loks 300 m2 sýningarsal í Duushúsum til eigin nota og verður fyrsta sýn- ingin opnuð 7. sept. með verkum Einars Garibalda. I október er fyrirhuguð sýning á verkum hópsins Gullni pensillinn. Einnig kemur í haust farandsýning frá Handverk og hönnun á vegum Listasafhsins. Sýningar safnsins verða opnar alla daga frá 7. sept. frákl. 13.00-17.00. Eftiráramót- in er m.a. vonast til að hægt verði að taka á móti sýningu frá Lista- safni íslands. Með tilkomu sýn- ingarsalarins opnast þannig nýir möguleikar og mikill áhugi er á að gera Listasafn Reykjanesbæj- ar að lifandi og spennandi kosti á sviði sýningarhalds. Myndlistarsýning fyrrverandi nemenda Eiríks Smith 20

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.